Þjóðviljinn - 20.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÓÐVILIINN Laugardagur 20. júlí 1963 búningurinn féll þétt að mittinu, hann lagðist að mjöðmunum og sýndi vaxtarlag hennar mun bet- ur en venjuleg föt. Hún vissi þetta og gerði sér far um að ganga léttilega, fram á tæmar. Hún setti kaffibollann á borðið og spurði hvort hann vildi rjóma; það notaði næstum enginn rjóma í Caxton. Hann svaraði: — Já, þakk, og hún kom aftur með litla pappahymu. — Ég vona að þú farir ekki að spyrja mig hvort ég sé sölu- maður, sagði ungi maððurinn Ioks. Ella sagði: — Ha? — Ég hlyt að líta út eins og sölumaður, þvi að allir hafa spurt mig um þetta síðan ég kom til bæjarins. — Ertu sölumaður, lagsi? — Tja, þeir koma anzi margir hingað til Caxton. Þeir eru alltaf hér. — Hvemig stendur á því? ~ Ég veit það ekki. Þeir gera það bara. Ungi mí:ð«irinn dreyptl á kaff- inu sínu. Þau þögðu dálitla stund. piðan sagði hann: — Þú átt heima hér í borgmni, er það ekki? — Uhuh. — Gengurðu í menntaskólann? Hún hikaði andartak, fann að hún var einmitt að gera það sem faðir hennar hafði varað hana við: að tala vi< bkunnugan karlmann. — Já. Ég er í fyrsta bekk. Eða -éttara sagt, ég verð það þegar skólinn byrjar. — Ágætt, sagði ungi maður- inn og þagnaði. — Sjáðu til, ég héf heyrt svo mikið talað um suðurrikjagestrisni. Ég er að velta því fyrir mér hvort hún sé' I raun og veru til. Er hún það? — Ég býst við því. jú, jú. — Nei, mér er alvara. Það ligg- ur þannia í málinu: ég er ný- kominn hingað og ég ætla að vera hérna um tíma, en ég veit ekki nokkurn skapaðan hlut um bæinn — og ég þekki ekki nokkra lífandi sálu. Hjarta Ellu sló örar meðan ókunni maðurinn talaði. Kann ^ar iaglegur, á dálítið sérstæðan HárgreiSslan HárgrelÆsln- og •nyrtistofa STEINU og DÓDÓ Lane?^egi 18 HL h (lyfta) Simi 24616. P E R M A Garðsenda 21, sim| 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömnr, hárgreiðsla við allra hsefi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Simi 14662. HÁRGREIÐSLUíft'OFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — simi 14656. — Nuddstofa á sama stað. — hátt, fannst henni. Og allir gátu séð að hann var siðfágaður mað- ur. — Heyrðu, sagði hann. — Viltu ekki leyfa mér að spyrja þig nokkurra spuminga? Þú þarft ekki einu sinni að svara þeim fremur en þú vilt. Er það í lagi? Hún yppti öxlum. — Nú ertu sennilega að hugsa sem svo, að við höfum ekki ver- ið formlega kynnt, er ekki svo? Gott og vel. Ég heiti Adam Cram- er. Ég er tuttugu og sex ára. Ég er góður við hunda og ketti og önnur dýr og ég hjálpa gömlu fólki að komast yfir götuna. Hver ert þú? Ella brosti, þótt hún hefði ekki ætlað sér það. „Éjr veit ekki hvert . . .“ „Svona, svona. Suðurríkjagest- risnj. Þú vilt ekki að norðuv- ríkjamaður fái slæmt álit 9 borginni, eða hvað? Ég gætl haldið heim með andúð á suð- urríkjunum, bara vegna þess arna. Og ég veit að þú myndir ekki vilja það“. Augun í honum eru fallega blá, hugsaði Ella, og hann hefur fallegt bros. „Nei, líklega myndi ég ekki kæra mlg um það“. „Ágætt“. „En ég skil ekki, hvers vegna þú vilt vita hvað ég heiti“. „Vegna þess, að nöfn skipta miklu máli. Þú hefur nafn og ég hef nafn og um leið eigum við dálítið sameiginlegt". „Ég —“ Hún fann kjtlandi hættukennd gagntaka sig. „Ég heiti Ella McDaniel". „Hæ, Ella“. „Halló“. „Þama sérðu okkur er strax farið að koma vel saman!" Þau hlógu_ „bæði og Ella gleymdi leiðindunum og Hank og óskinni. „Næsta spuming", sagði ungi maðurinn. „Hleypa þeir þér nokkum tíma út úr þessum stað? Eða ertu hlekkjuð við vegginn é næturnar?" „En sú fjarstæða". „Ég held nú síður. Þar sem ég á heima vinna litil böm í kolanámum. Sum þeirra verða fullorðin án þess að sjá nokkurn tíma dagsbirtuna". „Hvaðan kemurðu?" heyrði Ella sjálfa sig spyrja. „Frá norður Rhodesíu" sagði ókunni maðurinn og lækkaði rómjnn. „Er það satt?