Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. september 1963 M6SVIUINN SlÐA 3 Listamenn / g&ngunni mikiu i Washington Ein syndin býður annan heim: Vestur-þýzkir kratar komnir enn hér í Alþýðuf lokksboði Svo er að sjá, sem Alþýðuflokkurinn íslenzki hafi komizt í nýjan skólasjóö', að minnsta kosti virðist flokkinn ekki skorta fé. í fyrra um þetta leyti spandi flokkurinn út hingað fjóra vestur-þýzka krata, og er nú svo hug- ulsamur að endurtaka þann leik. Það er þó aðeins for- ingi sendinefndarinnar í fyrra, dr. Gerhard Walther, sem hingað kemur nú. Eru meðreiðarsveinar hans nýir af nálinni, en virðist af svipaðri gerð og hinír fyrrí. I göngunni miklu scm farin var í Washington í vikunni sem leið tii að mótmæla kynþáttamis- réttinu og krefjast fullra mannréttinda handa öllum þegnum Bandríkjanna, hver sem hörunds- litur þeirra er, tóku margir kunnir listamenn þátt, bæði hvítir og þeldökkir. A myndinni sjást fjórir þeirra, taliö frá vinstri: Leikarinn Charlton Heston, bak við hann söngvarinn Harry Bela- fonte, þá hinn kunni þeldökkii rithöfundur James Baldwin, og loks Marlon Brando. I baksýn sést styttan af Abraham Lincoin. Bólusótt komin upp I ÚDAPEST 2/9 — Á mánudag var Búdapest, höfuðborg Ung- verjalands, lýst' bólusýkt svæði. Hefur komið upp grunur um það, að maður á hóteli nokkru í borginni sé veikur af bólu- sótt. ■' Á Hótel Royal í Búdapest, en svo nefnist gistihúsið, dveljast fjöldi manns. Hefur gistihúsið verið algjörlega einangrað síð- ustu tvo sólarhringa, og hafa beir er inni sitja aðeins haft samband við umheiminn gegn- um síma. Ungverska fréttastofan MTI neitaði því á mánudag, að rétt- ar væru fregnir erlendra blaða þess efnis, að mörg grunsamleg sjúkdómstilfelli hefðu fundizt í borginni. Skömmu síðar kom svO tilkynningin um það, að borgin öll væri lýst bólusýkt svæði. Heilbrigðisyfirvöld í Austur- ríki hafa tilkynnt það, að 28 manns hafi verið settir í sótt- kví er þeir komu frá Búda- pest, en þar bjuggu þeir á Hó- tel Royal. Eru þeir allir aust- urrískir borgarar. Þá hafa dag- blöð í Vín gert harða hríð að ungverskum heilbrigðisyfirvöld- um. Eru þau sökuð um það að hafa ekki látið nógu snemrna til skarar skríða, eftir að upp kom grunur um bólusótt í borginni. Segja blöðin ennfremur, að eftir að þessi grunur vaknaði hafi þúsundir ferðamanna haldið inn í Austurriki frá Ungverjalandi án þess að nokkuð eftirlit væri með þeim haft af hálfu heil- brigðisyfirvaldanna. Þrjátíu silfurpeningar Framhald af 10. síðu. Islendingar irnnna að búa að sjómönnum sínum. Þetta verður stærsti togarinn í flota okkar Grimsbymanna og er það miðað við togara með síðutroll. Skuttogarar eru kannski lengri. Aðspurður segir hann, að ekki sé ákveðið hvort hann verði með skipið í framtíðinni. Hann siglir skipinu til Grims- by sem happafeng. Dapur eins og íslendingur Englepdingur nokkur stóð á þilfarinu með hornspangagler- augu og kaupmennskuglampa í auga og leit af mikilli velþókn- un á allt um borð. Þetta er sjálfur refurinn í við- skiptunum, hugsaði ég. Hann kynnti sig sem umboðs- mann Þórarins Olgeirssonar og virðist hafa afskipti af þessari sölu, en fyrirtæki Þórarins hefur oft haft milligöngu á viðskipt- um Englendinga og Islendinga á liðnum árum og hirðir þá vænt- anlega álitlegan umboðsgróða af sölu skipsins til Rosshringsins. 