Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. JöK 1863 ÞIÚÐVIUINN SIÐA 3 Ugregluríkinu mótmælt Jadrar við stríðsástand í t CAMBRIDGE 12/7. — Hermenn í bandaríska sambandshernum héldu í dag á ný inn í smáborg- ina Cambridge í Marylandfylki, en í nótt kom til svo harðra átaka milli negra og hvítra manna þar í borg að helzt líktisí því að borgarastyrjöld væri skollin á. Er Páll Grikkjakonungur og Fredcrika drottning komu til Eondon notuðu þúsundiir manna tækifærið og létu i Ijós andúð sína á liinum fasistisku stjórnarháttum i Grikklandi. Um 7000 Iögreglumönnum var att gegn inannf jöldanum og reyndu þeir að hindra að fólkið kæmist í námunda við konungs- hjónin. Myndin sýnir Iögreglumenn þjarma að ungri stúlko. Fylkisstjórinn í Maryland, J. Millard fól í dag sambandshem- um að annast eftirlit í bænum í stað fylkishersins. Sambands- herinn hélt út úr borginni á mánudaginn var og hafði þá haldið þar uppi röð og reglu í 25 daga enda þótt ólga væri mikil meðal íbúanna undir niðri. ibú- amir í Cambridge eru nær 12.200 að tölu. Skothríð Fylkisstjórinn tók ákvörðun sína að undirlagi George David- sons, yfirmanns fylkislögreglunn- ar. Davidson sagði að bæði hvítir og svartir hefðu ætt vopnaðir um götur borgarinnar um nóttina og að þegar verst hefði gegnt hefði skohríðin dunið um alla borgina þannig að stríði hefði helzt verið líkast. 400 manna flokkur úr sam- bandshemum hélt í dag inn i borgina með bmgðnum þyssu- stingjum. Algjört útgöngubann er í gildi eftir klukkan 22 í kvöld. Táragas Óeirðimar í nótt hófust með því að sex negrar og hvítir menn sem styðja málstað þeirra settust inn í veitingahús í miðborginni, sem til þessa hefur neitað að af- greiða negra. Hvítir menn sem þar voru fyrir réðust þegar að þeim og breiddust átökin brátt út. Lauk svo að hundruð manna börðust í hvorum flokknum. Lög- reglan reyndi að dreifa mann- fjöldanum með táragasi en það kom að litlu haldi. Blóðug uppskera Ross Bamet, fylkisstjóri i Mississippi sagði í dag að Kenne- dy forseti og bróðir hans dóms- málaráðherrann væru að sá fræj- um haturs og ofbeldis með tillög- um sínum um þegnréttindi. Bamet, sem var í yfirheyrslu hjá þingnefnd eixmi, sagði að ef frumvarpið yrði samþykkt væri blóðug uppskera i vændum. — Ef þið teljið að ganga hálfrar milljónar negra til Washington sé umtals verð, sagði hann, þá skuluð þið samþykkja Kennedy- frumvarpið og ganga úr skugga um hvað 100 milljónir reiðra hvítra Bandaríkjamanna geta. 16 teknir höndum í Jóhannesarborg Herforingjar við völd í Equador Frú Ambaticlos, kona gríska verklýðsleiðtogans Xony Ambatielos, beið fyrir utan Westminster Abbey með blómvönd til minningar um pólitíska fanga sem látið hafa Iífið i grískum fangelsum. Hún hugðist leggja hann á gröf óþekkta hermannsins — eftir að Páll Grikkjakonungur bafði lagt blómvönd sinn þar. Henni var sagt að hún fengi ekki að Ieggja blómvöndinn fyrr en sólarhring seinna. Hún grét og afhenti lögregiumanni etinum vöndlnn. QUAYAQUIL 12/7 — Allt er nú sagt með kyrrum kjörum í Equador, en eins og kunnugt er af fréttum hrifsaði herfor- ingjaklíka völdin í gærkvöld og stoypti Julio Arosemena forseta af stóli. f herforingjaklíkunni eru þrír menn og hafa 'þeir fyr- irskipað útgöngubann um land allt. Arosemena kom flugleiðis lil Panamaborgar í dag og var honum boðið hæli sem pólitísk- ur flóttamaður. Hann lýsti því yfir að hann hefði enn ekki sagt af sér forsetaembættinu en hefði engar ákveðnar framtíðarfyrir- ætlanir. Hann kom til borga- innar án farangurs. Bróðir forsetans, Gustavo Ar- osemena, sem útnefndur var landvarnaráðherra meðan á uppreisninni stóð, var handtek- inn í gærkvöld og fluttur til Quito. Nokkrir ráðherrar aðrir hafa einnig verið handteknir en öðrum vísað úr laridi. Samkvæmt frásögn frétta- manna umkringdu uppreisr.ar- menn forsetabústaðinn í gær- kvöld með íótgönguliði og skrið- drekasveitum og leið ekki á löngu þar til forsetinn gafst upp. Mörg hundruð fylgismanna hans stóðu umhverfrs bygging- una og vörpuðu grjóti að her- mönnunum. Arosemena forseti komst til valda árið 1961. Hann er af and- stæðingum sínum sagður drykk- felldur með afbrigðum og full- vinstrisinnaður í þokkabót. Hafa margar tilraunir verið gerðar til að flæma hann úr forsetastóli þótt ekki hafi tekizt fyrr en nú. Grænmeti handa skattanefndinni CAVAILLON 