Þjóðviljinn - 11.07.1963, Page 10
i
I
Leikhus æskunnar:
Frumsýnir leikrit Odds Björnssonar
Næstkomandi laugardag
frumsýnir Lei'khús æsk-
unnar leikrit eftir Odd
Bjömsson, og verður
frumsýning á Akureyri.
Leikritið heitir Einkenni-
legur maður. Var það flutt
í útvarp í vetur, og vakti
athygli hlustenda. Oddur
hefur gert á leikritinu
smávægilegar breytingar-
Titilhlutverkið, hinn ein-
kennilega mann, leikur
Sævar Helgason. Leik-
st'jóri er Guðmundur Ingi
Sigurðsson.
Leikhús æskunnar byrjar
nú ef svo mætti segja á öf-
ugum enda, frumsýnir á Ak-
ureyri, fer síðain með leik-
ritið um landið en sýnir það
í Reykjavik í haust. Leikrit-
ið er í tólf myndum. Fjallar
það um einkennilegan mann.
sem tekur herbergi á leigu
og kemur margvíglegu róti á
fjölskyldu húsráðanda. Leik-
tjöld hafa leikendur unnið
sjálfir. „Elektrónískum" á-
hrifum er beitt í leiknum og
það óspart, en aí hinum
smærri stílbrögðum má nefna
Hclgason
þágufallssjúkan Suður-í>ing-
eying.
Hlutverk eru sem hér seg-
ir: Daníej Danielsson: Valdi-
mar Lárusson, frú Dóra: Sig-
urlín Ó'skarsdóttir. Útigang-
ur, kallaður Gangsi: Sigurð-
ur Skúlason, Heimasæta, köll-
uð Sæta: Sigrún Kvaran, frú
Gíslason: i>órunn Sigurðar-
dóttir. Hörður Tryggvason:
Grétar Hannesson, frú
Tryggvason: Bergljót Stef-
ánsdóttir, María vinnukona
að norðan: Jónína Ólafsdótt-
ir.
Þetta er þriðja verkefni
Leikhúss æskunnar. Formað-
ur félagsins er Guðmundur
Ingi Sigurðsson.
Fylkingar-ferð um helgina
■ Um næstu helgi efnir Æskulýðsfylkingin í Reykja-
vík til helgarferðar. Farið verður frá Tjarnargötu 20 kl-
2 e h. á laugardag og ekið til Þingvalla, um Kaldadal og
gist í Húsafellsskógi. Á sunnudag verður gengið í Surts-
helli og Stefánshelli en í bakaleiðinni ekið um Borgar-
fjörðinn og komið í bæinn síðdegis á sunnudag.
■ Öllu ungu fólki er heimil þátttaka. Þátttökugjaldi
verður mjög stillt í hóf og innifalið í því kaffi, kakó, súpa
og gisting.
■ Myndin er tekin í Fylkingarferð fyrir nokkrum ár-
um í munnanum á Surtshelli.
Skozkt unglinga-
m á vegum KR
í gærkvöld var væntanlegt
hingað til lands á vegum K.R.
skozkt unglingalið, Drumchapcl
Amateur F.C. Mun liði^ leika
hér 3 leiki, 3 leiki í Vest.
mannaeyjum og sennilcga 1
leik á Akranesi.
Drumchapel er úthverfi í
Glasgow og rekur félagið 3 lið,
yngri en 16 ára, yngri en 17
ára og yngri en 18 ára, og hef-
ur í öllum flokkum verið meðat
sterkustu félaga Skotlands. Til
marks um styrkleika liðanna er
það, að á 12 mánuðum 1961—
1962 hurfu 18 leikmenn yfir til
atvinnufélaga frá félaginu.
Umdanfarin ár hefur bezta lið-
ið tekið þátt í hraðkeppni í
Rúhr-héraðinu í Þýzkalandi og
í vor varð félagið nr. 2, en ald-
urstakmark er þar hærra en hjá
Drumchapel. Fyrir nokkru vann
félagið hraðkeppni í Glasgow,
Glasgow Junior Charity Cup, og
kemur það lið hingað.
