Þjóðviljinn - 23.08.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.). Siguröur Guðmundsson. Fréttarltstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Frlðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19 Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. HðÐVILIINN Föstudagur 23. ágúst 1963 Times heimtar tafarlausar aðgerðir Suður-Afríkustjórn rændi mönnum af brezku svæði Staðfestiagu vantar Dlöð ríkisstjórnarinnar reyna þessa dagana allt hvað af tekur að breiða yfir fyrirætlanirnar um hinar fyrirhuguðu hernámsframkvæmdir í Hvalfirði. Morgunblaðið er önnum kafið við það dag eftir dag að segja „olíusögur" ef þannig mætti takast að koma því inn hjá lesendum þess, að í rauninni sé hér ekkert annað á ferðinni en það, að ríkisstjórnin og hershöfðingjar NATO hafi komið sér saman um nauðsyn þess að svipta olíu- félag Framsóknarflokksins a.m.k. að nokkr.u þeirri gróðaaðstöðu, sem það hefur notið þarna um ára- bil. Er ekki að efa, að nota á þetta sem svipu á Framsóknarflokkinn til þess að sýna meiri auð- sveipni og undirgefni í hernámsmálunum og leit- ast þannig við að tryggja hernámssinnum innan flokksins endanlega undirtökin þar. Sýnir þetta ljóslega, hvernig hernámssinnar svífast einskis til þess að beita beinlínis „peningalegum aðgerðum“, — svo notað sé hið fína málfar sérfræðinga ríkis- stjórnarinnar — til þess að koma áformum sínum fram, enda hafa stjórnarblöðin hlakkað sérstak- lega yfir þessu og þar með viðurkennt tilganginn. Er nú eftir að vita, hvort Framsóknarflokkurinn metur meira vonina um em^vers konar helminga- skipti á olíugró^anum, eða bann málstað. sem Tíminn hefur túlkað frá því að skýrt var frá fyr- irætlunurp ríkisst.iórnarinnar paeð . TT’n olíumálið er aðeins lítill angi þessa máls, þótt stjórnarblöðin reyni að gera það að höfuðat- riði. Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráð- herra hefur viðurkennt það opinberlega og einnij? í viðtölum við fulltrúa frá þingflokkum Albýðu- bandalagsins og Framsóknarflokksins, að í Hval- firði eigi að koma upp aðstö^u fyrir hvers konc'' herskip, þar á meðal hvers konar tegundir kaf- báta; hins vegar eigi ekki að nota þá aðstöðu nema með „sérstöku leyfi ríkisstjórnarinnar“. Og þaðl glopraðist einnig upp úr Morgunblaðinu, að ekk- ert væri sjálfsagðara en að veita Atlanzhafs- bandalaginu þá aðstöðu hér, sem það sæktist helzt eftir. En það er alkunn staðreynd, að sú aðstaða er fyrst og fremst flotastöðvar fyrir kjarnorku- kafbáta og önnur slík tæki. Aðrar þjóðir hafa margsinnis neitað NATO um þá aðstöðu, þar sem slíkar bækistöðvar eru taldar langhættulegustu skotmörkin, ef ófriður brýzt út. Það álit kom einn- ig glöggt fram í.skýrslum norska hershöfðingjans Holtermans og dr. Ágústs Valfells um almanna- varnir, sem áður hefur verið skýrt ítarlega frá hér í bla.ðinu. Hinar fyrirhuguðu hernámsframkvæmdir í Hval- firði leiða þannig enn aukna tortímingarhættu yfir íslenzku þjóðina, enda þótt hernámssinnar reyni sem ákafas't' að breiða yfir hvað hér er á ferðinni. Morgunblaðið grípur meira að segja til þess ráðs að bera fyrir sig „frétt“ frá AP, þar sem segir að „talsmenn Bandaríkjastjórnar“ segi allt annað en utanríkisráðherra íslands! Nú vant- ar í rauninni ekkert annað á, en Morgunblaðið birti endanlega staðfestingu frá AP þess efnis að Guðmundur í. hafi aldrei sagt það sem hann sagði. — á sama hátt og blaðið afgreiddi í fyrrasumar ummæli Adenauers kanzlara