Þjóðviljinn - 11.07.1963, Qupperneq 6
SÍÐA -■
moipgjini D
HÖÐVILJINN
Fimmtudagur 11. júlí 1963
grímsey rauferh
£3
hádegishitinn ferðalag
flugið
★ Klukkan 12 í gær var
norðan eða austan átt um allt
land og víðast hægviðri.
Nokkur norðanblástur var þó
á Raufarhöfn og á vestan-
verðu Suðurlandi. Grunn lægð
fyrir sunnan Island en hæð
fyrir norðan.
til minnis
★ í dag er fimmtudagur 11.
júlí. Benediktsmessa. 12. vika
sumars. Árdegisháflæði
klukkan 9.24. Þjóðhátíðardag-
ur Mongólíu. Alþingi afnumið
1800.
★ Næturvörzlu vikuna 6. til
13. júlí annast Vesturbæjar-
apótek. Sími 22290.
★ Næturvörzlu í Hafnarfirði
vikuna 6. til 13. júlí annast
Eiríkur Bjömsson læknir.
Sími 50235.
★ Slysavarðstofan 1 Heilsu-
vemdarstöðinni er opin allan
sólarhrlnginn. næturlæknlr 4
sama stað klukkan 18-8. 5tm1
15030.
★ Slökkviliðið og siúkrabif-
reiðin. sími 11100.
•k Lögreglan simj 11166
★ Holtsapótek og Garðsapótek
eru opin alla virka daga kl
9-19. laugardaga klukkan 9-
10 og sunnudaga kl 13—16.
k Neyðarlæknfr vakt a.Ua
daga nema laugardaga klukk-
an 13-17. — Síml 11510.
★ Sjúkrabifreiðin Hafnarfirði
sími 51336.
★ Kópavogsapótek er opið
alla virka daga klukkan 9.15-
20. laugardaga klukkan 9.15-
18 og sunnudaga kL 13-16.
★ Farfuglar! Ferðafólk!
Um næstu helgi ferðir i Þórs-
mörk og á Geitlandsjökul og
hin vinsæla vikudvöl í Þórs-
mörk. Upplýsingar á skrif-
stofunni, Lindargötu .50, á
kvöldin klukkan 8.30 til 10,
sími 15937, og í verzl. Húsið
Klapparstíg. — Farfuglar.
★ Ferðafciag Islands ráðger-
ir eftirtaldar ferðir um næstu
helgi: Á laugardag: Þórsmörk,
Landmannaiaugar, Hvera-
vellir og inn á Fjallabaksveg
syðri, Grashaga. Á sunnudag
er ferð um .^ögþstaði Njálu.....
Nokkur sæti laus í Vest-
fjarðaferð, sem hefst á laug-
ardag. Upplýsingar í skrif-
stofu féiagsins “í Túngötu 5r
símar 19533 — 11798.
★ Loftleiðir. Gullfaxi fer til
Glasgow og Kaupmannahafn-
ar kl. 8.00 í dag. Væntanleg-
ur aftur til Reykjavíkur kl.
22.40 í kvöld.
Innanlandsflug:
1 dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir), Egils-
staða, Kópaskers, Þórshafnar,
Isafjarðar og Vestmannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar (3 ferðir), Isa-
fjarðar, Fagurhólsmýrar,
Húsavikur, Egilsstaða, Horna-
fjarðar, Vestmannaeyja (2
ferðir).
skipin
Krossgáta
Þjóðviljans
Lárctt:
1 özla 6 nár 7 áhald 9 gull 10
sær 11 planta 12 eins 14 skóli
15 fyrirbæri 17 þvargaði.
Lóðrctt:
1 dökkur 2 eins 3 dúkur 4
eink.st. 5 muldraði 8 dauði 9
útlim 13 nagdýr 15 eink.st.
