Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.06.1963, Blaðsíða 8
ÞJÓÐVILJINN 3 SlÐA GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT etu. „Biddu mig að kyssa þig", sagði hann. „Af hverju aulinn þinn?“ „Þegar ég sá þig síðast, sagð- ist ég ekki ætla að kyssa þig fyrr en þú bæðir mig um það. Manstu það ekki?“ Gamet fór aftur að hlæja. i.Viltu gera svo vel að kyssa mig, John“, sagði hún. Hann kyssti höndina sem hann hélt um. „Ég get ekki gert það betur þegar áhorfendur eru við- staddir. Nú geturðu farið og þvegið þér, en þú kemur hing- að aftur strax og hún leyfir þér það?“ „Já“, sagði Gamet, „strax og hún leyfir mér það.“ Hún reis á fætur og senoran gekk til dyra til að sýna henni her- bergið sem hún átti að fá. Gamet óskaði þess að siðavenj- umar heimtuðu ekki að hún færi strax burt Þvotturinn skipti ekki lengur neinu máli. 45 Garnet hafði lært að haga §ér á spæmsku heimili þegar hún dvaldjst hjá Donu Manuelu. Hún gætti þess að hegða sér samkvæmt settum reglum og eftir nokkra daga hafði hún á- unnið sér fullt traust senoru Loroa. Senoran hafði ekkert a móti þvi að hún dveldist næst- um allan daginn innj hjá John og hún hafði ekkert eftirlit með henni. Þau höfðu dyrnar alltáf opnar. en þar sem eng- jnn i húsinu nema Risinm skildi Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEIND og DÓDÓ Laugavegi 18 HL h (Iyfta) . Sími 24616. P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir)' Laugavegi 13 — sími 14656. — Nuddstofa á sama stað. — ensku. gátu þau talað eins frjálslega og þeim sýndist. Þau töluðu og töluðu. Vildi hún hann þá? spurði John. Já, sagði Garnet. þegar hann vildi og hann þyrfti ekki að lofa einu né neinu. Hún vissi nú að enginn gat vitað hverju fram- tíðin bjó yfir. „Við giftum okk- ur“. sagði Gamet, „vegna þess að ég vil ekki svona laus sam- bönd eins og Florinda —“ ,,En drottinn minn dýri“, sagði John og hló. „Hvenær hef ég stumgið upp á slíku? Það veit ég vel að þú vilt ekki“. „ — en það sem ég ætlaði að segja“, hélt hún áfram, „er það, að ef það ekki verður eilíflega, þá er að taka því. Ég hugsa ekkert urn það og ég hugsa fyrst og fremst um það sem þú sagðir við mig þá og núna. Ég reyndi að elska þig ekki. John, en það var tilgangslaust". „Það reyndi ég líka“. sagði John og hann var alvarlegur í bragði. „Ég kallaði þig öllum illum nöfnum. En það dugði ekki tíl. Ég var tilmeyddur að fara til Los Angeles og reyna að vimna þig. Ef mér hefði ekki legið svona mikið á. hefði ég . pthugiið þ.essa gjá .hotur,.en auð- vitað var ég að fiyta mer og hér ert þú og hér er ég og ég get snert þig en samt erum við ■í - þúsand -milna -fjarlægð hvort frá öðru“. „Hvenær heldurðu að þú verðir frískur aftur? Hefur lækn- irinn nokkra hugmynd Um það?“ ,,Já, já. Ég get farið að ganga eftir mánuð, en það tekur lengri tíma með handleggimn. En ég næ mér til fulls. Ég hef hestaheilsu“. Hann brosti til hennar. John gerði ávallt lítið úr meiðslum sinum. Senoran sagði henni að honum hefði liðið mjög illa, þótt höfð væri hliðsjón af suðræn- um tilfinningum hennar. var gamet viss um að hún hafði rétt að mæla. Sennilega leið honum illa ennþá, Ef hann hreyfði sig óvænt, sá hún bregða fyrir sársaukadráttum á andliti hans, en hann vildi ekki viðurkenna það. John skammað- ist sín fyrir að vera hjálparvana. Hann vildi ekki einu sinni dveljast á þessu gestrisna heim- ili þar til hann yrði heilbrigður. Hann hafði enn í hyggju að fara ti] San Franciseo til að standa við heit sitt við skipstjórann á