Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Sunnudagur 18. ágúst 1963 65 manna ballettflokkur sýnir í Þjóðleikhúsinu Glæpir í USA Framhald af 6. síðu. sambandslögreglan flytur hann úr einu fangelsinu í annað. Valachi getur gengið að pví visu að fyrr eða síðar mun glæpafélaginu takast að hefna fyrir uppljóstranir hans. segir Piero Saccenti. Genovese voldugastur Bandaríska vikuritið „News- week“ segir að Valachi hafi skýrt lögreglunni frá öliu skipu- iagi glæpafélag sins, sem nú gengur undir nafninu „Cosa nostra“. Tólf manna „nefnd“ er æðsta' stjóm félagsins og hver þessara tólf manna stjórnar starfsemi félagsis í mörgum borgum. Voldugastur þeirra nú er Vito Genovese sgm áður er nefndur. Valachi hefur m. a. gefið skýringu á aðdragandan- um að morði Alberts Anastas- ia, sem einnig var getið hér að ofan. Anastasia var myrtur á rakarastofu í New York um hábjartan dag fyrir sex árum. Aðdragandi morðsins var sá að nokkru áður hafði Genovese leigt morðingja til að ráða Costello af dögum, en Genovese vildi ná i sinn vasa tekium Costello af 'fjárhættuspili. Banatilræðið við \Costello mis- tókst, morðinginn hæfði hann að vísu, em skotið var ekki banvænt. Sök Anastasia var sú að hann lét í ljós óánægju sína með banatilræðið gegn vini hans Costello og hafði í hótun- um um hefnd. Genovese varð fyrri til. Hann sannfærði einn af undirmönnum Anastasia Carlo Gambino, að hann hefði engu að tapa við dauða yfirboð- arans og nokkrum dögum síðar fékk Anastasia síðast’a rakstur sinn. Þessi átök innan glæpa- félagsins urðu síðan að sögn Valachis til þess að kallaður vasr saman fundur allra helztu glæpaforingjanna í Bandarikj- unum, en hann vay haldinn; i Apalachin í New York 14. nóv- ember 1957. Lögreglan komst á snoðir um þennan fund og hleypti honum upp. 65 foringj- ar og undirtyllur í ,Cosa nost-a' voru handteknir, en þær hand- tökur drógu engan dilk á eftir sér fyrir dómstólum. Hinum handteknu var brátt sleppt aft- ur og Genovese jafnaði ágrein- inginn innan glæpafélagsins síðar á mörgum fundum víðs vegar um Bandaríkin. „Sam- starfsmenn" hans féllust á að banatilræðið við Costello hefði verið réttmætt, þar sem Cost- ello hefði sjálfur sótzt eftir lifi Genovese. Genovese sem nú er 67 ára gamalil situr nú í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. En hann stjórn- ar enn glæpafélaginu úr fang- elsinu og bíður þess að honum verði sleppt fyrir „góða hegð- un“ löngu áður en hann hefur alplánað fimmtán ára dóm sinn. Hann mun þá geta lifað í vel- lystingum það sem eftir er æv- innar: Eignir hans eru metnar é þrjátíu milljónir dollara. Ferðaskrifstofan Útsýn efnir til tveggja utanlandsferða á hausti komanda. Er önnur ferðin til Spánar og stendur hún frá 10.—27. september að báð- um dögum meðtöldum. Helztu áfangastaðir í þessari ferð eru Madrid, Cordova, Sevilla, Mal- aga, Granada, Alicante, Valencia og Barcelona. í þessum borgum verða skoð- aðir ýmsir merkilegir staðir, frægar byggingar, listasöfn o. fl. Þátttakendum í ferðinni er einnig gefinn kostur á allrífleg- um tíma, sem þeir geta eytt eð eigin óskum á hverjum stað. Gist verður á fyrsta flokks hótelum og þar verður einnig matazt. Stoppað verður í Lond- on einn dag í báðum leiðum og hafa þátttakendur frjálsar hend- ur til að verzla og því um líkt. Hin ferðin er til nálægari Austurlanda, og stendur yfir 4. — 25 október. f þessari ferð verður