varðandi ísland og ' Efnahagsbandalagið. — b. Um síðustu helgi skýrði blaðið Sunday Times í Jóhannesarborg frá því að sex vopnaðir hvítir menn hafi yfirbugað ungan negra frá Suður-Afríku sem staddur var á brezka verndarsvæðinu Bechuanalandi og flutt hann með valdi til Höfðaborgar í Suður-Afríku þar sem hann verður dreginn fyrir rétt. Blaðinu scgist svo frá að hælis undan réttarofsóknum Kenneth Abrahams læknir hafi Verwoerdsstjórnarinnar í Suð- í síðastliðnum mánuði flúið til ur-Afríku en í vændum var Bechuanalands til þess að teita að draga hann fyrir rétt og saka hann um þátttöku í ólög- legum samtökum sem eru stjórninni fjandsamlcg. Móðir Iæknisins skýrði blað- inu frá því að vopnaðir menn heföi ruðst inn í hús citt í Bechuanalandi þar' sem sonur hcnnar Iét fyrir berast og rænt honum. Segir hún að þetta hafi átt sér stað 160 kílómetrum fyrir innan Iandamæri vernd- arsvæðisins. Framsali neitað. Brezka sendiráðið í Pretoríu hefur tilkynnt að yfirvöid verndarsvaeðisins hefðu 24. ágúst neitað suður-afrísku lög- reglunni að framselja dr. Abra- hams og fylgismenn hans þrjá. Abrahams var eini starfandi læknirinn í Rehoboth í Suð- vestur-Afríku. Lögreglan gerði eitt sinn tilraun til áð hand- taka hann á heimili hans en sú tilraun fór út um þúfur þar sem sjúklingar hans brugðu við og snérust til vamar. Fyrir ekki ýkja löngu bárust fréttir af þvi að Abrahams hefði flúið til Bechuanalands. Skömmu síðar var hann þó dreginn fyrir rétt í Suðvestur- Afríku. Siðar var hann svo fluttur til Höfðaborgar og sit- ur þar í fangelsi. Tafarlaus rannsókn. Yfirvöldin í Bechuanalandi hafa fengið fyrirmæli frá Bret- landi um að rannsaka málið og á mánudaginn sagði blaðið Times að sú rannsókn væri að hefjast tafarlaust. Segír blaðið að það sé nokkum veginn aug- ljóst að dr. Abrahams hafi ver- ,jð rænt og sé það skylda brezku Lancaster mótmælir misréttinu i USA Kvikmyndalcdkarinn Burt Lancaster hefur skýrt frá því að hann muni gera hlé á starfi sfnu í Frakkiandi og halda til Bandaríkjanna til þess að taka þátt f fjöldagöngunni miklu sem fara á til Washington 28. þessa mánaðar til að leggja á- herziu á kröfuna um jafnrétti hvítra og svartra í Bandaríkj- unum. Ferðirnar yfir Atlanz- hafið mun hann sjálfur kosta. — Ég fer héðan 27. ágúst til þess að vera með í Washington og ganga við hlið margra ann- arra leikara og kvikmyndafólks daginn þegar þingið greiðir at- kvæði um þegnréttindafrum- varpið, sagði hann á blaða- mannafundi í París. — Við göngum allir sem einstaklingar til þess að styðja frumvarp Kennedys. Burt Lancaster leikur um þessar mundir i mynd, sem nefnist „Lestin. Myndin segir sanna sögu um skemmdarverk sem unnin voru í stríðinu á þýzkri lest sem var á leið til Berlínar með verðnpæt frönsk listaverk. Rafmagn notað til að eyða ónáttúru * ! • v . ■ ■ , ...............................> ■ Þessi 25 ára gamla leikkona, Yvonne Buckingham, hefur vcrið vaiin til að Ieika titilhlutverkið í kvikmyndinni „Saga Kristínar Keeler“ en brátt vcrður hafzt handa um töku hennar í Danmörku. Talið er að John Barrymore yngri, þrítugur sonur hins kunna Hollywoodleikara, muni leika hlutverk Stephens Wards. Yvonne Buckingham segir að „margar miklar Icikkonur hafi Ieikið sannar persónur sem hafi haft miklu meira til að skammast sfn fyrir" Christine Keeler ætlaði upphaflega að lcika sjálfa sig í mynd þessari en hætti við það eftir sjálfsmorö Wards læknis. Hópur brezkra sálfræðinga hefur