Þjóðviljinn - 20.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1963, Blaðsíða 3
La'Ugardagur 20. júlí. 1963 HÓÐVILflNN ' SlÐA 3 itrekar gagnrýni á Kínverja í ræðu í Moskvu Krústjoff er vongóður um að sambúð við vesturveldin batni Samið um sprengi- bann í næstu viku? MOSKVU 19/7 — Það var ao heyra á Krústjoff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, að hann væri vongóður um að takast mætti að bæta sarnbúð Sovétríkjanna og vestur- veldanna, þegar hann flutti ræðu í dag á ungversk-sovézk- um vináttufundi sem haldinn var í þinghöllinni í Kreml- Hann sagði að ástæða væri til að ætla að samkomulag myndi takast um takmarkað sprengingabann. í ræðu sinni sem talin er ein sú merkasta sem hann hefur haldið síðan hann hófst til æðstu valda í Sovétríkjunum ítrekaði hann ga.gnrýni sovézkra kommúnista á þá kínversku. Krústjoff sagði að von væri til þess að viðræður fuiltrúa Sov- éiríkjanna og vesturveldanna um bann við kjamasprengingum í andrúmsloftinu, úti í geirrmum og neðansjávar mjmdu bera ár- angur, ef vesturveldin féllu ekki frá þeim sjónarmiðum sem þau hafa nú. Griðasáttmáli æskilegur Hann sagði að sovétstjómin hefði mikinn hug á því að hem- aðarbandalög stórveldanna, At- lanzbandalagið og Varsjárbanda- lagið, gerðu með sér griðasátt- mála, en ekki var á honum að skilja, að hún myndi gera slík- an sáttmála að skilyrði fyrir sprengingabanni. Hindrun skyndiárása Þá minnti hann á tillögu sov- étstjómarinnar frá árinu 1953 um ráðstafanir til að koma í veg fyrir skyndiárásir. Hann lagði til að komið yrði upp eft- irlitsstöðvum í mikilvægum hafnarborgum. jámbrautarstöðv- L'm og flugvöllum hjá báðum að- ilum. Sovétríkin væru einnig fús að fallast á vesturlenzka eftirlitsmenn með herjum Sovét- ríkjanna, ef vesturveldin leyfðu sovézkum að fylgjast með þeirra herjum. Sovétríkin myndu einnig fús að fækka í herliði sínu í Aust- ur-Þýzkalandi, ef fækkað yrði í herjum vesturveldanna í Vest- ur-Þýzkalandi. Mikill jarðskjáifti á Riwieraströndinni NICE 19/7 — Harður jarðskjálfti varð við Miðjarðarhaf í dag og varð hans vart einkum á Rivier- unni, bæði í Frakklandi og á Italíu, og einnig á Korsiku og víðar. Fólk varð skelfingu lostið og flúði heimili sín, þegar veggir húsanna rifnuðu og rúður brotn- uðu. Ekki mun þó hafa orðið neitt manntjón í jarðskjálftanum og heldur ekki verulegt tjón á húsum “ og’ öðrum nSahfl'ViHcJ2'' um. Jarðskjálftinn var þó sá harð- asti sem orðið hefur á þessum slóðum síðasta áratuginn. Hraun rann úr gígum eldfjallsins Etnu. Ádeila á öfgamenn 1 rseðu sinni ítrekaði Krúst- jiff gagm-ýni sovézkra kommún- ista á forystumenn kfnverska kcmmúnistaflokksins og nefndi þá öfgamenn. — Sósíalisminn þarf ekki á stríði að halda til að sýna öllu mannkyninu fram á yfirburði sína yfir auðvaldsþjóðfélagið, sagði hann. Við gerðum ekki byltingu til að heyja stríð held- ur til að byggja upp, til að lifa í friði, til að vinna, sagði hann. Öfgamenn halda því fram að stríð sé óhjákvæmilegt til að koma á sósíalismanum, en hvers virði væri sósíalisminn þegar gervöll jórðin hefði eyðzt í eldi kjamorkustyrjaldar, sagði hann. — Það sem þjóðir Sovétríkj- anna vilja er aukin velmegun, Getum við öðlazt hana með stríði? Nei, það getum við ekki. Hana öðlumst við aðeins með þrotlausu starfi og þannig mun- um við færa óhrekjandi sann- anir fyrir yfirburðum sósíalism- ans yfir auðvaldsþjóðfélagið. Gagnrýni á Stalín 1 þessum kafla ræðu sinnar hafði Krústjoff lagt frá sér handritið og talaði blaðalaust í nærri stundarfjórðung. Hann minntist á misgerðir Stalíns og sagði að velmegunin í Sovétríkj- unum myndi vera komin enn lengra áleiðis, hefði Stalín lif- að tíu árum skemur en hann gerði. Hann gaf í skyn að foringjar kínverskra kommúnista hefðu reynt að skipta sér af innan- flokksmálum þeirra sovézku í því skyni að hefja þar til valda ■menn, .sem þeim væru betur að skapi en núverandi forystumenn flokksins. Hvað eftir annað varð Krúst- jcff að gera hlé á ræðu sinni vegna ákafra fagnaðarláta þeirra þúsunda sem á mál hans hlýddu. Reutersfréttastofan segir að ræða Krústjoffs haíi fengið góðar undirtektir í Washington og London. Á það sé bent að rseðan verði mikilvægari fyrir þá sök að hún er haldin ein- mitt þegar standa yfir viðræð- ur fulltrúa Sovétríkjanna við Kínverja annars vegar og við vesturveldin hins vegar. MOSKVU 19/7 — Þeir sem hnút- um cru kunnugir telja að víst sé að viðræðum Randaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands um takmarkað bann við kjarna- sprcngingum muni verða lokið i. næstu viku. Enn eru taldar allar líkur á að samkomulag tak- ist um slíkt bann. Samningamennirnir, þeir Aver- ell Harriman, Hailsham lávarð- ur og Gromiko utanríkisráð- herra, ræddust við í tvær klukku- stundir í dag. Aðalstarfið mun hins vegar Tuttugumenn teknir af lífi í Damaskus BEIRUT 19/7 — Tuttugu menn, af þeim átta foringjar í hernum, voru teknir af lífi í dögun í morgun í Damaskus, skömmu cftir að sérstakur herréttur hafði dæmt þá til dauða fyrir þátttöku í uppreisninni sem bæld var nið- ur í borginni í gær. Meðal þeirra sem líflátnir voru var ein kona. Þrír foringjar í hemum og sjö óbreyttir borgarar voru sýknaðir vegna skorts á sönnunum, sagði útvarpið í Damaskus. Það bar til baka frétt um að þrír sýrlenzkir flugmenn sem Verðbréf falla á kauphöllum PARÍS 19/7 — Verðbréf í kaup- höllum í Evrópu hafa fallið í verði. Ástæðan eru boðaðar ráð- stafanir Bandaríkjastjóraar ti-l-að draga úr greiösluhalla hennar við útlönd, en af þeim mun m.a. leiða að minna verður um að dollarar séu fluttir frá Banda- ríkjunum til kaupa á verðbréfum i Evrópu. tekið hefðu þátt í uppreisninni hefðu komizt undan til Kaíró. Kaíróútvarpið hélt því fram að enn hefðu verið vopnaviðskipti í Damaskus í dag. Útgöngubann hafði verið sett í bcrginni í gær, en tekið af aftur nokkrum klst. síðar, en var enn sett á í morg- un. Hernaðarástand rílcir enn í öllu landinu og eru öll fundar- höld bönnuð. nyir verkfræðingar i Sovétríkjunum MOSKVU 19/7 — I ár hafa út- skrifazt 850.010 menn úr háskól- um og öðrum æðri menntastofn- unum Sovétríkjanna. Af þessum mikla fjölda er um sjöundi hluti verkfræðingar 1 og aðrir tækni- fræðingar. MOSKVU 19/7 — Það var stað- fest í Moskvu í dag að Krústjoff forsætisráðherra myndi fara til Júgóslavíu í næsta mánuði. hvíla á ráðunautum þeirra og sérfræðingum sem nú eru sagð- ir vinna að því að semja upp- kast að sáttmála um bann við kjamasprengingum í andrúms- loftinu, í geimnum og neðan- sjávar. Bannið mun ekki taka til sprenginga neðanjarðar, þar sem ekki hefur reynzt unnt að jafna ágreininginn um hvernig eftirliti með því yrði háttað. Griðasáttmáli Það hafði verið talið hugsan- legt að Sovétríkin myndu setja það skilyrði fyrir sprenginga- banni að gerður yrði griðasátt- máli milli hemaðarbandalag- anna, en svo virðist ekki vera. Á hinn bóginn er sagt að samn- ingamenn vesturveldanna hafi heimild til þess að mæta Sovét- ríkjunum á miðri leið, ef þau leggja höfuðáherzlu á slíkan griðasáttmála, Kínverjar aðvara Aðalmálgagn kínverskra komm- únista ,Alþýðudagblaðið‘ í Peking varar í dag sovétstjómina við að fallast á samning um tak- markað sprengingabann, sem það segir vera gildru heims- valdasinna. Slíkt bann yrði að vera algert, segir blaðið, og ná einnig til tilrauna neðanjarðar og um leið yrði að banna fram- leiðslu kjamavopna og söfnun birgða af þeim. Nýtt njósnatung’ sent á loft frá Bandaríkjunum LOS ANGELES 19/7 — Banda- -XÍgki flugherinn skaut í dag á loft enn einu af leynitunglum sínum, en þau eru talin ætluð til njósna. Tunglinu var skotið frá Vandenbergflugstöðinni í Kaliforníu með Thor-Agena eld- flaug. bifreiðaleigan HJÓL Tilkynning frá * B