Þjóðviljinn - 21.07.1963, Side 4

Þjóðviljinn - 21.07.1963, Side 4
4 SlÐA HÖÐVILHNN Sunnudagur 21. júlí 1963 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.j, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, augiýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Nýsmíði skipa JJndanfarið hafa verið að bætast í fiskiskipaflota okkar ný og glæsileg skip, sem jafnhraðan hafa haldið á miðin til þess að draga björg í bú. Nær öll þessi skip eru smíðuð erlendis, enda þótt vitað sé, að íslenzkir skipasmiðir eru fyllilega fær- ir um að leysa af hendi sambærilega vinnu við starfsbræður sína erlendis. í síðustu viku hljóp ’t’.d. af stokkunum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur nýr og glæsilegur stálbátur, sem að öllum tækni- útbúnaði og faglegri vinnu jafnast á við það bezta, sem við eigum að venjast á þessu sviði. Hins veg- ar hefur það alloft borið við með ný skip, sem komið hafa erlendis frá, að fljótlega hefur þurft að taka þau í dráttarbraut til þess að bæta úr ýms- um ágöllum. Sú spurning hlýtur því að vakna, hver sé ástæðan fyrir því að ekki er meira um nýsmíði skipa innanlands en raun ber vitni. ^stæðurnar til þessa eru fyrst og fremst tvær. íslénzkar skipasmíðastöðvar hafa í raun og veru ekki notið þeirrar fyrirgreiðslu, sem þessari iðngrein er nauðsynleg a. m. k. meðan hún er að koma vel undir sig fótunum. Þannig hafa verið veitt mjög hagkvæm lán og ríkisábyrgðir á lánum til skipakaupa erlendis, semtímis því að samið er um kaup á nýjum bát erlendis frá. Auk þess veita erlendar skipasmíðastöðvar oft lán út á nokkurn hluta af andvirði skipa, sem þær smíða, en til þess hafa íslenzkar skipasmíðastöðvar að sjálf- sögðu ekki bolmagn, þar sem rekstrarfé þeirra er af mjög skornum skammti. Hin ástæðan til þess að lítið er um nýsmíði skipa innanlands, er sú, að kjör skipasmiða eru of léleg og menn leita því fremur í aðrar sfarfsgreinar. Á þetta bendir m.a. skipasmiður, sem Alþýðublaðið átti viðtal við, þeg- ar hinn nýi bátur hljóp af stokkunum í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Alþýðublaðið hefur eftir honum þessi ummæli: ,,Hér á landi hefur átt sér stað þróun, sem vægast sagt er mjög geigvænleg. Eftir því sem bátunum fjölgar þá fækkar skipa- smiðum, sem stafar af því, að ekki hefur tekizt að skapa þeim sambærileg kjör á við aðra iðnaðar- menn, t.d. húsasmiði, en ákvæðisvinna gerir kjör þeirra mun betri. Og hann sagði ennfremur: Þessu verður að brey’ta, — bæta kjör skipasmiða og flytja bátasmíðina inn í landið . . .“ jþað er vissulega ekki vanzalaust fyrir íslendinga, sem byggja afkomu sína að langmestu leyti á fiskveiðum, að svo að segja öll endumýjun flot- ans fari fram erlendis, þegar öll tæknileg skilyrði eru fyrir hendi til þess að flytja skipasmíðina inn í landið. Hér þarf að verða breyting á. Það verður að gera skipasmfðastöðvunum kleift að vinna stöðugt að nýsmíði skipa án þess að yfir þeim vofi stöðvun vegna skorts á rekstrarfé. En fyrst og fremst þarf að bæta kjör skipasmiða svo að sú starfsgrein verði ekki síður eftirsóknarverð en aðrar iðngreinar. — b. raHHHIIHIHInH Reshevsky: Keres Reshevsky heíur löngum verið falinn undrabarn skáklistarinnar „ par exellance“ líkt og Mozart á sviði tónlistarlnnar. Strax á barnsaldri hóf Reshevsky að þreyta kappleiki og taka þátt í fjöltefli og þegar hann vai átta ára gamall fór hann í keppnisferðaldg um Evrópu og Ameríku. — Hér sést Reshevsky, barn að aldri, sitja að tafli við Chaplin. Þótt heimsmeistarinn Pet- rosjan beri hsesta titilinn af keppendum ó mótinu í Los Angeles, þá hafa þó tveir þeirra, a.m.k., af meiri fornri frægð að státa, og ó ég þar við þá Keres og Reshevsky. Báðir voru þeir orðnir heims- frægir skákmeistarar fyrir stríð og þóttu þá manna líklegastir til að hreppa titil heimsmeist- arans. Af því hefur þó enn eigi orðið, og munu nú margir telja, að þeir hafi misst af sínum strætisvagni í þeim efn- um, þótt allar fullyrðingar um slíkt vaeru næsta óskynsam- legar. En varla verður það nefnt annað en smekkleysi af'®' forsjóninni, ef hún andæfir því, að slíkir garpar hljóti hina æðstu viðurkenningu. Þeir Reshevsky og Keres Hafa rharga hildi háð, sín á milli og oltið á ýmsu. I fyrri umferð skákmótsins í Los Ang- eles sigraði Reshevsky, og hygg ég að hann hafi þá í heild- ina öllu betur í þeirra inn- byrðisviðskiptum. Þegar þetta er ritað hafa þeir enn eigi mætzt í síðari umferðinni, en líklegt er, að Keres hyggi þá á grimmilegar hefndir. Enn hafa þættinum engar skákir borizt frá móti þessu, né heldur svæðamótinu. Hann birtir því að þessu sinni skák, sem tefld var fyrir 15 árum, milli ofangreindra tveggja stórmeistara. Hún er tefld á heimsmeistarakeppninni 1948 (þegar Botvinnik varð fyrst heimsmej.stari), og er einhver allra viðburðaríkasta skákin, sem þessir stórmeistarar hafa þreytt sín á milli, En ekki er hún gallalaus, eins og menn fá nú bráðlega að sjá. Hér kemur skákin: Hvítt: Reshevsky Svart: Keres. Slavnesk vöm. 1. dl, d5, 2. c4, c0, 3. Rf3, Rf6, 4. Rc3, e6, (Oft er hér drepið á c4, og koma þá fram þekkt afbrigði). 5. e3, a6. (Algengast er að leika 5. — Rb-d7. Leikur Keresar veikir drottningararminn og er væg- ast sagt vafasamur á þessu stigi). 6. c5. (Þetta er rökréttasta fram- haldið og litríkast, þótt aðrir leikir komi vel til greina, svo sem 6. Bd3. Reshevsky vill þegar í stað hagnýta sér veik- inguna á drottningararmi). 6. — — Rb-d7, 7. b4, a5. (Keres tefldi lakar í heims- meistarakeppninni 1948 en oftast endranær, og byrjun þessarar skákar teflir hann ekki sem bezt. Réttast var að hreyfa ekki við drottningar- arminum að sinni, heldur leika 7.-----g6 og síðan Bg7). 8. b5, e5, 9. Da4, Dc7, 10. Ba3 e4. (Ákvörðunin um að leika peði þessu fram hefur vafalaust ekki verið þrautalaus fyrir Keres, því hún hefur ýms- ar skuggahliðar. Eftir leikinn verður lítt mögulegt að hagga við hinni styrku stöðu hvíts á drottningararmi, en horfur á að svartur nái sókn á hinum arminum eru ekki sérlega miklar, og er það þó nálega hans einasta von, eins og sak- ir standa). 11. Rd2, Be7. 12. Be2, h5, 13. b6. (Hvítur á nú snotra peða- keðju, sem þrengir mjög allt athafnasvið svarts) 13.---------Dd8, 14. h3, Rf8, 15. 0—0—0. (Þarna má telja, að hvíti kóngurinn sé öruggur, því að svartur á ekki möguleika á sóknaraðgerðum á drottn- ingararmi eins og sakir standa a.m.k.). 15. -------Re6? (Tapar peði. 15. — — Bd7 varð hann að leika fyrst). 