Þjóðviljinn - 21.08.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.08.1963, Blaðsíða 5
I Miðvikudagur 21. ágúst 1963 HðÐVELlINN SÍÐA TIL FRIÐAR OG BATNANDI UFSKJARA 8. verkalýðsráðstefna Eystrasaltslanda. Noregs og fslands Forsenda allrar far- sældar Verkal ýds ráðstefnan var háð undir kjörorðinu: „Friður, frið- samleg sambúð þjóða, afvopn- un, félagslegar frasnfarir.” Aðaiframsöguræðu þingsins flutti Uno Syrja, varaformaður fastanefndar verkalýðsráðstefn- unnar og ritari Sambands finnskra byggingarverkamanna. Síðan hófust ávörp og ræður hinna ýmsu fulltrúa og að þeim loknum umræður. Á ráðstefnunni voru fulltrú- ar vinnandi fóllís fyrir flestar starfsgreinar í þeim löndum, sem að ráðstefnunni stóðu. Þama var fólk með ólíkar póli- tískar skoðanir og úr ýmsum flokkum, t.d. var þriðjungur dönsku fulltrúanna sósíaldemo- kratar, en kjömir fulltrúar danska verkalýðsins voru 95. En þetta var fólk, sem átti það sameiginlegt að vilja af alvöru og ábyrgðartilfinningu finna leiðir til að bæta efnahagslegt og félagslegt öryggi alþýðunnar og þó um fram allt sameinast í einu átaki um það höfuðverk- efni. sem er forsenda allrar farsældar og framfara — að tryggja heimsfriðinn. A ráðstefnunni voru rædd þessi höfuðmál og um þau gerð ■ lokaályktun: Afvopnunarmálin, stöðvun og bann við kjamorkutil- raunum. Myndun kjarnorkuvopna- Iauss svæðis í mið- og norð- ur-Evrópu. Griðarsáttmáli Nató og Varsjárbandalagsins. Afnám erlendra herstöðva i öllum löndum. Frjáls heimsverzlun og frjálsar siglingar. Friðarsamningar við þýzku ríkin bæði. Vestur-Berlín verði gerð að frjálsu borgríki og fjar- Iægt það ófriðartundur, sem hún nú er í miiðju Austur- Þýzkalandi. Vaxandi samtök, aukin áhrif Til verkalýðsráðstefnunnar hafði verið boðið gestum frá alþjóðasamböndunum þremur: Alþjóðasambandi verkalýðsfé- laga. Alþjóðasambandi friálsra - ■ .■ -yiyyiofriXag ------ v. • '1 ■■ * • *&*{*•? •* * . %. ' >*ir*Tjip^»ptr'.yv.Vn \ \ ' \ verkalýðsfélaga og Alþjóðasam- bandi kaþólskra verkalýðsfé- laga. Einungis Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna þáði boðið. Louis Saillant, forseti þess, lagði áherzlu á þá staðreynd að VI. verkalýðsráðstefna Norð- ur-Evrópulandanna væri stærri og sterkari umboðsaðili verka- Frá höfninni í Warnemönde. — Teikning Karlheinz Kuhu. lýðsins í þessum löndum nú en nokkru sinni fyrr. Hún væri orðin að virku samstarfsafli. Ýmsir aðrir fulltrúar, sem set- ið hafa þessar ráðstefnur und- anfarin ár, létu einnig það álit í ljós að 6. ráðstefnan væri þýðingarmikill viðburður f verkalýðshreifingu Norður-Evr- ópu. Frá grönnum vísi fyrstu ráðstefnunnar, 1958. væru sam- tökin orðin að gildum meið sem í vaxandi mæli bæri svip alþjóðlegra samskipta verka- lýðsstéttarinnar. Auk sérmála hinna ýmsu landa væri nú þannig fjallað um hin stóru sameiginiegu vandamál, efna- hags og réttindamál alþýðunnar og friðarmálin, að áhrifanna gætti langt út fyrir landamæri norður-Evrópuríkjanpa, .sem ,að ráðstefnunni standa. Samstarí alþjóðasam- banda Fulltrúi eimlestarstjóraí Osló, Ole Stenseth flutti ræðu, sem vakti sérstaka athygli. Hann mælti m.a. á þessa leið: Verkalýðsstéttin í heimin- um er eina aflið, sem er nógu sterkt til að