Þjóðviljinn - 11.07.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. jtflí 1963
ÞI6ÐVIUINN
SlÐA
13
Nýjasta kvikmynd Sopbiu Loren er sögð hin glæsilegasta. Heitir
myndin „Fall rómverska ríkisins“ og er tekin á Spáni. Samuel
Bronston framleiðir myndina, en lcikstjórinn heitir Anthony Mann.
Er þetta sama þrenningin og sá um að gera myndina „E1 Cid“ sem
bezt úr garði. Hér sjáum við Sophiu í hlutverki sinu.
Janosi Kadar vel
fagnað í Moskvu
MOSKVU 10/7 — Janos Kadar,
Íorsætisráðherra Ungverjalands
kom í dag í opinbera heimsókn
til Moskvu. Á járnbrautarstöð-
inni tók Krústjoff á móti honum
og föðmuðust þeir innilega, Lét
Krústjoff svo um mælt, að heim-
sókn þessi væri nýtt dæmi um
hina góðu vináttu Sovétríkjanna
og Ungverjalands.
Krústjoff sagði ennfremur, að
hann væri þess fullviss, að heim-
sóknin yrði til þess að efla og
styrkja báðar þjóðimar og auka
einingu innan hinna sósíalistísku
landa. Hér væri spor stigið til
varnar heimsfriðnum og upp-
byggingu kommúnismans.
1 svarræðu sinni undirstrikaði
Kadar það, að flokkar og ríkis-
stjórnir Sovétríkjanna og Ung-
„dr.“ Stephen Ward
S t e p h e n
Word
,tgár videre"
LONDON 10/7 — Ákveðið hef-
tr verið, að réttarhöldunum
gegn skottulækninum og frí-
stundamálaranum Stephen Ward
verði haldið áfram 22. júlí næst-
komandi. Þetta var tilkynnt í
dag, og er þetta einni viku síð-
ar. en ákveðið hafði verið.
3. júlí síðastliðinn var Ward
sekur fundinn um það að hafa
stundað vændi. Hann var þá
látinn laus gegn tryggingu.
verjalands létu stjórnast af sömu
stefnumálum. Við höldum í
sömu átt, sagði hinn ungverski
kommúnistaleiðtogi.
Janosi Kadar var tekið af
mikluífi rrianrifjölda, sériV'IiýKTI
hann og veifaði fánum. Síðar
um daginn var móttaka fyrir
hann og þá, er honum fylgdu,
í Kreml. Stóð þar Krústjoff
fyrir veitingum, en síðar heim-
sótti Kadar Bresjnéff forseta og
lagði blómsveig á leiði Lenins.
Moskvuútvarpið skýrir svo frá,
að viðræður Ungverjanna við
Krústjoff hafi farið fram í anda
vináttu og bræðralags.
Eftir því hefur verið tekið,
að í för Ungverjanna eru ekki
neinir af sérfræðingum ung-
verzka kommúnistaflokksins í
fræðilegum málum. Þykir það
benda til þess, að heimsóknin
standi ekki í neinu sambandi við
deilur þær, er nú standa sem
hæst milli Sovétríkjanna og
Kína. Samband Sovétríkjanna og
Ungverjalands er talið mjög
gott.
Japani til Hafnar
KAUPMANNAHÖFN 10/7 —
Danska utanríkisráðuneytið til-
kynnti það á miðvikud., að utan-
ríkisráðherra Japan, Masayos'ni
Ohiro, komi í opinbera heim-
sókn til Danmerkur. Mun Ohiro
dveljast i ríki Danakonungs 31.
ágúst til 3. september.
Vili gjarnan
hitta Nasser
JERÚSALEM 10/7 — Hirm nýi
forsætisráðherra Israels, Levi
Eskhol, kvaðst á miðvikudag
reiðubuinn til að hitta Nasser,
forsætisráðherra Egyptalands, —
hvar og hvenær sem væri. Á
fundi með blaðamönnum í Jer-
úsalem sagði Eskhol, að ef hann
hitti leiðtoga Araba augiiti til
auglrtis, myndu þeir komast að
samkomulagi um það, að friður
væri öllum fyrir beztu.
