Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júK 1963 H6ÐVILIINN SÍÐA 7 Rits.tjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR Þegar börnin gerðu verkfell En nú finnst mér sannast að segja að Mð vera orðin svo stór, að þið eigið að geta gætt sjálf þeirra hluta, sem ykfcur koma við, og gengið frá þeina þar, sem þeir eiga að vera. Ég skil það mjög vel, að þíð þreytizt á þessari reglusemi. og vegna þess. að ég vil að friður ríki hér á heimiiinu, vil ég að við ger- um með okkur samning." ,.Já, það er einmitt það. sem við viljum," sagði Ad- olf. „Það stendur tóm tunna undir kjallarastiganum,“ sagði stjúpmóðir þeirra, „Þegar þið skiljið einhverja hluti við ykkur, föt eða eitthvað ann- að. þar sem það á ekki að vera. þá skal ég ekki gera neitt veður út af því og ekki krefjast þess. að þið látið það allt á sinn stað, heldur s«al ég kasta því í tunnuna. Við getum kallað þetta rusla- tunnuna. Og þegar ykkur vantar eitthvað, þurfið þið ekki annað en leita þess í tunnunni.“ Adolf og Elisa litu dálítið efandi hvort á annað. en litlu systkinin tóku þessu samn- ingstilboði með fögnuði. Síð- an var tilboðið samþykkt Qg verkfallinu var lokið. Fyrstu munirnir. sem lentu i ruslatunnunni. voru verk- fnllsfánarnir sem enginn hirtj nú lengur um. Adolf og Elísa reyndu i fyrstu að hafa sæmilega reglu á hlutunum, þv; að tunnan var bæði djúp og víð, og það var ekki gott að finna hluti, sem einu sinni lentu þangað. Það íór svo, að alltaf hækk- aði í tunnuskömminni, en þvi erfiðara reyndist að finna það, sem vantaði. Stjúpmóðir- in lézt samt vera mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Hún minnti þau aldrej framar á að leggja hlutina á ákveðna sfaði. og allt hvarf þetta í tunnuna, bækumar, blýant- arnir. húfurnar. peysumar. hattarnir, knettimir, litakass- arnir, hárböndin og margt cg margt fleira. Allt fór þetta í ruslafunnuna. En oft heyrðist kallað: — Hvar er vasahnifurinn mjnn? Ég var með hann rétt áðan. eða: — Hvar ar húfan min? Ég lagði hana þama á stólinn rétt áðan. Og alltaf svaraði stjúpmóðirin eins. — Hefur þú leitað i rusla- tunnunni? Og þá var ekki um annað að gera en að fara að róta í tunnunni. en það var nú ljóta verkið, og svip- urinn var ekki allta'f hýr á þeim. sem var að leita. Ef tíminn var nú naumur. en ákafinn mikill að finna hlut- inn. endaði leitin venjulega með þvi að það sem leitað var að. fannst alls ekki, nema rífa allt upp úr tunnunni og fleygi a öllu innihaldinu á gólfið Ef hluturinn fannst svo eftir langa og erfiða leit niður við botn á tunnunni, þurfti þar á eftir að koma hinu öllu i tunnuna aftur og koma henni á sinn stað. Þetta var nokkuð erfitt fyrjr Helgu og Rósu. sem ekki voru nógu sterkar til að velta tunnunni á hiiðina. en vom hins vegar svo litlar að þær náðu rétt upp fyrir tunnu- barminn. Vegna þessR urðu þær að ná sér í stól. klifra upp í tunnuna og lejta þann- ig En það sem í tunnunni var. varð hvorki þrifaiesra né betra eftir en áður Adolf og Elísa reyndu oft að færa það í tal við stjúo- móður sína, að þetta væri ekkj sem heppilegast fyrir- komulag, að láta litlu syst- umar troða svona á því sem í tunnunni var. En hún svar- aði fáu, og brosti aðeins, þeg- ar Htlu systurnar voru að skríða upp úr tunnunni. En þetta háttalag þeirra hafði þær afleiðingar, að margl. sem þangað komst, varð þannig útlitandi, að það var ekki til annars en að kasta því í eldinn. — Nú get ég ekki farið með í gönguförína á morgun. Ég get ekki einu sinni farið í skólann, sagðj Elísa eitt sinn hálfgrátandi, er hún fann hattinn sinn saman hnoðaðan og skitugan ; tunn- unni. — Hann er alveg ónýt- ur, ég get aldrei Iramar sett hann upp, kveinaði hún. „Verkfallið þitt. Adolf. hefur valdið okkur margfalt meiri skaða og erfiði, en okkur ór- aði fyrir. Og ég vildi óska, að ég hefði aldrei tekið þátt í þessari vitleysu. Mér væri sönn ánægja að því að kveikja í þessari andstyggð- ar ruslatunnu og brenna hana með öllu, sem i henni er. Ég vildi. að ég þyrfti aldrei að heyra hana nefnda framar. — Já, ég verð að viður- tl iz r iO "tT~ 1o KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1. Fis. 2. Fiskur. 