Þjóðviljinn - 23.08.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. ágúst 1963 HðÐVIUIHN SI0A * fj Ofsóknir magnast í Suður-Víetnam Einræíisstjórnin mun draga húddistana fyrir herrétt SAIGON 22/8 — Ríkisstjómin í Suður-Vietnam birti í dag yfirlýsingu þar sem segir að munkar þeir og nunnur úr hópi búddatrúarmanna sem tekið hafi þátt í samsæri gegn öryggi ríkisins verði dregin fyrir herrétt. Herma fréttir að utan- ríkisráðherra landsins, Vu Van Mau, hafi sagt af sér til þess að mótmæla trúarbragðaofsóknunum. Sendiherra Suður-Víetnam í Washington, Tran Van Chuong, sagði í dag af sér stöðu siinni. Hann sagði blaðamönum að hann vildi ekki lengur vera full- trúi stjórnar sem ekki tæki til- lit til ráðlegginga hans. Hann lagðii áherzlu á að hann væri andvígur stefnu stjórnar Diems einræðisherra í trúmálum. Tran Van Choung er faðir frú Ngo Dính Nhu, mágkona einræðis- herrans, en margir telja að hún sé potturinn og pannan í trú- arofsóknum valdhafanna. 1000 handteknir Fregnir herma að herinn í Suður-Víetnaim hafi í nótt hand- tekið fjölmarga stjómmálamenn, menntamenn og menn sem hlið- hollir eru taldir búddistum. 1 gær lýsti Diem yfir herlög- um í landinu. Ferðamaður sem í dag kom til Hongkong frá Saigon full- yrðir að fjórir munkar hafi ver- ið drepnir og 16 særðir þegar herinn réðist á Xa Loi-hofið í gær. í árásinni á aðalhofið í borginni Hue særðust 25 menn þar á meðal fimm stjómarher- menn. Meira en 1000 menn voru handteknir. Frú Ngo Dinh Nhu, hin hataða mágkona Diems einræðisherra, „Valdarán“ Bróðir Diems einræðisherra, Ngo Dinh Nhu, sakaði í dag búddatrúarmennina um að hafa ráðgert að hrifsa völdin í land- inu. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði sýnt þeim mikinn velvilja en þeir launað með því að gera hofin að miðstövum fyrir sam- særi og áróður gegn stjórninni. Sagði Nhu að búddistar hefði safnað saiman vopnum í hofun- um og skráð þar liðsmenn til þess að hrifsa völdin Fundur í Bankok Forsætisráðherra Thailands, Sharit Tanarat, gat um það í dag að bráðlega myndu full- trúar frá öllum búddatrúar- löndum koma saman í Bank- ok til þess að ræða um ástand- ið í Suður-Vietnam. Banda- ríkjamenn sem starfamdi eru í landinu munu nú mjög ugg- andi vegna trúarbragðaofsókna Diems o.g telja að hætt sé við því að með þeim fari skjól- stæðingur þeirra sér að voða. Yfirlýsing frá Róm Málgagn páfastólsins' í Róm, Observatore Romano, sagði í dag að rómversk-kaþólska kirkj- an harmaði og fordæmdi allar ofbeldisaðgerðir, hver svo sem fremdi þær. Hélt blaffiið því fram að atburðirnir í Suður- Vietnam væru pólitísks eðlis en ekki trúarlegs. Blaðið sagði að kirkjan hefði gert og myndi gera tilraun til að miðla mál- um. Til þessa hefur Diem einræðisherra látið sér nægja að murka lífið úr skæruliðum þjóðfrelsis- hreyfingarinnar og hafa Bandarikjamenn stutt hann við þá iðju af ráðum og dáð. Nú hefur Diem einnig snúið sinum bandarísku vopnum gegn Búddatrúarmönnum og kannski bíða einhverra svipuð örlög og skæruliðanna á myndinni. T Lestarránið mikSa al um heim allan LONDON 22/8 — Aðeins þrem- ur klukkustundum eftir að Scot- land Yard lýsti eftir’ þremur mönnum sem grunaðir eru um að vera viðriðnir lestarránið mikla við Cheddington var einn þeirra færður á lögrcglustöð í London og teklinn til yfirheyrslu. Maður þessi er bóksali að at- vinnu og heitir Charles Wilson og fannst í London. Lögreglan hefur sent myndir og lýsingar af mönnunum þremur til allra landa heims og var það gert skömmu eftir að handtekin Öll vinna viS Álaborgarhöfn liggur niBri ÁLABORG 22/8 — Öll vinna við höfnina í Alaborg hefur legið niðri frá því um hádegi í dag vegna deilu varðandi sænska skipið Hallaren sem liggur I höfninni með farm af suður- afrískum varningi. Hafnarstjórnin fór í morgun 'ram á að 15 menn yrðu valdir il að afferma skipið. Verka- nennirnir neituðu. Var þá hafn- .rskrifstofunum lokað en verka- mennimir svöruðu með bví að eggja niður alla vinnu. Búizt