1 þessu leynimakki liggur þetta þó ekki á hreinu. , Hann heitir Harry Rinovia og er búsettur í Grimsby. Mr. Rinovia segist þekkja fleiri Islendinga en landa sína í Grims- by. Hann hefur haft afskipti af íslenzkum togarasjómönnum í 30 ár. Hafa Islendingar vit á tog- araútgerð, spurði ég. Mr. Rinovia hló. Well, — hann yppti .öxlum. Sölustuðið var greinilega ekki runnið af honum. Ánægður með skipið? Hann hló aftur. Well. — yppti öxlum. Þér eruð í góðu skapi, sagði ég. Mr. Rinovia varð allt í einu alvarlegur. Hann var dapur eins og Is- lendingur. Enskir kaupsýslumenn eru var- kárir á hnímsmarkaði *.m. Hörð mótmæli KUALA LUMPUR 2/9 — Rik- isstjómin í Malaya tilkynnti það í dag, að hún muni bera fram hin hörðustu mótmæli við ensku stjómina sökum þess, að Eng- lendingar hafa veitt Singapore sj'álfstæði og samtfmis veitt Sara- wak og ensku Norður-Borneo sjálfsforræði. Árás þessi á ensku stjómina var opinber ger í tilkynningu, sem gefin var út eftir stjórn- arfund í Kuala Lumpur á mánudag. Var stjómin kvödd saman í miklum flýti. 1 til- kynningunni segir ennfremur, að stjórn Malaya íhugi nú það á- stand, sem skapast hafi vegna þess, að stjóm Singapore hafi tekið stjóm vamarmála í sínar hendur. Sé slíkt algjörlega ó- löglegt, og muni stjórnin sem fyr.r segir bera fram harðorð mótimæli við ensku stjómina. Þá segir enn í tilkynningu stjómarinnar, að húh hafi tekið til athugunar stöðu Sarawak og Norður-Bomeo, og muni krefja ensku stjómina skýringa á því, hversvegna hún grípi til að- gerða, sem séu andstæðar sam- komulaginu um Malaysia-sam- bandið, aðeins hálfum mánuði áður en sambandið sé stofnað. Lýst var yfir sjálfsforræði Borneo og Sarawak i síðustu viku. Singapore hefur þegar sjálfsforræði í eigin málum, en forsætisráðherrann þar hefur tilkynnt það, að þangað til Malaja-sambandið sé stofnað. hafi Singapore fullt vald yfir varnarmálum og utanríkismál- um. 1 gær áttu fréttamenn tal við þær lýðræðishetjumar, en allar eru þær frá Vestur- Berlín og tala um Willy Brandt með þvílíkri aðdáun, að ætla mætti, að um guðlega vem væri að ræða. Dr. Walther hafði að vanda orð fyrir krötunum. Til- lcynnti hann Islendingum ■ þær gleðifregnir, að Willy Brandt ætlaði sér að koma í stutta heim- sókn til landsins á næsta vori. Væri heimsóknin að tilhlut- an Alþýðuflokksins, en þó yrði um opinbera heimsókn að ræða! Dr. Walther ber öll einkenni atvinnustjómmála, talar slétt og fellt, en segir fátt eða ekkert. Stefna Berlínarkrata gagnvart Austur-Þýzkalandi og Sovétríkj- unum kvað hann hafa verið á- kveðin á krataþingi í Hamborg nýlega. Væri þetta ný stefna, sem þegar hefði hlotið stuðning eins ráðherra í Bonn, er Barzél heitir og er svokallaður ráðherra samþýzkra mála. Jafnframt þessu tók hann það fram, að stefna sú er ríkt hefði í þess- um málum til þessa væri röng. Þar er skemmst frá að segja, að þegar fréttamenn spurðu hver væri þessi nýja stefna ag hvað væri rangt í stefnu Bonn-stjóm- arinnar, leystist allt hjal krat- anna upp í reyk. Eftir japl og jaml og fuður skilgreinéB