Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 4
 ÞIÖÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst ÍSGC Ctgetandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. VARANLEG Piatigorski—skákmótinu Sem kunnugt er lauk Piati- gorski-skékmótinu i Los Ange- les fyrir nokkru, og urðu úrslit þessi: 1,—2. Petrosjan 8‘/j V. 1.—2. Keres 8V2 V. 3.-4. Friðrik Ólafss. 7 V2 V. — Najdorf 7*/j V. 5. Reshewsky 7 V. 6. Gþgoric 6 V. 7.-8. Benkö 5Vj V. — Panno 5*/j V. Heimsmeistarinn, 1 Petrosjan, jnréttaskýrendur telja líkur á því að samning- arnir um takmarkað bann við' tilraunum með kjarnörkuvopn. kunni að leiða til þess að enn frekari samningar náist um tákmörkun á her- væðingarkapphlaupmu, að draga kunni úr víg- búnaði og herstöðum víða um lönd. Ástæðan til þessara samninga er sú að birgðir þær sem til eru af tortímingarvopnum myndu nú þegar nægja til þess að ganga gersaihlega af miannkyninu dauðu á svipstundu, svo að jafnvel herfræðingar munu eiga erfitt með að færa rök að nauðsyn þess að geta tortímt þjóðum heimsins rækilegar en að fullu. En samningar þeir sem takast kunna af þessum ástæðum munu því miður naumast fela í sér neina afvopnun í þráð, með þeim er um skeið verið að frysta hið ótrygga jafnvægi dauð- ans. Engu að síður geta þvílíkir samningar létt þungu fargi af þjóðum heims, og margar munu nota tækifærið til þess að losa sig við skuld- bindingar sem þær hafa verið neyddar til að taka á .sig, illa þokkaðar og há^kaþegar herstöðvar og annan hliðstæðan viðbúnað. Það má því gera ráð fyrir að herstöðvakerfið dragist saman, enda hef- ur þróun hemaðartækninnár gert margar her- stöðvar gersamlega úreltar; en eftir munu standa nokkrar varanlegar herstöðvar sem liður í tor- tímingar j af n væginu. Samningar þeir sem nú er verið að gera um Hvalfjörð sanna að íslandi er ætlað það verk- efni að vera varanleg herstöð Atlanzhafsbanda- lagsins; að öðrum kosti væri ekki verið að semja um aukið hernám hér á sama tíma og viðbúnað- urinn í heild verður takmarkaður. Margt bendir til þess að ísland eigi að vera aðalstöð fyrir flota NATO á Norður-Atlanzhafi. Flotinn hefur fyrir löngu tekið við „vörnum íslands“ af flugher og landher. Á Keflavíkurflugvelli er nú stjórnarmið- stöð fyrir kafbátaflotann á rlorðanverðu Atlanz- j hafi. Lóranstöðin á Snæfellsnesi á að verða sú afl- j mesta við Atlanzhaf. Og viðbúnaðurinn í Hval- firði stefnir að því að þar fái kjarnorkukafbát-i arnir varanlegt aðsetur. Bandaríkin hafa átt í I erfiðleikum með að fá bækistöðvar fyrir kafbát- ana; stöðvarnar í Skotlandi eru mjög ótryggar.! til að mynda ef Íhaldsflokkurinn glatar meiri-1 hluta sínum í Bretlandi; Norðmenn hafa þver- neitað að leyfa kafbátastöðvar í sínu landi. En hér á íslandi eru þægir menn í ráðherrastólum, og ef þeir kynnu að velta værí auðveldara að beita smáþjóð herrétti en milljónaþjóðir. j 1'sland varanleg herstöð; skyldu vera margir ut- an hóps hermangaranna sjálfra sem vildu ætla ættjörð sinni þvílík frambúðarörlög? Þeirri , spurningu er ugglaust hægt að svara neitandi | Engu að síður munu þau örlög bíða þjóðarinnar | ef hún heldur áfram að láta allt yfir sig ganga. sætta sie við hvem nýjan áfanga að því marki að á ísland verði litið sem hvert annað morðtól í tortímingarjafnvægi stórveldanna. — m. hreppti þannig efsta sætið á- samt Keres, þótt rólega færi hann af stað. Sýndi hann einn- ig mest öryggi, þar