lýst því yfir að þeir hafi að öllum lfkindum fundið að- ferð til að Iækna transvestisma — þá einkennilegu ónáttúru sem fólginn er í því að hafa ó- mótstæðilega iöngun til að klæðast búningi hins kynsins. Aðferðin er fólgin f því að vekja andstyggð sjúklingsins líkt og reynt hefur vcrið aö lækna drykkjusjúklinga með því að koma inn hjá þeim við- bjóði á áfengum drykkjum. I nýlegri blaðagrein skýra sálfræðingamir frá transvest- Hætt við að úfar rísi af skýrslu um Profumo-málið Denning lávarður sem stjórn- ar rannsókn Profumo-málsins hefur nú lokið við að yfirheyra 160 vitni, þar á meöai sjálían Harold Macmillan forsætisrað- herra. Mun rannsókn þessi ekki ciga sér neina hlíðstæðu í sögu Bretlands. Denning lávarður hefur að undanfömu sætt nokkurri gagnrýni á þeirri forsendu að hann hafi farið út fyrir um- boð það sem þingið veitti hon- um, það er til að rannsaka allt það í máiinu sem varðar ör- yggi ríkisins. Gordon Walker, talsmaður Verkamannaflobksins í utan- ríkismálum hefur lýst því yfir að hann sé undrandi yíir því að Denning lauk yfirheyrslum sinum með þvi að heimsæikja Macmillan. — Þegar haft er í huga að í skýrslu Dennings verður vik- ið að afstöðu stjórnarinnar sem heildar og ef til vill ein- stökum ráðhernun er vafa- samt að rétt hafi veriðaðheim- sækja forsætisráðherrann, segir Walker. Tvö eru þau atriði sem eink- um eru líkleg til þess aðlvalda ólgu vegna skýrslunnar Ef skýrslan verður birt í heild er líklegt að hún muni skaða einstaklinga sem orðið hefur eitthvað á í siðferðilegum skilningi en ekki lagalegum. Þessir menn hafa ekki tækifæri til að verja sig né yfirheyra vitnin sem skýra frá yfirsjón- um þeirra. I annan stað verður stjórn- in sökuð um að hylma yfir viss atriði ef Macmillan neitar að birta skýrsluna í heild. Þar með er augljóst að skýrslan hefur siður en svo kveðið nið- ur „hinar hroðalegu sögusagn- ir” sem Macmillan kallar svo. Auk forsætisráðherrans hef- ur Denning lávarður yfirheyrt þá fimm stjórnarmeðlimi sem á sínum tíma aðstoðuðu Pro- fumo við að semja yfirlýsingu þá sem hann flutti. í þinginu um sakleysi sitt en varð síðar að viðurkenna að væri ósönn. isma-sjúklingi sem var undir þeirra hendi i Banestead- sjúkrahúsinu í Surrey. I Sektarkennd Sjúklingurinn er 33 ára gam- all ríkisstarfsmaður sem allt frá barnæsku hefur verið hald- inn sterkri löngun til að klæða sig í kvenmannsföt. Hann gerði mikið af því að ganga um á kvöldin málaður í framan, með hárkollu og i kvenmannsklæö- um. Hann keypti sér fullan klæðaskáp af kvennaklseðum til þess að veita sér kynferð- islega ánægju. Þessar sérstæðu hvatir hans fylltu hann þó slíkri sektarkennd að hann tók að hyggja á sjálfsmorð. Itaflost Hvað eftir annað eyðilagði hann klæðasafn sitt en alltar lauk með því að hann keypn nýtt. Á sjúkrahúsinu var sjúkling- urinn látinn fara inn í lítið herbergi í baðkápu einni fata og var honum skipað að standa á rafmagnsrist. Síðan sögðu læknamir honum að klæða sig í eftirlætiskjólinn sinn. Er maðurinn var í óða önn að klæða sig var honum skip- að að fara aftur úr. Á beirri stundu var straumi hleypt á ristina. Þetta Var endurtekið 75 sinn- um á dag f sex vikur. Raflostin höfðu þau áhrif á sjúklinginn að hann vildi ekki einu sínni fyrir þrábeðni manna klæðast kvenmannsfötum þegar hann var rannsakaður gaumgæfilega sex mánuðum eftir að hann hafði verið útskrifaður frá sjúkrahúsinu. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.