“ „Tja — svona hérumbil. 1 rauninni er það Los Angeles". Ella var smám saman að verða hugfangin. Þegar mir.nzt var á Los Angeles, sá hún fyrir sér kvikmyndaleikara og kvikmynda- ver og skrauthýsi. „Vonsvikin?" i,Nei. Þvi þá það?“ „Jæja, þá erum við vinir?“ „Ja. . . hvað áttu við?“ „Vinir — þú skilur. Kunn- ingjar. Það sem ég á við er þetta: mig langar að fá stefnu- mót við þig. NU liggur það fyrir, opið og svikalaust. Mig langar að fá stefnumót við þig“. „Ég er hrædd —“ „Auðvitað ertu það. Því ekki það? Þegar allt kemur til alls er ég ókunnugur maður. En sjáðu til, við skulum hafa það svona. Ég leyfi þér að segja nei núna. Þú þvemeitar að fara út með mér og svo er ekki meira um það! En svo spyr ég þigl aftur eftir þrjár mínútur. Og þar sem þú ert einu sinni búin að neita mér, hefurðu ekki brjóst í þér til að gera það aftur“. Ella hristi höfuðið einbeitt á svip. Hún sagði: „Ég skil ekki af hverju þú vilt fá stefnumót við mig“. „Af mörgum ástæðum", sagði ungi maðurinn. „1 fyrsta lagi ertu aðlaðandi stúlka. 1 öðra lagi langar mig að fá einhvem til að sýna mér borgina. Ef ég ætla að setjast hér að, þá væri skemmtilegt að sjá borg- ina“. Ella var i þann veginn að svara, en bjallan hringdi og þrekin kona með umbúðir um augað kom inn. Ungi maðurinn brosti. „Sé þig seinna, Ella“, hvíslaði hann. Hann snéri sér við og gekk að símaklefanum og fór að íór að fletta skránni. Ella gaut til hans augunum og velti fyrir sér hvað hann væri að gera. Hún fann eftirvæntingu gagn- taka sig. „Er herra Higgins við?“ spurði þrekvaxna konan? „Nei, frú Dodge. En hann hlýtur að koma á hverri stundu“. „Jæja, ég skil ekki hvers vegna hann getur ekki verið oftar við. Það er ekkert vit í að *»ta þig vera hér eina. Ég segi bað alveg satt. Það nær ekki nokkurri átt‘. „O, það er allt í lagi, frú Dodge. Það er aldrei mjög mik- ið að gera á þessum tíma dags“. „Það var ekki það sem ég átti vtð, Ella. Rolfe Higgins rakar saman peningunum og það mmnsta, sem hann gæti gert, er að vera viðlátinn að telja þá“. Ella sagði: „Já, frú“ og skotr- aði augunum að símaklefanum. „Mér versnaði bara af þessu sulli sem hann lét mig fá. Þess- um óþverra". Konan tók flösku upp úr tösku sinni. „Mig verkj- .ar ennþá i augað og það er allt bólgið, alveg eins og áður“. „Það er leitt“. , „.Já,. .það .finnst rnér líka“. Hún bandaði þumalfingrjnum. „Hver er þarna inni í klefan- um?“ „Ég veit það ekki“, sagði Ella. „Viðskiptavinur“. „Það er einmitt þetta, sem ég j á við“, sagði konan. „Hann gæti i rænt búðina og gert guð má vjta hvað annað; svona unglingur eins og þú hér alein! Ég skal svei mér tala við Rolfe, sem ég er lifandi“. Hún hélt áfram að mala og Ella brosti og beygði höfuðið kurteisleg, en heyrði býsna lítið af því sem hún sagði. Svo sagði dýpri rödd: „Mabel, ert þú kom- in aftur?“ „Já, það geturðu reitt þíg á, ég er komin aftur Rolfe Higg- ins, og þú getur tekið þetta glundur þitt og fleygt því í ruslatunnuna. Það er hreint ekkert gagn í því“. „Jæja“, sagði herra Higgins, sem var furðulega grannvax- inn af manni með svo djúpa bassarödd. ,.Ég sagði þér að láta stinga á því“. Hann skellti í góm. „Halló, Ella. Er ekki allt í lagi?“ „Jú, herra". „Og það er ekki annað en slembilukka", sagði konan. „Mér finnst beinlínis glæpsamlegt að skilja þessa litlu telpu eftir al- eina —“ Þau fóru að pexa og Ella fór innfyrir borðið og skrúfaði frá vatnskrananum, svo að hún þyrfti ekki að hlusta. Frú Doda* var leiðinleg kerlingarugla, aS~ skiptasöm og frek kerlingarugla. „— og hvað nú ef einhver aí þessum niggurum úr Símonar- hæð kæmi framhjá og sæi hana, hvað heldurðu að kæmi íyrir?