er við því að fulltrúar danskra vinnuveitenda og al- býðusambandsins muni ræða hafði verið „dularfull ljóshærð stúlka", Mary Manson að nafni Henni er gefið að sök að hún hefði tekið á móti og notað 835 pund (um 100 þús. ísl. krónur) af hinu stolna fé. Það var ung- frú Manson sem hafði keypt Austin Healy-bílinn sem fannst í nánd við flugvöllinn í Lond- on á sunnudaginn. Hún hafði greitt bflinn með fimm punda seðlum. Ungfrú Manson verður dregin fyrir rétt á laugardag. Lögreglan í London skýrði frá því í dag að fundizt hefði tals- vert af fimm punda seðlum í ferðatösku á Marylebon-jám- brautarstöðinni. Gert er ráð fyr- ir að taskan tilheyri manni sem fannst dauður á jámbrautartein- unum í nánd við Stratford-on- Avon í gær. Telur lögreglan að maður þessi hafi fallið úr lest- inni fyrir slysni og að seðlarnir í töslcunni sóu hluti af þýfinu. Póstlestin frá Vestur-Englandi kom í dag til London og voru 15 lögreglumenn um borð. Ein- hvér hafði hringt til lögreglunn- ar án þess að segja til nafns og tilkynnt að ráðist yrði á lest- ina. Ekkert gerðist þó á leið- inni. Öryggisráðið munræða um deilu Ssraels « og Sýrlands NEW YORK og TEL AVIV 22/8 — Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur verið kallað saman á fund annað kvöld fil þess að ræða landamæradeilu Israels og Sýrlands. Er gert ráð fyrir að þá muni fulltrúar beggja rik,i- anna leggja fram gögn mál sínu til stuðnings. • 1 Tel Aviv hefur verið skýrt frá því að Levi Eskol forsætis- ráðherra muni á mánudaginn halda ræðu um deilumar á auka- þingfundi. Málsvari Sameinuðu þjóðanna í Jerúsalem hefur skýrt frá því að verið sé að semja skýrslu um árekstrana við landamæri Sýr- lands og Israels og yrði hún send öryggisráðinu. Yfirmaður vopna- hlésnefndar Sameinuðu þjóðanna í Mið-Austurlöndum, Bull hers- höfðingi, ræddi í dag við fulltrúa Israelsstjómar en í gær átti hann viðræður um ástandið við sýr- lenzka forsætisráðherrann Salah Bitar í Damaskus. Síðastliðin sólarhring hefur verið tiltölulega rólegt við landa- vinnustöðvunina "i'.ndl á morgun. í Álaborg á Vilja alþjóilegan grióasáttmála GENF 22/8. — Fulltrúar Italíu og Brasilíu á afvopnunarráð- stefnunnl í Genf mæltu í dag eindregið með því að gerður yrði alþjóðlegur griðasáttmálii sem ekld yrði takmarkaður eingöngu við NATÓ og Varsjárbandalágs- ríkin. Áð undanfömu hafa Sovétrík- in komið fram með tillögu um griðasáttmála milii NATÓ-ríkj- anna annarsvegar og Varsjár- bandalagsins hinsvegar en vest- urveldin hafa ekki fengist. til að ræða þá hugmynd, að því að talið er vegna þess að Aust- ur-Þýzkaland er aðili að Var- sjárbandalaginu. ítalski fulltrúinn í Genf, Francesco Cavaletti, sagði í ræðu sinni að ófriðarhættan væri ekki einungis til staðar í Evrópu heldur einnig meðal landa sem ekki væru aðilar að hann að Sameinuðu þjóðimar ættu að hafa á héndi forgöngu um alþjþðlegan griðasáttmála. Cavaletti kvaðst ennfremur á- líta að erfitt myndi reynast austur- og vesturveldunum að ••x •••'.. - • ' • •• .' ' '■■• komast að samkomulagi um fjölda eftiriitsstöðva á hvors annars yfirráðasvæði. Fulitrúi Brasilíu, Josue de Castro, tók í sama streng og sagði að alþjóðlegur griðasátt- máli sem öll ríki heims gætu gerzt aðilar að myndi draga verulega úr stríðshættunni. Sænski fulitrúinn, frú Alfa Myrdal, sagði að afvopnunarráð- stefnan ætti að taka tii með- ferðar ársgamla tillögu frá Bret- um um að rannsaka á hvern hátt væri unnt að takmarka framleiðslu á hráefnum sem notuð eru við smíði kjarna- vopna og hafa eftirlit með þeim Einbeittir verkfallsmenn á Spáni OVIEDO 22/8 — Spænska stjórn- in fyrirskipaði í gær að fjórum kolanámum í Asturias-héraði skyldi lokað aftur þar sem aðeins lítill hluti námumannanna hafði snúið aftur til vinnu. Námumar voru opnaðar á máudaginn eftir 12 daga vinnustöðvun. Frétta- mönnum í Oviedo ber saman um að þetta sé áfall fyrir stefnu stjórnarinnar og að talsverðar líkur séu til þess að verkfall námumannanna breiðist enn f erk- ar út í héraðinu. neinu hemaðarbandalagi. Sagði birgðum sem nú eru til staðar. Síldarsöltun Framhald af 1. síðn. meira en nokkru sinni fyrr og samningar stærri. Eins og kunnugt er hefur Seyð- isfjörður nú tekið forystuna, sem síldarbær bæði hvað söltun og bræðslu snertir og yfirleitt má segja að í sumar hafi allstaðar verið nóg síld — nema fyrir norðan! 