Þjóðviljinn - 24.07.1963, Side 10

Þjóðviljinn - 24.07.1963, Side 10
Verðlagið hefur hækka um 50% á þrem árum I júnímánuði hækk-^ uðu þrír liðir vísitöl- unnar, og er vísitalan fjn*ir vörur og þjón- ustu nú komin upp í 150 stig. Nemur al- menn hækkun á vöru- verði þannig 50 af hundraði á rúmum þremur árum, og haldi ríkisstjórnin áfram óðaverðbólgustefnu sinni mun hún ná því marki að tvöfalda allt verðlag á þessu kjör- tímabili! Samkvæmí fréttatil- kynningu frá Hagstofu fslands hækkaði mat- vöruvísitalan úr 153 stigum í 155 stig í júní mánuði. Haía matvæli hækkað alveg sérstak- lega af völdum viðreisn- arinnar, og gefur hað glögga mynd af heirri stefnu ríkisstjórnarmn- ar að ganga næst heim sem minnstar tekjur hafa. Liðurinn „fatnaður og álnavara“ hækk- aði í júní úr 139 stig- um í 140 s'tig. Liðurinn „ýmis vara og þ.iónusta“ hækkaði í júní úr 154 stigum í 155 stig. Liðurinn „hiti, raf- magn o.fl.“ hélzt ó- breyttur 137 stig. Meðaltal hesara liða nemur 150 s'tigum, eins og áður er sagt, og er bað eins stigs hækkun í, júm'mánuði. Þegar síðan hefur ? verið reiknað með ó-" brey ttri húsaleigu og | dregnar frá fjölskyldu-| bætur kemur út hin? opinbera „vísitalal framfærslukostnaðar“. Nam hún 1. júlí sl. 132|j stigum og hafði hækk-' að um eitt stig í júní mánuði. Miðvikudagur 24. júlí 1963 — 28. árgangur — 163. tölublað. Myndin var tekin í gærmorgun, þegar leiguflugvél Flugfélagsins lagði upp í fyrstu áætlunarferðina til Færeyja. Maðurinn á myndinni er danskur sj ónvarpsmaður, sem hefur dvalizt hér undanfarna daga og mun hann hafa tekið myndir af þessari fyrstu áætlunarferð, sem farin er í lofti milli Færeyja og annarra landa. Hann var farþegi með vélinni til Kaupmannahafnar. Færeyingar fögauðu komu FÍ- vélurinnur Klukkan 12 á hádegi í gær lenti leiguflugvél Flugfélags íslands á flugvellinum á Vogey í Færeyjum. Þar með var hafið fyrsta reglulega áætlunarflugið milli Færeyja og annarra landa. Færeyingar fá nú greiðar samgöngur í lofti við Noreg, Danmörku, ísland Qg við Skotland. Má bví með sanni segja að með bessu fh1"’ hafi íslendingar markað tímamót í sögu eyjanna. Vélin var fullskipuð farþegum héðan og fór á áætluðum tíma til Bergen. Á flugvellinum í Vogey var fjöldi samankominn til að fagna vélinni og var margt af því langt að komið, sumt alla leið frá Þórshöfn. Viðstaddir voru marg- ír af fyrirmönnum eyjanna, einnig danskir og færeyskir blaðamenn og útvarpsmenn. Flugstöðin á Vogey er enn í smiðum, en flutt var í hana að nokkru klukkan 10 í gærmorg- un. Alls hefur verið varið rúm- lega 4 milljónum d. króna til framkvæmda á vellinum. Eins og fyrr hefur verið frá sagt gildir áætlun Flugfélagsins til septemberloka og á þeim tíma er ætlunin að meta ástand- ið og flutningaþörfina með til- liti til áframhaldandi flugs. 1 1 Úrum eg pen-| ingum stolið j Tvö innbrot voru framin í fe Reykjavík um helgina. Aðfara-. nótt sunnudags var brotin rúða^ að Laugavegi 10 og stolið tveim. eða þrem úrum. Ekki hefur enn ^ þjófinn náðst, en væntanlegak veit hann innan stundar hvað g klukkan slær. | Um helgina var einnig brot-^ izt inn að Bergstaðstræti 3. Hafði fe þjófurinn þar á brott með sér. 140—150 dollara og um 700 krón-B um í íslenzku fé. Þjófurinn . náðist og reyndist hann nýslopp-J inn úr fangelsi. Ekki var hannw þó einn þeirra, sem náðaðir voru| í tilefni Skálholtshátíðarinnar. Bræla á miðunum, og engin síld Húsavík 23/7 — Engin síld hefur borizt hingað' til Húsa- víkur undanfarna daga, enda hefur verið og er bræla á miðunum. Nú er búið að salta hér á Húsavík í rúmlega 8 þúsund tunnur á þremur söltunarstöðvum. — AK. Reiði í garð vesturveldanna Krafizt að Pakistan segi