Þjóðviljinn - 29.09.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. september 1963 HðÐVILIINN SÍÐA 2 Á haustkyrrum sólskinsdög- ^ um heilsar Dýrafjörður ókunnum gesti með svo ó- væntri fegurð af samstöðu nakinna fjalla og strandar og sjávarflatar að hún snertir hann djúpt og greypir í hug honum skíra mynd og töfr- andi, sem er íslenzkust allra mynda, enda meginefni henn- ar: fjörðurinn, óvíða til á hnettinum. Blaðamaður fer helzt ekki í sumarferð í orlofi til að ástunda blaðamennsku. En ekki telst það til brota á þeim sannindum að snúa sér í lok örstuttrar dvalar til heima- manns og rispa upp almenn- ar fréttir um atvinnulíf og menningarmál á staðnum. Mér varð nú í haust að biðja Guðmund Friðgeir Magnús- son, formann Verkamanna- félagsins Brynju á Þingeyri, að fræða mig um nokkur slík atriði. Friðgeir er raunar sjómað- ur fyrst og fremst, var að hætta róðrum á trillunni sinni, eivbann hefur í sumar sem oftar sótt sjóinn einn á báti. HaTm kom heim úr síð- asta róðri-^umarsins á „Stíg- anda“ glaður og reifur, þó aflinn væri rýr þann daginn, með svolítið hreistrugt ferða- útvarpstæki í hendinni. Svo eðlilegt er að byrja að tala um bátasjómennsku. — Þú vinnur á fámennum viimustað í sumar! — Já, ég hef lítið unnið landvinnu frá 1949 að foreldr- ar mínir fluttu til Þingeyrar; alltaf verið á sjó á veturna og tíu sumur á sjó, þar af tvö á síld. Trilluútgerð — Og þú telur að trilluút- gérðín eigi rétt á sér? — Já, tvímælaiaust, hana þyrfti að auka, jafnhliða út- gerð stærri báta. Á stöðum eins og hér á Vestfjörðum þar sem varla kemur til greina að lögð verði upp síld má heita að víða sé afli litlu bátanna eina hráefnið að sumrinu. — Hvað kostar bátur eins og „Stígandi“? — Hann gæti sjálfsagt kostað nú um 120 þúsund nýr með vél. En reksturskostnað- urinn er furðulega lítill, við þær veiðar sem helzt er hægt að stunda af litlum bátum, handfæraveiðar, sem þegar bezt lætur gætu staðið frá 15.—20. maí fram í miðjan o'któber. — Hvað gæti reksturs- kostnaður á mánuði komizt lágt að meðaltali ? — Hann þyrfti ekki að vera nema um eitt þúsund krónur, segir Friðgeir og nefnir til sönnunar alla helztu útgjalda- liðina. — Og hvað hefurðu svo aflað í sumar? — 1 sumar hef ég eiginlega ekki stundað sjóinn nema tvo mánuði, júlí og ágúst. Það voru 26 róðrar og aflinn 15.350 kg., fiskurinn er seldur slægður með haus; aflaverð- mætið er kringum 50 þúsund krónur — Hvernig er að vera svona einn á báti? — Eg kann ágætlega við það, og oft fiskast vel á eitt færi á bát. Báturinn er lítill, ég kem alltaf að á sama sól- arhringnum. — En er það ekki einmana- legt? — Ekki finn ég fyrir því! Útvarpið á þóftunni og múkk- arnir i kringum mann er góð tilbreytni. (Útvarpið! Mér hafði ein- mitt flogið í hug að margt hefði breyzt iíka á smábátum, frá því ég var sjómaður, þeg- ar ég sá Friðgeir koma frá bát sínum með ferðatækið í hendinni). — Þú telur að trilluútgerð- ina ætti að auka? — Já, opnir bátar af stærð- inn 2i/2—4 tonn geta verið heppilegir til handfæraveiða, og eins þilfarsbátar 6—10 tonn, en af þeim er einnig