Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA HðÐVILIINN Þriðjudagur 3. september 1963 Ctgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósiaiistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Uppgjöf gjarni Benediktsson dómsmálaráðherra segir í Morgunblaðinu í fyrradag að Milwoodmálinu ljúki nú á ákjósanlegan hátt, þar sem formleg að- staða hafi fengizt til þess að dæma skipstjórann fjarstaddan og innheimta væntanlegar sek'tir af tryggingarfé því sem skilið var eftir þegar Mil- wood var sleppt. En ráðherrann hefur áður lýst yfir því í viðtali við Morgunblaðið að deilan við skipstjórann á Milwood væri aðeins annar þátt- ur málsins og veigaminni; miklu alvarlegri væri deilan við brezk stjórnarvöld vegna hins „grófa brots“ embættismanna hennar. [ samræmi við það sendi íslenzka ríkisstjórn'in Jþeirri brezku tilteknar kröfur. í fyrsta lagi fór hún fram á að brezka ríkisstjórnin framseldi skip- stjórann á Milwood, þar sem brezka flotanum hefði verið beitt í trássi við alþjóðalög og samn- inga til þess að koma honum undan íslenzkum löggæzlumönnum.' í annan stað krafðist ríkis- stjórnin þess að skipherranum á Paliser yrði refs- að fynr augljos brot a íslenzkum logum og al- þjóðlegum og fyrir að gangá í berhögg við land- helgissamning Breta og íslendinga. JJrezká ríkisstjórnin hafnaði þessum kröfum báð- um. Hún neitaði að framselja Smith skipstjóra, og hún fór lofsamlegum orðum um framferði skip- fierrans á Paliser og kvaðst taka á sig fulla ábyrgð á gerðum hans. Þar með hafði hversdagslegt veiði þjófnaðarmál breytzt í alvarlegt milliríkjamál; svar brezku stjórnarinnar jafngilti því að hún neitaði að virða landhelgissamning þann sem hún hafði sjálf undirritað tveimur árum áður og á- skildi sér rétt til þess að beita flota sínum til værndar mönnum sem brytu samninginn. Og nú stóð ríkisstjórn íslands uppi eins og þvara og dirfðist ekki að halda, áfram sínum eigin mála- tilbúnaði. Hefði þó bæði verið rökrétt og sjálf- sagt — eins og margsinnis var bent á hér í blað- inu — að fella tafarlaust niður undanþágur Bre'ta innan 12 mílnanna, eftir að brezka stjórnin sjálf hafði lýst yfir því að hún stæði ekki að sínu leyti við samningsákvæðin um það efni. jgjarni Benediktsson afsakar hina algeru uppgjöf sína í milliríkjadeilunni með því að hann hafi ekki viljað „efna til ófriðar við Breta“. Það ér rétt hjá ráðherranum að hægt er að reyna að kaupa sér „frið“ með því að .gefast ævinlega upp og láta allt yfir sig ganga. En þjóðir sem þannig hegða sér uppskera raunar ófrið sem stendur með- an hægt er að ræna þær nokkrum rétti; og hvei halda menn að landhelgi íslendinga væri nú ef fylgt hefði verið því sjónarmiði? Engu að síður er þessi skilgreining ráðherrans rétt lýsing á stefnu ríkisstjórnarinnar, og því fór vel á því að núnt minnist fimm ára landhelsisafmælis með því einu að gefast enn einu sinni upp fyrir brezku valdi. — m. á sunnudaginn með 4 gegn 3 Landsliðið sigraði pressuna er liðin mættust á sunnudag-' inn á Laugardalsvellinum sem var háll og hinn erfiðasti við- ureignar en þrátt fyrir það stóðu leikmenn furðanlega á sínum tveimur og út af fyrir sig er það vel af sér vikið. Það hlýtur að vita á gott þegar landsliðið er farið að sígra pressuna, en það hefur ekki gerzt nú um langan tíma. Signr gegn Bretum ætti því alveg eins að geta orðið stað- reynd, því ekki það? Að vísu fékk landsliðið tvö mörk gef- ins, pressan setti sjálfsmark og svo skoraði landsliðið eitt sinn úr greinilegri rangstöðu en þetta eru mörk líka, einnig rangstöðumarkið ef dómarinn leggur blessun sína yfir það. Úrskurði dómarans verður ekki breytt svo glatt. Leikur þessi var ekki jafn slæmur og leikir af þessari tegund eru vanir að vera því það brá fyrir góðum köflum hjá báðum liðum og fjölmörg spennandi augnablik voru í leiknum og svo gerðu mörkin sjö sitt til að gera leikinn skemmtilegan. Einnig óvenju góður leikur Ríkarðs Jónsson- ar setti spennu í leikinn en Ríkharður lék nú sinn bezta leik um langan tíma. Ríkharð- ur miinnti mjög á sína góðu görnlu daga með leik slnum og var það átakanleg sjón er hann féll rétt fyrir leikslok eftir samstuð við varnarmann pressunnar og var borinn útaf vellinum í sjúkrabörum. Síð- ar kom í ljós að Ríkharður var lítið meiddur og var það tilkýnnt í hátala valíarins við mikinn fögnuð áhorfenda. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og átti pressan ekki minna i þeim hluta leiksins enda lauk honum með jafn- tefli 2:2. Það var mjög slæmt fyrir landsliðið að Garðar skyldi ekki geta leikið með, enda kom það á daginn, að þeim gekk erfiðega að ná tök- um á miðjunni. Það er; skil- yrði fyrir góðum lei'k að hafa undirtökin á miðjunni og var það ekki fyrr en í s'íðari hálf- leik sem landsliðinu tókst að ná þar völdum. Pressan var fyrri til að skora og kom fyrsta markið á 2. mín. leiksins. Hermann Gunnarsson lék upp h. megin á syðra markið og spyrnti skoti að marki, er Helgi Dan. hálf varði, sló knöttinn fyrir markið til Skúla Hákonarson- ar sem ekki var lengi að nýta þetta óvænta tækifæri og skoraði í autt markið. 1:0. Landsliðið sótti síðan næstu 10 mín. og áttu þeir nokkur ágæt tækifæri að marki en öll höfnuðu þau framhjá stöng. Skúli Hákonarson komst því næst í sæmilegasta færi en spyrnti þrumuskoti í þverslá. Landsliðið jafnaði á 14. mín. er Axel lagði 'knöttinn til Ríkjharðar, sem spyrnti fast að marki og Hreiðar hugðist hreinsa en spyrnti í eigið mark. 1:1. Landsliðið náðiför- ustu stuttu síðar er Gunnar Felixson skoraði úr greinilegri rangstöðu mjög auðveldlega og aftur hittist þannig á að Einar Hjartarson var línu- vörður en Heimir markv. Heimir sagði ekkert að þessu sinni en bölvaði eflaust í hljóði. Pressan jafnaði um miðjan hálfleikinn eftir ágætan sam- leik og var það hinn efnilegi Hermann Gunnarsson sem rak þar endahnútinn á er hann skoraði úr dauðafæri. 2:2. Snemma í síðari hálfleik komst Skúli Hákonarson I mjög gott færi en Helgi Dan. kom út á móti og bjargaði glæsilega. Á 8. mín náði Helgi Daníelsson, markvörður Jandsliðsins, grípur knöttinn. Skúli Hákonarson er aðeins of seinn. Ljósm. Bj. Bj.). landsliðið forustu en þáð var Sigurþór sem skallaði yfir Heimi sem stóð full framar- lega og náði því ekki knett- inum sem fór yfir hann í net- ið. Á 14, mín. átti Ríkharður glæsilegan skalla á mark upp úr hornspymu frá Axel en Jón Leósson bjargaði á mark- línu einnig með skalla efst í horni marksins. Og stuttu sið- ar átti Ríkharður aftur fastan og gæsiiegan skalla að marki en því miður fékkst mark ekki skorað. Pressan jafnaði á 18. mín. er Skúli komst inn í sendingu frá Jóni Leóssyni til Helga Dan, og skoraði laust framhjá Helga í stöng og inn. Svo laust var skot Skúla að knött- urinn hafði rétt kraft til að fara innfyrir marklínuna og Bjarni Felixson kom aðeins broti úr sekúndu of seint til að geta bjargað. Stuttu síðar var Gunnar Felixson kominn einn innfyrir og átti ekkert annað eftir en að skora en Heimir sá við honum og varði mjög vel, varpaði sér glæsi- lega á knöttinn og sló til hliðar. Siguntnarkið setti Gunnar Felixson rétt fyrir leikslok laglegu skáskoti af 15 m færi framhjá Heimi sem var frem- ur illa staðsettur að þessu sinni. Landsliðið var nokkuð Framhald á 6. síðu. Meistaramót Reykjavíkur haldið 14.—16. sept. Framherjar blaöaliðsins. Fremri röö frá vinstri: Gunnar Guð- marmsson og Skúli Hákonarson Aftari röð frá vinstri- öru ^tein- sen, Hermann í Val og Steingrímur Björnsson. (Ljósm. Bj.B.). Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum verður haldið í september á Melavell- inum. Fer fyrrihlutinn fram 9. og 10. sept., en aðalhlutinn 14, 15. og 16. sept. Keppn’sgreinar verða þess- ar: 9. sept.: Fyrri hluti tug- þrautar, 10000 m hlaup. 10. seit.: Síðari hluti tug- þrautar, 3000 m hindrunar- hlaup. 14. sept.: 200 m — 800 m 400 — m gr. — hástökk — langstökk — kúluvarp — spjótkast. 15. sept.: 100 m - 400 m — 1500 m — 110 m gr. — stangarstökk — þrístökk — kringlukast — sleggjukast. 16. sept.: 4x100 m — 4x400 m — 300.0 m fimmtarþraut. Með tugþrautarkeppninni 9. og 10. sept. verður efnt til aukakeppni í þessum greinum: 100 m — 400 m — 1500 m — 400 m hl. sveina — 400 m hl. kvenna — kúluvarpi — kringlukasti og sleggjukasti. Tilkynn:ngar um þátttöku sendist skrifstofu vallarstjóra á Melavelli fyrir föstudags- kvöld 6. sept. Um framkvæmd mótsins annn'-.t frjálsíþróttadeildir IR og KP. l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.