sig úr 51 A TO RAWALPINDI 23/7 — Margir þingmenn kröfðust þess í dag á Pakistanþingi að landið sliti allri hernaðarsamvinnu við vestur- veldin og segði sig úr Suðaustur- Asíubandalaginu (Seato), en leiti hins vegar aðstoðar þar sem hana er að finna og fer ekki milli mála, að þar áttu þeir við Kfna. Mikil reiði er í Pakistan í garð vesturveldanna fyrir hina miklu hemaðaraðstoð þeirra við Ind- verja, sem Pakistanar telja að ógni öryggi sínu. en síðan ríkin voru stofnuð hefur hvað eftir annað legið við að þau færu í hart saman út af Kasmír. Tilefni þessara krafna á þing- inu er sú tilkynning sem gefin var út í gær um að Bandaríkin og Bretland myndu aðstoða Ind- verja við að koma sér upp öflug- um flugher og loftvömum. 1 síðustu viku sagði Bhutto, utanríkisráðherra Pakistans. í þinginu að sterkasta ríki Asíu (Kína) myndi koma Pakistönum til aðstoðar ef Indverjar réðust á þá. Leiðtogi stjómarandstöð- Eldur í skúr 1 gær kveiknaði i geymslu- húsi við Héðinshöfða og brann það að verulegu leyti, en ekki mun neitt verulegt verðmæti hafa verið í geymslunni. unnar sagði á þingi í dag að hann vonaðist til að stjómin hefði gert formlegan samning við Kína um slíka aðstoð. Annar talsmaður stjómarandstöðunnar sagði að Pakistan ætti að segja sig tafarlaust úr hemaðarbanda- lögunum Seato og Cento. Á Strandir Næsta sumarferð Æskulýðs- fylkingarinnar verður um verzl- unarmannahelgina, 3. til 5. ágúst. Farið verður á Strandir og verð- ur lagt af stað síðari hluta laug- ardags frá Tjamargötu 20. Þátt- taka tilkynnist sem fyrst á skrif- stofu ÆFR, Tjamargötu 20, opið frá klukkan 5-11 á kvöldin. Ók útaf Um kl. 4 aðfaranótt sl. sunnu- dags varð það slys á Keflavík- urveginum nýja að bifreið var ekið út af á móts við Þorláks- tún. Fór bíllinn út af 5—6 metra hárri vegarbrún, lenti í stórgrýti en kom niður á hjól- in. 1 bílnum voru fjórir pilt- ar, skrámuðust þeir og mörð- ust ’en slúppu við alvarleg meiðsli. Gerð var áfengisrann- sókn á ökumanni en niðurstöð- ur hennar eru ekki enn kunn- ar. Svona hafa Norðmenn jtað Jónas Ámason sendir Þjóð- viljanum þessar myndir sem hann tók á norðaustursvæð- inu, þegar hann var á síld- veiðibátnum Guðrúnu Þor- kelsdóttur á dögunum. Hann skrifar með: Það væri kannski fróðlegt fyrir fólk að sjá hvemig Norðmennimir hafa það. Þeir eru enn með snurpigræjumar gömlu, tvo síldarbáta sem þeir kasta nótinni úr; mér skilst það séu ekki nema 10—15 Norðmenn við ísland í sumar komnir með kraft- blökk. Litli báturinn sem sést með einum manni á efri myndinni ec sendur frá skip- inu, þegar Norðmennimir em búnir að finna torfuna á sjálf- ritaranum um borð; í litla bátnum er mælir til að mæla dýpt torfunnar, mælirinn gef- ur merki um hvort hægt sé að kasta á hana, og þá koma síldarbátarnir á vettvang eftir leiðsögn hans. Gömlu veiðiaðferðimar gera aðstöðu Norðmanna miklu verri en íslendinganna, sem renna sér beint á vettvang og taka oft torfurnar af Norð- mönnunum meðan þeir eru að brölta í bátana; Islendingam- ir kasta semsé beint af sínum skipum. Þarna takast því á tvær veiðiaðferðir, og sú gamla bíður alltaf lægri hlut. Ljósmyndimar sýna þegar verið er að háfa úr nótinni beint upp í eitt norska flutn- ingaskipið. Á minni mynd- inni sést einnig skipið sem veiddi síldina; það er fest með tóum við flutningaskipið. keyrir fullt upp í vindinn og aftrar því að flutningaskipið reki ofan í nótina meðan ver- ið er að háfa. Á hinni mynd- inni sjást menn standa uppi við einhver vogartæki, sem mæla það sem inn kemur: það er sturtað í þau úr háfn- um. Þessar mælingar valda því að háfunin tekur miklu lengri tíma en ella. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.