Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 2
r SfÐA ÞJ6DVILIINN Surmudagur 18. ágúst 1963 Tedrykkia með mæðrunum Framhald á viðtölum við útlendinga, sem hér dvelj- ast í surnar við síidarvinnu. Egli Theo er svissneskur barnakennari og á heima í Buchkantónu í Ztirich og vinn- ur á Söltunarstöð Haraldar Böðvarssonar á Siglufirði. Hann varð 23 ára um verzlunarmannahelgina. Egli • Theo getur ekkert sagt ljótt um íslendinga og heldur ekki neitt gott og er sannur sonur svissneskrar utanríkisstefnu í áratugi. Hann hélt ákveðinn þessu striki og varð ekki haggað. Þetta er mikil gæðasál og alinn upp í fastmótuðu ríki og allir hlutir eru rígskorðað- ir og umhverfið steinrunnið að formi. Amma hans fór að skæla, þegar hann fór til íslands. Hvemig datt þér í hug að koma hingað til íslands? Egli Theo verður leyndardómsfullur á svipinn og stendur settlega upp og sækir svarta skjala- möppu úr skinni og hann er ákaflega uppveðraður og há- stemmdur, þegar hann leysir rauða silkiborðann og dregur síðan upp máða úrklippu úr svissnesku vikublaði, sem heit- ir „Familien Blatt“. f ljós koma myndir af tveimum íslenzkum stúlkum i síldargalla og eru þær að salta síld. Þær voru í fyrra- sumar á Siglufirði. önnur er kynnt sem for- stjóradóttir úr matvælaiðnað- inum á vesturströndinni og heitir Friða Samúelsdóttir frá Isafirði. Hin er kaupmarihsdóttir frá Akureyri og heitir Ásdís Árna- dóttir og er símastúlka í höf- uðstað Norðurlands. Hugsa sér. íslenzkar milli- stéttastúlkur vinna erfiðis- vinnu. Það er eins og að dýfa stórutánni í ískalt vatn. Hef- urðu hitt þessar stúlkur? Mikið væri gaman að heim- sækja þær á heimili foreldra þeirra, segir barnakennarinn og Ijómar aliur. Sitja yfir tebolla og mjall- hvítur dúkur á borðum ,og spjalla við mæður þeirra um svissnesk börn í þjóðbúning- um með litla fána og bera pentudúkinn upp að munninum og dusta <fis af jakkahominu. Hvílíkur endir á fslandsferð. Spurningin er: Vestur eða aust- ur. Forstjóradóttirin eða kaup- mannsdóttirin. Verð sennilega að henda upp fimmeyringi. Herbergisfélagi hans er nývaknaður í efri kojunni og geispar letilega og kiíkir niður á félaga sinn. Barnakennarinn ljómar eins og tungl í hásuðri. Það rifar í glyrnur landans og hann stynur upp þunglega. „Sá passar nú i kramið hér á Siglufirði". — G. M. Tómleikinn í sálinni / Grikkinn Christos Fantazis frá Aþenu gengur þungur á brún um götur Siglufjarðar og vinn- ur í Síldarverksmiðjunni Rauðku. Hann er fámáll og fáskiptinn og talar þó reiprennandi ensku, þýzku og frönsku. Ánóttunum er hann að læra ítölsku. Hann talar íslenzku sæmi- Jega. Hann leggur ætíð lítið til málanna í orðræðum og situr bara og hlustar og hann hlust- ar af djúpri íhygli flakkarans. Fullur Akureyringur spurði hann einn daginn. Are you communist? Og það heyrðist eitt' lítið „yes“. Svo var ekki sagt meira þann daginn. Við sátum á kaffihúsi og rædöum urii íslendinga. Hon- um tekst að skapa djúpar þagnir í samræðulist og hann er að brjóta heilann um eitt- hvað merkilegt og glóð kviknar og slokknar tíðum í tinnusvört- um augum og þau horfa i gegnum mann. Svo brestur stíflan og hann talar lágt og hratt með hár- fínum geðbrigðum í _ röddinni og hugsunin stendur einkenni- Asna- spark