dr. Walther hina nýju stefnu og muninn á henni og þeirri gömlu þannig, að sósíaldemókratar vildu auka samskipti við Aust- ur-Þýzkaland, en tilhneiging hefði veríð gegn slíku áður. Er þar með lýst hinni „nýju stefnu“ og virðast þannig vestur-þýzkir kratar hafa tileinkað sér þá sér- stöku tegund rökvísi, sem áður hefur verið talin eitt helzta ein- kenni bræðraflokksins á Islandi. Þess skal að lokum getið, að Pétur Einarsson, hagfræðingur, þýddi mál Þjóðverjanna af mik- iUi prýði. Ungkrati sá er Þjóð- verjunum fylgdi, kvað enn mega vænta slíkrar heimsóloiar á næsta ári. Er honum vinsamlega bent á að ofnota ekki dr. Ger- hard Walther, en fá annan for- mann næstu sendii'.efndar. Leita hælis hjá Bandar.mönnum SAIGON 2/2 — Þrír Búdda- múnkar beiddust í dag hælis í bandaríska scndiráðinu. Her- stjómin í Suður Viet-Nam hef- ur krafizt þess harðlega, að munkarnir verði framseldir. Ekki hafa þó Bandaríkjamenn orðið við þeim tilmælum, en Krústjoff ó förum BELGRAD 2/9 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjamna, og Tito, forseti Júgóslavíu, komu í dag til Belgrad í sérstakri hraðlest Titos forseta. Höfðu þeir þá verið á 3500 km. langri hringferð um Júgóslavíu. Heim- sókn Krústjoffs lýktir. ,á þriðju- dag. Meinað að sækja Eílinhorprhátsð LONDON 2/9 — Utanrikisráð- herra Englands, Hume lávarður, hefur ákveðið að neita Austur- Þjóðverjum að taka þátt í Ed- inborgarhátíðinni. Talsmaður ut- anríkisráðuneýtisins lagði á mánudag fram yfirlýsingu þess efnis, að þær hindranir, sem lagðar séu í veg Austur-Þjóð- verja, sem ferðast vilja í Eng- landi og öðrum Natolöndum, séu afleiðing sameiginlegrar stefnu, sem lönd Atlanzhafsbandalagsins hafi ákveðið. Sýrland og írak mynda bandalag DAMASKUS 2/9 — Sýrland og Irak hafa nú ákveðið að stofna fullkomið efnahagsbanda- lag og jafnframt að er ætlunin að koma á sameiginlegri stjórn allra hermála. Þetta var tilkynnt í Damaskus síðari hluta mánu- dags, og hafa þá staðið yfir vikulangar umræður um þetta mál í höfuðborg Sýrlands. Það eru fulltrúar frá ríkis- stjórn Sýrlands sem setið hafa á fundum undanfnrið með sendi- nefnd frá Irak. Var sendinefnd Iraks undir forystu forseta lands- ins. Segir í tilkynningunni, að löndin tvö séu sammála um að skapa þurfi samkomulag í hin- um arabíska heimi og skapa betri skilyrði fyrir sameiningu arabískra byltingarafla, svo standast megi hóturiina frá Israel. Þá segjast löndin tvö kunna vei að meta afstöðu Sovétríkj- anna til Arabaríkjanna, og hrósa þeim fyrir stuðning þeirra við málstað friðar og réttlætis í umræðum öryggisráðsins um á- tökin á landamærum Sýrlands og Israel nú fyrir skemmstu. I öryggisráðinu greiddu Sovét- ríkin atkvæði gegn ensk-amer- iskri tillögu, sem fordæmdi dráp Sýrlendinga á tveim íbúum Israel. Ekki eru þó öll Arabaríki jafn hrifin af þessu nýja banda- lagi. Egypska útvarpstöðin Rödd Araba gerði í dag harðá hríð að því er útvarpið nefndi fas- istana í hinum ríkjandi Baath- flokki í Sýrlandi. Hvatti út- varpsstöðin Sýrlendinga til þess að gera upprejsn gegn hinni nýju stjóm landsins. Sending- unni var útvarpað rétt áður en sagt var frá viðræðum land- anna tveggja. lýst því yfir, að þeir megi dvelj- ast