Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1963, Blaðsíða 1
4 Einar Olgeirsson ritar grein í Þjóðviljann í dag og ér-öén birt á 4. síðu, — Greinina nefnir Einar r EFTIR KOSNINGAR Föstudagur 14. ijúní 1963 —28- árgangur — 131. Jtölublað. Góðar síldveiðihorfur óvíst um móttöku í landi Síðustu daga hefur verið ágæt síldveiði við Langanes og stækkar síldveiðiflotinn óðfluga dag frá degi á þessum slóðum. Síldarskip hvaðanæva af landinu taka stefnuna norður að Langanesi, en Austfjarðaskipin hafa orðið fyrst á vettvang enda næst veiðisvæðinu. Sérstaka athygli hefur vakið, hvaö síldin er stór og falleg og virðist þegar hæf til söltunar. Hinsvegar er undirbúningur til móttöku víðast í óiestri og hafa menn heyrt á bátabylgjunum megna óánægju sjómanna yfir þessu á- standi. Þjóðviljinn hefur haft sam- band við fréttaritara sína á síldar- stöðvunum á Norðausturlandi og Austfjörðum og eru frásagnir peirra birtar á 2. síðu. Myndin er tekin þegar Gullfoss var nýlagstur að bryggju í Reykjavík í gærmorgun og uppskipun liafin. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). HEIM EFTIR BRUNANN MIKLA 1 gærmorgun sigldi GuIIfoss inn í Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn eftir brunann mikla í Kaup- mannahöfn í vetur. Skipið er allt nýmálað og ekki ósvipað gömlum herramanni i nýjum kjólfötum. Skipstjórinn, Kristján Aðalsteins- son, Sigurlaugur Þorkelsson, blaðafulltrúí Eimskips og Viggó Maack verkfræðingur sýndu fréttamönnum skipið síðdegis í gær og skýrðu fyrir þeim þær breytingar sem gerðar voru á skipinu — sumar vegna brunans ög aðrar sem höfðu verið á- kveðnar fyrirfram. Afturskipið allt var að mestu ónýtt eftir brunann og þar var allt endurnýjað, reyksalur og borðsalur 2. farrýmis, farþega- klefar og vistarverur skipverja. Eldurinn náði alla leið fram að svokölluðum B-þiljumj ea þar á milli er st^lplata sena var tfl varnaii.!ESnnIStókstað verja eld- inum kið að véTarrúmls því milli þess og öxulgangsins er stálþil sem hægt er að hleypa niður. Hefði eldurinn hinsvegar komizt í vélina hefði tjónið orðið mikl- um mun meira en þó varð. Allt það sem endurnýjað var er nú með miklu léttari svip en 'áður, ljóslitar þiljur og létt nýtízkuleg húsgögn. Einnig þurfti að endurnýja skipsskrokkinn að aftan að mestu leyti og hefur að sögn forráðamanna Eimskips tekizt svo vel til um þá aðgerð, að allur titringur er nú horfinn úr skipinu, en áður hafði hann verið farþegum á 2. farrými til nokkurra óþæginda. Segja þeir að skipið sé nú traustara en nokkru sinni fyrr. Reyksalur og borðsalur 1. far- rýmis voru endurnýjaðir sam- kvæmt áætlun og er óhætt að segja að þar hafi mjög vel tek- izt tiL Fullbékað fram á vetur. TJpphafleg áætlun var sú að Fefísir Bretastjórn á Prohmomaimu? — Sjá 3. síðu skipið færi úr klössuninni 23. apríl í vor, en því seinkaði um sjö vikur vegna brunans. Það er vissulega mikið tjón, þrjár ferð- ir féllu niður, allar fullbókaðar og skipið varð af miklum flutn- ingi. Fullbókað er nú í allar sumar- ferðirnár og fyrsíu vetrarferðina, sem áætluð er 1. nóvember. Sigurlaugur Þorkelsson og Kristján skipstjóri voru sam- dóma um að fólk léti mjög vel af hinum ódýru vetrarferðum, sem hafnar voru í vetur leið. Kváðu þeir margt fólk hafa haft orð á því að slíka ferð vildi það fara aftur við fyrsta tækifæri. Ágœt veiði í fyrrinótt út af Langanesi f FYRRINÓTT var ágæt sild- veiði 50—60 sjómílur norð- austur af Langanesi og fengu allmörg skip ágætan afla. og sum fengu fullfermi. Veður var ágætt og streymdu skip- in á miðin. f GÆRMORGUN voru þessl skip á Iei5 tii hafnar, ýmist við Eyjafjórð eða á Austurlandi: Náttfari 1550 mál, Dalaröst 650. Bára 600, Grótta 1700, Eldborg 1250. Stefán Arnason 1300, Árni