3. 2 eins. 8 Tala saman. 11. Á andliti. 14. 2 eins. LÁRÉTT: 1. Húsdýr. 5. Upphrópun. 9. Horfði á, 11. Grípa. 14. Lær- in. 17. Um huldufólk. kenna, að ég er líka að verða nokkuð þreyttur á öllu þessu erfiði, sem fylgir þessari tunnu, sagði Adolf. — Hvern- ig væri nú að gera verkfall aftur til að losna við tunn- una? —■ Já, já, við skulum gera verkfall aftur. hrópaði Helga himinlifandi. — Ég veit bara ekkert. hvar flöggin okkar eru. Það er svo gaman að gera verkfall. — Æ. ég veit ekki. and- varpaði Elísa. — Fyrir mitt leyti held ég, gð ég vilji ekki vera með í þessari bjánalegu kröfugöngu. Ég vil heldur fara beint til mömmu og biðja hana að lofa okkur að hafa allt eins og það var, áður en við gerðum þetta verltfall og fengum þessa ruslatunnu. — Það er bezt að við för- um öll til hennar og biðjum hana að breyta þessu, þvi að við vorum 311 með í verk- fallinu og samningnum um tunnuna, svaraði Adolf. — Við skulum þá fara samstundjs bætti Elísa við. Síðan lagði hópurinn af stað og var nú enginn undirbún- ingur hafður. hvorki með ræðuhöld né fána. og nú var gengið beint á fund stjúp- móðurinnar og henni tilkynnt þessi ósk. Móðirin kvaðst skyldu losa þau við ruslatunnuna sam- stundis. og það með mikilli ánægju. Og þetta sama kvöld pressaði hún hatt Elísu, setti á hamí nýjan borða, svo að hann ]eit út. eins og hann væri nýr. Upp frá þessum degi komst allt í sama borfið aftur. Verkfalljð hafði aðeins haft þær afleiðingar, að börnin reyndu nú hér eftir að gera stjúpmóður sinni allt til hæf- is. Nú voru allir hlutir á sínum stað. Allt gekk nú miklu betur en áður, og allir voru nú miklu glaðari og ánægðari með sjálfa sig en fyrr. Þýtt af H.M.J. Myndir frá /esendum UNDRATRÉÐ Það var einu sinni lítill strákur, hann hét Tommi, og systir hans hét Súsí. Hún var í heimsókn hjá ömmu sinni þegar þessi saga gerðist. Tommi átti tvær góðar vin- stúlkur, sem hétu Súsí og Nellí, þær áttu heima í næsta húsi. Einu sinni höfðu öll bömin. fengið að fara í sirkus. og upp frá þeim degi áttu þau enga heitari ósk en að eign- ast litinn hest. — Viltu kaupa handa mér hest? bað Tommi mömmu sína. Og á hverjum degj svar- aði mamma hans: — Ef ég kaupi handa þér hest. á ég enga peninga eftir handa okkur fyrir kjöti, kartöflum og mjólk og skóm handa þér í skólann. Þau Súsf, Nelli og Tommi hugsuðu um það í sífellu hvaða ráð þau gætu fundið til þess að eignast hest. Aftur og aftur sagði Súsí: — Kannski, ef við erum reglulega þæg, gefur álfkon- an okkur hest. Og börnin vönduðu sig svq mikið að vera þæg. að fullorðna fólkið hafði ekki vitað annað ejns Þau kepptust um að fara í sendiferðirnar Þau kunnu allt sem þau áttu að kunna í skólanum. Og þau gættu þess meira að segja að ó- hreinka ekki fötin sín. Og svo, þegar þau voru búin að vera þæg i heila þrjá daga. kom dálítið skrítið fyrir. Tommi var háftaður og lá í rúminu sínu og var að horfa á tunglið Allt í einu kom álfkonan til hans. — Tommi minn, sagði hún Nú ertu búinn að vera svo þægur í marga daga. og ég ætla að gefa þér dálitla gjöf. Sjáðu betta ’jt’r fræ taktu við því og sáðu því úti í garðinum. Svo hvarf álf- konan jafn skyndilega og hún hafði komið. Tommi beið ekki boðanna. heldur fór út i garð og sáði fræinu. Næsta morgur. sagði hann við mömmu sína: — Mamma, álf- konan kom til mín og gaf mér fræ og ég sáði því úti í