Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 1
Sunnudágur 18. ágúst 1963 — 28. árgangur — 174. tölublað. Grein um doktorsrit Bjarna Guðnasonar Á 7. síðu blaðsins í dag ritar Gunnar Benediktsson rithöfund- ur um doktorsrit próf. Bjarna Guðnasonar: Um Skjöldungasögu. Hvað kostar að lih á íslandi í dag ? Fróðleg grein um það efni er birt á 3. síðu blaðsins í dag og ættu lesendur ekki að láta hana framhjá sér fara. Enn beitír ríkisstjórnin qerðardómi í .kjaradeilu! í gær gerðust þau fíðindi að ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög þar' sem ákveðin er skipun gerðardóms til þess að ákveða kaup og kjör verk- fræðinga sém starfa hjá öðrum en ríkinu og eru verkföll verkfræðinga sem staðið hafa yfir að undanförnu jafnframt bönnuð með lögum þess- um. Hefur ríkisstjórnin þar með enn einu sinni gerzt sek um þá óhæfu að hindra eðlilega samninga launþega og atvinnurekenda um kaup og kjör með gerðardómseinræði. ; ; Þjóðviljanum barst fréttatil- kynning frá atvinnumálaráðu- neytinu um lagasetningu þessa í gærmorgun og snéri hann sér þegar til framkvæmdastjóra Stéttarfél. verkfræðinga, Hinr- iks Guðmundssqnar, til þess að leita álits hans á þessu atferli ríkisstjórnarinnar. Hafði félag- inu þá engin tilkynning borizt um gerðardóminn og frétti Hinr- ik fyrst af honum hjá Þjóðvilj- anum. Fréttatilkynningin var síðan lesin í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þegar Þjóðviljinn átti aftur tal við Hinrik Guðmundsson síðdegis í gær hafði verkfræð- ingafélaginu enn engin tilkynn- ing borizt frá ríkisst.ióminni og kvaðst hann bví ekki reiðubú- inn á þessu stigi málsins til þess að láta í Ijós fyrir hönd fé- lagsins neitt álit eða umsögn um lagasetninguna. VerðuT það að teljast furðulegt af ríkis- stjórninni að hún skyldi ekki tilkynna Stéttarfélagi verkfræð- inga um gerðardóminn á sama hátt og blöðum og útvarpi. Fréttatilkynning atvinnumála- ráðuneytisins um gerðardóms- skipunina fer hér á eftir orð- rétt: „Forseti íslands hefur í dag, samkvæmt tillögu ríkisstjórnar- innar, sett svofelid bráðabirigða- lög um lausn kjaradeilu verk- fræðinga: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Ríkisstjórnin hefur tjáð mér, að algert verkfall hafi staðið yfir hjá meðlimum Stétt- arfélags verkfráeðinga, frá 27. júni sl. Frá 1. júli þ.á. hafi -tekið gildi nýtt launakerfi bp- inberra starfsmanna samkvæmt kjaradómsúrskurði, en launa- kröfur Stéttarfélags verkfræð- inga, sem félagið hafi haldið fast við, séu almennt verulega hærri en laun sambærilegra starfs- manna, samkvæimt kjardómi. Þannig sé öllu samræmi launa- kerfis ríkisins, sem komið var á með lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna, nr. 55/1962, við laun fyrir sambæri- leg störf hjá öðrum en ríkinu, stefnt í hættu og þannig unnið gegn efnahagskerfi landsins og hagsmunum almennings. Beri því brýna nauðsyn til að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíka þróun málai Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög, samkvaamt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: 1. gr. Hæstirétfcur tilnefnir þrjá menn í gerðardóm, sem ákveði kjör verkfræðinga, sem starfa hjá öðrum • aðilum en ríkinu. Dómurinn skal einnig setja gjaldskrá fyrir verkfræðisitörf, sem unnin eru i ákvæðisvinnu eða tímavinnu. Hæstiréttur kveður á um, hver hinna þriggja gerðardóms- manna skuli vera formaður dómsins. Gerðardómurinn setur sér starfsreglur. Hann aflar sér af sjálfsdáðum nauðsynlegra gagna og er rétt að krefjast skýrslna, munnlegra og skriflegra, af ein- stökum mönnum og embættig- mönnum. 