Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.06.1963, Blaðsíða 10
Ægir fór í síldar leiðangur í gær ^ Miðað við atkvæðamagn hefur Framsókn fengið tveimur þingmönnum of mikið Samkvæmt þeim heildartölum, sem nú liggja fyrir um úrslit alþingiskosninganna, hefur Alþýðu- flokkurinn jt'apað fylgi, borið saman við úrslit haustkosninganna 1959, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína aðeins hlutfallslega, en Alþýðubandalagið staðið í stað. Kjósendabraut merkt Þcssi mynd er tekin sl. Iaugardag í Lækjargötu er verið var að merkja gangbraut yfir götuna til þess að auðvelda fót- gangandi kjósendum að komast Ieiðar sinnar á kjörstaðinn í Miðbæjarskólanum og veitti ekki af í allri bílaumferðinni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Náttúrugripasafnið fær rannsóknastyrk Gild atkvæði í kosningunum voru 90.945 og skiptast þau þannig milli flokka (þess ber að gæta að enn hefur ekki fallið úrskurður um nokkur ágreinings- atkvæði): A-listi, Alþýðuflokkur 12.693 atkv. eða 14,2% (12.909 atkvæði 15,2%). B-listi, Framsóknarfl. 25.220 atkvæði eða 28,2% (21.882 atkv. 25,7%). D-listi, Sjálfstæðisfl. 37.017 at- kvæði eða 41,4% (33.800 atkv. 39,7%). G-listi, Alþýðubandalag 14.274 atkvæði 16,0% (13.621 atkvæði 16,0%). 1 svigunum eru atkvæðatölur og hlutfallstölur flokkanna frá síðustu kosningum. Þjóðvarnar- flokkurinn bauð þá fram í þrem- ur kjördæmum og hlaut 2883 atkvæði eða 3,4%. Þegar úthlutað hefur verið uppbótarþingsætum til flokk- anna, verður atkvæðafjöldi að baki hvers þingmanns sem hér segir: Alþýðuflokkur hefur að baki hvers þingmanns 1586 atkvæði. Framsóknarflokkur hefur að baki hvers þingmanns 1327 at- kvæði. Sjálfstæðisflokkur hefur að baki hvers þingmanns 1542 at- kvæði. Alþýðubandalag hefur að baki hvers þingmanns 1586 atkvæði. Framsóknarflokkurinn hefur hlotið 2 þingmönnum meira en honum ber eftir atkvæða- magni, eins og sjá má á því að 18. þingmaður Framsóknar hef- ur á bak við sig færri atkvasði (1401) en bæði 25. maður Sjálf- stæðisflokksins (1480) og 10. mað- ur Alþýðubandalagsins (1427) hefðu haft, en þeir hafa þannig báðir nokkru meira atkvæða- magn á bak við sig, en þeir tveir þingmenn, sem Framsókn bætti við sig. Framsókn fær nú sömu tölu þingmanna og flokk- urinn hafði eftir vorkosningam- ar 1959, en þá var hlutfallstala Framsóknarflokksins 27,3% gildra atkvæða, eða 0,9% minna en nú. Hinn árlegi síldar- og haf- rannsóknaleiðangur, sem farinn ör á Ægi, hófst í gær, 11. júní. Tilgangur leiðangursins er að gera athuganir á sjávarhita og seltu, plöntu- og dýrasvifi og sildarmagni á hafsvæðunum fyrir norðvestan, norðan og austan Island. Rannsóknir þess- ar eru þáttur í sameiginlegum rannisóknum Norðmanna, Rússa og Islendinga, sem framkvæmd- ar eru með sérstöku tilliti til ætisgangna síldarinnar á fyrr- greindum hafsvæðum. Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans sér um framkvæmd ís- lenzka leiðangursins, sem far- inn er á vegum sjávarútvegs- málairáðuneytisins. Þeir starfsmenn fiskideild i r, sem þátt taka í leiðangrinurr, eru: Jakob Jakobsson, leiðangur:;- stjóri, mag. scient. Ingvar Hall- grímsson, fiskifr., Egill Jóns- son, Birgir Halldórsson, Árni Þormóðsson og Guðmundur Svavar Jónsson. Skipstjóri á Ægi er Haraldu ■ Björnsson, skipherra. Eins og þegar hefur verið skýrt frá, fór v/s Guðmundur Péturs, skipstjóri Jón Einars- son, norður til síldarleitar fyrir viku. >á mun v/s Fanney einnig halda norður til síldar- 'leitar innan skamms. Hlutverk sáttasemjara að Vísindastofnun Bandaríkjanna (The National Science Foundati- on) í Washington, D.C., hefur nýlega tilkynnt, að hún hafi veitt Náttúrugripasafni Islands styrk að upphæð $ 8.400 (kr. 361.200) til rannsókna á lífshátt- um og stofnsveflum íslenzku rjúpunnar. Styrkurinn er veittur til tveggja ára og mun dr. Finn- ur Guðmundsson forstöðumaður dýrafræðideildar, stjórna rann- sóknunum. Reglu'bundnar stofnsveiflur fugla og fleiri dýra eru alþekkt fyrirbæri í norðlægum löndum. Ein þessara sveiflóttu dýrateg- unda er íslenzka rjúpan. en stofn hennar nær hámarki á 10 ára fresti. Talið er að hvergi í heim- inum séu jafngóð skilyrði til rannsókna á þessum sérkennilegu stofnsveiflum og á íslandi. Kem- ur þar bæði til, að landið er einangrað eyland og dýra- og jurtalíf þess tiltölulega fáskrúð- ugt. Islenzki rjúpnastofninn er nú í örum vexti eftir rjúpna- þurrðina á árunum 1958—1959, og er talið, að hann muni ná há- marki á árunum 1964—1966. Benzíngeym! sprakk I gærmorgun varð vinnuslys á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur- hafnar við Háaleitisveg. Starfs- maður á verkstæðinu var að log- sjóða benzíntanka og sprakk tankinn í höndunum á mannin- um. Hlaut hann meiðsli á höfði, brjóstkassa og hendi og var þeg- ar fluttur í Landakotsspítala. Maðurinn heitir Einar Erlings- son, Borgarholti við Seljalands- veg. Veigamiklir þættir í hinum fyrirhuguðu rannsóknum verða víðtækar rjúpnamerkingar, söfn. un gagna um varphætti og fæðu rjúpunnar og öflun upplýsinga um árlega rjúpnaveiði með hjálp veiðiskýrslna. Þá hafa einnig verið valin fjögur svæði, þar sem unnið verður að skipulegum at- hugunum á ýmsum þáttum í fari rjúpunnar allt árið um kring. Svæði þau, sem valin hafa ver- ið til þessara sérrannsókna, eru Heiðmörk við Reykjavík, Hrís- ey á Eyjafirði og takmörkuð svæði í Laxárdal í S-Þing. og í öræfum í A-Skaft. Auk Finns Guðmundssonar munu þrír menn taka þátt í þessum svæðarann- sóknum, en þeir eru Ámi Waag, Hálfdán Bjömsson og Ragnar Sigfinnsson. Dagblaðið Vísir, sem er sér- stakt málgagn Gunnars Thorodd- sen fjármálaráðherra, birtir í gær og í fyrradag furðuleg skrif um kröfur og verkfallsboðun verkalýðsfélaganna á Norður- landi. — Á öðrum stað í blaðinu er sagt nokkuð frá kröfum verkalýðsfélaganna, og vcrður því hindra samninga? ekki vikið nánar að þvi atriði í skrifum Vísis, enda fer blaðið þár með firrur einar. En ástæða er til að vekja sér- Síldveiði hafin fyrir Norður og Austurlandi Ágæt síldveiði var út af Bakkaflóa í fyrrakvöld og cr veiðisvæðið um 40 til 60 sjó- mílur suðaustur af Langanesi. Fá skip voru á þessum slóðum, en fengu öll ágætan afla. Héldu þessi skip þegar með aflann til Norðfjarðar. Aflinn reyndist frá 1000 málum til 1700 mál og fór allur í bræðslu. Síldarleitarskipið Pétur Thor- steinsson hefur undanfama daga leitað að síld fyrir Norðaustur- landi og fann þessa síld í fyrra- dag. Síldveiðin ætiar að byrja óvenju snemma í ár fyrir norð- an og austan og er þessi