16. Rdxe4! (Þessi litla en snotra flétta hefur alveg farið framhjá Keres). 16.------Kxe4, 17. Rxe4, h4. (Keres verður að sætta sig við peðstapið, þvl eftir 17.--- dxe4, 18. d5, Rxc5, 19. Bxc5, Bxc5, 20. dxc6, o.s.frv., vinn- ur hvítur). 18. Rd2, 0—0, 19. Hh-gl, He8, 20. Bd3, Bf8, 21. Bb2, Rg5, 22. Dc2, a4, 23. a3, De7, 24. Hd-el, Re4, 25. Rfl, Dg5, 26. f3, Rf6, 27. Kbl, Rh5, 28. Bc3, Bd7, 29. f4. (Tímahrak er nú tekið að þjaka keppendur báða, og þessi leikur Reshevskys er ekki sá heppilegasti, svo ekki sé meira sagt. Betra var 29. Df2, með það fyrir augum að leika e4 síðar). 29.------Dh6, 30. Df2, Df6, 31. Kb2, Bf5. (Fórnar peði, sem Reshevsky var óhætt að þiggja og stæði þá með unnið tafl. En þótt Reshevsky sé sennilega mesti tímahrakssnillingur, sem sögur fara af, þá lætur hann þetta tækifæri ganga sér úr greip- um). 32. Dc2? (Rétt var 32. Bxf5 og þá 33. Dxh4). 32.------Be4, 33. g4, hxg4, 34. Rxg3, Rxg3, 35. Hxg3, Bxd3, 36. Dxd3, He4. (Eftir ófarimar í byrjúhinní, hefur Keres rétt vel úr kútn- um og hefur nú trausta. stöðu, sem lítt gerlegt er fyrir 'hyít- an að vinna á). 37. Hel-gl, Ha-e8, 38. Hgl-fl, (Það leynir sér ekki, ' að Reshevsky er í afskáplegu tímahraki). 38. — — Dh4, 39. H^-gl, He8-e6, 40. Dd2, f5, 41. Dd3. (Tímahrakinu er lokið og staðan jafnteflisleg). 41. — — Dh5, 42. Bá2, g6, 43. Hg5? (Fyrstu skref • Reshevskys inn í gildru, sem verður hon- um að fjörtjóni). 43. — — Dxh3, 44. Hgl-g3, Dh2, 45. Hxg6t, Hxg6, 46. Hxg6t, Kf7, 47. Hg5? (Tapar skiptamun. Rétt var að knýja fram jafntefli með 47. Hxc6!, bxc6, 48. b7, He8, 49. Dxf5t o.s.frv.). 47. -----Be7! (Hvíti hrókurinn er. dauð- ans matur. Talið er, að Kér- es hafi séð þetta allt fyrir við heimarannsóknir sínar á biðskákinni). 48. Hxf5t> Bf6, 49. Kc3, Dh3, 50. Hxf6t, Kxf6, 51. Dc2, Dfl, 52. Dxa4. (Ef hvíti biskupinn væri dá- lítið virkari, þá væri baráttan enn ekki vonlaus fyrir hvítan, því hann á 3 peð upp i skipta- muninn. En eins og málum er háttað, er hann næsta hjálp- arvana). 52.------Dalt, 53. Kc2, He8, 54. Db3, Ha8, 55. Bcl? (Enn gat hvítur varizt lengi með 55. Db2. En nú hrynur allt í rúst). 55. -----Eh8, 56. e4. (Aftur var Reshevsky kom- inn í tímahrak, og gerir hann nú síðustu örvæntingarkenndu björgunartilraunina). 56. -----Hhl, 57. e5t, Ke7, 58. De3, Da2t, 59. Kc3, Hh2, 60. Dd3, Dalt, 61. Kb3, Dxcl, 62. Í5, Db2t, 63. Ka4, Hh8. Hótandi máti á a8. Reshevsky gafst upp. KROSSGATA LÁRETT: i hristist, 4 skriðdýr, 8 orkustöð, 9 rithefundur, 10 borinn, 11 kaupstaður, 13 peninga, 15 þýtt, 17 árekstur, 19 álpast, 11 styttra. 23 róður, 26 maturinn, 27 fréttir, 18 gl. kumbl. LÓÐRftTT: 1 nefna, 2 4 aflai 5 lýkur upp óhreinkaði, 3 kalnar, 6 þjóðhöfðingja, 7 skákar 12 grafa, 14 lengra, 16 spítala, 18 varla, 20 hásdýrin, 22 hlutum, 24 slóra, 25 ásynja 26 gras. Lausn á síðusfu krossgátu: LÁRÉTT: 1 hráum, 4 stígvél, 8 ágallar, 9 kætti, LÓÐRÉTT: 1 hnáta, 2 áhald, 3 moldrok, 4 10 aldur, 11 markaði, 13 okur, 15 óþokki 17 skráma, 5 ískur, 6 vitlaus, 7 leiði, 12 arfi, 14 fursti, 19 sein 21 latínan, 23 grúsk, 26 fárið kisa, 16 ostur 18 unglegt, 20 endana, 22 naðm, 27 Ameríka, 23 kennarastólar. 24 úrill, 25 kiarr, 26 fák.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.