Utvegsbanka ís/ands Vegna byggingaframkvæmda flytja inn- heimtudeild bankans og hagfræðideild í Hafnarhvol, 6. hæð. Hefst starfsemin þar mánudaginn 22. júlí 1963. Afgreiðslutími deildanna verður hinn sami og vat í aðalbankanum og símanúmer, eins og áðui, 1706' /T / Utvegsbanki /slands Deilurnar á milli kommúnista- flokkanna fara enn harðnandi Opna bréfi sovézkra kommúnista vísað á bug í Peking. Kadar lýsir stuðningi við Sovétríkin, franskir kommúnistar gagnrýna þá kínversku og Kínverjum vísað úr Tékkóslóvakíu PEKING, PRAG, PARÍS og MOSKVU 19/7 — Enn harðna deilurnar milli kommúnistaflokk'anna í Evrópu og kín- verskra kommúnista. Talsmaður þeirra síðastnefndu vís- aði algerlega á bug hinu opna bréfi sovézkra kommúnista til þeirra. Jafnframt lýsti Kadar, forsætisráðherra Ung- verjalands, yfir fullum stuðningi við sjónarmiðin í bréfinu, framkvæmdanefnd franskra kommúnista bar þungar sakir á Kínverja og tékkóslóvösk stjórnarvöld vísuðu kínversk- um blaðamönnum úr landi. Talsmaður kínverskra komm- únista sagði að þeir myndu aldr- ei fallast á þau sjónarmið sem birt eru í hinu opna bréfi sov- ézka flokksins. Ágreiningur flokkanna myndi því aðeins leys- ast, að sovézkir kommúnistar viðurkenndu meginreglur marx- lenínismans. Birta bréfið Hann sagði að kínverski flokk- urinn myndi birta sovézka bréf- ið svo að öllum yrði ljósar þær villukenningar sem þar væru ■settar fram. Einstökum atriðum bréfsins mun svarað í grein í að- almálgagni kínverskra kommún- ista „Alþýðudagblaðinu“ í Pek- ing, sem kemur út á sunnudag. 1 Pekingútvarpinu var í dag lesinn útdráttur úr blaðagrein þar sem m.a. er sagt að það sé illkvittinn rógur að halda því fram að Kínverjar og þá sérílagi Mao Tsetung stefnu að þvi að breiða út sósíalismann með kjamastríði sem kosta mvndi líf milljóna manna. Kadar slyður Krústjoff f ræðu sem Kadar, forsætisráð- herra Ungverjalands. hélt á vin- áttufundinum í Moskvu í dag, lýsti hann fullum stuðningi við þau sjónarmið sem sett eru fram í hinu opna bréfi sovézka flokks- ins. Hann sagði að í bréfinu væri sýnt ljóslega fram á að kínversk- ir kommúnistar gerðu sig seka um villukenningar og hættuleg sjónarmið í mestu málum sam- tímans. Friðsamleg sambúð ríkja með ólík stjómkerfi er megin- krafa þjóðanna í dag, sagði Kad- ar. Ádcila franskra kommúnista Framkvæmdanefnd Kommún- istaflokks Frakklands gaf í dag út tilkynningu um deilumar við kínverska kommúnista. Þar segir að kínverskir komm- únistaleiðtogar geri sér ekki ljóst hvaða skerf kommúnistaflokkar auðvaldslandanna hafi lagt til byltingarbaráttu verkalýðsins. Á- sakanir kfnverskra kommúnista á bræðraflokka í öðrum löndum fyrir að svíkja alþjóðahyggjuna, hlýða Sovétríkjunum í einu og öllu eru engin ný bóla, heldur gamlar gróusögur afturhaldsins sem engan geta glatt nema fjandmenn verkalýðsins. segir f ramkvæmdanefndin. Vísað úr landi Stjórn Tékkóslóvakíu hefur vísað úr landi starfsmanni kín- versku fréttastofunnar Hsinhua, en fréttastofan hefur eitt aðal- útibú sitt í Prag. Jafnframt var boðað að tveir aðrir kínverskir fréttamenn sem nú eru staddir í Kína í orlofi myndu ekki fá að koma aftur til Tékkóslóvakíu. öllum er þeim gefið að sök að hafa dreift bréfi bví sem kín- verskir kommúnistar sendu þeim sovézku 14. júni s.l. og lengi vel fékkst ekki birt í Sovétríkjunum. Það hefur nú verið birt þar. Fundur í gær á Lenínhæð MOSKVU 19/7 — Fulltrúar kommúnistaflokka Sovétríkjanna og Kína komu í morgun enn saman til viðræðna í gestahúsi sovétstjómarinnar á Lenínhæð í Moskvu, en í dag var liðinn hálfur mánuður frá því að við- ræðumar hófust. Enn hefur ekk- ert verið látið uppi um gang þeirra, en fréttamenn segja að f Moskvu sé talið að þær muni varla standa lengi enn. Ólíklegt þykir að nokkuð hafi miðað f átt til samkomulags í viðræðun- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.