Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 2
* SÍÐA HÖÐV2LJ1NN Föstudagur 14. júní 1863 GóBar síldveiðihorfur—en óvíst um móttöku í landi Glapræði að taka á móti síld Raufarhiifn í gær. — Hitti verksmiðjustjóra S.R. hér á götu í morgun og var hann svartsýnn um móttöku síldar hér á næstunni, þar eð Verka- mannafélag Raufarhafnar hefur boðað vinnustöðvun frá 20. þ.m., ef samningar hafa ekki tekizt og virðist glapræði að fýlla þróarpláss verksmiðjunnar undir svo óráðnum kringum- stæðum. Einnig er óvíst ennþá um bræðslusíldarverðið og er erfitt að gera viðskipti um vöru, sem hvorugur aðiii veit verð á. Þróarpláss S.R. er hinsvegar um 80 þúsund mál og væri þeg- ar hægt að taka á móti síld, þó að undirbúningsbreytingum við sjálfa verksmiðjuna sé ekki lokið. Sex síldarplön verða starf- rækt hér í sumar og eru þessi: Norðursíld h.f., Óskarsstöð h.f., (5ðinn h.f., Hafsilfur h.f„ Sölt- unarstöð Hólmsteins Helgasonar og Borgir h.f. Hólmsteinn Helga- son starfrækti ekki plan sitt í fyrra. Unnið er dag og nótt og að- komufólk streymir inn í þorpið og verða þannig i sumar á ann- að hundrað aðkomumenn í sOd- arverksmiðjunni en að líkum fátt heimamanna. Mikil vinna er nú sem stendur við hafnar- gerðina. L.G. Eftir tvo daga Vopnafjörður í gær. — Síld- arverksmiðjan hér á staðnum verður sennilega tilbúin til m'óttöku síldar eftir tvo daga. uanið er dag og nótt við und- irbúning verksmiðjunnar fyrir starfraekslu og er þróarpláss hér fyrir 20 þúsund mál. Fjögur síld- arplön verða starfrækt hér í sumar og eru þessi: Hafblik, Austurborg, Auðbjörg og Jón & Amar. Mikillar óþolinmæði gætir hjá sjómönnum að geta ekki þegar landað hér á staðnum. G.V. óvíst um móttöku Seyðisfirði i gær. — Óvíst er ennþá um móttöku síldar hjá S.R. hér, þar sem verksmiðjan er ný af nálinni og ýmsar und- irbúningsbreytingar timafrekar fyrir væntanlega vinnslu. Tíu síldarplön verða starfrækt hér í sumar og bætast þrjú ný í hópinn. Borgir h.f. reka eina stöðina, önnur stöðin heitir Þór h.f. og er hún rekin af Vilhjálmi Jóns- syni o.fl. og þriðja stöðin heitir Neptúnus h.f. rekin af Karvel Ögmundssyni o.fl. Fyrsti norski sfldarbáturinn kom inn til Seyðisfjarðar í fyrradag. G.S. Tekur við aftur eftir helgi Neskaupstaður í gær. — Hér er lítil síldarverksmiðja með 500 mála afköstum á sólarhring og liggja nú þegar 10 þúsund mál í þróm og er ekki búizt við. að verksmiðjan geti tekið á móti sfld fyrr en eftir helgi. Fjögur síldarplön verða starf- rækt hér í sumar og heita: Sæ- silfur, Drífa, Máni og Ás og eru um 40 stúlkur á hverju plani. Stefán Ben. kom hér inn með 1000 mál af síld vegna rang- færslu í útvarpsfréttum, að verksmiðjan byrjaði bræðslu í kvöld. Átta skip verða héðan á síld- veiðum í sumar og eru fjögur skip komin á veiðar. Aðkomu- fólk streymir nú inn í þorpið til vinnu. S.R. Bræðsla byrjar í dag Reyðarfirði f gær. — Hér hef- ur sfldarverksmiðjan bræðslu á morgun og eru afköst verksmiðj- unnar 1250 mál á sólarhring. Lítið þróarpláss er hér til stað- ar. Þrjú síldarplön verða starf- rækt hér í sumar og eru þessi: Gunnar & Snæfugl, Katrín h.f. Sigur Alþýðuflokksins Alþýðublaðið birtjr í gær forustugrejn um ,,tap komm- únista“ og segir: „Kommún- istar biðu mikjnn ósigur í nýafstöðnum kosningum. Þeir fóru tvímælalaust verst út úr kosningunum“. — Eins og kunnugt er bætti Al- þýðubandalagið við sig á sjöunda hundrað atkvæðum í kosningunum og fékk nákvæmlega sama hlutfafl og 1959. Alþýðuflokkur- inn fékk hins vegar færri at- kvæði nú en 1959 þrátt fyrir verulega fjölgun kjósenda, og nemur hlutfallslegt tap hans 7%. En Alþýðublaðið fær út- komu sína með því að telja öll þau atkvæði sem Þjóð- vamarflokkurinn fékk 1959 „atkvæði kommúnista". enda þótt blaðið hafi haldið því fram undanfarna daga að kosningaúrslitin hafi einmitt sýnt að kjósendur Þjóðvarn- ar hafi neitað að styðja Al- þýðubandalagið! Reiknings- kúnstir af þessu tagi em ein- hver hláleguslu eftirköst hverrar kosningabaráttu og ótvíræð sönnun fyrir því að menn, sem beita þvílíkum ráðum. hafa orðið fýrir svo sámm vonbrigðum að þeir hafa ekki kjark til að horf. ast í augu við staðreyndir. Annars skýrir Alþýðublað- ið frá þvi á öðrum stað að Alþýðuflokkurinn hafi unnið glæsilegan sigur í einu kjör- dæmi. Á öftustu síðu er að finna feitletraðan ramma með þriggja hæða fyrirsögn: „Alþýðuflokkurinn jók fylgi sitt á Vestfjörðum“. Þar greinir frá því að Alþýðu- blaðið i hafi áður haldið að fylgi flokksins í Vestfjarða- kjördæmi hafi verið 690 at- kvæði 1959: „Tala þessi er röng. Hið rétta er, að Al- þýðuflokkurinn fékk 680 at- kvæði 1959. Nú fékk Alþýðu- flokkurinn 688 atkv. eða 8 atkv. meira en haustið 1959“. Mun aldrei fyrr í mannkyns- sögunni hafa verið gert jafn mikið stáss að 8 atkvæðum, og er gleði blaðsins þeim mun hjartnæmari £em Alþýðu- flokkurinn missti nú síðasta kjördæmakosna þingmanninn í þessu foma aðalvígi sínu. Sé Alþýðuflokknum þetta raunverulega gleðiefni er ekkert sjálfsagðara en að taka þátt í hamingju hans og áma honum flejri þvílíkra sigra í framtíðinni. — Anstri. og Söltunarstöð Bergs Lárus- sonar frá Skagaströnd. H.S. Fyrsta síldin á kosningadaginn Eskifjörður i gær. — Hér er 2500 mála sfldarverksmiðja eign Hraðfrystihúss Eskifjarðar h.f. Hefur hún ekki vinnslu fyrr en í næsta mánuði. Er verið að stækka verksmiðjuna og bæta við vélakost hennar. Tvær sölt- unarstöðvar verða starfræktar hér í sumar: Auðbjörg h.f. og ein ný. sem hefur ekki fengið nafn ennþá. Sjö bátar gera héðan út á sfldveiðar og fer síðasti bátur- inn á veiðar í kvöld. Þó er Seley ókomin frá Noregi, en þar hefur hún verið í klössun. Fyrsta sfldin kom hér á kosn- ingadaginn og fór í frystingu. Kom Gunnar SU með þessa síld. J. K. Myndin sýnir dæmi um meðhöndiun hvítrar lögreglu á blökku- i fólki í Birmingham í Alabama. Verið er að handtaka þeldökka j konu, sem tekið hafði þátt í fjöldagöngu blökkufólks, er krafðist j þess aö lá svokallaðan rétt til að vera frjálsir borgarar í Banda- rikjunum. Mörg verkefni hjá Flugmálafélaginu Aðalfundur Flugmálafélags ís- lands var haldinn miðvikudag- inn 15. maí í Glaumbæ. Formaður félagsjns Baldvin Jónsson, hrl„ flutti skýrslu fé- lagsstjórnar og skýrði frá starf- inu á síðastliðnu ári, og þejm fyrirætlunum sem væru í undir- búningi, en það er m.a. Flug- dagur í ágústmánuði n.k.. svif- flugmót í júlí-m&nuði, Shell- bikarkeppni o.fl. Þá