12/7. Mörg hundruð franskra bænda réðust í dag inn í skrifstofur skattayfirvald- anna í Cavaillon í Suður-Frakk- landi. Gerðu sér lítið fyrir og dreifðu um þrem smálestum af kartöflum yfir gólfin. Aðgerðir þessar eiga rætur að rekja til reiði bændanna vegna þess lága verðlags á kartöflum og grænmeti gem stjórnin skammtar þeim. JÓHANNESARBORG 12/7. — í gærkvöld fór öryggislögreglan í Suður-Afríku á stúfana og réð- ist að byggingu einni í úthverfi Jóhannesarborgar. I»ar handtók hún 16 menn, þar á meðal Walter Sisulu, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Þjóðfrelsishreyf. ingar Afríkumanna, sem starfar í banni yfirvaldanna. Meðal þeirra 16 sem hand- teknir voru eru sex hvítir menn. Yfirvöldunum finnst að hér hafi borið vel í veiði. Telja þau meðal annars að nú hafi þau fundið einn mikilverðasta felu- stað þjóðemissinna. Sisulu er fimmtugur-að aldri. Fyrr í ár var hann látinn laus gagn tryggingu en síðar dæmd- ur í sex ára fangel-si,. Hefur lög- reglan leitað hans með mikilli ákefð. Hvítu mennirnir sex sem handteknir voru eru arkitekt- inn Goldreih, sem var húsráð- Fundur í dug á Lenínhæð MOSKVU 12/7. — f dag komu fulltrúar kommúnistaflokka Kína og Sovétríkjanna saman til fundar til þess að ræða ágrein- ing flokkanna í hugmyndafræði- legum efnum. Viðræðurnar fóru fram með mestu leynd og hafa fréttamenn engar spumir af þeim. Talið er að kínversku full- trúarnir hafi notað hléið í gær til að ráðfæra sig við stjórnina í Peking. f dag dvöldust þeir um hríð í kínverska sendiráðinu áður en þeir héldu til fundar- hússins á Lenínhæð. Báðir aðilar forðast eins og heifan eldinn að láta nokkuð uppi við fréttamenn. Talið er fullvíst að viðræðurnar muni 'halda áfram enn um skeið, þótt óvíst sé talið hvort fundur verð- ur haldinn á morgun. andi í byggingunni, eiginkona hans, Dennis Goldberg verk- fræðingur, Lionel Bernstein arkitekt, Alexander Heppl lög- fræðimgur og Hilliard Festen- stein læknir. Skýrt hefur verið frá því að hinir handteknu verði dregnir fyrir rétt eftir að lögreglan hefur lokið rannsókn- um sínum. í dag var 16 ára drengur dæmdur í ævilangt fangelsi í Pretoriu. Var honum gefið að sök að hafa lagt á ráðin um að ráðast á tvo hvíta kennara og einn kristniboða. Ellefu aðrir voru dæmdir í tíu tll fimmtán ára fangelsi. Réttarforsetinn sagði að drengurinn, Dimake Milap að nafni. væri ungur og hætfulegur stjórnleysingi sem dæmdur hefði verið til dauða ef hann hefði verið nokkru eldri. Njósnuri flýr vestur LONDON 12/7 — Fregnir herma að maður nokkur háttsettur í sovézku Ieyniþjónustunni hafi sótt um hæli sem pólitískur flótta maður í Bretlandi. Mun maður þessi hafa verið sendur til Bandaríkjanna fyrir átta mánuð- um, en farið síðar fram á að verða sendur til Bretlands þar sem hann er sagður hafa dvalizt um nokkum tíma. Þeir sem bornir eru fyrir frétt þessari segja að nafn mannsins verði aldrei gefið upp, enda sé slíkt ekki venja Breta þegar menn biðja um hæli sem póli- tískir flóttamenn við slikar að- stæður. Ýmis blöð hafa skýrt frá því að hér sé um mjög slunginn njósnara að ræða og sé hans vandlega gætt. Segja þau að flóttamaðurinn muni sennilega vera vesturveldunum mikill feng- ur vegna þeirra upplýsinga sem hann geti veitt um Sovétríkin. Cambridge í Bandaríkjunum Grikkjakonungur kominn heim AÞENU 12/7 — Páll Grikkjakon- ungur og Frederika drottnlng hans komu í dag hcim til Aþenu eftir að hafa dvallzt í þrjá daga í Bretlandi. Brezkir sendiráðsmenn voru mættir á flugvellinum við komu beirra hjóna og sagði Frederika beim að Bretlandsheimsóknin hefði verið mjög vel heppnuö Þó kvaðst hún hafa það á tú- finmngunni að einstöku blöð í Bretlandi hefðu andúð á henni. Ekki gat hún um viðbrögð al- mennlngs né mótmælaaðgerðir bær sem hafðar voru í frammi. Ferðizt í Volkswagen — Akið sjálf nýjum bíl Höfum fil leigu Volkswagen og Land-Rover iSé bifreiðin tekin ú leigu í einn mánuð eða lengri tima. þá gefum við 10 — 20% afslátt á leigugjaldi. — Leigjum bifreiðir okkar allt niðúr i 3 tkna. 'V ..ý;-/'/Lý?:'/' - ■ *. ■ ', ■ v' RlfRnHAINfAM h I REYKJAVÍK j KEFLAVÍK AKRAMES ■ llL:lllLI«l«ll DirnClUílLLIUnill II.I. . Klapparstíg 40 sími 1-37-70. |. Hringbraut 106 sími 1513. Suðurgöw* 64 sími 170. ■ V * • . * 4 ' ’ o- AKRAMES Suðurgöw^ 64 sími 170.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.