“ „Ekki neitt, Mabel, ekki nokk- ur skapaður hlutur. Svertingj- amir okkar eru bezta fólk og þú veizt það. Auk þess koma þeir aldrei inn í miðbæinn og það veiztu líka“. „O, það líður ekki á löngu sður en þeir fara tU þess. Bídda bara hægur; um leið og: þeir hleypa þeim inn í skólann, þá leggja þeir undir sig borgina- Þú færð þá upp að borðinu hjá þér og þeir heimta afgreiðslu". „Ekki býst ég við því“. „Ekki það. Jæja, þú kefur víst ekki farið víða, ég segi ekki annað en það“. „Jæja, Mabel, jæja þá!“ Þau pexuðu í næstum tíu min- útur, og síðan fékk herra Higg- ins konunni túpu af zinc oxí-iii og sagði henni, að það myndi ekki draga úr bólgunni en það héldi auganu að minnsta kosti hreinu. Frú Dodge sagði að hann væri aumt eintak af lyfjafræðingi, vesælt eintak, og síðan fór hún. Herra Higgins glápti á eftir henni. „Veika kynið“, sagði hann. Ella kinkaði kolli. „Hún getur æst sig upp“. „Já, svona er það með þessar fávísu konur. Hún er með kýli við augað. Það *>efði læknir gítað stungið á bví í síðustu viku, og þá hefði henni verið batnað núna. En hún hefur ekki vit á að gera það sem rétt er, vegna þess <*? einhver sagði henni einhvem tíma að láta iækni aldrei stinga á kýli. Og hvað gerist svo? Vogrisinn stækkar og hun sárkennir til. Auðvitað kennir hún ekki sjálfri S KOTTA Veiztu, að ég hef aldrci fario í ökuferð í bilnum hans Stebba, hann er ailtaf annaðhvort að rífa bílinn í sundur eða setja hann samsin. I matinn N?SVIDIN SVIÐ — OG HRAÐFRYST DILKALIFUR. Kjötverzlunin Burfell, Sími 19-750. sér um. Það væri óhugsandi. Og í staðinn beinir hún óvild sinni að mér, af því að ég get ekki læknað hana“. Herra Higgins drap í vindli íínum í öskubakka. „Jæja“, sagði hann. „Það er bezt ég komi mér að verki. Ef þú þarft á mér að halda, þá er ég í bakherberginu". Ella hafði samúð með vinnu- veitanda sínum og um leið velti hún fyrir sér hvernig hann gæti haldið þessu góða skapi sínu. Fólk var alltaf að kvarta yfir því að ekkert gagn væri í meðulunum hans. Hún horfði á hann meðan hann fór í hvíta jakkann sinn, síðan þvoði hún kaffibollann og undirskáhna og þurrkaði hvort tveggja. Ókunni maðurinn sem hét Adam — hún mundi ekki seinna nafnið — var enn í símaklef- anum að tala, leggja á, setja nýjan pening í, tala. Hún rifjaði upp hvernig hann hafði farið að þv£ að biðja hana um stefnumót — eiginlega áður en hún áttaði sig á því, hvað hann var að fara! — og hjart- sláttur hennar varð aftur ör- ari. Hún reyndi að gleyma návist lians í búðinni, en gat það ekki. Meðan hún snerist um sjálfa sig, lagfærði og aflagaði, vissi hún að hann var þama. Hann kom einu sinni fram og bað um einn Dr. Papper. Svitaperlur voru á enninu á honum. Skyrtan hans var dökk í handarkrikanum og í mittið, og það virtist næstum skrýtið. Það var undarlegt að þessi ó- kunnugi maður skyldi svitna alveg á sama hátt og allir aðr- ir. . . En svo fór hann til baka og lokaði á eftir sér. Ekk- ert hafði breytzt, nema andlit Sundnámskeið fyrir fullorðna hefst í SundböU Reykjs,víkur kl. 8 síöd. n.k. mánudag. Innmun i Sundhöll- inni. — Sími 14.;59. S U N D H Ö L L I N • Lausar Verkfræðingastööur (bygginga-, rafmagns-, vélaverkfræöingar) hjá raforkumálastjórninni eru lausar til umsóknar. Laun og önnur kjör samkvæmt hinu aimenna launakerfi opinberra starfsmanna- Nánari upp- lýsingar íást hjá raforkumálastjóra og rafmagns- veitustjóra ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist ratorkumálastjorninni fyrir 5. ágúst næstkomandi. RAFORKUMÁLASTJÓRI, 18. júlí 1963. rúmar alla FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Síroi 24204 (S®*ifl,GB]ögNSSON * CO. p a bOX 1M4 . kcykiavIk Ferðabdar 17 farþega Mercedes-Benz liópferðabílar af nýjustu gerð, til leigu í Iengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar, sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON, WK&S&ÍSHkÁ - Grettisgötu 52.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.