Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 26. júní 1963 heimiliö f k PARISARTIZKAN í SÚLNASALNUM Þessi kápa scm Dominique klæðist er úr ullarefni og bneppt með þrem silfurlitum hnðppum, kraginn er lítill og ermarnar ekki alvcg langar. lilli Hér er snotur smáköflótt dragt svört og hvít. Undir henni er hvít platblússa, og við hana ber Michele einn af þessum skemmtilegu hðttum scm mik- ið eru í tízku núna. SMEKKLEGIR OG VAND- AÐIR STÁL-SKJALA- SKÁPAR frá CONSTRUC- TORS LTD. BIRMINGHAM. FYRIRLIGGJANÐI. Verð á 4 skúffu skáp (foolschap) kr. 3.990,00 Gísli Jónsson & Co. h.f. Skúlagötu 26. — Sími 11740. Þegar það fréttist í síðustu viku að tvær franskar sýningar- stúlkur væru væntan- legar til landsins, til að sýna hvorki meira né minna en 50 model- klæðnaði frá Parísar- tízkuhúsunum, varð nú heldur en ekki uppi fóíur og fit hjá ís- lenzku kvenþjóðinni. Þessi þrjú kvöld sem sýn- ingin var í súlnasalnum á Hótel Sögu, hópaðist fólkið þangað. Kvenfólk var auðvitað í meiri hluta, en þama sáust lika margir skylduræknir eigin- menn, sitja hjá konum sinum og mæna áhugasamir á frönsku — fötin. Ekki er að efa að færri hafa komizt, á sýninguna en vildu, þess vegna birfcum við hér nokkrar myndir sem Ijósmynd- ari Þjóðviljans tók á sunnu- dagskvöldið. Látlaus en vönduð Fötin sem þær Dominique og Michele sýndu voru yfirleitt látlaus og vönduð en sýningin í heild frekar einhliða. Kjólam- ir voru flestir svipaðir í sniði. alveg sléttir, ermalausir, mis- munandi mikið ílegnir í háls- inn og pilsin svolítið útsniðin að neðan. Þröng pils sjást varla núna og mittið á að koma sem minnst í Ijós. Fötira voru ílest úr strigaefnum, alsilki- og ullarefnum. Aðallitirnir virtust vera allskonar bleikrauðir og fjólubláir litir svart og hvítt sem alltaf er í tízku, og ýmis tilbrigði af gulu, bláu og grænu. Þær konur sem heillast létu af einhverjum kjólnum eða kápunni gátu farið eftir sýn- ingu og grennslazt fyrir utn verðið og síðan pantað fötin, þ.e.a.s. ef áhuginn var enn fyr- ir hendi eftir að þessi vitneskja var íengin. <S> W FAUEGUSTU ^ f MYNDIRNAR fást Á Kodak PAPPIR FRAMKÖLLUN KOPIERING Lstórar MYNDIR Kodak HANS PETERSEN HF Sími 2-03-13 Bankastrætí 4. ’ -••'•.■.; .v. j '■■'■■&&■■. ■■' . j.: - Þessi kjóll er úr dökkbláu strigaefni, og það eina, sem lífg- ar hann svolítið upp er hvíta berustykkift og slaufan. Kjóll- inn er aft öftru Ieyti ljóst dæmi um kjólatízkuna, mittift sézt varla og pilsið víkkar aftcins niður. Fínt"a§ reykja Hér er svo Michele komin í sæ- græna kápu sem er hncppt mjög stutt niður. Undir henni klæðist daman samlitu pilsi. Dominique cr hér í ljósum sumarlcgum kjóL Ilann er crmalaus og nokkuft fleginn I hálsmálið og yfir honum erma- Iaus jakkii, sem aðeins er tek- inn saman í mittið með svörtu Ieðurbclti. Rósdn á kraganum er líka úr leðri. <S>- Launreykingar bama og ungl- inga á skólaskyldualdrinum er vandamál sem barizt er gegn í flestum menningarlöndum hcims. Hér hjá okkur er meira um það en marga grunar að böm reyki og það er því miður alls ekki óalgengt að sjá 11— 12 ára krakka reykjandi úti á götum eða afviknum stöðum. Nýlega gerði danskur skóla- stjóri athyglisverða tilraun til að koma í veg fyrir reykingar I skóla sínum. Hann sagði krökkunum að ef þau kæmu með skriflegt leyfi frá foreldr- um sínum, mættu þau reykja í löngu frímínútunum í sérstöku herbergi í skólanum. Tíu krakk- ar mættu ■með slíkt vottorð en þrjú þeirra notuðu leyfið aldrei eða hættu mjög fljót- lega reykingum. Unglingar byrja ekki að reykja af því að þeim finnist það gott eða hressandi. Nei, þvert á móti. Þau gera það af því að hinir gera það og halda að það sýni einhvem manndóm að þora það. Skólastjórinn seg- ir að núna eftir hálfsárs reinzl- u hafi góður árangur náðst og nú finnist engum „fínt” lengur að reykja f skólanum. Það væri sannarlega mikill sigur fyrir skólann ef hinir ungu memendur gætu smám saman farið að tala alvarlega um fyrir þejm foreldrum sem mikið reykja. I vellystingum Framhald af 4. síðu. það einmitt í Houston. Þar kom hann gestur í næt- urklúbb einn. Hinn ktinni bandaríski leikari og sjóm- varpsmaður Milton Berle kynnti hann fyrir gestum klúbbsins og var honum á- kaflega fagnað af þeim öllum — nema fimm sem sátu sam- an við borð. Það voru John Powers ofursti, yfirmaður bandarísku geimfaranna, sem þar var staddur af tilviljun ásamt fjórum manna sinna. Þeir könnuðust ekkert við „þjóðhetjuna" og kölluðu á lögregluna. Tess er nú aftur kominn í fangelsi og bíður þar dóms. Kvengeimfari Framhald af 4. siðu. Teresjkova sé enginn flugmað- ur enda þótt hún sé þjálfaður fallhlífarstökkvari. Ennfremur segir hún: NASA (U.S. National Aeron- autics and Space Adminstration) krefst þess að maður hafi verk- fræðipróf til þess að verða til— raunaflugmaður á þotu. Ég hef reynt að vinna með NASA. Ef þið óskið eftir því skal ég verða mér úti um verkfræðipróf, sagði ég, og þá get ég ef til vill orðið tilraunaflugmaður einn góðan veðurdag. — Ef til vill hefði það verið betra að vera spunakona eins og kvengeimfarinn sovézki. Gluggakjólarnr svokölluðu eiga vaxandi vinsældum að fagna. Hér er einn slíkur, hann er biá- grænn með brúnum Icggingum í hálsmálið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.