í sendiráðinu eins lengi og þeir vilji. Talið er, að þetio muni enn verða til þess að versni sam- komulagið milli Bandaríkja- stjómar og stjórnar Diems, en það hefur eins og kunnugt er af fréttum farið hríðversnandi síðan trúarbragðaofsóknirnar hófust fyrir alvöm í Suður Víet-Nam. Allir eru menn þess- ir háttsettir Búddamunkar. Hef- ur herstjómin gefið einum þeirra kommúnisma að sök. Á fundi með fréttamönnum í Saigon ásakaði herstjórinn þar í borg, Ton That Ðirih, komm- únista og alþjóðlega samsæris- menn fyrir að reyna að steypa stjóm Diems af stóli. Þá hefur dagblað eitt í Suður Víet-Nam haldið því fram, að leyniþjón- usta Bandaríkjanna, C.I.A. hafi kostað samsæri til þess að losna við Diem. Brá talsmaður banda- ríska sendiráðsins í Saigon við hart, og lýsti því yfir, að frétt- in væri rugl. Dagblaðið, sem kveðst hafa áreiðanlegar erþendar heimildir fyrir frétt sinni, segir C.I.A. hafi notað milli 10 og 24 millj- ónir dala til þess að magna andúð á ríkisstjóminni með Búddatrúarmönnum, og skapa þannig aðstæður, sem einkennd- ust af taugaæsingi. Hafi svo byltingartilraunin átt að ske í slíku andrúmslofti. 1 Saigon er nú uppi þrá- látur orðrómur um byltingartil- I raun gegn stjóm Diems. Líkamsárásir Framhald af 1. síðu. heimilið. Á . meðan hann beið gekk hann um á stéttinni. Komu þá tveir ungir menn á móti honum og segir hann að þeir hafi verið um tvitugt, báðir dökkhærðir og dökkklæddir en annar talsvert hærri. Um leið og þeir ganga framhjá manninum sló annar þeirra hann mikið högg fyrir bringspalirnar svo að hann féll við. Fann hann fyrir fleiri höggum en missti síðan meðvitund. Um það leyti sem maðurinn rankaði við bar þarna að lög- reglubíl og óku lögreglumennirn- ir manninum heim til sín. Veitti hann því ekki athygli fyrr en morgúninn eftir að stolið hafði verið pénigaveski hans með tólf til fjórtán hundruð krónum í peningum. ávísanahefti o.fl. Síða'ri árásin var framin um kl. 1.30 um rióttina. Var það 63 ára gamall maður sem fyrir henni varð. Hann hafði verið í Glaumbæ og gekk þaðan niður í miðbæ. í Austurstræti hitti hann tvo pilta og ber lýsingu hans á þeim saman við lýsingu hins mannsins á piltunum tveim sem frömdu árásina á Hring- brautinni. Piltarnir tóku mann inn tali og buðu honum að súpj á hálfflösku af brennivíni sen þeir voru með og þáði ham það. Buðust þeir síðan til þes að aka honum heim. Tóku þei leigubíl og óku heim ti mannsins og bauð hann þeim a< koma inn. Gengið er inn ti mannsins úr porti bak við hús ið. Fóru piltarnir með honun inn í portið og tók hann upj lykla til þess að opna dyrnai Heyrir hann þá að annar pilt anna segir: Nú! og í sama bi! fékk hann mikið högg á höfuð ið svo að hann féll við. Ham ætlaði að rísa á fætur aftur ei piltamir börðu hann þar ti hann missti meðvitund. Þegar maðurinn kom til sjálf sín aftur náði hann í bíl og ól á slysavarðstofuna 'til þess a láta gera að sárum sínum ei uppgötvaði þá að búið var a stela 2000 krónum í penirtgun úr veski hans. Maður þessi er heilsuveill oi þurfti hann að fara á sjúkra hús. Lögreglunni hefur enn ekk tekizt að hafa hendur í hár árásarmannanna. i í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.