Þjóðviljinn - 11.07.1963, Side 8
g SÍÐA --------------------------------------------------- ------- --------- MÖÐVILIINN --------------------------- —^------------------------------- - Fimmtudagur 11. júlí 1963
GWEN BRISTOW:
#■
I
HAMINGJU
LEIT
s KOTTA
Strákar eru óskiljanlcgir. Jói hefur ekki reynt að kyssa mig
síðan ég sió hann utan undir.
Vandamál nppeldisstarfsins
skal ekkj hanga á ykkur hveiti-
brauðsdagana. Ferðin er kannski
erfið, en ég kemst áreiðanlega
á leiðarenda. Og hvað því við-
kemur að þetta sé erfitt land,
þá hefur enginn sagt, að ég
ætli á gullsvæðin". Hún brosti
rólega. ,,í>að er þarna smábær,
ósvikinn bandarískur bær og at-
hafnasamur. er mér sagt. San
Francisco. Ég held að hann sé
einmitt við mitt hæfi“.
Garnet og Risinn hlustuðu á
hana með forvitni. John var
líka fullur áhuga. Hann spurði:
,,Hvað ætlarðu að gera þar?“
„Jú, vinur sæll, nú er apríl.
Rigningin getur byrjað hvenær
sem er, en í júní er hætt að
rigna. Þá verður alls staðar yf-
irfullt af náungum sem grafa
eftir gulli. Það eru ekki til hús
að búa í, en þeir þurfa engin
hús. Þú útvegar tjald handa
þér Qg Garnetu. en þag er vegna
þess að þið eruð siðfágað fólk.
Eiginlega þurfið þið ekkert
tjald, því að veðrjð verður svo
hlýtt og trúlega standa fæstir
gullgrafaramir í því að útvega
sér tjald. Er þetta ekki rétt?“
John kinkaði kolli og hló, og
Garnet hrópaði eins og svo oft
áður: „Florinda, hvað ertu eig-
inlega búin að fá á heilann
núna?“
Florinda svaraði rólega: „Það
sem ég er búin að iá á heilann
er nóvembermánuður. eða
kannski desember. Það byrjar
allt í ejnu að rigna. Regnið kaf-
færir gullsteinana og breytir
gulllækjunum í beljandi ár og
gullgrafamir koma özlandi til
að leita sér hælis. Þeir koma til
bæjarins þar sem þeir geta
fengið þak yfir höfuðið og hita
og whisky að ylja sér á. Þeir
koma með svona gullpoka. Og
ég hugsa, bömin góð —“ hún
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og
snyrtistofa STEINTJ og DÓDÓ
Laugavegi 18 III. h (lyfta)
Simi 24616.
P E R M A Garðsenda 21.
sími 33968. Hárgreiðslu. og
snyrtistofa.
Dömur, hárgreiðsla við
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN,
Tjamargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — Simj 14662.
hArgreiðst.ustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — sími 14656.
— Nuddstofa á sama stað. —
kinkaði ko'lli til þejrra — „að
tii séu fleiri leiðir til að útvega
sér gull en grafa eftir því. Ég
hef alltaf vitað að ég myndi
ekki dveljast til eilífðamóns í
svo afskekktri holu sem Los
Angeles. Mér finnst ég sjá
framtiðina fyrir mér, ég sé hana
Florindu vinkonu ykkar fara
norður á bóginn og hún hefur
í hyggju að setja á stofn veit-
ingastofu 1 San Francisco“.