3. gr. Gerðardómurinn skal við á- kvörðun mánaðarlauna, vinnu- tíma og launa fyrir yfirvinnu, hafa hliðsjón af því, hver séu kjör verkfræðinga og annarra saimbærilegra starfsmanna hjá ríkinu, samkvæmt launakerfi Framhald á 9. síðu. / Tveir andfasistar á Spáni voru kyrktir mei járnum MADRID 17/8. — I dag lét fas- istastjórnin taka tvo stjórnmála- andstæðinga sina af' lífi. Var járnum brugðið um háls þeirra og þeir kyrktár. Menn þessír hétu Francísco Granados Gata og Joaquin Delgado Martinez. Þeir voru báðir þrítugir að aldri. Fasistastjórnin hefur lýst því yi'ír að Gata og Martinez séu stjórnleysingjar og bafi i'ramið hermdarverk á Spáni. Sérstök áherzla er I5gð á það að þeir séu báðir synir spænskra stjórn- leysingja sem flúið hafi til Frakklands í lok borgarastyrjald- arínnar á Spání og séu enn á lífi. Herréttur í Madrid kvað uPP dauðadóminn á þriðjudaginn var. Voru þeir dæmdir fyrir að hafa gengizt fyrir^ sprengjuárás á að- alstöðvar öryggislögreglunnar og skrifstofur „verkalýðssambands- ins", sem falangistar ráða, í Madrid. Báðir neituðu þeir þess- um ákærum en samkvæmt op- inberum tilkynningum frá her- réttinum viðurkenndu þeir að hafa flutt plastsprengjur og annað þess háttar frá Frakklandi tii Spánar. Ennfremur viður- kenndu þeir að þeir væru með- limir í Frelsishreyfingu æsk- unnar (Juventudes Libertarias) sem bækistöðvar hefur í Frakk- landi. Þeir félagar munu hafa játað á sig sprengjuárásir er þeir voru handteknir ien lýst þvi__síðan yfir í réttinum að sú iátning væri uppspuni. Kváðust þeir hafa játað til að bjarga lífi annarra manna. Sér ekki á svörtu f gær var spænska ríkisstjórn- in kölluð saman til aukafundar til þess að ræða málið, en stjórn- in verður að staðfesta dauða- dóma sem herrétturinn kveður upp. Vitað er að nokkur ágrein- ingur var í stjórninni vegna morðsins á Julian Garcia Grim- au, nokkrir hinna yngri falang- ista voru því mótfallnir að hann yrði drepinn. 1 þetta sinn sem endranær höfðu þó þeir sitt mál fram sem telja að fasista-, stjórnina muni ekki um nofckra blóðbletti til viðbótar og gera sér grein fyrir bví að það sér ekki á svörtu. w * Á 12. síðu blaðsins í dag er æviferill Guðrúnar Bjarna- dóttur rakinn í stórum dráttum Þar er einnig birt stutt viðtal vi# föður hennar, Bjarna Einarss"-' skipasmíða- meistara. Guðrún Bjarnadóttir kjörin Ungfrú Alheimur 1963 V // í fyrrakvöld var Guðrún Bjarnadóttir, feg- úrðardrottning íslands 1962, kjörin „Ungfrú alheimur 1963" í fegurðarsamkeppninni á Langasandi í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenzk stúlka hlýtur slíkí sæmdar- heiti en Sigríður Geirs varð nr. 3 í keppni þessari á sínum tíma og Sigrún Ragnars nr 5, Anna Geirs vafð önnur í Miami. Keppendur í íegurðarsam- keppninni að Langasandi voru að þessu sinní 86 osi voru 15 þeirra valdar í úr- slitakeppnina og þar sigrað^ Guðrún með glæsibrag að þv er fréttir að vestan herma Austurrisk stúlka hrenp*' hins vegar annað sætið. Að launum fyrir siguriir hlaut Guðrún Bjarnádóttir 1f þúsund dollara í reiðufé »<- rmsa góða gripi en auk þess ¦nunú henni nú standa margi ar leiðir opwar til frekari rrama. <>skar Þjóðviljinn "1uðrúr>» M1 hamingju með 'srurinn. Guðrún er aðeins tvítug að 'dri en hún er dóttir Bjarna "inai-ssonar skipasTn'flameist >ra i Njarðvíkum og konu ! í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.