Þátttakendur verða 14 leik-
rnenn og 2 fararstjórar, og\ er
annar þeirra Bell, þjálfari St.
Mirren, en hjá því félagí eru
4 fyrrverandi Drumchapel dreng-
ir. Markvörður Drumchapel leik-
ur hér í síðasta sinn fyrir fé-
iagið, en eftir heimkomuna verð-
ur hann atvinnumaður hjá 1.
deildarliðinu Airdrie.
Fyrsti leikurinn verður á
föstudagskvöld á Laugardals-
velli gegn KR, síðan fara Skot-
arnir tii Vestmannaeyja, en á
þriðjudag leika þeir gegn Fram
á Melavelli og sunnudaginn 21.
júií á Laugardalsvelli gegn úr-
valsliði Reykjavíkur.
Auglýst eftir
týndum manni
I gær auglýsti rannsóknarlög-
reglan eftir Færeyingi sem ekki
hafði spurzt til í 10 daga eða
síðan laugardaginn 29. júní.
Maðurinn kom þó strax í leit-
irnar og hafði hann dvalizt í
Hafnarfirði allan tímann í bezta
yfirlæti.
Úrslit í 2. flokki
Stfórn Hugvísindasjóðs út-
híutar rannsóknarstyrkjum
Stjórn Hugvísindadeildar Vís-
indasjóðs hefur fyrir skömmu
lokið við að veita styrki ársins
máli og öflun ^ýnishorna af
framburði og orðafari ýmsu í
byggðum landsins, ennfremur til
kaupa á orðabókum og málfræði-
tímaritum.
Framhald á 2. síðu.
1 kvöld fer fram úrslitaleikur
landsmóts 2. fl. frá síðasta ári,
en þeim leik tókst ekki að ljúka
á réttum tíma. Leikurinn fer
fram á Melavelli og hefst kl.
20.30 og eigast þá við Fram og
Vestmannaeyingar, en þessi lið
sigruðu í sitt hvorum riðli. Þetta
er annað árið í röð, sem Í.B.V.
kemst i úrslit í þessum flokki
og verður skemmtilegt að sjá
hvort liðinu tekst betur en 1961,
en þá tapaði liðið fyrir Þrótti.
1963, en þetta er sjötta starfsár
Visindasjóðs. Alls bárust Hug-
vísindadeild 40 umsóknir að
þessu sinni. en gtyrk hlutu 23
umsækjendur, að heildarupphæð
kr. 965 þúsund. Árið 1962 var
tala styrkja 21, og nam fjár-
hæðin 745 þús. samtals.
Styrkveitingar voru nú sem
hér segir:
90 þús. kr. styrk hlutu:
Andrés Björnsson cand mag.
— til að kanna störf og stöðu
Gríms Thomsens, meðan hann
dvaldist erlendis. einkum þau
árin. sem hann var í utanríkis-
þjónustu Dana 1848—1866).
BJöm Lárusson fil. lic. — Til
að ljúka ritgerð um jarðir á
fslandi, eignarhald þeirra. dýr-
leika, landskuld og leigukúgildi,
frá fomu fari og fram að 'jarða-
matsstörfum þeirra Áma Magn-
ússonar og Páls Vídailns.
Lúðvík Krfstjánsson sagn-
fræðingur. — Til að Ijúka heim-
ÍldaBöfnun og vinna að undir-
búningi ritverks um sjávarhætti
á fslandi gð 'fomu og nýju.