hægt að stunda línuveiðar með góðum árangri. Það geta komið ár þegar betur aflast með því að nota líka lóðir. — Er langsótt á miðin héð- an? — Það eru árabil að því hvað langsótt er, en venjulega er hálfs þriðja til þriggja tíraa keyrsla á miðin, þau næstu eru út af Slétfanesi og Barðanum. Svo er sótt vestur undir Kóp og misjafnlega langt til hafs. Þingeyrarbátar og aflabrögð — Og hver hefur svo flot- inn frá Þingeyri verið í sum- ar? — Héðan hafa róið fimm smábátar, tveir opnir og þrír þilfarsbátar 5—10 tonn, fjórir heimabátar og einn frá Reykjavík. Einn 46 tonna bát- ur réri með línu tæpa tvo mánuði, en afli var mjög treg- ur, hann er nú farinn á rek- netaveiðar í Isafjarðardjúpi. Tveir bátar voru gerðir út á síld, annar fékk mjög lítinn afla og er hættur veiðum, hinn hefur aflað sæmilega, Framnes heitir hann, nýr bát- ur, var keyptur hingað 1 vor, um 160 tonn, hann er búinn að fá rúm 10.800 mál og tunn- ur. Fjórði báturinn héðan, Fjölnir, var leigður til póst- flutninga á Isafjarðardjúpi í staðinn fyrir Fagranesið þeg- ar það brann. — Og hvernig hefur aflazt? — Á færabátunum hefur afli verið í meðallagi góður, en af ýmsum ástæðum byrj- uðu þeir óvenjulega _ seint, ekki fyrr en seint í júní. — Hefur fiskigengd á grunnmið aukizt eftir land- helgisstækkunina ? — Stækkunin var tvímæla- laust til stórbóta. Það er á- berandi hvað ýsugengd hefur aukizt á grunnmiðum eftir út- færslu landhelginnar, þorsk- afli jókst einnig fyrst eftir útfærsluna. Sú aukning hefur þó ekki orðið eins og vænta hefði mátt og jafnvel dregið úr fiskigengd aftur, það gæti verið vegna stóraukinna fisk- veiða á Breiðafirði og jafnvel af vöidum dragnótarinnar. — Ertu á móti dragnót- inni? — Já, ég held hún sé til bölvunar, hún virðist stunduð aðallega til þess að veiða þorsk og ýsu, enda kolinn ill- seljanlegur. Og til þess að veiða þorsk og ýsu eru aðrar aðferðir áreiðanlega heppi- legri. Sjómönnum virðist líka vísindalega eftirlitið sem vera átti með dragnótaveiðunum minna en skyldi. Meiri friðun og skipulagðar veiðar — Hvaða verkefni telurðu mikilvægast varðandi þessi efni? — Að vinna markvisst að friðun landgrunnsins, að við helgum okkur landgrunnið. Það er mikið mál, en hitt er auðveldara og brýnt nauð- synjamál, að við skipuleggjum betur hve mikið magn megi veiða, hvernig er veitt og hvar er veitt. Og það ætti að miða miklu meira við það að koma með fiskinn sem gott hráefni að landi en nú er gert. — Hefurðu eimhverjar sér- stakar ráðstafanir í huga? — Það er áreiðanlega brýn nauðsyn t.d. að friða viss hrygningasvæði, sjómenn hér á Vestfjörðum telja það mjög aðkallandi. 