— Við höfum ávallt verið
reiðubúnir til að taka upp samn-
ingaviðræður án þess að setja
fram neinar kröfur fyrirfram,
sagði forsætisráðherrann. Kvað
hann þetta jafnt eiga við um
endanlega lausn deilumálanna og
hvert einstakt þeirra. Með samn-
ingum og viðræðum kvað hann
unnt að koma á sáttum.
Eskhol lét svo um mælt, að
auðsætt væri, að Vestur-Þýzka-
land léti ekki leiðast af hinum
nazistíska arfi. Vestur-þýzku
stjómina kvað hann hafa gert
mikið til þess að uppræta naz-
ismann og losna við skuggann
af hinni nazistísku fortíð. Hann
var að því spurður, hvort senn
yrði tekið upp stjómmálasam-
band milli ríkjanna, og svaraði
því til, að fmmkvæðið yrði að
koma frá Þjóðverjum.
Ennfremur sagði Levi Eskhol,
að yfirlýsingar stórvelda um
frelsi Israels væru góðar og
nauðsynlegar, en þó yrðu Isra-
elsmenn að geta treyst sínum
eigin herafla.
Fer í mál sökum
Feneyjaserenöðu
KAUPMANNAHÖFN 10/7 — Á-
kæruvaldið í Danmörku hefur
áfrýjað sýknudómi borgarréttar
1 málj því, er spratt af eftirlík-
ingum þeim, er gerðar hafa ver-
ið á Feneyjaserenöðu Johans
Svendsen.
í forsendum dómsins var svo
látið um mælt, að ekki hefði
verið um menningarskemmdar-
verk að ræða. enda þótt við-
1 k’ðrif&ridi "Tag væri útíþynning á
verki hins danska tónskálds.
Ekki er enn ákveðið, hvenær
málið verður tekið fyrir að
nýju. Hér er um mikilsvert próf-
mál að ræða, þar eð þetta er
í fyrsta skipti, sem reynt er að
fá bannaðar siíkar eftirlíkingar.
Nú eru liðin meir en fimmtíu
ár frá dauða Johans Svend-
sen.
Ný ríkisstjorn
í Jórdaníu
AMMAN 10/7. — Hussein,
konungur Jórdaníu, skipaði i
gær Sharif Husain Bin Nasir
forsætis- og utanríkisráðherra í
hinni nýju stjóm landsins. Bin
Nasir var einnig forsætisráð-
herra í fyrri stjórninni, en hún
fór frá völdum í gær sökum
kosninganna á sunnudag. Inn-
anríkisráðherra hefur verið út-
nefndur Salih Majal, en hann
sagði sig úr stjóminni í maí
ásamt tveim ráðherrum öðrum.
Hin nýja ríkisstjóm sór emb-
ættiseið sinn í dag. Hussein
konungur biður ríkisstjórnina
vinna að bættum kjörum al-
mennings og efla um leið vamir
landsins.
Deilur Kínverja og Russa:
Ekkert fréttist enn af
viðræðum flokkanna
MOSKVU 10/7 — Sendinefndir kommúnistaflokka Kína og
Ráðstjórnarríkjanna héldu áfram viðræðum sínum í dag.
Er það þriðji dagurinn, sem nefndirnar sitja að störfum,
en á þriðjudag mættu Kínverjar ekki til fundar og ráð-
færðu sig við yfirboðara sína í Peking. Nefndirnar sátu
á fundi í fimm tíma samfleytt í dag. Ekkert hefur enn
frétzt með vissu um það, hvernig viðræðumar gangi. Með-
an þessu fer fram ganga klögumálin á víxl í málgögnum
flokkanna.
Sendinefndimar settust að
fundi fyrir hádegi í húsi Sov-
étstjórnarinnar á Leninhæð.