Á miðvikudaginn 1 fyrri vlku birti ríkisstjómin í út- varpinu fréttatilkynningu sína um Hvalfjarðarsamningana, og þeir sem eitthvað fylgj- ast með fréttu fljótlega alla málavexti. Engu að siður koon vikublaðið Frjáls þjóð út þremur dögum síðar án þess að minnast einu orði á Hval- fjörð; í stað þess að berjast gegn hemáminu helgaði það forsíðu sína því brýna og rismikla vandamáli hvort ekki væri rétt að leggja forseta- embættið niður. Það var ekki fyrr en í blaði sem dagsett var í gær, að ráðamenn Frjálsrar þjóðar áttuðu sig á þvi að ástæða væri til þess að segja eitthvað frá samn- ingunum um Hvalfjörð. Því er hér minnzt á þessa sérstæðu blaðamennsku, að í því eintaki Frjálsrar þjóð- ar, þar sem loksins var sagt frá Hvalfjarðarsamningunum, höfðu menn það einna helzt til málanna að leggja að ræða — og það þrívegis — um „algera þögn“ Þjóðviljans um Hvalfjörð! Þeir sem að Þjóðviljanum standa eru van- ir ýmsum getsökum og kippa sér ekki upp við smámuni, en staðhæfing eins og þessi lýsir svo mikíHi andlegri ó- ráðvendni að naumast verð- ur við nokkuð jafnað, þegar þess ér gætt að svokallaðir bandamenn eiga i hlut. Þjóð- viljinn hefur gert sér sér- stakt far um að fylgjast með öllum ráðagerðum um Hval- fjörð og framkvæmdum þar i hátt á annan áratug, allt frá því að Olífélagið h.í. var látið leppa geymana þar fyrir Bandaríkin 1947. Þjóð- viljanum hefur margsinnis tekizt að ljóstra upp um kröfur Bandaríkjanna um Hvalfjörð og torveldað her- námssinnum að láta undan þeim. Allt frá því að Guð- mundur í. Guðmundsson samdi um lóranstöðina á Snæfellsnesi 1959 hefur Þjóð- viljinn sannað lesendum sín- um að nú væri ótvírætt að því stefnt stig af stigi að gera Hvalfjörð að kafbátaiægi. Þjóðviljinn stuðlaði að því af alefli að almenningur risi gegn þessum fyrirætlunum með þátttöku í Hvalfjarðar- göngunni miklu á síðasta ári. En hvernig" var stuðningi Frjálsrar þjóðar þá háttað? Og hvar var suma helztu ráðamenn blaðsins að finna. þegar aðrir mótmæltu? Hver er tilgangur Frjálsrar þjóðar með því að telja það nú brýnast verkefni að flytja upplognar getasakir um Þjóð- viljann? Skrifum þessum virðist ætlað það hlutverk að fá lesendur til að trúa því að t rauninni berjist enginn gegn hemámi og Hvalfjarð- arsamningum nema þessir geðvondu sérvitringar í Ing- ólfsstræti 8. Ef maður temdi sér málflutning eins og þann sem Frjáls þjóð iðkar, væri auðvelt að halda því fram að hér væri um að ræða vís- vitandi óþurftarverk, unnin í því skyni að sanna hemáms- sinnum að þeim væri óhætt að fara öllu sfnu fram, þeir þyrftu ekki að óttast neinn andstöðu sem mark væri á takandi. En auðvitað er þetta aðeins glópska, asnaspark manna sem þrá að vera ein- öngruð og misskilin séní og verður að löngun sinni. — Austri. lega fersk og lifandi fyrir hug- arsjónum. Þegar hann lauk herþjónustu tvítugur að a-ldri, þá lagði hann land undir fót og hefur flakkað um Evrópu í sex ár. Hefur unnið fyrir sér ó véla- verkstæði í Norður Frakklandi, benzínstöð í Sviss og skipa- smíðastöð í Hamborg. Hann heyrði fyrst um Is- land yfir bjórglasi hjá rosk- inni gleðikonu í St.Pauli og þessi eyja í Norðurhöfum var sveipuð himneskum ljóma og skærri birtu í huga gömlu kon- unnar og þráði hún að kom- ast hingað