1 vetur var mik- ill göngufiskur í Breiðafirði, kominn þangað til að hrygna, veiddur í net alveg takmarka- laust. Það er margra álit að slík rányrkja megi ekki eiga sér stað, friða verði viss svæði innan fjarðarins svo fiskurinn geti hrygnt. — Er mi'kið um ágang er- lendra fiskiskipa á grunnmið- um? — Nei það er orðið frekar lítið hér út af Vestfjörðum miðað við það sem áður var. Þó virðast Norðmenn vera að færa sig til Islands meir og meir. Mönnum fannst ein- kenniiegt í sumar að sjá þrjá norska hrefnuveiðibáta hér að staðaldri úti fyrir Dýrafirði í 2—3 vikur, stundum í land- helgi, Ekki hefur orðið vart við undanfarið að þeir væru svo grunnt að veiðum, þó þeir hafi stundum komið inn að sumrinu að taka olíu og vatn. Það virðist einnig aukast að Norðmenn stundi aðrar veiðar fyrir Vestfjörð- ura, lúðuveiðar og veiðar í salt. — Hvernig liggur Þingeyri við útgerð? — Útgerð ætti að eiga hér framtáð fyrir sér, en þó er dálítið erfiðam að stunda sjó héðan á vetrum en frá sum- um öðrum vestfjarðahöfnum. Þegar sótt er suður undir Röst og á Breiðafjörð höfum við verri aðstöðu en bátar frá Patreksfirði og Tálknafirði, og hinsvegar liggja miðin við Djúpálinn betur fyrir bátum við Isafjarðardjúp. Þetta um vetrarveiðarnar á einnig við um Bíldudal, en á sumrin gengur ftókur oft í Amar- fjörð og Dýrafjörð. Landvinna á Þingeyri Hvað er svo gert við aflann þegar hann er kominn á land á Eingeyri ? — Þá er tvennt til: að hann Guðmundur Friðgeir Magnús- son formaður Verkamannafé- lagsins Brynju á Þingeyri. sé unninn í hraðfrystihúsinu eða í saltfiskverkun. Tvær fiskvinnslustöðvar em á staðnum. Hraðfrystihúsið er eign Kaupfélagsins, og Fisk- iðja Dýrafjarðar, sem hefur saltfiskverkun. Báðar stöðv- arnar hafa svo allmikla skreiðarverkun, smáfiskurinn fer allur í skreið. — Og fæst nóg hráefni til stanzlausrar vinnu? — Nei, hráefnið er ekki nóg til þess, útgerðin of lítil til að stanzlaus vinna sé miðað við að það fólk sem er heima hafi fulla vinnu. Við Fiskiðj- una hafa ekki unnið nema þrír menn að staðaldri í sum- ar. I Hraðfrystihúsinu hafa í sumar unnið kringum 20 manns. Talið er, að með góð- um og stórum fiski unnið í fljótunnar pakkningar ætti að vera hægt að vinna þar 35 tonn á 10 tímum með 35—40 manns í vinnu, en það er lík- lega hámark þess sem hægt er að fá í frystihúsvinnu að vetri til. Beinamjölsverksmiðja er í sambandi við frystihúsið, eign Kaupfélagsins. Og kaupfélagið og fyrirtæki þess eiga þrjá stærri bátana, sem gerðir eru út héðan. — Við hvað er helzt unnið hér á Þingeyri annað en út- veg og fiskiðnað? — Eitt helzta atvinnufyrir- tækið er Vélsmiðja Guðmund- ar. J. Sigurðssonar, sem er landsþekkt fyrirtæki með langa starfsreynslu að baki, þar vinna nú 6 meistarar og sveinar í járniðnaði, 4 nemar, tveir verkamenn og einn tré- smiður. Þama er unnið að viðgerðum og nýsmíði árið um kring. Vegagerð ríkisins hefur hér bækistöð sína fyrir Vestur- Isafjarðarsýslu og er dálítil vinna kringum hana. Að sumri til er nokkur vinna við byggingar, í sumar eru tvö íbúðarhús í smíðum, byggð hafa verið eitt eða tvö íbúðarhús árlega undanfarið auk þess sem unnið er að við- gerðum. Nokkrir menn hafa kindur og garðrækt er talsverð, eink- um kartöflurækt, enda gott ræktarland. Einn maður hefur myndarlegt kúabú og auk þess er seld mjólk og mjólkurvörur í kauptúnið frá næstu bæjum. Afkoman 1962 — Hverjar heldurðu að hafi verið meðaltekjur verka- manna hér á s.l. ári? — Eg tel að meðaltekjur verkamanna hér á s.l. ári muni vera 60—80 þúsund kr. Atvinnuhættir eru