Lögregluvörður er um húsið og er
erlendum fréttamönnum og ljós-
myndurum haldið í hæfilegri
fjarlægð. Sovézkir fréttamenn
láta sig viðræðumar litlu varða.
og Moskvuútvarpið sömuleiðis.
f fréttum frá Moskvu er það
haft eftir erlendum kommúnist-
um, að á fundinum á mánudag
hafj nefndirnar aðeins lýst
stefnu sinni í deilu þessari, en
hinar raunverulegu viðræður
hefjist í dag. Þá er það einnig
haft eftir sömu aðilum, að þeg-
ar á undirbúningsfundunum
hafi komið í Ijós svo alvarleg-
ir erfiðleikar, og Kínverjar
reynst svo harðir í ho.rn að
taka, að frekari viðræður muni
reynast mjög erfiðar. Gefið er
í skyn. að viðræðurnar geti far-
ið út um þúfur hvenær sem er.
f dag hélt Pravda, málgagn
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, áfram árásum á Kinverja.
í langri grein eru sendimenn
Kínverja á kvennaþinginu í
Moskvu nú fyrir skömmu sak-
aðir um það að hafa reynt
sundrungarstarfsemi. Fullyrð-
ingar Kínverja þess efnis, að
þingið hafi ekki starfað á lýð-
ræðislegum grundvelli, eru
sagðar lygar einar. Eru Kin-
verjar sakaðir um að útbreiða
þessar lygar með velþóknun
borgarablaðanna í Bandaríkjun-
um, Englandi og öðrum löndurn.
Kínverjar hafa heldur ekki
legið á liði sínu. f dag ásakaði
miðstjórn Kommúnistaflokks
Kína Sovétríkin fyrir það. að
samkomulag landanna hafi
versnað, f yfiriýsingu sinni, sem
send var út af fréttastofunni
Hið nýja Kína, hvetur mið-
stjómin til samstöðu. Mælist
hún til þess, að ríkin tvö láti
von heimsvaldasinna um að
sundra fylkingu kommúnista sér
til skammar verða. Ásakanir
Fazistahjónunum
fálega tekið
Sovétstjórnarinnar kveða Kín-
verjar úr lausu lofti gripnar, og
bæta því við, að kommúnistar
eigi að viðurkenna staðreyndir
og haga sér af skynsemi.
Þá halda Kínverjar því enn
fram, að það hafi verið vitleysa
ein að vísa Kínverjunum fimm
úr landi, en eins’ og kunnugt er
af fréttum var þeim gefið að sök
að hafa dreift um Sovétrikin
skjölum þar sem fram kom sjón-
armið Kínverja í deilunni. Segja
Kínverjar, að Sovétríkin hafi
leikið sama leik í ICína og kalla
það gjörsamlega ófæra rökfræði,
að meina Kínverjum það í Sov-
ét, sem Sovét leyfist í Kína.
Ekki láta Kínverjar þar staðar
numið og bregða fyrir sig skáld-
skap. Segja að engin eining ná-
ist meðan leiðtogunum leyfist
að brenna hús en venjuiegt fólk
fái ekki einu sinni að kveikja á
lampa. Stefnu kínverskra komm-
únista segja þeir vera að halda
fast við meginlögmál kommún-
ismans, styrkja eininguna og
hefja sameiginlega baráttu gegn
óvinunum.
Yfirlýsingu Kínverja lýkur
með þessum orðum: Fólk hlýtur
að spyrja: Hve mikinn ætla fé-
lagarnir í Kommúnistaflokki
Ráðstjómarríkjanna að gera á-
greininginn? Eining er í þágu
beggja landa og flokka. Komm-
únistar allra landa vona að við-
ræðurnar í Moskvu hafi jákvæð-
an árangur í för með sér og að
eining Sovétríkjanna og Kína
megi eflast og styrkjast. Það eni
aðeins amerískir heimsvaldasinn-
ar, afturhaldssinnar í öllum lönd-
um og flokkssvikarar í Tító-
hópnum, sem vonast til þess að
viðræðurnar fari út um þúfur og
vináttuslit verði með löndunum
tveim.