briggskipinu sem hún hafði séð úti á víkinni. Skipið hafði kom- ið til Kalifomíu að sækja húð- ir og það gat ekki látið úr höfn fyrr en það var búið að fá fjörutíu þúsund stykki. Þegar það var búið að fá allt, sem hægt var í Santa Barbara. ætl- aði það til San Francisco að ná í meira frá ranchounum fyrir norðan. Þegar Garnet maldaði í móinn og sagði að hann væri ekk} nógu frískur til að ferðast sagði hann að sér batnaði al- veg eins fljótt um borð í skipi og í landi. Strax og hann væri búinn að ganga frá viðskipta- málum sínum, myndi hann fara aftur suður á bóginn, og þá gætu þau gift sig. Hann gæti ajveg eins notað þessar vikur sem hann var farlama til að fará til San Francisco, sagði hann. Hann vildi með engu móti gift- ast henni f.yrr en hann gæti staðið uppréttur. Gamet skildi að hann vildi fara þessa ferð bæði til þess að líta á landið sem hann hafði kejT^t og einnig vegna þess að hann átti hægara með að þiggja hjálp ókunnugra, sem fengu greiðslu fyrir að annast hann, en vina sinna. John var ör- látur og gaf með gleði, en hann átti erfitt með að þiggja. Þegar hún hafði verið í hálf- an mánuð í Santa Barbara, sagði hún að timi væri kominn til þess að hún færi til baka. John féllst á það með semingi. Nú. var kominn nóvember og það var aldrei að vila nema regnið færi að koma. Óveður gæti tafið hana vikum saman. Gamet hló, þegar hann sagði þetta. „Rétt eins og óveðrið, sem tafði þig hjá Kerridge í vor, þegar ég óskaði þér út á heimsenda“. „Mér stóð alveg á sama um það“, sagði John. „Mig langaði ekkert til að fara“. ,,En það vildi ég. Ég var svo reið þér“. „Ég var líka reiður. Ég hélt í fyrstu að ég gæti fengið þig til að taka sönsum, en þegar það tókst ekki, ákvað ég að fara“. John tók um höndina á henni. „Ég skal segja þér. Gam- et“, sagði hann með hægð. „að mér var meinilla við þig í sumar“. ,.Hvers vegna?“ ' „Végna þess að ég saknaði þín svo hræðilega". „Ég saknaði þín líka. Sann- aðj-. ég það kannski ekki með því að koma hingað samstund- is og Risinn kom og sótti mig?“ „Ég vildi ekki að hann sækti þig“. sagði Jorn. „Ég vildi bíða þar til ég væri kominn á fæt- ur o.g gæti farið sjálfur. En það er bezt að ég viðurkenni það. Ég lá hér með hitasótt af ótta við það að annar maður fengj þig. Með allan þanm sæg af Könum í Los Angeles hef- urðu auðvitað fengið sæg af bónorðum". „Mikil ósköp já. En flest þeirra fóru in.n um annað eyr- að og út um hitt“. ,,Flest?“ Hann grelp þéttar um hönd hennar. Garnet gladdist yfir kviðan- um í rödd hans. Hún lagði höfuðið á koddann hjá honum. „John, þú hefur þó ekki hald- ið að ég gæti þraukað svona endalaust? Þegar Risinn kom til Silkys. var ég því sem næst staðráðjn i að giftast manni úr New York herdeildinni“. Hún hefði ef til vill átt að segja honum þetta fyrr, hún var búin að segja honum allt mögulegt annað — það sem gerzt hafði hjá Estellu og að Texas hefði sagzt hafa drepið Charles. En hún hafði ekki sagt honum frá Brown kapteini. Nú fékk bann áfali sem breiddist yfir í slæmu mjöðmina og kvaladrættir fóru um andþt hans. Hún lyfti höfðinu. John sagði: ,.Hvað um hann?“ „Hann er vænn og góður, John“, sagði hún og nú streymdu orðin frá henni þegar hún loks- ins byrjaði. „Hann er jafn traustur og fjallið hér á strönd- inni. Hann elskar mig. Hann ætlaði að fara með mig heim og gefa mér allt sem þú vildir ekki lofa mér og munt aldrei gera — ást, frið og öryggi. Og ég er asni að taka honum ekki. En um leið og ég fékk bréfið frá þér, var ég búin að stein- gleyma honujn. Ég mundi ekki eftir honum fyrr en Florinda sagði við mig, að það væri ó- sæmilegt að rjúka af stað til Santa Barbara án þess að skrifa honum bréf og segja honum í hvaða tilgangi ég færi“. John var ringlaður á svip- inn — hann var bæði glaður og sakbitinn á svip. Hann spurði: „Skrifaðirðu þetta bréf?