komið við í Libanon, Jórdaníu, fsrael, Egyptalandi og Þjóðleikhúsið á von á góðura gestum á næstunni og er það 65 manna ballettflokkur frá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og kemur til landsins í byrjun september, og sýnir á vegym Þjóðleikhússins. Fyrsta sýningin verður 10. sept- ember n.k., en alls verða ball- ettsýningarnar sex. í þessari sýningarför verða allir helztu dansarar Konung- lega danska ballettsins og aðal sólódansari verður Erik Brun, en hann er nú talinn einn bezti sólódansari heimsins, og hefur að undanförnu starfað mest í París, London og New York. Eins og kunnugt er, er danski ballettinn talinn einn sá fremsti í heiminum og hefur á undan- förnum árum sýnt í öllum Framhald af 5. síðu. „Þú kemur svo, Júlli minn, þegar þú ert tilbúinn". Júifus hafði dottið um þúfu og sleppt börunum, en svo vel hélt Jón uppi miðkjálkanum að við fundum ekki að annar mað- urinn hefði sleppt börunum. Jón var ágætur flokksstjóri og skemmtilegur félagi, og það er ávinnningur fyrir hvem ungling að vera með slíkum mönnum; læra að vinna hjá manni sem sameinaði bæði verklægni, verkhyggrii ög áf- bucðastjómsemi, og svo dugn- aðurinn sem meðalmenn kom- ast aldrei svipað f snertingu víð. Þetta sumar komst vegurinn suður fyrir Auðna og var orð- inn 20 km. langur. Næsta sumar er enn hafin vinna um hvítasunnu. Andrcs Guðmundsson, sem verið hafði flokksstjóri öll sumurin, treyst- ist nú ekki sökum aldurs til að vinna í veginum. Varð það að ráði að ég tæki að mér að stjórna vinnuflokki hans. Fannst mér þetta ærið mikið færzt í fang. Ég losnaði ekki úr afgreiðslustarfi hjá Kaup- félagi Hafnarfjarðar fyrr en vinna var hafin í veginum og kom suður eftir um miðjan dag. Heldur fundust mér kulda- legar viðtökur hjá sumum í flokki mínum, einkum þeim Grikklandi. Helztu borgir, sem dvalizt verður i eru Beirut, Damaskus, Amman, Jerúsalem. Betlehem, Jeriko, Memfis, Kairó og Aþena. Einnig verður farið á fjölmarga menningarsögulega staði svo sem Byblos, Heliopol- is, Þebu, Karnak, Delfi o.m. fl. Eins og í Spánarferðinni er þátt- takendum ætlaður ríflegur tími, sem þeir gsta ráðstafað að eig- in vild á 'hverjum stað og á heimleiðinni verður stanzað einn dag í London. Þetta er önnur Austurlanda- ferðin, sem Útsýn gengst fyrir; hin fyrri var farin s.l. haust cg var mjög fjölmenn og vinsæl. Þátttökugjald er mjög lágt mið- að við það, sem kosta mundi að fara í slíka ferð á eigin spýt- ur, en í þátttökugjaldinu er innifalinn allur ferðakostnaður- inn, aðgangseyrir í skoðunar- ferðum, gisting á fyrsta flokks hótelum, fæði að undanskildum hádegisverði í London (á heim- leið), svo og önnur þjónusta og fararstjóm. helztu höfuðborgum heimsins við mikla hrifningu Þetta er í fyrsta skiptið, sem 'slenzkum leikhúsgestum gefst kostur á, að sjá klassiskan ball- ettflokk sýna heila balletta á leiksviði Þjóðleikhússins. Á efnisskránni eru fjórir klassískir ballettar og verður skipt um þannig, að eitt kvöld- ið verða sýndir tveir og það næst.a tveir aðrir. Leiktjöldin verða mjög skraut- leg og fyrirferðarmikil og koma þau með Gullfossi nokkrum dögum á undan ballettflokknum. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur undir, en stjórnandi henn- ar verður danskur og kemur á undan ballettdönsurunum til að æfa hljómsveitina. Ballettmeist- ari er Niels Björn Larsen en fararstjóri Luis Petersen. strönd sem árum saman höfðu verið í veginum og haft sínar venj- ur. Að gefnu tilefni lét ég þess þegar getið að annaðhvort væri ég flokksstjóri eða ekki og hefði þetta „svona“ en ekki „hinseginn". Þetta jafnaði sig smátt og smátt og féVigarnir i flokknum og ég urðum beztu vinir. Eitt kvöld þetta sumar þegar við vorum búnir að „breiða niður“ og ætluðum að fara "ð sofa heyrum við ógurlegar drunur, rétt eins og skotið væri úr fallbyssum rétt hjá okkur. Þetta voru skruggur. Úti var blíðskaparveður og nóttin björt, í endaðan júní. Við Árni i Nýjabæ risum upp til að fara út að sjá ljósaganginn. Tekur þá einn tjaldfélaginn í okkur og biður „fyrir Guðs skuld“ að vera kyrrir inni. „Við skul- um“ segir hann „breiða upp fyrir höfuð og biðja Guð að vera hjá okkur. Já. og deyja allir saman“ Hann hélt að dómsdagur væri kominn. Seinna tók hjnn að ásaka mig sem unglings-angurgapa fyrir að hafa tjaldað við hæsta hól- inn, því ef eldingu s-lægi nið- ur færi hún í hólinn — og dræpi okkur alla! og það væri rmín sök! — Við töldum 70—80 skruggur. Himinnkm var stund- um eitt eldhaf, -sjónin þetta kvöld var dýrðleg. í sambandi við þetta sumar minnist ég atburðar er gerðist um þetta leyti. Unglingur frá Goðhóli varð úti« og fannst ekki þótt mikið væri leitað. Ferðamann sem gisti í Skjald- arkoti dreymdi að hann kæmi - að piltinu-m og lýsti staðnum svo vel þegar hann vaknaði að gengið var þeint þangað — og þar var pilturinn. Einkenni- legt að hann skyldi ekki hafa fundizt fyrr, því hann var rétt' við gamla veginn, sem þá var alfaraleið. Eitt sinn í smala- mennsku á ströndinni týndist Ölafur bróðir Teits eldra á Hlöðunesi. Var hans* afarmikið leitað, en fannst ekki. Tö-ldu menn líklegast að hann hefði hrapað í einhverja gjána. Eftir 20 ár fundust bein þessa manns. Þegar þetta var rætt í okkar hópi þetta sumar kom í ljós, að margir kjunnu álíka og þvílífcar sögur af mönnum er týndust og fundust ekki fyrr en mörgum árum seinna. Vorið 1911 lögðum við enn af stað í vegavinnu og nú á götnl- um kútter er Reaper hét. Fór- um við með allan farangur til Keflavíkur, tjölduðum þar og Ballettflokkurinn kemur hing- að beint frá Kaupmannahöfn og hefur Þjóðleikhúsið tekið flug- vél á leigu hjá Flugfélagi fs- lands til fararinnar Ballettsýn- ingamar verða fyrstu sýning- arnar í Þióðleikhúsinu á þessu leikári og verður mjög ánægju- legt fyrir Þjóðleikhúsið, að hefja þetta starfsár með þess- um ásætu listamönnum. Ekki er að efa, að aðsókn verði góð, því að mikið hefur verið spurt um það að undan- förnu, hvenær konunglegi danski ballettinn væri væntanlegur til landsins. Samningar við „Danska ball- ettinn“ hafa staðið yfir í lang- an tima og það var fyrst á sl. vetri, sem þjóðleikhússtjóra tókst að semja um það að ball- ettinn sýndi hér. hófum að leggja veginn þaðan inneftir. Vinnuflokkar vom nú fimm, landið slétt og verkið gekk greiðlega. Einu sinni þetta sumar oótt- ist Þórarinn í Höfða (faðir (Þor- valds lögfræðings) koma fullur og láta vín út í kaffið okkar Jóns 'og Guðmundar úr Grihda- víkinnj — hann lét aðeins kúmen í kaffið en við urðum að vonur l reiðir — en Guð- mundur varð svo reiður að hann henti kaffikönnunni sinm í stein og mölbraut hana! Einn daginn kom Guðmund- ur kíkir eftir veginum. Fórum við að ræða við hann ©g Jón Gestur nú sparisjóðsgjaldkeri í Hafnarfirði. gaf honum i nefið. Karl tekur baukinn. ræðir ró- iega við okkur. snýr sér