LONDON 10/7 — Páll Grikk-
Iandskonungur og Friðrika drottn-
ing eru þessa dagana í opinberri
heimsókn í Englandi. Margvísleg-
ir árekstrar hafa orðið í sam-
bandi við komu konungshjón-
anna, en eins og kunnugt er olli
heimsókn þessi stjómarkreppu í
Grikklandi fyrir skemmstu. Mið-
vikudagskvöld voru konungshjón-
in við hátiðlega leiksýningu í
London og sáu Miðnæturdraum
Shakespeares. Er þau komu úr
leikhúsinu var þeim mætt með
ókvæðisorðum og til þeirra kall-
að sieg-heil, en þau hjón þykja
fazistisk í skoðunum.
Er þau hjón óku um götur
Lundúnaborgar fyrr um daginn
í-eyndi kona nokkur að brjótast
gegnum raðir lögreglunnar. Kona
þessi heitir Betty Ambatielos og
er gift Tony Ambatielos, sem var
formaður sjómannasambandsins
gríska. Hefur maður hennar set-
ið sextán ár í grísku fangelsi.
Upprunalega var hann dæmdur
til dauða fyrir að hafa hjálpað
skæruliðum kommúnista í Grikk-
landi, en dóminum var síðan
breytt. Tókst frú Ambatielos að
dreifa flugmiðum þar sem kraf-
izt var að maður hennar væri
látinn laus. Lögreglan hélt kon-
unni uns konungshjónin voru
komin hjá, en þau ætluðu að
bregða sér í skemmtisiglingu á
ánni Thames.
Á miðvikudag var það svo til-
kynnt, að frú Ambatielos myndi
eiga samtal við Pipineli forsæt-
isráðherra á fimmtudag, en
hann fylgir konungshjónunum í
ferðinni. Hefur frúin heitið því
að efna ekki til mótmælaað-
gerða fyr en séð er, hvemig
þeim fundi lyktar.
í gær urðu einnig allmiklar
óeirðir í London. Þrátt fyrir
lögreglubann fór hópur manna
í mótmælagöngu frá Trafalgar-
torgi til Buchkingham-hallar, en
þar búa grísku konungshjónin
meðan á heimsókn þeirra stend-
ur. Um það bil tólf hundruð
manns tóku þátt í mótmæla-
göngunni og voru þeir úr ýms-
um flokkum. Lögreglan dreifði
mannfjöldanum með erfiðsmun-
um, og voru 94 menn hand-
teknir.
SAS ot Lufthansa
ieggja saman
STOKKHÓLMI 10/7 — f dag
undirskrifuðu SAS og vestur-
þýzka flugfélagið Lufthansa
samning um nánari samvinnu
þessara félaga. Samkomulagið
hefur það í för með sér. að all-
ar flugsamgöngur milli Skandi-
navíu og Vestur-Þýzkalands
verða skipulagðar. Samningur-
inn kemur til framkvæmda 1.
nóvember og gildir í fimm ár.
2. sept. verður undirskrifað-
ur annar samningur milli fé-
laganna þess efnis. að þau verði
aðalumboðsmenn hvers annars
í viðkomandi löndum. Talið er.
að þetta sé mjög þýðingarmik-
ill samningur fyrir flugfélögin.
Með þessum samningi lýkur
langri og harðri baráttu þessara
tveggja flugfélaga. f meir en
eitt ár hefur verið að því unn-
ið að koma á samkomulagi. Það
er viðurkennt, að mikil harka
hafi verið í samningaviðræðum,
en nú telja báðir aðilar sig
hafa komizt að góðum skilmál-
um.
Ferðizt í Volkswagen — Akið sjálf nýjum bfl
Höfum til leigu Volkswagen og Land-Rovc
Sé bifreiðin tckin á leigu i .einn mánuð eða lengri_ tíma, þá gefum við 10 — 20% afslátt á leigugjaldi. — Leigjum bifreiðir olékstr/aílt riiður i 3 tíma.
ALMEMNA BIFREIfiAIEIGAN h.f.
REYKJAVIK
Klapþarstig 40 sími 1-37-7ö.
KEFLAVIK
Hringbraut 106 sími 1513.
AKRANES
Suðurgötu 64 sími 170.