Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 10
Bæjarstjóri Sigluf jarðar hindrar endurbætur á sjómannaheimilinu í skýrslu sem blaðinu hefur borizt um starf- semi Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar ár- ið 1962 segir m.a. frá því, að forráðamenn bygg- ingamála á Siglufirði og þá einkum bæjarstjórinn, Sigurjón Sæmundsson, hafi um tveggja ára bil hindrað það, að gerðar yrðu nauðsynlegar endur- bætur á húsnæði heimilisins að Suðurgötu 14 en lélegt húsnæði stendur allri starfsemi heimilis- ins mjög fyrir þrifum. Heimilið hefur nú verið stari- rækt í 24 ár og hefur stúkan Framsókn nr. 187 séð um rekst- ur þess allan tímann. Heimilið hefur alla tíð verið til húsa á sama stað, að Suðurgötu 14, en nú eru húsakynni þar orðin svo léleg að ógerningur er að starf- rsekja heimilið áfram, svo að sæmilegt geti talizt, nema gagngerð viðgerð og endurbæt- ur fari fram á húsnæðinu. Var ætlun stjómar heimilisins að hefja endurbætur á því nú á þessu ári en forráðamenn bygg- ingarmála á Siglufirði undir for- ustu bæjarstjórans, Sigurjóns Sæmundssonar, hafa komið í veg fyrir að það væri unnt. Hlýtur sú afstaða þessara aðila að vekja mikla furðu þar eð heim- ilið hefur gegnt mikilsverðu hlut- verki og verið fjölmörgum sjó- mönnum ómetanlegt athvarf á undanfömum áratugum Og að sjálfsögðu er ekki minni þörí á starfrækslu slíks heimilis fyr- ir sjómenn nú en verið hefur. I skýrslunni segir svo orð- rétt um þetta mál: „Eins og áður er getið eru húsakynni heimilisins vart not- hæf lengur. Þess var fastlega vænzt í byrjun þessa árs, að á þessu ári gæti hafizt endurbygg- ing á húsakynnunum en því mið- ur hefur svo ekki orðið, og eins og sakir standa ekki hægt að segja um, hvenær það verður. Forráðamenn byggingarmála, og þá einkum bæjarstjóri Siglu- fjarðar, Sigurjón Sæmundsson, hafa tafið málið um tveggja ára bil og ekki enn veitt leyfi til endurbyggingar, og nú síðast hefur nábúi heimilisins, eigandi Suðurgötu 16, sem raunar er bæj- arstjórinn í Siglufirði, alveg stöðvað málið í bili, með þvi að skjóta því til úrskurðar ráðherra og krefjast þess, að hann úr- skurði að ekki megi endur- byggja og stækka Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar á þess- um stað. Það er því ekki hægt að segja neitt um það, hvenær eða hvort leyfi fæst til að hefja þessanauð- synlegu viðgerð og endurbót. En málinu verður haldið áfram, og vonandi sigrar réttlætið, stutt Framhald á 6. sfðu. Samið um 20% aukningu á viðskiptum við Pólverja S í ð ■ s t ■ tónleikar Samkvæmt fréttatilkynn- ingu sem Þjóðviljanum barst í gær frá utanríkis- ráðuneytinu var í gær und- irritaður nýr viðskiptasamn- ingur milli íslands og Pól- lands og felur hann í sér um 20% aukning á viðskiptum landanna frá síðasta samn- ingstímabili. Fréttatilkynn- ing utanrdkisráðuneytisins um samninginn er svohljóð- andi: „Undanfarið hefur dvalið í Reykjavfk viðskiptanefnd frá Póllandi til að semja um við- skipti landanna fyrir tímabilið 1 október 1963 til 30. september 1964 á grundvelli viðskiptasamn- ings, sem undirritaður var í Var- sjá 18. nóvember 1949. Samkvæmt vörulistum, sem nú hefur verið samið um, er gert ráð fyrir, að Island selji, eins og áður, saltsíld, frysta sfld, fiski- mjöl, lýsi, saltaðar gærur, auk fleiri vara. Frá Póllandi er m.a. gert ráð fyrir að kaupa kol, vefn- aðarvörur, efnavörur, sykur, timbur, jám- og stálvörur, vélar og verkfæri, búsáhöld, skófatnað, kartöflur og aðrar matvörur, auk fleiri vara. Gert er ráð fyrir um 20% aukningu í viðskiptum landanna frá þvf sem var á síð- asta samningstímabili. Sovézki píanóleikarinn Vladi- mír Asjkenazí heldur síðustu tónleika sína hér á landi að þessu sinni í dag. Tónleikarnir verða í Borgar- bíói á Akureyri og hefjast kl. 5 síðdegis. Asjkenazí hélt tónleika í Egils- búð, félagsheimilinu í Neskaup- stað á fimmtudagskvöldið. Voru tónleikamir mjög vel sóttir og listamanninum forkunnar vel tekið. Af Islands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guð- jónsson, viðskiptaráðunautur, Pétur Pétursson, forstjóri Yngvi Ölafsson, deildarstjóri, Björn Tryggvason, skrifstofustjóri Gunnar Flovenz, forstjóri og Olfur Sigurmundsson, fulltrúi. Bókun um