skýrði hann ýtarlega frá stofnfundi Flug- málasambands Norðurlanda. sem haldinn var í janúar s.l. 1 Osló, en í því eru öll flugmálafélög á Norðurlöndum. Fram voru bornar tillögur til lagabreytinga sem miða að því, að gera Flugmálafélag fslands að sambandi áhugamannafé- laga, svo sem svifflugfélaga, einkaflugmannafélaga og model- félaga, og var ákveðið að senda þeim tillögumar til umsagnar og halda síðan annan fund i haust til endanlegrar afgreiðslu á þeim. Síðan var gengið til kjörg á formanni Oig var Baldvin Jóns- son, einróma endurkjörinn. Úr stjórn áttu að ganga Ásbjörn Magnússon og Björn Pálsson, en sá síðarnefndi hafði beðist und- an endurkosningu vegna mik- illa anna, og voru honum þökk- uð störf í þágu félagsins á und- anförnum árum. Kosningu hlutu Ásbjöm Magnússon og Sverrir Ágústsson. f varastjóm voru kjörnir Gísli Sigurðsson, Jó- hannes Snorrason og Bárður Daníelsson. 64 nemendur luku gagnfræðaprófi GagTifræðaskóla Austurbæjar var slitið laugardaginn 1. júní. Sveinbjörn Signrjónsson skóla- stjóri gaf yfírlit yfir störf skól- ans á liðnu skólaári og lýsti úr- slitum prófa. Innritaðir nemendur á síðast- liðnu hausti voru 584, og var þeim kennt í 21 bekkjardeild. Fastir kennarar auk skólastjóra voru 27, en stundakennarar 8. Gagnfræðaprófi bóknámsdeild- ar luku 64 nemendur og stóð- ust allir. Hæsta aðaleinkunn hlutu Gísli Tómasson, 8,34, Sól- veig Birgjsdóttir, 8,30. og Ólöf Rafnsdóttir, 8,05. Landspróf 3. bekkjar þreyttu 52 nemendur, en úrslit þess eru enn ókunn. 1 almennum 3. bekkjardeildum gengu 98 nemendur undir próf. Af þeim luku 83 prófi og stóðust. Unglingapróf þreyttu 176 nem- endur. 156 luku prófi og stóð- ust. Próf upp úr 1. bekk tók 171 nemandi. Gagnfræðaskóli verknámsins Framhald af 12. síðu. aHIs ekki frambærilega fyrir SIIUHH PJðlUSTAN slíka menntastofnun, á.lyktar hún að fela skipulagsstjóra og \borgarverkfræðingi að gera hið allra fyrsta aðra tiilögn um staðsetningu skólans og hafa nm það samráð við fræðslwráð og skólastjóra. Jafnfnamt felur borgar- stjórnin borgarstjóra að hafa forgöngns um nauðsynlegar ráðstafamr til að tryggja nú þegar hæfilega lóð í vestur- hluta borgarinnar fyrir byg'g- ingu verknámsskóla. en borg- arstjórnin telur augljóst, að bygging Gagnfræðask. verk- náms í þeim borgarhluta þurfi að ’ fylg.ia fast á eftir byggingn þess verknáms- skóla. sem nú er í undirbún. ingi.“ Auður Anðuns forseti borgar- stjómar tók síðan til máls og mótmælti því að staður þessi væri óvirtur með nafngiftinni ..gryfja". Að vísu liti lóðin ó- hrjálega út við fyrstu sýn, en helzt var á forsetanum að skilja að með tímanum yrði þetta hinn fegurstj staður og grjótveggur- inn veitti ágætt skiól gegn út- ^ynningi. Hún sagði einnig að allir þeir staðir aðrir. sem Guð- mundur hefði minnzt á hefðu verið vegnir, en léttvægir fundn. ir. Óskar Hallgrimsson gagnrýndi staðarvalið og kvað það mjög misráðið. Kristján Benediktfison sagði að verknámsskólinn hefði alla tíð verið hornreka og staður já sem honum væri nú ætlaður hæfði engan veginn skóla. Tillaga Guðmundar var síðan borin undir atkvæði í tvennu ’agi og var fyrri hlutanum ,vís- að til fræðsluráðs með 11 gegn 4 og síðari hlutinn felldur með 9 gegn 6._____________.