60 l»ús. kr. styrk htaut:
Orðabókarnefnd Háskólans. —
Til að standa síraium af kostn-
affi við söfmm orða úr raæltu
Akropoiis á Reykjavíkurhöfn
I gær kom hingað til
Ueykjavíkur gríska ferða-
mannaskjpið Akropolis. Skip-
ið er 14 þús. smáleslir að
stærð og) farþegar með því
tæplega 400 að íölu. Fóru
þeiröeeeriferðalaS'að Cuil-
fossi og Geysi meðan skipið
stóð við en það fór héðan
kl. 8 í gærkvöld til Akur-
eyrar. Þaðan heldur skipið
áfram ferð sinni norður til
Svalbarða. Þetta er % fyrSta
sinn sem skip þetta kemur
hingað til lands og kom það
hingað á vegum Ferðaskrif-
stofu Geirs Zoega. _. Myndin
er tekin af skipim* þar sem
það lá 4 ytri höfninni f gær.
— (Ljósm. Þjóðv. A.K.L
Fimmtudagur 11. júlí 1963 — 28. árgangur 152. tölublað.
ASJKENAZI0G
S0NUR AÐ ÆFA
Þessi mynd af Vladimir Asjkenazi og syni hans og nafna sem
nú er 20 mánaða gamall birtist nýverið I The Obsever. Asjkenazi
er að æfa sig á píanóið og sonurinn virðist vera að stjórna
hljómleikunum. Honum virðist sem sagt ætla að kippa sncmma
í kynið enda á hann ekki langt að sækja tónlistargáfuna.
CistihúsiB á Hall-
ormsstaB opnað áný
Síðastliðinn fimmtudag, 4. júlí,
var gistihús Húsmæðraskólans
| opnað fyrir almenning. Áður
hafa verið þar hópar húsmæðra
í orlofsdvöl, svo og fundir ým-
| issa fjórðungssamtaka.
Aðalfundur Búnaðarsambands
Austurlands hófst 14. júní og
lauk á sunnudag. Þá komu 28
húsmæður úr Múlasýslum og
kaupstöðunum og dvöldu í viku.
Um næstu helgi var aðalfundur
Stúdentafélags Austurlands. Þá
komu 22 konur úr Austur-Skafta-
fellssýslu til orlofsdvalar. Sam-
band austfirzkra kvenna hafði
aðalfund sinn síðustu helgina í
júní og stóð fundur þeirra fram
á mánudagskvöld. En á þriðju-
dag komu oingeyskar konur,
áttatíu saman, og gistu tvær næt-
ur. Almenn gestamóttaka hófst
svo á fimmtudag eins og fyrr
segir og verður gistihúsið opið
til 24. ágúst. Þá lýkur sumar-
starfi skólans með orlofsviku
| kvenna.
Fr. Guðrún Ásgeirsdóttir veitir
gistihúsinu forstöðu.
I Ný húsgögn hafa nú verið
fengin til skólans, þar á meðal
þægileg rúm og svefnsófar á öll
herbergi. Þá hafa og verið gerð-
ar nokkrar lagfæringar á húsum
og umhvserfL
Hallormssfaður er hlýlegasti
og veönreælastt staður á Austur-
landi, hefur auk þess algera
sérstöðu vegna skógarins. Hann
er ekki á aðalumferðaleið og því
kjörinn staður fyrir þá, sem vilja
njóta hvíldar og næðis í nokkra
daga.
lommareit kemur
til Gautaborgar
i STOKKHÓLMI 10/7 — Sæn$ka
í flutningaskipið Lommaren er
’ væntanlegt til Gautaborgar eft-
" nokkra daga Þess hefur þég-
ar verið krafizt, að hafnar-
verkamenn í Gautaborg neiti að
skipa upp hinum suður-afrík-
anska farmj skipsins. Hafnar-
verkamenn í Kaupmannahðfn og
Árósum neituðu að afferma
skipið.
Lommaren er ekki væntanlegt
til Gautaborgar fyrr en í fyrsta
lagi á_ laugardag. Þegar ; g*r
safnaðist hópur ungs fólks sam-
an fyrir framan skrifstofu hafn.
arverkamannafélagsins í Gauta-
borg, og krafðist þess, að skip-
inu yrði neitað um afgreiðslu.
Ekki er um það vitað. hvaða
stefnu hafnarverkamenn í
Gautaborg hyggjast taka í máli
þessu.