Garnet fór að hlæja. Það gerði
hún alltaf þegar Florinda var
hreinskilin og opinská. Florinda
var svo raunsæ, að Garnet með
alla sína drauma og kröfur fll
lífsins, hlaut annað hvort að
gráta eða hlæja. Risinn og
John hlógu líka. Florinda hélt
áfram;
„Ég held að þetta sé satt sem
John segir um landið. Það er
fráleitt og ég myndi ekki trúa
nokkrum öðrum manni sem
héldi þessu fram. En ef John
segði að úti á veröndinni væri
hvíthöfða hafmeyja, þá myndi
ég trúa honum, því að hann
hefur ekkert hugarflug til að
búa slíkt til. Og þegar John
segir að þarna liggi gull alls
staðar eins og hrossatað, þá veit
ég, að það er satt. Og svona,
Johnny, þegar regnið fossar nið-
ur yfir gullsvæðin og þú ert
tilneyddur að fara inn til San
Francisco. þá geturðu bara beð-
ið hvern sem vera skal að vísa
þér veginn að beztu veitinga-
stofunni í bænum".
John hlustaði á hana með
aðdáun og stríðni í svipnum.
Hann spurði: „Hvers vegna ertu
svona viss um að það verði
bezta veitingastofan í bænum?“
Florinda svaraði með mestu
ró: „Vegna þess að ég rek hana“,
sagði hún. Hún brosti ögrandi
til þeirra. „Þegar ég rek fyrir-
tæki, þá er það hið bezta í bæn-
um. Lítið þið til dæmis á þenn-
an stað“.
„Ég hélt að Silky ræki hann“.
sagði John.
Florinda h'ló Iágt. „Það held-
ur hann líka. Það er býsna
kyndugt, finnst ykkur ekki.
Eitt af leyndarmálum velgengni
minnar i lífinu".
Þau ræddu ráðagerð Florindu.
John var henni fylgjandi. Það
voru margar veitingastofur í
San Francisco, en það var eng-
in ástæða til að Florinda stofn-
setti ekki eina í viðbót og hann
var henni sammála um að það
yrði sú bezta í bænum. Gamet
óskaði þess að hún hefði tii að
bera sjálfstraust Florindu og trú
á framtíðina. Hún óskaði þess
að hún gæti fengið að vera ein
með John dálitla stund, talað
við hann um þetta gullstand og
áttað sig á sjálfri sér. En það
var komið undir morgun og
John hafði setið á hestbaki
meira en tólf tíma og svo tók
hún eftir þvj í miðri setningu
að hann var sofnaður fram á
borðið. Florinda spratt á fætur.
,,Veslings pilturinn! Skelfileg-
ir asnar geturn við líka verið.
Við höfum ekki leyft þessum
blessuðum manneskjum að vera
einum andartak og þau hljóta
að hafa um margt að tala. Gamet
John getur fengið herbergið
mitt. Ég get sótt náttfötin mín
og verið hjá þér það sem eftir
er af nóttinni. Reyndu að vekja
hann það mikið að hann geti
gengið upp stigann".
Risinn lofaði að koma aftur
morguninn eftir til að kveð.ja
endanlega. Florinda fylgdi hon-
um út. Garnet varð að vekja
John. Hann var svo þreyttur
að hún hefði helzt viljað leyfa
honum að sofa þarna áfram, en
eldurjnn var dauður og svalt
í herberginu, og þegar Risinn
opnaði dymar, sá hún að úti
var þoka. Þegar frá liði yrði
Jóhn kalt.
Hún talaði við hann og hristi
hann til. John opnaði augun og
sá hana. Hann tók utanum hana
og dró hana þétt .að sér og
sofnaði aftur. Að vera hér með
John sofandi sem hélt henni í
fangi $ér. það var benni friður
og hamingja. Það var gott að
finna andartaks frið, hún hafði
haft svo lítjð af honum að segja.
Og nú átti hún að kasta sér út
í nýtt ævintýri.
Hún hrökk við. Það var þetta
sem hafði valdið henni kvíða
þegar hún heyrði um gullið. Frið
— hún hafði þráð frið. Hún
hafði hlakkað svo mikið til. að
dveljast á ranchói Johns i kyrrð
og friði milli blómanna, í mörg,
örugg ár. En sú yrði ekki raun-
in á. John vildi að hún kæmi
með honum í 1-anga ferð. HQnum
flaug ekki í hug að hana lang-
aði kannski ekki til þess.