“ „Já, það er erfiðasta bréf sem ég hef skrifað á ævi minni. Ég byrj.aði á því tuttugu sinn- um. Ég var enn að böglast við það þegar veitingastofunni var lokað og Florinda kom og sett- ist hjá mér. Hún sagði: „Vertu ekki að reyna að skrifa fallegar setningar. segðu honum bara sannleikann. Segðu honum að það sé maður sem þú hafir elsk- að út af lífinu frá því löngu áður en New York herdeildin kom til bæjarins, en þið hafið rifizt og nú hafið þið sætzt á ný og hann bafi meiðzt við að detta af hestbaki — “ „Ég hef aldrei á ævinni dottið af baki“. sagði John fast- mæltur. „Það munar nú minnstu! Góður reiðmaður hefði séð í hendi hversu langt hesturinn hans gæti stokkið". ,,Ef ég hefði ekki verið svona bálreiður út í þig vegna þess hvemig þú lézt. þá hefði þetta aldrei komið fyrir“. Það var sem sé allt henni að kenna. Gamet gladdist yfir því að hann skyldi vera afbrýði- samur útf óheppinn keppinaut. „Haltu áfram“, sagði hann. „T>ú skrifaðir bréfið?“ „Já, það tókst að lokum. Ég sagði Brown kapteini að mér félli vel við hann og ég dáðist að honum og ég myndi verða honum þakklát alla ævi fyrir það sem hann hefði gert —“ „Þakklæti rétt einu sinni!“ sagði John beisklega. „En hann er trúlega einn þeirra sem kann að meta það. Og þá hefði hann getað tautað í hvert sinn sem þú gerðir ekki nákvæmlega eins og hann vildi; „Þetta eru þakk- irnar eftir allt sem ég hef gert fyrir þig!“ „Þegiðu bara". svaraði hún. „Ef hann hefðj ekki látið sem hann tryði Texasi, hefði verið hægf að hengja mig fyrir morð. Fjnnst þér kannski engin á- stæða til þess að ég sé hon- Um þakklát fyrir það?“ „Ojæja. Ef hann gerði sér voriir um að koma með þig heim sem gitt bezta herfang, þá hefur hann ógjarnan viljað sjá þig hengda". „John Ives“, sagði hún. „Stundum liggur við að ég hati Þig“. „Ég veit það og ég kýs heldur heilbrigt hatur ©n sjúklega und- irgefni“. Gerðu hávaða, Iáttu spurn- Ingunum rigna, æptu og hrín- aðu og hann lætur sig . . . • Hann gefur þér aur fyrir bíómiða. Bara til þess að losna við þig. Bíddu hérna. Eg ætla að reyna. Nú sérðu að þetta hreif ná- kvæmlega eins og ég sagðL O, — ekki nákvæmlega. Hann gaf mér meira en aurinn . . . Fyrir bíómiðanum. Miðvikudagur 26. júní 1963 Hugsaðu þér, ef Jói færi á stefnumót við aðrar stúlkur . . . . eins og ég er búinn að gera hann að fínum riddara í dag- draumum mínum. Kópavogur Frá og með 1. júlí n.k. verður bæjarskrifstofan opin til afgreiðslu á þessum timum: Alla virka daga frá kl. 9—12 og 1—3 nema föstu- daga frá kl. 9—12 og 1—7 og laugardaga frá kl. 9—12. Kópavogi, 24. júní 1963 BÆJARRITARINN 1 KÓPAVOGI. TILBOÐ óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar i Rauðar- árporti þriðjudaginn 25. þ.m. kl. 1—3. Tilboðin veða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. .ÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA ÞAKKLÆTI Hugheilar þakkir til allra þeirra sem minntust mín á 75 ára afmælinu með gjöfum, blómum, skeytum, Ijóðum og öðrum kveðjum, hlýjum handtökum og annarri vin- semd. Hjartans þökk til ykkar allra. SIGURÐUR GUÐNASON. bifreiðaleigan HJÓL —- Simi 24204 ^MÍH^BÍÖRNSSON * CO. P.O.BOX OU.UYCAVlg RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.