sem hann tapaði einungis einni skák. fyr- ir Gligoric í fyfra hluta móts- ins. Hins vegar yirðist Keres búa jrfir, allmiklu meiri á- hlaupaorku og vann hann flest- ar skákir allra keppenda eða ails sex. Athyglisvert er að Ker- es tapar þáðum skákunum gegn Reshewsky og hreppir samt efsta sæti. Er slíkt óvenjulegt á svona mótum. Þótt Friðrik slakaði nokkuð á í Síðustu skákunúm, þá er frammistaða hans í heild ágæt og bezti árangur hans tjl þessa. Um það var nokkuð rsétt í síð- asta þætti og vísast til þess. Bæta má því þó við að-Frið- rik mun haida heim með álit- lega fúlgu íjár. sem verðlauna- fé. Munu flestir telja að hann sé. vcl að þeirri’ hýru kominn. I heild má segja, að keppnin hafi verið mjög jöfn. þar sem aðeins þrír vinningar skilja að efstu og neðstu menn. Enginn einn sker sig út úr hinum hvorki að afli né vanmætti. Því var stígandi spenningur allt til •loka ..miótsins. Leiðinlegt var að Robert Fischer taldi sér ekki henta að taka þátt í mótinu, en hann er^ IfraJ sagður” eiga'"! rhálaférlum við frúna, sem stofnaði til móts- ms og kostaði það. Hvort þeirra sem sigrar 1 þeirri réttarviður- eign, þá væri vonandi að frúin hlyti ekki þyngri dóm en svo, að hún hafi fullt frjálsræði til að efna til annars slíks móts í framtíðinni, ef hana fýsir. 1 eftirfarandi skák eigast þeir við Friðrik og Reshewsky í fym helmingi mótsins. Ilvítt: Reshewsky Svart: Friðrik Ólafsson Niemzo-indversk vörn. 1. c4, RÍ6. 2. d4, e6. 3. Rc3, Bb4. 4. e3 (Þessi leikþr hvíts er kenndur við Rubinstein og Botvinuik og Eokið er nú algengasti mótleikurinn gegn Niemzo-indverskri vöm). 4.---------c5. 5. Bd3, 0—0. 6. a3. (Reshewsky krefur biskupinn strax um vegabréf, þótt 6. RÍ3 sé ef til vill sterkari leikur. Einnig má leika 6. Re2). 6. -------cxd4. (6. — — Bxc3t mundi leiða til hins þekkta Samischafbrigðis, en það er tvíeggjað og hefur í seinni tíð- reynzt hvítum all- vel. Friðrik velur því ein- falda leið). 7. axb4. (Eftir 7. exd4, Bxc3f. 8. bxc3, d5 væri staða svarts þægileg, þótt hvítur hafi biskupaparið). 7. — — dxc3. 8. bxc3, d5. 9. Dc2, dxc4. 10. Bxc4, Dc7. 11. Bd3. e5. 12. e4, (Báðir' opna fyrir drottninga- biSkupum sínum og styrkja að- stöðu sína á miðborðinu). 12.------Be6. 13. Rf3, Hc8. (Sú var tíðin, að íslenzkir skák- meistarar voru þegar með tap- að tafl eftir 10—15 leiki gegn erlendum stórmeisturum. vegna vankunnáttu í skákbyrjunum. Á því sviði hefur orðið hrfein þylting til , batnaðar síðustu árin. Friðrik er strax kominn með þægilegt tafl í þessari skák. þótt hann leiki svörtu). 14. Bb2 Rc6. (Hótar 15------Rxb4! osfrv.). 15. Dc2 Re7. (Riddarinn á ekki að standa í veginum á c-línunni. en stefn- ir til g6 og þvingar hvítan til að veikja stöðu sína á kóngs,- armi). 16 0—0 Rg6. 17. g3 <?>- (Þessi leikur er víst óhjá- kvæmilegur, en er þetta ekki háskasamleg veiking á kóngs- stöðunni? Því er til að svara, að liðskipan svarts er fremur miðuð við hemaðaraðgerðir á drottningararmi en kóngsarmi, og því ekki auðhlaupið að því að notfæra sér veikinguna. Friðrik tekur því þann kost að efna til mannakaupa og loka- tafls. Til þess þarf talsverð- an kjark, því eins og getið var í síðasta þætti, þá er Reshewsky talinn einn með mestu snilling- um á þeim vettvangi skákar- innar. 