stöðva styrjaldaræðið og vegurinn til friðar byggist á sam- starfi. í dag er verkalýðs- hreyfingin klofin í mörg heimssambönd. Slíkt má ekki ganga svo til lengdar. Það verður að stefna að því að koma á fót sameiginlegri nefnd frá alþjóðasambönd- unum þremur. Þessa stofn- un á að móta eftir „trojka“- reglunni. Að mínu álitá er þetta einasta færa leiðin í baráttunni gegn fékúgurum og stríðsgróðabröllurum. Það er fleira, sem tengir okkur en skilur. Látum ekki . hlekkja okkur= ,á ..pólitíska bása, vinnum frjáís að þvi sameiginlega marki að tryggja heimsfriðinn. — Á þessa leið féllu orð Norð- mannsins Ole Stenseth. Louis Saillant gerði orð hans að umtalsefni í mikilli ræðu, sem hann flutti síðla þings. Um leið og hann harmaðd það, að einungis Alþjóðasamband verkalýðsfélaga skyldi hafa þegið böð fastanefndar þings- ins, tók hann eindregið undir tillögu Norðmannsins um að reynt yrði að koma á fót þrí- hliða samstarfi allra verkalýðs- sambandanna að hinum alþjóð- legu verkefnum sem þau hefðu lýst sig sammála um. Hann lagði rika áherzlu á vaxandi einingu verkalýðsins eftir al- þjóðlegum leiðum, og varpaði fram þeirri hugmynd að al- þjóða samböndin þrjú gæfu út sameiginlegt ávarp gegn Francostjóminni á Spáni. Að kynnast fólki Tveir dagar af tíma ráðstefn- unnar fóru að mestu í ferðalög til ýmissa staða í Roetoklc og nágrenni, eftir því sem óskir manna stóðu til. Komið var á vinnustaði, samyrkjubú, sýning- ar og hvíldarheimili. Þar kynntust menn að nokkru Framhald á 7. síðu. 1 MATTI TAKA MYND? Einn daginn var súld og rigningarúði á Siglufirði og reikaði ég í hægðum mínum á síldarplanið hjá Skapta á Nöf. Þeir voru að velta tunnum og laga fyrir sér á planinu. Þarna stóð Úlfur Hjörvar með reiddan tunnuhaka og mund- aði hann vígalegur. enda kall- ar hann ekki allt ömmu sína Sumir kalla hann skæruliða 1 islenzkri pólitík. Skammt frá háði Ameríkumaður baráttu við óbæga síldartunnu á sleipu planinu og hoppaði hvorttveggja til og frá. Ertu að tvista Mike. kall.ið' Úlfurinn. Mike Stover hló. Þarna vinna þeir hlið við r.livð bardagaglaður skæruliði ( ís- lenzkri pólitík og átján ára gamall menntaskólapiltur frá Texas og hnífurinn gekk skk' á milli beirra Eldri Stover er bekktur serr grár köttur á dagblöðunum ‘ Revkiavík og er vakinn os sofinn vfir bandariskum hags- munum ■< íslenzku pressunr og fáir munu vtnari en hanr í st.arf’ sínu Hann er forstöðuma'5'''' Jpnlý''inaabjónustu Banda ríkjanna hér á landi og mað urinn á bak við tjöldin. Þetta er maðurinn. sem hleypur á milli og smyr hjól- in í hinu mikla áróðursbákni sem skapar íslenzkt almenn- ingsálit. Fáir eiga eins drjúgan hlut. hvernig landið bregst við um- heiminum eins og þessi gamli biaðamaður frá Texas. Þetta er maðurinn. sem kippir í spottana. Mike Stover heimsækir for- eldra sína á sumrum og hefur skólavist heima í Texas á vetrum. Hann átti tvo kosti með sumarvinnu hér á landi. Átti hann að ráða sig á Völlinn eða norður í land á síld? Mike Stover kaus síðari kostinn. Honum leizt ekki á Kefla- víkurflugvöll. Svona er mikill töggur í stráknum og hann er góður vinnufélagi. Mike Stover er ekki upp- veðraður fyrir kommúnisma Það segir Úlfurinn. Eiginlega brennur fyrir