16 frumefni.
frá Hamborg í gærkvöld til
Reykjavíkur. Vatnajökull er
væntanlegur til Reykjavíkur
frá Rotterdam í kvöld eða
fyrramálið.
★ Eimskipafclag íslands.
Lagarfoss fór frá Leith 9. þ.m.
til Reykjavíkur. Brúarfoss
kom til Reykjavíkur 5. þ.m.
frá N.Y. Dettifoss fer frá N.
Y. 19. þ.m. til Reykjavíkur.
Fjallfoss fór frá Norðfirði i
gær til Liverpool, Avon-
mouth, Rotterdam og Ham-
borgar. Goðafoss fór frá Ham-
borg 8. þ.m. til Reykjavíkur.
Gullfoss fór frá Leith 8. þ.m.
væntanlegur til Reykjavíkur
í dag, kemur að bryggju um
kl. 8.00. Lagarfoss kom til
Hamborgar 9. þ.m. frá Imm-
ingham. Mánafoss íór frá
Bromborough 9. þ.m. til Av-
onmouth, Hull og Reykjavík-
ur. Reykjafoss fer írá Ham-
borg 13. þ.m. til Antwerpen
og Reykjavíkur. Selfoss fór
frá Hamborg í gær til Turku,
Kotka og Leningrad. Trölla-
foss fór frá Akranesi í gær-
kvöld til Vestmannaeyja og
þaðan til Immingham, Gauta-
borgar, Kristiansand og Ham-
borgar. Tungufoss fór frá
Kaupmannahöfn í gær til R-
víkur.
★ Skipaútgcrð ríkisins. Hekla
er í Kaupmannahöfn. Esja fer
frá Reykjavík kl. 20.00 i kvöld
austur um iand í hringferð.
Herjólfur fer frá Vestmanna-
eyjum síðdegis í dag til
Homafjaröar. Þyrill er vænt-
anlegur til Fredrikstad í dag.
Skjaldbreið íór frá Reykjavík
í gær vestur um land til Isa-
'fjarðar. Herðubreið er í Rvík.
glettan
★ Hafskip. Laxá er á Akra-
nesi. Rangá fór 8. þ.m. frá
Gautaborg til Reykjavíkur.
★ Skipadcild SlS. Hvassafell
fór í gær frá Akranesi til
Patreksfjarðar. Arnarfell fer
væntanlega í dag frá Norð-
firði til Haugasunds. Jökul-
fell er væntanlegt til Rvíkur
14. þ.m. frá Gloucester. Dís-
arfell fer í dag frá Reykjavík
til Akureyrar. Litiafell fór i
gær frá Reykjavík til Siglu-
fjarðar og Akureyrar. Helga-
fell kom í gær til Sundsvall,
íer þaðan 15. þ.m. til Taranta
Hamrafell er væntanlegt til
Batumi 13. þ.m. fer þaðan tii
Reykjavíkur. Stapafell er
væntanlegt til Reykjavíkur á
morgun.
★ Jöklar. Drangajökull er
væntanlegur frá London til
Reykjavíkur i kvöld eða
fyrramálið. Langjökull fór
8DD
Dr. More raknar úr rotinu, og ásakar sig beizklega
fyrir að láta Jim sleppa. Jim er eltur. Hann kemur að
jámbrautarteinum. Þeir liggja um löng göng, og eng-
um kemur til hugar, aö þarna sé hans að leita. Jim
hefur fyrir löngu undirbúið hugsanlegan flótta sinn.
Það er barnaleikur fyrir hann að sleppa burt óséður.
Dr. More hefur gert öllum vörðum aðvart, allra út-
gönguleiða er gætt, flóttamðurinn er löngu genginn
honum úr greipum. Jim hefur lengi verið grunaður
um það, að vera ekki allur þar sem hann er séður.
Nú er sá grunur orðinn að vissu.
1 herbergi sínu reynir Sjana að róa apann Nansí.
útvarpið
13.00 „Á frívaktinni".