og eiga hér rólega eíli. Hún grét yfir- Islandi og henni þótti svo vænt um Is- 'áhd. ’ Þétta hlýtur að vera merkilegt land hugsaði Grikk- inn með sér og skömmu síð- ar var hann kominn hingað. Hér hefur hann dvalizt í tvö ár. Fyrst vann hann á Ála- fossi og eitt kvöldið vann hann yfirvinnu til miðnættis. Kort- ið hans var aðeins stimplað út hálf niu um kvöldið. Það fékkst ekki leiðrétt. Hann fór. Útlendingar mega gæta sin hjá íslenzkum vinnuveiendum. Það eru margar slíkar sögur á kreiki í hópi útlendinga hér. Þá hefur hann unnið hjá frystihúsinu Júpiter & Marz og Byggingariðj unni í Reykja- vík. Síðastliðinn vetur vann hann í Saltfiskverkunarstöð Helga Benediktssonar í Eyjum. Pantazis hefur gert athug- anir á hinu hreyfanlega vinnu- afli í verstöðvum hér á landi og þekkir það fólk bezt. Þetta er fólkið, sern vinnur fyrir norðan á sumrum og fyr- ir sunnan á vetrum og flakk- ar milli verstöðva. Hann heldur að þetta fólk sé um tvö þúsund. Þessi fá- menni hópur skapar með vinnu sinni mestu verðmætin í þjóð- arbúið og vinnutíminn er ofsalegur. Þetta fólk er kærulaust um sinn hag og uggir ekki að sér. úífskjör almennings hrapa 6- trúlega hratt niður á við og vonleysi ríkir í hugum þessa fólks. Þetta fólk er ekki ham- ingjusamt. Ég hef heyrt marga íslenzka fjölskyldumenn í verstöðvunum tala um þessi rýrnandi lífs- kjör og kaupið gerir ekki bet- ur núna en hrökkva fyrlr brýnustu lífsnauðsynjum, þrátt fyrir þexman langa vinnutíma. Áður fyrr skapaðist afgangur af sumarvinnu og vetrarvinnu. Það sýnist tekið fyrir það. Þetta fólk er þreytt og sljótt af gífurlegum þrældómi og uggir ekki að sér um hags- muni sína. Það lættti- traðka á sér og vantar samtök sín <8- ÍiWÍÍÍ Egli Theo Christos Pantazis á milli. Aðbúnaður þess hér á Siglufirði er niður fyrír alí- ar hellur og enginn virðist hreyfa mótmælum við þessu húsnæði. Þetta fólk kann ekki að njóta lífsins í tómstundum og líður illa, tómleiki er í sálinni. Eirðar- laust og miður sín flýr það á náðir mikillar áfengisneýzlu. Hvergi hef ég séð eins álmenna og illa drykkju eins og í ver- stöðvunum. Þetta fólk vantar eldlega hugsjón. Það verður að rísa upp og heimta hlut sinn í líf- inu. — G.M. -----—f----------I--------------- Hættulegur atvinnurógur Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi athugasemd vegna skrifa Nýrra vikutiðinda um „Siglórt-síld: „Undir fyrirsögninni „Millj- ónahneyksli" og með undir- skriftinni Nemo birtist grein í Reykjavikurblaðinu „Ný vikutíðindi“ 9. þ.m. |um „Sigló“ síld. í greininni eru slíkar að- dróttanir og rógur um fram- leiðslu niðurlögðu sildarinnar, sem Síldarverksmiðjur ríkisins annast í umboði stjórnar Nið- ursuðuverksmiðju ríkisins, að stjórn verksmiðjunrtar hefur á fundi sínum í dag ákveðið að höfða mál gegn ritstjóra „Nýrra vikutíðinda" og fá ummæli blaðsins dæmd ó- merk. Greinarhöfundur heldur þvi m.a. fram, að „Sigló“-síld sé allsstaðar óseljanleg á erlend- um markaði því að í síldina og sósuna sé bætt rotvamar- efni, sem bannað sé að nota „hvarvetna nema í Bandaríkj- unum“ og sé þess ekki getið á umbúðunum. Með skrifum þessum er „Sigló"-síldin gerð tortryggileg í augum neytenda. Rotvarnarefni það, sem notað er í „Sigló“-síldina, er 0,1% Natríumbe-nzoat og er