Geir 700, Héðinn 1150, Oddgeir 1600, Sigur- björg 600, Þorleifur Rögn- valdsson 650. Margrét 1400 og Steingrímur trölli með 1500 mál. FRÉTTARITARI Þjóðviljans á Seyðisfirði simaði í gærkvöld, að fyrsta síld sumarsins hefði boriat þangað í gær. Skipin sem þangað komu voru Dala- röst NA með 650 mál en af því fór eitthvað í frystingu h,iá Fiskiðjuverinu, Stefán Árnason SF me3 fullfermi og Þráinn NK með fullfermi. SfLDARLEETARSKIPn) Pétur Thorsteinsson var statt á veiðisvæðinu í gærmorgun. Veiðihorfur eru taldar góð- ar á þessum slóðum. Lenti með höndina í vél og meiddist I gær varð það slys í prent- smiðjunni Gutenberg að stúlka að nafni Helga Ingvarsdóttir lenti með vinstri höndina í vél sem hún var að vinna við og slasaðist talsvert. Var hún flutt í slysavarðstofuna og síðan í Landakotsspítala. Tekur trollið inn að aftan Fyrir nokkru var sagt frá nýj- um báti hér í blaðinu. Báturinn er nýkominn hingað frá Noregi og heitir Mjöll RE 10. Hann er smiðaður úr tré og 40 tonn að stærð. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að búa hann út á humarveiðar og þegar ljós- myndarinn átti Ieið framhjá á dögunum var verið að koma fyr- ir skutgálga, þannig að báturinn mun „taka trollið inn að aftan", A myndinni sést að gálgarnir eru í rauninni tveir, sitt hvoru megin við skuíínn, en stífa á milli. Hlerarnir koma svo upp í rúll- urnar, sem hanga niður-úr gálg- anum. (Ejósm. Þjóðv. A. K.). Dagsbrún hóf við- ræður í gær vi& vinnuveitendur *¦ Öðrum sáttafundi í norðlenzku kaupdeilunni lauk kl. 1 í fyrrinótt. Fundur hófst svo að nýju kl. 4 síðdegis í gær og var honum haldið áfram í gærkvöld og stóð hann enn er blaðið fór í prentun í nótt. Stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins hefur -nú hafið þátttöku í viðræðun- um undir forystu Sveins Benediktssonar. * Þá gerðist það nýtt í samningamálum verklýðsfélag- anna í gær, að samningaviðræður hófust á milli Verka- miannafélagsins • Dagsbrúnar annars vegar og Vinnuveit- endasambands íslands hins vegar, eru samninganefndirn- ar skipaðar fjórum mönnum frá hvorum aðila. Benedikt Gröndal utanríkisráðherra?! i Innan Alþýðuflokksins mun nú vera rætt um breytingar á ríkisstjórninni. Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá hefur Guðmundur f. Guð- mundsson utanríkisráðherra um skeið haft hug á því að hætta stjórnmálaafskiptum og gerast sendiherra. Féllst hann þó á að fresta ákvörðun um það efni.þar tU eftir kosning- ar, en það vakti athygli að þegar Haraldur Guðmundsson hætti sendiherrastörfum í Noregi fyrir skömmu, var sendiherra íslands í Svíþjóð fluttur þangað, en sendi- herraembættið í Stokkhólmi látið standa autt. Getur Guð- mundur þannig sezt í sendi- herraemlbætti fyrirvaralaust. hvQrt sem hann velur sér Stokkhólm eða færir sendi- herra til og kýs annan stað. Þessi áform munu hafa komizt á dagskrá á nýjan leik þegar eftir kosningarnar, er í Ijós kom að Friðjón Skarphéðinsson, forseti Sam- einaðs þings, hafði fallið. Mun Guðmundur nú leggja til að hann fari tafarlaust í seridiherraembættið, en Frið- jón taki sæti á þingi. í þessum bollaleggingum munu ýmsir mæna á embætti utanríkisráðherra en enginn þó jafn ]öngunarfullum sug- um og Benedikt Gröndal. Eins og kunnugt er gaf hann út bók um stefnu íslands i utanríkismálum skömmu fyr- ir kosningar til að sanna hæfni sína á þeim sviðum, en sönnunin þótti að vísu næsta bágborin. Munu ýmsir ráðamenn í Sjálfstæðis- flokknum þvertaka fyrir það að Benedikt verði utanríkis- ráðherra, en krefjast þess að Sjálfstæðisflokkuriinn taki við því ráðuneyti, ef Guð- mundur hættir, en Alþýðu- flokkurinn fái eitthvað ann- að í staðinn. '^9nr.,"s-..r-. -s; -- n.. --*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.