garðinum. ekki neitt? Jú. þama var lit- il hrísla búin að stinga koll- inum upp úr moidinni. Þegar mamma hans Tomma sá hrísl- una sagði hún: •— Þetta er illgresi, við verðum að rífa það uPp og kasta því. Börn- in báðu hana eins vel og þau gátu að leyfa hríslunni að vaxa í friði og loksins var það látið eftir þeim og sið- an voru þau send í skólann. Og nú brá svo við að þau svöruðu öllu vitlaust. og gátu alls ekki haft hugann við lærdóminn. Þau sátu og horfðu út um gluggann oa heyrðu ekki orð af þvi sem kennarinn 5agði við þau. satt að segja hugsuðu þau bara um að komast sem fyrst heim. Loksins var kennslunni lokið. og þau flýttu sér heim. Oe hvað haldið þið að þau hafi séð þegar heim kom? Litla hríslan var orðin að stóru tré. Og á trénu voru þrjár laufkrónur Nú varð jafnvei mamma hissa. Börnin feng- ust ekki til að koma inn að borða. svo að þau fengu mjólk og brauð út í garð og borðuðu undir trénu. Lauf- krónurnar þrjár héldu áfram að vaxa, 0g nú fóru þær að verða undarlegar í laginu, 6- líkar öllum trjákrónum. sem þau höfðu áður séð. Þið trúið bví kannski ekki, en það voru að myndast pínulitlir hestahausar á milli grænna blaðanna. Það var ekki um að villast. þarna voru á ferð- inni þrír litlir hestar. Hver sagði að álfkonur væru ekki til? Ekki Tommi. Súsí eða Nellí. Nú var aftur kominn timi til að fara í skólann. í Þetta sinn var Tommi svo óþekkur. að kennarinn varð að láta hann i skammarkrók- inn Og ekki gekk betur hjá Súsí. þegar hún átti að skrifa köttur skrifaði hún hestur Þau hlupu alla leið- ina heim úr skólanum en fannst þó seint ganga að komast heim. Þegar heim kom sáu þau merkiJega sjón. Þrir litlir hesfar stóðu hjá trénu og En mamma hans hélt að þetta væri tóm vitleysa og sagði: Elskan mín, þig hefur bara verið að dreyma. Tomma fannst stundum eins og mamma sín væri vantrúuð á að álfkonur væru til. Hann hljóp til pabba síns og sagði: — Pabbi, álfkonan gaf mér fræ og ég er búinn að sá þvi. — Þvílíkt og annað eins ímyndunarafl hef ég nú aldrei vitað, sagði pabbi hans og hélt áfram að raka sig. Það var rétt eins og hann tryði ekki heldur á álfkonur. Strax eftir morgunmatinn flýtti Tommi sér út til Súsi og Nelli og sagði þeim fréttim- ar. Þær urðu glaðar við og þau hlupu öll út í garð. Hvað haldið þið að þau hafj séð? Kannski hreint biðu eftir þeim. Og ekki nóg með það, þarna var líka gul- málaður hestvagn. — Mamma, mamma, kall- aði Tommi. — megum við eiga hestana? — Ég held að þið ættuð að biða dálitið og leyfa þeim að stækka meira, sagði mamma hans. Og það reyndist rétt þeir stækkuðu heilmikið í viðbót. Allir krakkamir í húsun- um í kring komu til að sjá hestana. annað eins höfðu þau aldrei vitað. Súsí fékk svartan hest. Nelli hvítan og Tommi brúnan. Þau spenntu hestana fyrjr vagninn og buðu öl’.um krökkunum í götunni í ökuferð. Og eftir þetta býst ég við að pabbi þeirra og mamma hafi ekki efazt um. að álfkonur væru til Lati Palli í ævintýralandi 3. ÞÁTTUR (Palli situr við sama borðið og i fyrsta þætti og sefur). KAREN (kemur inn); Hvað er þetta, situr þú hér sofandi yfir bókunum? PALLI (hrekkur upp): Hvar er Ólj Lokbrá. kóngurinn og tröllin? KAREN: Hvaða rugl er í þér drengur? PALLI (nuddar augun): Æ bað var gott að þetta var aðeins draumur. KAREN: Komdu nú inn og farðu að borða. það verður að fara eins '>» verkast vill með bækumar. Þ” situr auð- vitað eftir >’ morgun. PALLI: Má ég ekki ver-’ svolitla stund enn? Ég skal reyna að I*ra allt. sem mér var sett fyrir. þú rnótt trúa því. Ég skal læra bað allt. Karen Má ég ekki vera bér svolitla stund enn? KAREN: Jæja það verður þó svo að vera. svo skulum við ríá til á morgun (Karen fer '•* en Pal’j íes ákafa). T.TALDIÐ, *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.