■ ■■ ■- W-íslendingar I heimsókn Framhald af 12. síðu. frú, Winnipeg, Man. Th. E. Lax- dal og frú Chranbrock, B. C. J. T. Beck og frú Winnipeg, Man. Frú Louisa Gislason, Morden, Man. Frú Pauline Sigurðsson, Morden, Man. O. Hjartarson og frú Steep Rock, Man. Ken Port- er og frú Winnipeg, Man. Guð- mundur J. Bjömsson, Árborg, Man. Guðbjörg J. Björnsson, Ár- borg, Man. Ungfrú Sena Thomp- son, Winnipeg, Man. Frú Alla Warburton, Vancouver, B. C. Frú Svava Spring, Riverton, Man. Gestur Johannson, Selkirk, Man. Ole Qlafson, Winnipeb, Man. Frú Guðrún Magnússon, Árborg, Man. E. Kristjánsson. Colonsay, Sask. Frú G. J. Johnson, Winni- peg, Man. Hermann Jónasson og frú, Árborg, Man. K. J. Back- man og frú, Winnipeg, Man. Ung- frú Margaret Bardal, Chicago, 111. Frú Margret Guðmundsson, Selkirk, Man. Frú Guðný Thor- Waldsson, Los Angeles, Calif. Frú Clara Fuller, Los Angeles, Calif. Frú Oddný Thordarson, Los Angeles, Calif. Jón Laxdal og frú, Winnipeg, Man. Frú Sig- ríður (Eggertsson) Sigurdson, Vancouver, B. C. R. Swanson og frú, Winnipeg, Man. Frú Guð- rún Blondal, Winnipeg, Man. Thorstein Jónsson og frú, Oak- view, Man. Frú Jóna Guðrún rhompson, Gimli, Man. LAUGAVEG! 18^ SÍM! 19113 TIL SÖLU 3 herb. ný og glæsileg íbúð í Laugamesi. 3 herb. efri hæð við Öðins- götu sér inngangur útb. 200 þúsund. 3 herb. nýleg hæð í timb- urhúsi. 90 ferm. Útb. 150 þúsund. 3 herb. góð íbúð á efri hæð í Gerðunum ásamt stofu og eldhúsi á 1. hæð. 1. veðr. laus. 3 herb. hæð i timburhúsi við Nýbýlaveg. 1. veðr. laus. 3 hcrb góð íbúð á Seltjam- amesi. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, sér inn- gangur. 3— 4 herb. íbúð við Safa- mýri í smýðum. 4 herb. góð jarðhæð við Ferjuvog, sér inngangur 1. veðr. laus. 4 herb. hæð við Suður- landsbraut ásamt stóru útihúsi. 5. herb hæð við Mávahlíð. 1. veðréttur laus. 4. herb. hæð við Melgerði í Kópavogi. I. veðr. laus. Einbýlishús við Tunguveg, 8 herb. hæð og ris, stórt iðnaðarhúsnæði í kjallara, stór hornlóð I. veðr. laus. Einbýlishús við Heiðargerði úr timbri jámklætt. Raðhús í enda með falleg- um garði við Skeiðarvog. Hús við Hitaveituveg. 4—5 herb. fbúð. nýstandsett. stór lóð. stórt útihús. útb. 150 búsund. Einbýlisbús við Háagerði, með stórri frágenginni lóð. 70 ferm. verzl,- eða iðn- aðarhúsnæði á I. hæð við Nesveg. Timburhús vjð Suðurlands- braut, 85 ferm., 4 herb. hæð og óinnréttað ris. í SMÍÐUM: Glæsilegt einhýlishús i Garðahreppi. Glæsilegar efrihæðir i tvibýlishúsum með allt sér f Kópavogi. 3 herb. nýstandsett ibúð við Bergstaðastræti. Lítið steinhús við Víði- hvamm i Kópavogi. stór og góð byggingarlóð, útb. 80 þús. Höfum kaupendur með miklar útborganlr að: 2 herb. íbúðum í borginni og í Kópavogi. 3 herb. íbúðum í borginni og í Kónavogi. 4— 5 herb. hæðum í borg- inni og í Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Veiðimenn Nýtíndir ánamaðkar til sölu. Pantið í síma 11872. Síldarstúlkur Viljum ráða nú þegar síldarstúlkur til SUNNU á Siglufirði og SUNNUVERS á Seyöisfirði. Kauptrygging og fríar ferðir Upplýsngar í síma 11574 og á skrifstofu ÍSBJARNARINS H.F. Hafnarhvoli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.