100 metra í jorðu mðri HAZLETON, Pennsylvaníu 22/8 — I dag reyndu björgunarmenn í þriðja sinn að bora göng niður til þriggja námumanna sem lok- aðir cru inni í göngum 100 metra niðri í jörðinni I námu einni í Hazleton í Pennsylvaníu. Hinar borholurnar tvær, sem eru 30 sentimetra í þvermál, hittu ekki á göngin. Einn námumannanna er í hlið- argöngum um sjö metra frá hin- um tveimur og eru göngin á milli þeirra lokuð. Frá honum hefur ekki heyrzt síðan á þriðjudags- kvöld og er þvi óvíst hvemig á- statt er fyrir honum. Hinir tveir eru hughraustir enn sem fyrr. 1 nótt hrópuðu þeir upp til björgunarmannanna: Gefið ykkur nægan tíma. Við höfum verið hér niðri í nokkra daga og fáeinar klukkustundir til eða frá skipta ekki ináli. Krústjoff í Belgrad: Næsta strfð yrði síðasta stríðið BELGRAD 22/8 — Nikita Krú- stjoff, forsætisráðhcrra Sovétrikj- anna. er nú staddur í opinberri heimsókn í Júgóslavíu. 1 dag hélt hann ræðu í Belgrad og sagði meðal annars að Sovétríkin og Júgóslavía hefðu orðið fyrir miklum þjáningum í styrjöldum og ynnu því bæði ríkin eindregið og markvisst að því að tryggja friðinn. Til þess hefðu þau full- tingi allra hugsandi manna. Ef hinsvegar heimsvaldaáinnar legðu út í nýja styrjöld yrði það síðasta stríðið sem þeir fengju tækifæri til að koma af stað þar sem allar friðelskandi þjóðir með Sovétríkin í broddi fylkingar myndu taka á móti. Aðvörun Fréttamönnum í Belgrad ber saman um að þessi ræða hafi verið ný aðvörun til allra þjóða um að forðast kjamorikustríð jafnfeamt því sem Krústjoff tók skýrt fram að í=wétríkin myndu +ú slíks Vantraust á Nehru fellt NEW DELHI 22/8 — Neðri d,eild indverska þingsins felldi í dag með yfirgnæfandi meirihluta, 346 atkvæðum gegn 61, vantraust- tillöguna á stjórn Nehrus. AUir stjórnarandstöðuflokkamir nema kommúnistar stóðu að tillögunni. Einn af elztu leiðtogum ind- verska sósíalistaflokksins1, sem raunar er afturhaldsflokkur, Ram Monahar Lohia, sagði í umræð- unum í gær að stjóm Nehrus væri þjóðarskömm og krafðist þess að forsætisráðherrann segði af sér. Mun Nehru aldrei hafa orðið fyrir svo hörðum árásum og þeim sem fram komu í ræðu Lohias. stríðs kæmi. Tító forseti sagði í svarræðu sinni að stórveldin ættu að kom- ast að samkomulagi um að eyða öllum sínum kjamavopnum og banna frekari framleiðslu slíkra gjöreyðingatækja, ekki sízt vegna þess að einstakur brjálaður mað- ur gæti fundið upp á að beita þeim og þar með hrynt veröld- inni fram af hengifluginu. Tító gat um deilumar milli Kína og Sovétríkjanna og sagði að Júgó- slavía myndi ekki láta undan þeim öflum sem reyndu cð sundra alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingunni í eiginhagsmuna- skyni. Heimsóttu Skoplje Krústjoff og Tító heimsóttu í dag jarðskjálftaborgina Skoplje í Makedoníu og vom ákaft hylltir af íbúum þeim sem eftir eru í barginni. Krústjoff og Tító ræddu við sovézka verkfræðinga sem taka þátt í björgunarstarf- tntí og yfirvöWin í Makedoníu. „Krústioff bandamaður Nehrus" PEKING 28/8 — Alþýðudagblað- ið, málgagn kínverska kommún- istaflokksins. heldur í dag upp- teknum hætti og fer hörðum orðum um Krústjoff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Blaðið seg- ir að síðastliðin fjögur ár hafi Krústjoff ævinlega stutt Indverja í landamæradeilum þcirra viö Kínvcrja. Blaðið segir að með hemaðar- aðstoð sinni við Indverja hafi Sovétríkin svarizt í fóstbræðra- lag með heimsvaldasinnum til höfuðs Kína ,og fullyrðir að í fyrra haust hafi indverski herinn beitt sovézkum.vopnum gegn Kínverj- um. I 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.