Þjóðviljinn - 29.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.09.1963, Blaðsíða 12
Kviknaði í bragga við SuðurLbraut í gærkvöld farauzt út eldur i gömlum bragga, nr. 27 við Suðurlandsbraut. Æstist eldur- inn um skeið, en um síðir tókst að slökkva og var allt innbú þá illa leikið af vatni og reyk. Virðist einsýnt að hér sé um endalok þessa híbýlis að ræða. Óstaðfestar fregnir herma, að hér hafi kviknað í út frá vind- lingi og hafi fólk setið þarna að sumbli seinni hluta laugar- dags. Þróttur vann Breiðablik 0:C Úrslitaleikurinn í 2. deild fór fram á Njarðvíkurvellii í gær. Til úrslita kepptu Þróttur og Breiðablik, Kópavogi. Sigraði Þróttur með yfirburðum, • mörkum gegn engu og hcfur þar með unnið sér rétt til keppni í 1. deild næsta sumar. Laxeldisstöðin hefur stór- bætt aðstöðu til fiskræktar Veiðimálastofnunin skýrir svo frá að mikíð hafí ver- ið unnið við fiskrækt á þessu ári hér á landí og eru taldir miklir möguleikar á að stórauka lax- og silungs- gengd í veiðivötnum hér. Hefur bygging Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði stórbætt aðstöðuna til þessarar starf- semi. Um starfsemina í sumar segir svo í fréttatilkynn- ingu Veiðimálastofnunarinnar: Lax- og silungahrognum hef- ur verið klakið út á 8-10 stöð- um. Kviðpokaseiðum og sumar- gömlum seiðum hefur verið sleppt i mörg veiðivötn. Lokið var frágangi á stíflu í Botnsá við Hvalvatn í sambandi við rennslisjöfnun í Botnsá. í sumar hefur verið unnið við tvo laxa- stiga annan í Blöndu og hinn f Brynjudalsá. Þá er hafinn undirbúningur að byggingu fjög- urra annarra laxastiga. Fimm fiskeldisstöðvar hafa starfað á árinu, þrjár þeirra a.a aðallega lax og tvær regnboga- silunga. Bygging nokkurra nýrra eldisstöðva er í undirbúningi. og er lengst komið með stöðvar í Vatnsholti og Búðaósi á Snæ- fellsnesi og í Goðdal í Bjamar- firði. Framkvæmdum við byggingu Laxeldisstöðvar ríkisins í Kotla- firði hefur verið haldið áfram. í sumar hefur mest verið unnið við vatnveitur og byggingu eld- istjarna og hafa 25 nýjar tjam- ir verið byggðar. Vinna við að sameina ár í Kollafirði 1 einn ós er að hefjast. f Laxeldisstöðinni hafa venð alin laxaseiði, sem sleppa á f sjó til þess m.a. að koma upp laxa- stofnum fyrir stöðina. Þörfin fyrir seiði til fiskræktar er mjög mikil, og er þess vænzt, að Lax- eldisstöðin geti í framtíðinni bætt úr brýnustu þörf fyrir seiði innanlands, auk þess að gegna öðrum hlutverkum svo sem að framleiðsla neyzlufisks til út- flutnings og að framkvæmd ti1.- raunir á sviði fiskeldis og fisk- ræktunar. Áhugi á fiskirækt er mjög mikill hér á landi, og em mögu- leikar á að stórauka lax- og silungsgengd í veiðivötnum. Til- koma Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði er mikilvægt skref fram á við í fiskræktunarmálum okkar. sem leiða mun til margs- konar framfara. Alþjóða siðvæðingarhreyf- ing ungra kaupsýslumanna The Junior Chamber of Comm- erce er bræðralag ungra kaup- sýslumanna um allan heim og hefur starfandi deildir í sjö- tíu og fimm þjóðlöndum með þrjú hundruð þúsund meðlimi. Það hefur á stefnuskrá sinni að siðvæða unga kaupsýslumenn, hvar sem er í heiminum og fá þá til þess að bæta umhverfi sitt. Hér á landi hefur slík deild verið staxfrækt í þrjú ár og hefur verið heldur hljótt um starfsemi deildarinnar, sem telur fimmtíu meðlimi. Hefur