undan og tekur í nefið; fer síðan. En þegar Jón Géstur ætlar að fá sér í nefið næst er baukurinn — sem verið hafði fullur - alveg galtómur! Undruðust menn hvernig karlinn hefði farið að því svo enginn sá að tæma hann á svo örskammri stund. Júlíus frá Hamarskoti var á- gætis félagi, prúður og stilltur, en fremur heilsuveill; hafði átt í kröpp kjör í æsku. Ein- kennilegast þótti okkur það f fari hans. að ævinlega þegar Ieit út fyrir rigningu eða rok varð Júlíus svo ofsalega kátur að hann réði sér ekki fyrir fjöri. Höfðum við hann fyrir einskm- ar „loftvog". Eitt sinn síðari hluta sumars byrjar Júlíus að ærslast í matartímanum. milii klukkan tvö og þrjú. Þegar við byrjuðum að vinna vildi hann helzt hlaupa með börurnar! og rak upp sönghrotur við og við. Þurrkar höfðu gengið, lengi. •himinninn var heiðskír og hvergi bliku né veðrabrigði að siá. Vorum við því allir sammála um að nú væri „ekki lengur að marka barómetrið hann Júlíus“. 1 tjaldinu um kvöldið kastaði fyrst tólfunum. Júlíus. sem að eðlisfari var mjög frið*- samur, lét nú engan í friði en flaug á okkur til skiptis og lét öllum illum látum. Ég orðlengi betta ekki meira — en daginn eftir fór enginn til vinnu í veg- inum. Allan daginn var slag- veðursrok og rigning. Júlíus fékk uppreisn síns fyrra heið- urs sem veðurspámaður. og hélt honum til dauðadags. — Svipað hef ég heyrt um fleiri menn. en engan vitað iafn næman fyrir veðrabrigðum og Júlíus frá Hamarskoti. Um haustið var Innri-Njarð- vík komin í vegarsamband við Keflavík og nú var aðeins einn tálmi eftir, — en hann var líka illræmdur: Vogastapi. J. B. Tvær Útsýnarferðir Vífilsstaðavegur— Vatnsleysu- Kjólar verð frá 395,00 kr. Kápur verð 795,00 kr. Allt að 75% afsláttur MARKAÐURINN Laugaveg 89 Undirbúningsdeild að tæknifræðinámi verður starfrækt á vetri komanda í Reykjavík á veg- um Vélskólans og á Akureyri á vegum Iðnskólans, ef næg þátttaka fæst. Próf frá deildum þessum veita rétt til inngöngu í norska og danska tæknifræðiskóla eftir nánari reglum þeirra skóla og væntanlega með sömu skilyrðum og síðastliðið ár, og svo ennfremur i slíkan tækniskóla íslenzkan, þegar hann tekur til starfa. Réttmdin eru háð því, að viðkomandi hafi tilskilda verklega þjálfun. Til inngöngu í danska tæknifræðiskóla er krafizt sveins- prófs í þeirri iðn, sem við á. Til inngöngu í norska skóla er krafizt 12 mánaða raunhæfs starfs f hlutað- eigandi gréin. Inntökuskilyrði í undirbúningsdeild að tækninámi eru próf frá iðnskóla eða gagnfræðapróf. Umsóknir skulu berast viðkomandi stofnun fyrir 1. sept. 14/8 1963. Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskólans. Jón Sigurgeirsson skólastjóri Iðnskólans á Akureyri. Tilboð óskast í töluvert magn af notuðu þakjárni, sem verður til sýnis í porti Miðbæjarskólans kl. 1—3 mánudaginn 19. ágúst n.k. Tilboðum skal skila í skrifstofu 'vora, Vonarstræti 8, fyrir kl. 4 sama dag. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVÍKURBORG AR. Flugdagurinn 1963 Fiugmálafélag íslands efnir til flugdags í dag, sunnudaginn 18. ágúst, á Reykjavík- ' urflugvelli, og verður flugvöllnrinn opnað- ur fyrir gesti kl. 13.00. Fjölbreytt dagskrá m.a. listflug á svif- flugu og vélflugu, þotuflug og margt fleira. Inngangur frá Miklatorgi frá Flugvallar- veg. Ef veður reynist óhagstætt það auglýst í hádegisútvarpinu. / v í i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.