þannig, að þó vinnudagur sé langur, t.d. á vetrarvertíðinni, koma þó inn á milli dauðir tímar, sem lítil atvinna er. Ef hægt er að tala um sæmilega afkomu verka- fólks byggist það að nokkru leyti á tekjum, sem menn afla sér utan venjulegs vinnu- markaðar, m.a. með garðrækt og ýmsu fleiru. Þá er þess og að gæta að fólk mun yfir- leit ekki gera eins miklar kröfur til ýmissa lífsins þæg- inda og algengt er í Reykja- vik og öðrum þéttbýlum stöð- um. Verzlunin — Hvað er að segja um verzlunina ? — Hér eru fjórar verzlanir, Verzlunarfélag Dýrfirðinga, tvær einstaklingsverzlanir, og svo kaupfélagið er hefur lang- mesta verzlun, alls munu 14 manns hafa unnið að verzlun- arstörfum á Þingeyri í sumar. Hingað sækja verzlun tveir hreppar, Þingeyrarhreppur og Mýrarhreppur að fráteknum Ingjaldssandi, og Auðkúlu- hreppur að verulegu leyti. Á haustin er talsverð vinna í 3 vikur við haustslátrunina, hef- ur verið slátrað 5000—6000 fjár síðustu árin. Fólksflótti úr sveitum — Hvar sem maður hittir Vestfirðing talar hann með söknuði um fólksflóttann og auðar byggðir. Em mikil brögð að brottflutningi fólks úr Dýrafirði? — Já, segja má að Þingeyr- arhreppur hafi orðið hart úti af þessum sökum, árið sem leið hættu fjórir bændur al- gjörlega búskap og sá fimmti flutti til Þingeyrar og stund- ar búskap að nokkru jafn- hliða annarri vinnu. Flutt var frá Sveinseyri, frá Höll og Vésteinsholti í Haukadal, og frá Lægsta-Hvammi, bóndinn á Granda í Brekkudal flutti til Þingeyrar. Talið er líklegt að bóndinn í Hvammi bregði búi á þessu ári, einn bóndi hefur hins vegar flutzt í hreppinn á árinu. — Hver heldur þú að sé aðalorsök þessara flutninga? — Sennilega er höfuðástæð- an hvað búskapurinn er ein- hæfur, að mestu sauðfjárbú- skapur og jarðimar ekki nógu stórar til að bera stór sauð- fjárbú. Víða er roskna fólkið að hætta, en migt fólk fæst ekki til að taka við. — Er það ekki erfitt fjár- hagslega að taka við? — Jú, á mörgum jörðum er óhjákvæmilegt að fara að byggja upp; það verður ekki gert nema með talsverðu f jár- magni. Það stæði til bóta með búskaparhætti ef bændur gætu haft meiri mjólkurframleiðslu. Vonir eru til að úr því rætist með komu nýja Djúpbátsins. Ekkert mjólkursamlag er hér en ráðagerðir uppi um að stofna það í sambandi við það ef hægt verður að koma mjólkinni til vinnslu á ísa- firði. — Er svipað um brottflutn- ing úr grannbyggðunum ? — Það er mismunandi. Þó hefur Auðkúluhreppur einnig orðið fyrir þungum búsifjum vegna brottflutnings. — Hvernig er aðstaða fyrir unga fólkið sem vex upp að setjast að? — Margt af unga fólkinu flytur burt, finnst ekki það hafi hér eðlileg verkefni. 1- búatala Þingeyrar hefur stað- ið nokkuð í stað síðustu ár- in, 320—350 manns. Þó virðist aðeins vera að fjölga nú síð- asta árið, en margir þeirra sem hætta búskap í sveitunum flytja í kauptúnið. Þar sem svo fámennt er þykir ungu fólki dauflegt að setjast að, flytur heldur i fjölmennið til Reykjavíkur og nágrennis. Það eru lika atvinnumál. At- vinnutækin hér eru ekki meiri Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.