Florinda kom inn og í sam-
einingu vöktu þær John. Hann
var hissa á því að hann skyldi
hafa sofnað og hló og sagði að
sér þætti það leitt en þótt hann
segði þetta. fundu fær að hann
var enn hálfsofandi. Florinda
opnaði dymar og ]ýsti honum
upp stigann. John var nógu vak-
andi til að kyssa Gametu og
Hvísla: „Góða nótt, elskan mín“.
Jú. hann elskaði hana, hugs-
aði hún. Af hverju skildi hann
þá ekki, að hana langaði ekki
vifund í þessa nýju ferð?
Hún og Florinda gengu hljóð-
lega um herbergið til að vekja
ekki Stefán. Gamet velti fyrir
sér hvað hún ætti að gera við
bam í þessu skelfilega landi
þama no>rðurfrá. Þær töluðu
ekkert saman meðan þær hátt-
uðu. Florinda sagði aðeins að
það yrði lítið um svefn ef
þær ættu að fara á fætur í
býti til að vekja Risann. Þeg-
ar þær voru komnar í rúmið,
lágu þær þegjandi nokkra stund.
síðan reis Florinda upp við
dogg.
„Garnet, ertu eitthvað niður-
dregin?“
„Hvernig veiztu það?“ spurði
Garnet.
„Ég sé það á þér. Þegar ég
kom inn frá því að fylgja Ris-
anum til dyra, starðirðu á
John eins og þú þekktir hann
ekki og værir að velta fyrir þér
hvað hann væri að gera þarna.
Og rétt áður varstu svo ham-
ingjusöm. Get ég nokkuð hjálp-
að þér?“
„Kannski geturðu það“, sagði
Garnet ósjálfrátt. „Að minnsta
kosti hef ég gott af því að tala
um það. Ertu ekki gyfjuð?“
„Jú, en vertu stuttorð, þá
skal ég hlusta".
Garnet sagði henni hvað hún
hefði verið að hugsa. „Ég hef
þráð svo innilega hvíld og
frið“. sagði hún að lokum. „Nú
gefst ekkert tækifæri fil þess.
Ó, FlQrinda. ég elska hann svo
innilega — en hvernig getur
hann haldið að ég vilji fara
norður í þessar óbyggðir?“
Florinda svaraði ekki strax.
Gamet sneri höfðinu að henni,
hún gat naumast greint Flor-
indu í myrkrinu, en svo varð
henni ljóst að hún var að hlæja.
„Hvað er eiginlega svona
skemmtilegt?“ spurði Gamet.
„Þú“, sagði Florinda. „Mér
þykir svo dæmalaust vænt um
þig, en stundum ertu hlægileg.
Hvíld og frið! Þú kærir Mg ekki
fremur um hvild og frið en lifa
á mjólkurvelling alla ævi“.
Garnet hnyklaði brýmar í
myrkrinu. Florinda vissi ekkert
hvað hún var að segja •— en
Garnetu fannrf hún hafa heyrt
þetta einhvern tíma áður. Flor-
inda settist upp í rúminu. Hún
talaði lágt vegna Stefáns, en
rólega og skýrt.
„Gamet, kjánaprikið þitt,
hefurðu ekki tekið eftir því að
fólk fær venjulega það sem það
sækist e'ftir á einhvern hátt?
Allir lifa eftir ákveðinni stefnu.
Hið sama kemur aftur og aft-
ur fyrir sama fólkið. Það mark-
ar sér sjá'lít þessa stefnu. Það
segist ekki vilja þetta eða hitt
en það heldur áfram að gera
hið sama upp aftur og aftur,
meðan annað fólk gerir eitthvað
allt annað. Og þú þráir alls
ekki rólegt líf. vina mín“.
Jú, það geri ég, hugsaði Garn-
et, en samt sem áður er vott-
ur af skynsemi í því sem hún
er að segja. Hvar hef ég heyrt
þetta áður? Upphátt sagði hún:
„Hvernig veizt þú að ég þrái
ekki rólegt líf?“
„Vegna þess“. sagði Florinda
sannfærandi. „að þú hefur varp.
að frá þér öl'lum tækifærum til
að öðlast það. Hvers vegna gift-
istu ekki einhverjum myndar-
pilti í New York og lifðir sams
konar lífi og kunningjar þínir?