tíminn farið í það að safna innra krafti áður en gengið er út á vettvang Iífsins til þess að boða sann- leikann. Nokkrar matarveizlur hafa þó verið haldnar til þess að ræða málin. Nú er hér í heimsókn einn af varaforsetum alheimssam- bandsins, skozkur maður að nafni John Glen og nær um- dæmi hans yfir tólf þjóðlönd f Vestur-Evrópu. Tíu varafor- setar gegna störfum í heimin- um. Fréttamönnum blaða gafst kostur á að spjalla við Skot- ann í Nausti á dögunum, ásamt nokkrum forystumönnum deild- arinnar hér á landi. Samtökin eru upprunnin í Bandaríkjun- um og fékk Henry Giessenbier í St. Louis hugmyndina árið 1915 og hreyfingin síðan breiðst út nm heiminn með síauknum Hér er sannkölluð forsetamynd á ferðinni og var tekin á Bessa- stöðum á dögunum. Talið frá vinstri: Ásmundur Einarsson, fyrr- verandi forseti JCI, Asgeir Ásgeirsson, forseti íslands, John Glen, varaforseti alheimssambandsins, Jón Arnþórsson, núverandi for- seti JCI og Einar Matthisen, varaforseti JCI. hraða. Nixon, fyrrverandi vara- forseti Bandaríkjanna var með- limur í þessum samtökum. Ald- urstakmark er bundið við 18 ára til 40 ára innan samtakanna. Takmark hinna ungu manna er að þeirra eigin sögu einkum þetta: ,,Veldu þér forystuhlut- verk. Þroskaðu þá hæfileika, sem í þér búa og ekki hafa fengið notið sín. Þjálfaðu þig með að- ild í starfsemi Junior Chamber til þess að taka ábyrgðarmeiri þátt í þeim störfum sem bú gegnir innan bæjarfélagsins og á störfum þjóðfélagsins. Ef þú sérð til dæmis ljóskerastaur á götuhomi, sem er hættulegur umferðinni, þá er málið tekið FramhaM á 2. síðu Sýningu að l/úka A morgun er síðastl dagur málvcrkasýningar Þorláks R. Haldorsens, og verður hún opin klukkan 2-11 í dag og á morgun. Sýningin hefur staðið síðan 21. september og verður ekki fram- lengd. Alls voru á sýningunni 27 myndir og er verulegur hluti þeirra seldur. Aðsókn hefur ver- ið góð. Myndin er af einu verk- anna á sýningunni. Ritstjóraskipti við Alþýðublaðið 1. október n.k. 1 Alþýðublaðinu í gær er skýrt frá því að nú um mánaða- mótin verði ritstjóraskipti við blaðið. Lætur Gísli J. Ástþórsson þá af störfum en við tekur Gylfi Gröndal. Gísli J. Ástþórsson tók við ritstjóm Alþýðublaðsins fyrir röskum 5 árum eða 1. septem- ber 1958 en þar áður hafði hann ritstýrt Vikunni um skeið. Þeg- ar Gísli tók við Alþýðublað- inu gerði hann ýmsar meirihátt- ar breytingar á efni og uppsetn- ingu blaðsins er vöktu athygii og hafa haft áhrif á útlit og upp- setningu annarra blaða og und- ir hans handleiðslu jókst út- breiðsla Alþýðublaðsins mjög frá því sem hún var er hann tók við. Gylfi Gröndal sem nú tekur við ritstjóminni af Gísla er ung- ur maður en hefur fengizt við blaðamennsku um allangt skeið. Fyrst starfaði hann sem blaða- maður við Alþýðublaðið en síð- ustu árin hefur hann verið rit- stjóri Fálkans. Gylfi er bróðir Benedikts Gröndai semerstjóm- málaritstjóri Alþýðublaðsins og mun það fátítt að tveir bræður séu ritstjórar við sama blaðið, a.m.k. hér á landi. Norræni leikara- þing Um þessar mundir stendur yf- ir norrænt leikaraþing í Kaup- mannahöfn. Þingið stendur yf- ir í þrjá daga nánar til tekið 26—28. þ.m. Tveir fulltrúar mæta á þing- inu fyrir hönd íslenzku deildar- innar í þessum samtökum, og eru það þeir Guðlaugur Rósin- kranz þjóðleikhússtjóri og Jón Sigurbjörnsson formaður Félags íslenzkra leikara. Aðalmál þingsins verður leikhúslöggjöfin á Norður- löndum. Sunnudagur 29. september 1963 — 28. árgangur — 209. tölublað. Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Norð- vesturiandi Kjördæmisraðstefna Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi vestra var haldin á Sauð- árkróki fyrr í þessum mánuði. Á ráðstefnunni voru mættir fulltrúar frá flestum byggðar- lögum í kjördæminu. Rædd voru hagsmunamái hinna ýmsu hér- aða kjördæmisins og hvemig Alþýðubandalagið gæti bezt beitt sér fyrir framgangi þeirra. Þá vorú fjármál Alþýðubandalags- ins rædd og útgáfa Mjödnis, blaðs bandalagsins í Norður- landskjördæmi vestra. Var á- kveðið að Mjölnir skuli gefinn út hálfsmánaðariega næstu mán- uði. Ný héraðsstjóm var kjörin fyrir Alþýðubandalagið í Norð- landskjördæmi vestra, og er hún þannig sfcipuð: Aðalmenn: Einar Albertsson, Amór Sigurðsson, Júlíus Júlíus- son, Tryggvi Sigurbjarnarson og Ragnar Arnalds, allir frá Siglu- firði, Valdimar Bjömsson Hofs- ósi, Haukur Hafstað Vík, Skaga- firði, Huida Sigurbjömsdóttir Sauðárkróki, Guðmundur Theó- dórsson Blönduósi, Pálmi Sig- urðsson Skagaströnd og Skúli Magnússon Hvamms.tanga. Varamenn: Benedikt Sigurðs- son, Þóroddur Guðmundsson, Hlöðver Sigurðsson, Valgerður Jóhannesdóttir og Hannes Bald- vinsson Siglufirði, Ölafur Þor- steinsson Hofsósi. Jón Friðriks- son Sauðárkróki, Jónas Þór Pálsson Sauðárkróki, Bjami Pálsson Blönduósi, Friðjón Guð- mundsson Skagaströnd og Bjami Jónsson Hvammtanga. Tveir leikir í bikarkeppninni í dag fara fram á Mela- vellinum undanúrslit i bikar- keppninni. Klukkan 14. hefst leikurinn milli Vals og Ak- urnesinga, en kl. 17 byrjar viðureign KR og Keflvíkinga. Búist er við spennandi keppoi og mildlli aðsókn. KR-ingar eru nú bikarhafar, en víst er að keppinautamir hafa full- an hug á að sækja bikarinn í greipar þeirra. Heldur söngskemmtun í Gamla bfói ó þriðjudag Kristinn Gestsson og Gestur Guðmundsson við píanóið. Næst komandi þriðjudag efn- ir ungur tenórsöngrvari, Gestur Guðmundsson að nafni til söng- skemmtunar í Gamla bíói. Gestur er Svarfdæiingur að ætt oghef- ur undanfarið stundað söngnám í Þýzkalandi en í haust hefur hann haldið söngskemmtanir á nokkrum stöðum norðanlands. Þetta verður hins vegar önnur söngskemmtun hans í Reykjavík, en hann söng hér i janúar sl. og fékk góða dóma. Efnisskrá Gests á söngskemmt- ■uninni er þrískipt. Á fyrsta hluta hennar em fjögur lög eftir Beethoven. Þá eru fimm lög eftir íslenzk tónskáld, tvö eftir Sigvalda Kaldalóns og hin þrjú eftir Björgvin Guðmundsson. Þórarinn Jónsson og Sigurð Þórðarson. Loks eru á síðasta hluta söngskrárinnar fjórar ó- peruaríur eftir Gounod. Bizet, PonchilU og Verdi. Undirleikari með söngvaranum er Kristinn Gestsson píanoleikari frá Akureyri. Nýjar uppskip- unarhafnir Óttar Möller forstjóri Eim- skipafélags íslands skýrði frétta- mönnum svo frá í fyrradag að það væri nú í athugun hjá fé- laginu að eitt af skipum bess, Tungufoss yrði látið taka em- göngu vörur í erlendum höfnum til þess að sigla með beint á hafnir úti á landi. Yrði skipið þá væntanlega látið koma fyrst á hafnir Austanlands og sigla svo norður og vestur fyrir 'and. Tilgangurinn með bessu væri sá að koma upp fleiri umskipuner- höfnum en Reykjavík. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.