gamli hefðbundni síldveiðitími frá 7. júlí til 7. september að verða að markleysu og færist tíminn fram með hverju ári. Klukkan 14 í gær léj Ægir úr höfn héðan úr Reykjavík og hélt norður sem leitar- og rann- sóknarskip og þá mun síldar. leitin hraða för sinni norður næstu daga, en hún hefur aðal- bækjstöð sína á Siglufirði. Þá eru síldveiðiskip óðum að undirbúa brottför sína norður og er unnið að kappi í öllum verstöðvum hér gunnanlands. Leiðangursstjóri á Ægi verð- ur Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur. Sovétríkin sam- mála NEW YORK 11/6 — Sovétríkin hafa lýst sig samþykk þeirri fyrirætlun, að senda eftirlits- menn frá Sameinuðu þjóðunum til Yemen. >ó gera þau það að skilyrði, að það sé öryggisráð- ið. sem þessa ráðstöfun geri, þar eð það eitt hafj vald til þess að grípa til aðgerða, sem Framhald á 2. síðu. Gömlu húsin víkja ÞEIM FÆKKAR óðum gömlu húsunum sem „settu svip á bæinn“ á sinni tíð þótt nú- orðið þykii þau bæði lítil og lágkúruleg, enda verða þau nú hvert af öðru að víkja fyrir nýjum stórhýsum eða eru rifin vegna breytinga á skipulagi borgarinnar. FLESTIR REYKVlKINGAR hafa daglega fyrir augum breyting- ar þær sem orðið hafa i Aust- urstræti nú í vor og hér kemur mynd frá Bókhlöðustig er sýnir rústir tveggja gam- alla húsa, sem verið er a3 rífa, en á því svæði eru fyrirhug- aðar ýmsar skipulagsbrcyting- ar í sambandi við viðbyggingu við Menntaskólann sem reisa á í sumar. staka athygli á ummælum Vísis um þessa vinnudeilu, en blaðið segir orðrétt í fyrradag: „Líkur eru fyrir, að sáttasemi- ari ríkisins fái mál þessi til með- ferðar, ÞAR EÐ samningar á Akureyri hafa hvað eftir annað orðið fordæmi að kaup- og kjara- samningum verkafólks um allt Iand“. (Leturbr. Þjóðviljans). Engu er líkara en að Vísir sá hér að gefa í skyn að það sé hlutverk sáttasemjara að koma í veg fyrir frjálsa samnihga verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda fyrir norðan, „þar eð“ þeir samningar hafi hvað eftir annað orðið fordæmi um allt land, en slíkt virðist mjög háska- legt að áliti Vísis. Það væri fróð- legt að fá nánari skýringar á þessum furðulegu ummælum í málgagni fjármálaráðherra og ætti blaðinu ekki að verða skota- skuld úr þv£. En svarinu verður vissulega veitt athygli. Háskólafyrir- lestnr á morgun Valdimar J. Línda] dómari frá Winnipeg flytur fyrirlestur í boði lagadeildar Háskóla Islands n.k. fimmtudag 13. júní kl. 5.30 e.h. í hátíðasal Háskólans. Fyrirlest- urinn, sem fluttur verður á ís- lenzku, nefnist „Stjórnarlög Nýja-Islands. Aðrar skyldar ís- lenzkar erfðir". Valdimar J. Lfndal dómari er í hópi kunnustu núlifandi Vestur- Islendinga, og hefir hann getið sér mikinn orðstýr sem dómari og áhrifamikill félagsmálamaður. Fyrirlestur hans fjallar um markverðan þátt í sögu Vestur- Islendinga. sem fram til þessa hefur verið of lítill gaumur gef- inn. PALERMO 11/6 — Kommúnist- ar og krjstilegjr demókratar uku fylgi sitt á kostnað minni flokkanna í kosningum á Sikil- ey. Kristilegir demókratar héldu stöðu sinnj sem stærsti flokkur eyjarinnar og uku hlutfallstölu sína um 3,4% frá síðlistu kosn- ingum. Kommúnistar uku hlut- fallstölu sína um 2,2% og unnu eitt þingsæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.