18.30 Danshljómsveitir leika.
20.00 Islenzkir söngvarar:
Gunnar Guðmundsson
kynnir nýja hljómplötu.
20.30 Maria Curie; I. erindi:
Uppvöxtur og æskuár
(Sigurlaug Ámadóttir)
20.55 Tónleikar: „Konsert-
dansar“ eftir Stravinsky.
21.15 Raddir skáida: Þor-
steinn ö. Stephensen les
kvæði eftir Þórodd Guð-
mundsson, Stefán Jóns-
son rithöfundur les
smásögu „Á skilnaðar-
stund“, og Jón Óskar les
frumort ljóð.
22.10 Kvöldsagan: „Keisarinn
í Alaska".
22.30 „Konungurinn og ég“:
Rafn Thorarensen kynn-
ir lög úr söngleik eftir
Rodgers og Hammer-
stein. (Meðal söngvara
Deborah Kerr, Yul
Brenner og Rita
Morene).
23.15 Dagskrárlok.
söfn
Við getum tekið næstu lest
eiskan
vísan
Sit cg hcr í símanum,
sál og krafta spara,
tck á móti tímanum
— til að iát’hann fara.
mest — minnst
Yngsti háskólaprófessor i
heiminum var William Rowan
Hamilton. Þegar hann var 21
árs og 10 mánaða var hann
ráðinn sem prófessor i
stjörnufræði við háskóla í
Dublin. Hamilton drakk sig i
hel 59 ára gamall árið 1865.
Stærsta krossgáta sem búin
hefur verið til, birtist í enska
blaðinu Sunday Observer 25.
des. 1960. I krossgátu þessari
voru 2304 reitir sem fylla
þurfti út.
ic Ásgrimssafn, Bergstaða-
stræti 74 er opið alla daga i
júlí og ágúst nema laugar-
daga frá kl. 1.30 til 4.
★ Listasafn Einars Jónssonar
er opið daglega frá kl. 1.30 tii
kl. 3.30.
★ Útibúið Sólheimum 27 er
opið alla virka daga. nema
laugardaga frá kl. 16-19.
★ Útihúið Hólmgarði 34. Opið
kl. 17-19 alla virka daga nema
laugardaga.
★ Ctibúið Hofsvallagötu 16
Opið kl. 17.30-19.30 alla virka
daga nema laugardaga.
★ Tæknibókasafn IMSf er
opið alla virka daga nema
laugardaga kl. 13-19.
★ bjóðskjaiasafnið ér opfð
alla virka daga kl. 10-12 og
14-19.
★ Minjasafn Reykjavíkur
Skúlatúni 2 er opið alla daga
nema mánudaga klukkan 14-
16.
★ Landsbókasafnið. Lestrar-
salur opinn alla virka daga
kl. 10-12. 13-19 og 20-22. nema
laugardaga kl. 10-12 oð 13-19.
Otlán alla virka daga klukkan
13-15.
★ Árbæjarsafnið er opið á
hverjum degi frá klukkan 2
til 6 nema á mánudögum. A
sunnudögum er opið frá kl.
2 til 7. Veitingar i Dillons-
húsi á sama tíma.
★ Þjóðminjasafnið og Llsta-
safn ríkisins er opið daglega
frá kl. 1.30 til kl. 16.
★ Borgarbókasafnið, Þingholts
stræti 29A sími 12308. Utláns-
deild. Opið klukkan 14-22
alla virka daga nema laugar-
daga klukkan 13-16. Lesstofa
opin klukkan 10-22 alla virka
daga nema laugardaga 10-16.
gengið
U. S. dollar
Kanadadollar
Dönsk kr.
Norsk kr.
Sænsk kr.
nýtt f. mark 1
Fr. franki
Belg .franki
Svissn. franki
Gyllini 1
Tékkn. kr.
V. -þízkt m. 1
Líra (1000)
Austurr. sch.