hjá stráknum. begar minnzt sr á slíka hluti og hann hættir að hugsa. Svona er líka undir “ftirliti F.B.I. heima í Banda -íkjunum. Slikir eru helf.iötrar á heill’ bjóð. Úlfurinn sagði mér eftirfar- andi sögu. Þegar Mike Stóver vann fyrsta daginn á planinu. þá skaut einhver huggulega að honum. að þama ynnu þrír kommar og skyldi hann passa sig á þeim. Mike Stover varð miður sín. Hann dró hring utan um þessa hættulegu menn og tók stóran sveig um daginn til þess að rekast ekki á þá ó- vart. \ Ég er sosum af gömlum vígamönnum. sagði Úlfurinn. Hinir eru rósamari eins og Benedikt Sigurðsson. gamall ritstjóri Mjölnis á Siglufirði og Þórhallur elzti sonur Sig- urðar Guðmundssonar rit- stjóra Þjóðviljans. Næstu daga nálgaðist hanr, bessa vinnufélaga sína með mikilli varúð og sagðist sögu- maður hafa grett sig tvisvar framan í hann. Höfðurn við að þessu nokkra skemmtun. Einn daginn kveður hann unp úr og er býsna hissa. Þetta eru bara venjulegú menn. Gamall verkamaður ú> siglfirzkri stéttabaráttu varð vitni að bessari opinbenjn Gamla manninum bótt.í betra skrítin yfirlýsing og hló skeggið. Hann sagði sem svo Aumingja skinnið. Þetta ei blessað barn ennþá. Þannig stóðum við á planinu og skeggræddum um , piltinn. Hann var hættur að tvista og við gengum til hans. Alúð- legur náungi og broshýr á bandaríska vísu. Úlfurinn snýr sér að hon- um og segir sem svo. Hér er kominn fréttamaður frá Þjóðviljanum. Má hann ekki taka af þér mynd? Nú datt andlitið af Mike Stover. Hann snarsnýst heilan hring á staðnum. Loks segir hann fljótmælt- ur. Ég verð að fá leyfi hjá föð- ur mínum til þess. A — ha. segir Úlfurinn. Dagur leið að kvöldi og þetta atvik var horfið úr huga mér. Þá rakst ég á einn félaga minn fyrir utan Hótel Hvann- eyri og segist hann hafa hitt mann á hlaupum eftir mér f dag. Það sé út af einhverjum Ameríkumanni, sem sitji skelfdur heima i herbergi sínu og hafist ekki að og hafi sent þennan mann út af örk- inni til þess að spyrja mig hvað ég ætli að gera. Ég fer að hlæja. Mig grunar Úlfinn. Nú hefur hann kokkað eit.t- hvað í fjarveru minni. Mike Stovej- tók til fótanna og livarf upp bryggjuna. Næsti dagur er sólskins- dagur. Allar myndavélar fjúka upp á Siglufirði þennan dag. Ég kem niður á Nöf eftir hádegi. Niður bryggjuna kernur Mike Stover með vagn af tómum tunnum. Set mig í stellingar og gríp ’ann á þrem metrum. Mike Stove tók til fótanna og hvarf upp bryggjuna. Skömmu síðar kemur brúnaþungur maður labbandi niður planið og Ameríkumað- ur siglir í kjölfarið. Hann gengur hreint til verks. Þú mátt ekki birta bessa mynd í Þjóðviljanum. Mike Stover vill ekki fá af sér mynd í blaðinu. Ameríkumenn eru þekktir að allskonar brögðum til bess að vekja á sér athygli í heimalandi sínu. Bellibragð. segi ég. Nú er Úlfurinn kominn á vettvang og spyr fírugur á svipinn. Þetta er borið undir Mike Stover frá Texas. Hann æpir hinsvegar full- hátt. Ö, — nó — nó. Hvað ætlarðu að gera? Ég hringi í pabba. /Etlarðu að panta orustu- botu? Texasbúinn ranghvolfir < sér augunum og lítur til him- ins. Hann snarsnýst á hæli og labbar upp planið. Skömmu síðar, sást hann i símstöðinni e.m. I ! t « k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.