17 — — Bc4, 18. Bxc4, Dxc4, 19. Dxe4, Hxc4, 20. Rd2 Hc7, 21. Hf-dl Hd7, 22. Kfl h5, 23. f3 Ha-d8. (Friðrik virðist standa öllu betur, en í rauhinrii getur hann lítið aðhafzt, sem hefði nokk- um varanlegan ávinning í för með sér, og þótt biskupinn á b2 sé ekki spámannlega vaxinn. þá fer hann þó von bráðar að hafa áhrif á gangi mála). Bannað að eigna ser himinhnetti? Bandaríkjamenn hafa nú sent fulltrúum Sovétríkjanna hjá SÞ skjal þar sem þeir láta í Ijós von um að geimferðanefnd SÞ korni sér saman um samþykkt þar sem meðal annars væri kveðið á um að öll ríki hafi rétt til að rann- saka og notfæra sér. himingeim- inn og lagt bann við því að ein- stök ríki slægju eign sinni á himinhnetti. v Sovétríkin munu enn ekki hafa svarað þessari málaleitan Bandaríkjanna. Útíendingahersveitin: Skjóta liihlaupa nær umsvifalaust Þýzkur liðhlaupi úr Ctlend- íngahersveitinni frönsku hefur nýlega lýst ástandinu í þcssari sögufrægu herdeild. Þjóðverj- inn er 23 ára gamali og heitir Hans Heimuth Stroben, ætt- aður frá Hannovcr. Honum tókst að komast yfár tii Sard- ínu á gúmmífleka. Stroben segir svo frá, að stöðugt aukist vandræði í her- deildinni, en hún er nú ekki nema svipur hjá sjón eftir að vígvéllimir í Alsír og Indó- Kína eru úr sögunni. Aginn er herbur jafnt og þétt, og lið- hlaupar sem til næst eru um- svifalaust skotnir. Samtals tókst tíu hermönnúrr úr herdeiídinni að flýjá yfir til Sardínu í júlímánuði. Voru þrír þeirra ttalir, einn Spán- verji, en hinir þýzkir. Við lög- regiuna í La Maddalena lét Strobein svo um mælt: „Á- standið í Útlendingahersveit- inni hefur tæpast nokkum tíma verið eins og nú. Matarskammt- urinn minnkar dag hvem, fjöl- margir hermenn óska þess eins að sleppa burt.” „Það er mikiivægara nú en nokkru sinni áður að fyrsta flóttatilraun heppnist, því að nú eru ekki möguleikar á því að vera settur í fangelsi. Lið- hlaupar eru skotnir þegar í slað.” Tveir Þjóðverjar, sem komu til Sardínu fyrir skömmu, létu þess getið, að um tvö hundruð hermenn úr Útlendingahersveit- inni færu nú huldu höfði í fjöllum Korsíku og biðu tæki- (æris að komast vfir til Sard- ínu. Séu veðurskilyrði góð, teb- ur ferðin yfir til Sardínu um það bil tvö dægur í opnum bát Friðrik Ólafsson 24. Ke2 b6, 25 h4 Re8. 26 Rc4 Hxdl, 27 Hxdl Hxdl, 28. Kxdl f6, 29 Ke2 Kf7, 30 Kd3 Ke6, 37 Re3 Re7. 32 c4. (Þar kom úð því. Nú nv' segja að staða Reshewskys sé engu síðri, en jafnteflisúrslit liggja þó þegar í loftinu). 32-------Rd6, 33 Rd5 Rc6, 34 Bc3 Kd7, 35 b5 Rd8, 36 f4 Re6 37 fxc5 Rc5t, 38 Kc2 fxc5. 39 Bxe5 Rxc4, 40 Bxg7 Rxe4, 41 Kd3. pér sömdu keppendur jafn- tefli. Framhaldið gæti orðið 41 — Rc-d6, 42 Be5 Rc5t, 43 Ke3 Rxb5, 44 Rf4 og liðsafli er svo lítill á báða bóga. að jafntefli má teljast óhjákvæmilegt. u ► MARKVISS v‘*; SKOTVOPN FRÁ SUHL Við afgreiðum eftirfarandi: Veiðidýrabyssur margar teg., tvíhleypur og einhleypur frá verksmiðjunum: SIMSON, BÚHAG, HUBERTUS og WOLF. Ennfremur loftbyss- ur, merki: IIAENEL. Skotfæri tilheyrandi loftbyssum, svo og skothylki með þessum heitum: HUBERTUS. SELI.IER & BELLOT. NIMROD oc OL- YMPUS getið þér einnig fengið frá okkur. —. Tvisvar á hverju ári eigið hé*- kost á að sjá þessa hhit.1 á Kaup- stefnunni í Leip’.ig í sýnlng- arhöllinni Stentzlcrs Hof. UMBOÐSMENN OKKAR ERU: Samband islenzkra samvinnu- félaga, Revkjavík: Garðar Gíslason h.f., Reyk vík: Borgarfell, Laugavegi 18. Reykjavík Berlin VV- 8. Markgrafenstrasse 46. ‘ Deutsche Demokratische Republik. (Þýzka alþýðulýðveldið). Á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.