framangreind við- kipti var í dag undirrituð af utanríkisráðherra, Herra Guð- mundi I. Guðmundssyni og Mr. Michal Kajzer, forstjóra í utan- ríkisverzlunarráðuneytinu í Var- sjá“. Einkennilegur maiur til Akureyrar Hin nýja Skálholtskirkja verður vígð um aðra helgi LEIKHÚS ÆSKUNNAR frum- sýnir í dag á Akureyri leik- rit Odds Björnssonar, Ein- kennilegur maður. Fjallar Ieikritið um franskmenntaðan stærðfræðing, er tekur her- bergi á leigu og gerir skurk í fjölskyldu húsráðanda. FRA AKUREYRI mun Leikhús æskunnar fara í sýning- arferð um landið. Verður fyrst haldið austur á bóginn, en síðar komið í Norðurlands- kjördæmi vestra. í haust mun svo flokkurinn frumsýna Ieikritið í Reykjavík. ODDUR BJÖRNSSON hefur áð- ur valtið athygli íslenzkra Ieiklistarunnenda. Hann vann ásamt tveim öðrum verðlaun í leikritasamkeppni fyrir ekki alllöngu, og nú í vetur sýndi Gríma eftir hann þrjá ein- þáttunga. Hlutu þeir góða dóma. A ÞRIGGJA DALKA myndinni sjáum við Sævar Helgason, Valdimar Lárusson og Sigur- lín óskarsdóttur, en þau fara með veigamestu hlutverkin í leikritinu. Valdimar þarf ekki að kynna, en Sævar og Sigurlín eru bæði ung og enn lítt þekktir Ieikarar. A FJÓRDALKAMYNDINNI sjá- um við frá skýrt dauða Maríu vinnukonu að norðan. Leik- endur eru: Bergljót Stefáns- dóttir, Valdimar Lárusson, Sigurður Skúlason, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlín ósk- arsdóttir, Sigrún Kvaran, Grétar Hannesson og Sævar Helgason. Sunnudaginn 21. júlí næstkomandi verður há-' tíð haldin í Skálholti. Verður há vígð hin ný.ia Skálholtskirkja og verður mikdð um dýrðir. Þann sama dag mun einnig íslenzka ríkið afhenda bióð- kirkjunni Skálholtsstað til eignar og umráða. Und- anfarinn áratug hafa staðið yfir framkvæmdir við uppby^gingu staðarins. Hafa bær framkvæmdir kosfað alls 13 milliónir og 100 búsund krónur. Tæpur helmingur bess f.iár, eða um 6 mill.iónir er kostnaður við hina nýiu ki^Viubvcrcrinstu. A fundi með fréttamönnum í gær skýrði Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor, frá þessari fyr- irhuguðu hátíð. Búizt er við miklum mannfjölda í Skálholti þennan dag, svo fremi veður ekki spilli. Dagskrá hátíðarinn- ar verður birt síðar í heild. í megindráttum er hátíðin í tvennu lagi. Fyrst er vígsla hinnar nýju kirkju, og hefst hún fyrir hádegi. Klerkar munu ganga í prósessíu til kirkjunn- ar. Við kirkjuvígsluna verða að heita má boðsgestir einir. Eru það erlendir gestir og ýmsir vel- unnarar staðarins, forsetahjón- in, ríkisstjórnin öll og erlendir sendiherrar, æðstu embættis- menn landsins aðrir og nokkr- ir forstjórar. Með lagi hefur tekizt að ætla rúm þrjátíu sókn- arbömum sveitarinnar. Við vígsluna mun forsetinn flytja ávarp, kirkjumálaráðherra afhenda þjóðkirkjunni staðinn og biskup þakka. Síðan verður leikinn íslenzki þjóðsöngurinn. Gestir munu síðan sitja hádeg- isverðarboð í félagsheimilinu í Aratungu. Komið verður fyrir hátölurum svo fólk utan kirkju geti fylgst með athöfninni, sem Framhald á 6. síðu Lúðrasveit drengja vel tekið Lúðrasveit drengja í Reykja- vík er nýkomin úr ferðalagi til Bergen og hefur stjórnandi sveitarinnar, Karl O. Runólfs- son tónskáld, látið blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar um terðalagið. Dragefjellets Guttemusikkorps sá um allan undirbúning ferð- arinnar og tók á móti drengjun- um við komuna til Bergen með dynjandi músjk. Ferðin gekk í afla staði að óskum. drengirnir léku alls fimm sinnum og fengu mjög góða dóma. þóttu spila hreint og koma mjög prúðmann. lega fram. Fyrst lék sveitin á Jónsmessuhátíð við Eiðsvog við eóðar undirtektir. Síðan æfðu /Bergen drengirnir daglega eða spiluðu, skoðuðu fagra staði og merkar byggingar, svo sem Hákoínar- höllina í Bergen og Fantoft staf- kirkjuna, Síðustu hljómleikana hélt lúðrasveitin á aðaltorginu í Bergen og var leik hennar vel fagnað. Dagjnn áður en drengirnir héldu heimleiðis var þeim hald- ið hóf á Hótel Montana: Sat ræðjsmaður íslands í Bergen, hr. Rittland hófið ob ba\ið einn- ig drengjunum í ferðalag um nágrenni Bergen. Blöð í Bergen gátu flest vinsamlega um komu lúðrasveitarjnnar og birtu mynd- ir af drengjur.um. tf i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.