Ég á ekki við Henry, en hann
var ekki eini karlmaðurinn i
New York. Af hverju komstu
mér til hjálpar í New Orleans
og stofnaðir þér í hættu mín
vegna? Það var afskaplega fal-
lega gert af þér, en ég þori að
veðja að fæstar stúlkur með
þitt uppeldi hefðu gert slikt
hið sama. Hvað var það sem
rak þig til að vinna t bamum?
Auðvitað veit ég, að þú vildir
ekki liggja upp á mér. og ég
dáisf að þér fyrir það, en ef
þú hefðir í raun og veru þráð
hvíld og frið, hefðirðu ekki stig-
ið fæti i veitingastofuna mína.
Hvers vegna fórstu ekki aftur
heim á ranchóið með Charlesi
þegar hann fór fram á það? Þar
hefðirðu haft ró og næði. Þegar
við vorum hjá Donu Manuelu
hafðirðu mörg tækifæri til að
giftast mönnum sem hefðu veitt
þér ró og frið, en þú hikaðir
aldrei við að segja nei. Þú hefð-
ir getað verið þar um kyrrt,
það veiztu, og sloppið við að
byrja @ð vinna á barnum aftur.
Ef þú hefðir sagt það við Donu
Manuelu, að þig langaði til að
verða kyrr þaiigað til þú fynd-
ir hæfilegan eiginmann. þá
hefði hún með ánægju leyft þér
að vera“.
,,Þetta hefur mér aldrei dott-
ið í hug“. sagði Garnet.
„Ekki mér heldur", sagði Flor-
inda, „fyrr en á þessari stundu.
en ég á við það, að það hefur
aldrei verið hvíld og friður sem
þú sóttist eftir. Hvers vegna
giftistu ekki Brown kapteini?"
Florinda fór aftur að hlæja.
„Gamet, þú veizt fullvel hvers
vegna Þú vilt fá John. Þú vilt
hann vegna þess að hann er
spennandi. Þú vilt hann vegna
þess að þú hefur enga hugmynd
um hverju hann tekur upp á
Framhald af 5. síðu.
að kjósa nefnd til að leita or-
sakanna fyrir vandræðunum í
Þjórsárdal. Vonandi verður
eitthvað jákvætt útaf því. En
þann vanda leysir engin nefnd.
Gerið þjóðina í heild bindind-
issama. Heimilin Ieggi niður
drykkjuveizlur sínar. íþrótta-
kennarar láti félög sín ganga
undir fána Góðtemplara ásamt
íþróttafánanum. Skátaforingjar
komi einnig með sína félaga.
Skólastjórar allir með tölu,
leggi áherzlu á bindindisstarfið,
og hvetji unglinga til þátttöku
í heilbrigðum samkomum
snyrtilegra ungmenna.
Þetta gera margir skólastjór-
ar og eiga þökk þjóðarinnar
skilið. Með þessu fær þjóðin
eitthvað raunhæft útúr viðleitni
sinni að bægja æsku þessa
lands af hinum vonda vegi ó-
reglunnar.
Geri hver einstaklingur eitt-
hvað raunhæft, mun ekki lengi
þurfa að bíða breytinga á fram-
komu ungra sem gamalla í um-
hverfi fagurrar náttúru.
Sigríður E. Sæland Ijósmóðir.
Söltunarstúlkur
óskast strax á góöa söltunarstöð á Siglufirði. —
Mjög mikil söltun hefur veriö síðustu sólarhring-
ana. — Upplýsingar hjá Jóni Gíslasyni, sími
50-165 eöa í síma 236, Siglufirði.
Vegna sumarleyfa
verða verkstæði vor lokuð írá 15. júlí
til 6. ágúst.
Fálkinn hJ.
Laugavegi 24