Peseti
Rcikningskr.
vöruskiptal.
Reikningsp.
Vöruskiptal.
120.28
42.95
39.80
622,29
601.35
829,34
.335.72
876.40
86.16
993.97
.193.68
596.40
.078.74
69.08
166.46
71.60
99.86
120.25
120.58
43.06
39.91
623.89
602.89
831.49
t.339.14
878.64
86.38
996.52
1.196.74
598.00
t.081.50
69.26
166.88
71.80
100.14
120.55
" JW JK£í
!
!
i
I
*
!
i
\
\
*
i
i
i
*
I
1
!
I
\
\
*
I
I
I
I
*
\
\
Styrkir til
háskólanáms
í Rámeníu
Rúmensk stjórnvöld bjóða
fram þrjá styrki handa íslenzk-
um stúdentum til náms í Rúm-
eníu. Styrkirnir nema ’ ákveð-
inni fjárhæð á mánuði (1000
lei hver), kennslugjöld eru eng-
in og læknishjálp ókeypis, ef
með þarf, Rúmenska mennta-
málaráðuneytið greiðir flugfar
styrkþega frá París til Búka-
rest, þegar til Rúmeníu kemur.
Auk þess greiðir ráðuneytið
tvívegis flugfar styrkþega frá
Búkarest til Reykjavíkur, þ.a.
einu sinni vegna heimferðar í
sumarleyfi og síðan að náms-
lokum. Mælzt er til þess af
hálfu styrkveitanda, að styrk-
þegar komi sem fyrst til Rúm-
eníu, svo að þeir geti byrjað
að læra rúmensku áður en há-
skólaárið hefst.
Umsóknir um styrki þessa
skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg, fyrir 25. júií n. k.
Umsókn fylgi staðfest afrit
stúdentsprófsskírteinis, svo og
meðmæli.
Umsóknareyðublöð fást í
ráðuneytinu.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
fþróttir
\
Framhald af 7. síðu.
100 m hlaup
Sigríður Gunnarsdóttir H 13.9
4x100 m boðhl.
Sveit Höfrungs 61.3
Hástökk
María Tómasdóttir H 1.30
Kringiukast
Kristín Sörladóttir S 23.81
Á sveina- og telpnamótinu
sem haldið var að Núpi 23. iúní
urðu sigurvegarar í telpnafl.:
100 m hlaup
Sigríður Gunnarsdóttir 14.4
Hástökk
Fríða Höskuldsdóttir 1.22
Kúluvarp
Sigríður Skarphéðinsdóttir 6.95
Langstökk
Sigríður Gunnarsdóttir 4.52
Kringlukast
Arnfríður Ingólfsdóttir. 21.40
I sveinaflokki urðu þessir
sigurvegarar:
100 m hlaup
Höskuldur Davíðssoii (gestur)
13.0
Langstökk
Guðmundur Pálmason 5.20
Kringlukast
Halldór Kristjánsson 39.18
Hástökk
Hinrik Greipsson 1.44
Kúluvarp
Sigurður Jónsson 13.73
Iþróttanámskeiðiö, hið 5. i
röðinni, hófst að þessu sinni
20. júní og stóð í 10 daga. Þátt-
takendur voru 80 og voru þeir
af svæðinu frá Patreksfirði til
Súðavíkur. Fimm kennarar
þjálfuðu þátttakendur í hinum
ýmsu íþróttagreinum. Á kvöld-
in var margskonar skemmtana-
haid og danskennsla og mæltist
hún sérstaklega vel fyrir. Mikill
áhugi ríkir vestra fyrir þessum
námskeiðum og hl.ióta þau
styrk frá hreppa- og sýslufélög-
um. 21. júlí mun svo verða
enn eitt frjálsíþróttamótiö á
Vestfjörðum og er það drengja-
og unglingamót sem háð verður
á Fiateyri.
INNHEIMTA
LÖö FRÆVHTÖRT
t