það greinilega tekið fram á dósa- umbúðunum í þeirri upptaln- ingu á efnum þeim, sem síld- arsósan er gerð úr. Notkun natríumbenzoats í niðurlagt fiskmeti er m.a. leyfð í Nor- egi, Svíþjóð. Danmörku, Hol- landi, Vestur-Þýzkalandi, Sviss. Austurriki, Bandaríkjunum og ..Kanaria,..cn_ Englnnd. frland eg ftalia leyfa ekki notkun þess. sbr Tidsskrift for Hermetik- industri. nóvemberhefti 1961. Rannsóknanstofa, ,JF,iskifélagg. fslands hefur fylgzt með fram- 'eiðslu „Sigló"-síldar frá upp- hafi og hefur í dag gefið vör- unni svohlióðandi vottorð: , „Reykjavík. 16.8. ’63. Það vottast hérmeð. að niðurlagða síldin. sem Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði hafa fram- leitt undanfarið undir merk- inu S i g 1 o, hefur verið hér undir eftirliti frá bví fyrsta Hefur vara bessi alltaf reynzt vera fyrsta flokks og merking hennar eins og tiðkast á am- erískum markaði. Varan er framleidd á sama hátt og venjulegt er á Norðurlöndum. Er notað í hana 0,1% af Na- benzóati og þess getið á um- búðunum, hvort tveggja eins og gert er þar. Fiskifélag ís- lands — Rannsóknarstofur — Gerlarannsóknir — Sigurður Pétursson (sign)“. Fyrir einu og hálfu ári hófst framleiðsla „Sigló“-sildar:. Heildarverðmæti framleiðsl- unnar á þessu tímabili er um 4 milljónir króna og hefur, rúmur -helmingur verið seldur’’ hér innanlands, en nokkurt- magn hefur farið á markað í Danmörku og Bandaríkjunum. Við framleiðslu „Sigló,“-sildar eru bundnar miklar vonir. en. eins og jafnan er um nýjá vörutegund, þarf langan tíma og mikið fjármagn til að rvðjá . henni braut á markaðinum.: Skrif „Nýrra vikutíðinda" 9. þ.m. um ,.Sigló“-síld eru til- ræði við þá viðleitni að skapa. meiri verðmæti úr islenzkum sjávarafurðum. Siglufirði, 15. ágúst 1963. F.h. stjómar Niðursuðuverk- smiðju ríkisins Vilhjálmur Guðmundsson". LAUGAVEGI 18^- StMI 1 91 13 TIL SÖLU. 3 ja herb. jarðh.æö við Barmahlíð. 3 herb. góð risíbúð í timb- urhúsi við Njálsgötu. 4 herb. hæð við Ásvalla- götu. Höfum kaupcndum með miklar útborganir að 2ja til 3ja híírb. íbúðum í smíð- um, 3ja til 4ra hcrb. í- búðum nýjum eða í smíð- um, einbýlishúsum og eldri íbúðum af öllum stærðum. |. -ifc- ! Lögreglu-og tollþjóm í Olafsvík er laust til umsóknar. Umsóknir lýsingum um fyrri störf sendist oddvit.a. hrepps, sem gefur nánari upplýsingar. ’sturf ásamt uþfeff Olafsvikur- HREPPSNEFND ÓLAFSVlKURHREPPS. Nýtf umboðsfyr- irtæki Eimskips Eimskipafélag Islands hefur til- kynnt að hinn 31. ágúst muni Thule Ship Agency Inc„ í New York, hætta sem aðalumboös- menn félagsins í Bandarfkjunum, og að fyrirtækið A. L. Burbank & Co„ Inc„ 120 Wall Street. New York 5, taki við umboði félagsins í Bandarík.tmum sem aðalum- boðsmenn. Einnig verður sú breyting gerð, að tveir Islendingar munu fram- vegis starfa við umbdðið í New York, þeir Harald Faaberg full- trúi, sem verið hefur deildar- stjóri í Farþegadeild Eimskipafé- lagsins í Reykjavík og Magnús Pétursson. sem um alllatjgt skeið hefur verið starfsmaður á skrif- stofum Eimskipafélagsins í Rvík. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 0 „ — Sími 24204 sSp.!h^B3ÖRNSSON * co. P O BOX1M4. REVK)AylK VONDUÐ FALLEG ODYR son &co Jtafrmœhwfi i A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.