Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 2
HÓÐVILJINN Ályktun 8. þings Alþýðusamb. Norðurlands um kaupgjaldsmál 8. þing Alþýðusambands Norð- urlands tclur að stefna verka- lýðshreyfingarinnar í kaup- gjalds- og kjaramálum nú og í næstu framtíð hljóti fyrst og fremst að mótast af þeim stað- reyndum, sem við blasa um ó- trúlega hraðan vöxt dýrtíðar og verðbólgu, sem sífellt og í vax- andi mæli rýrir rauntekjur verkafólks fyrir eðiilegan vinnu- dag — af núvcrandi aungþveitis- og stjómleysisástandi efnahagsmál- anna, sem hagsmunaandstæð- ingar verkalýðsstéttarinnar hafa valdið og munu leitast við að (4eysa“ á hennar kostnað — og síðast en ekki sist al stað- reyndum um þær skipulögðu til- raunir, sem serðar hafa veríð til þess að gerbreyta stéttaskipt- ingunni í Iandinu, sérstaklega nú síðustu mánuði með því að breikka gifurlega bilið milli há- launa og Iáglauna. Miðað við marzmánuð 1959 (þ.e. eftir að Iögin um „niður- færslu verðlags og Iauna“ höfðu skert launakjörin um 6% sam- kvæmt mælikvarða framfærslu- vísitölunnar) hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 43% (væntanleg vísitala í októberbyrjun), en vísitaia vöru og þjónustu ,sem ótvírætt gefur skýrari mynd verðlagsþróunar- innar, um hart nær 60%. Það er því augljóst, ef hin gifurlega hækkun húsnæðiskostnaðar, sem orðið hefur á þessu timabili. er tekin með í reikninginn, að raunverulegur framfærslukostn- aöur hefur hækkað um a.m.k. þá hundraðstölu. Til þess að halda í horfinu, hvað rauntekj- ur fyrir óbreytt vinnuframlag snertir, hefði kaup þurft að hækka nálægt 60% að viðbættri þeirri skerðingu, sem „niður- færslulögin" frá 1959 leiddu af sér. Reyndin er hinsvegar sú, að laun verkamanna i almcnnri vinnu (þ.e. yfirgnæfandi meiri- hluta verkamanna) hafa aðeins hækkað um 17.7% frá því £ árs- byrjun 1959, en framfærsluvísi- talan var þá (miðað við mars 1959 = 100) 103 stig. Það er því auðsætt, að verkamenn hafa ekki, miðað við óbrcytt vinnu- framlag, getað staðið undir þeim gífurlegu hækkunum, sem orðið hafa á framfærslukostnaði sið- ustu 4—5 árin nema að tæplega hálfu Ieyti og er þess þó að gæta, að verðhækkana- og verð- bólguskriðan heldur áfram að falla með síauknum hraða, Uppboö sem auglýst var í 60., 72. og 75. tlb. Lögbirtingar- blaðsins 1963 á húseigninni nr. 36 við Þverveg, hér í borg fer fram eftir kröfu borgargjaldkera í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur á hluta dánarbús Sigurðar Bemdsen á eigninni, laugardaginn 12. október 1962 kL 2 Yz árdegis. Seldar verða þar 2 íbúðir, hvor í sínu lagi„ önnur 3 herbergi á neðri hæð hússins og hin 2 herbergi í við- þyggingu. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Sam- anburðurinn Gengi viðreisnarstjómar- innar hrakar nú með hverj- um degi sem líður, þannig að í samanburði við álitráðherr- anna sjálfra má krónan heita stöðugur gjaldmiðill. Það er mál manna að ekki hafi nokkur önnur ríkisstjórn beðið jafn eftirminnilegt gjaldþrot um mjög langt skeið; þær ríkisstjómir sem áður voru í minnstum met- um taka óðum að rísa í endurminningunni í saman- burði við þessa. Það er því ekki að ástæðulausu sem Bjami Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, læt- ur sér tíðrætt um ástandið í lok 18du aldar í Reykjavíkur- bréfi sínu í fyrradag. Þar finnur hann loksins saman- burð sem er viðreisnarstjórn- inni í hag, baksvið sem ger- ir sjálfan hann stóran. Má þaklca fyrir Alþýðublaðið íjallar um það á forsíðu í fyrradag af mikilli háreysti að kommún- istaríkin neyðist nú til að kaupa hveiti í auðvaldsríkj- um til þess að komast hjá skorti. „Og hvaða dómur er þyngri um þjóðskipulag eri þessi?” bætir blaðið við: „Hugsjónir kommúnismans bregðast hrapalega". Vand- séð er hvers vegna það ætti að vera ámælisvert að kaupa hveiti og borga það út í hönd; að minnsta kosti ættu menn sem árum saman hafa betlað gjafakorn sjálfir að spara sér þvílíka dóma. En kannski er Alþýðublaðið að ámæla kommúnismanum fyr- ir það hversu óhagstætt veðrið var í sumar í austan- verðri Evrópu eða fyrir frosthörkumar í fyrravetur? Það væri ekki í fyrsta skipti sem reynt er að tengja sam- an stjórnmál og náttúruöfl hér á landi, allt frá því að heiðnir menn héldu því fram árið 1000 að eldgos væru mótmæli gegn kristnitök- unni. En hin fræga spuming Snorra goða virðist ekkienn hafa náð hlustum ritstjóra Alþýðublaðsins. Benedikt Gröndal má þakka fyrir að sú kenning stenzt ekki að léleg lands- stjórri haíi í för með sér slæmt tíðarfar. Annars mætt- um við eiga von á skelfileg- um vetri. — Austri. þannig að bilið milli verðlags nauðsynja og kaupgjaldsins breikkar nú gifurlcga með hverri viku og hverjum mánuði sem líður. Augljóst er, að verkafólk og annað láglaunafólk hefur ekki á síðustu 4—5 árum fengið í sinn hiut neitt af þeim auknu þjóð- artekjum. scm skapazt hafa á þessum árum, nema — og þá aðeins að Iitlu leyti — með bví að leggja enn harðar að sér cn áður mcð löngum vinnudegi, en sú leið til að jafna metin við verðbólguna er nú á enda geng- in, enda sannanlegt, að vinnu- þrældómur íslenzks verkafólks á sér nú engar hliðstæður meðal grannþjóða né heldur annarra menningarþjóða heims. Jafnframt því sem þannig hef- ur stöðugt — og þrátt fyrir varnarbaráttu verkalýðshreyf- ingarinnar — sigið á ógæfuhlið- ina fyrir Iaunakjörum verka- fólks hefur sú orðið reyndin, m. a, fyrir beina tiistuðlan ríkis- valdsins að Iaunakjör og lífsstig hálaunastétta hafa farið sihækk- andi í hlutfalii við þau kjör, sem vcrkafólk býr við. Þannig hafa laun opinberra cmbættis- manna og í kjölfar þeirra einn- ig laun starfsstétta, sem þeim eru skyldar. verið hækkuð mun meira en bækkun verðlags nem- ur og £ fjölmörgum tilvikum margfalt á við laun verkafólks. Þá hafa og rauntekjur þessara stétta verið stórh;ckkaðar með miklum skattalækkunum á há- tekjum. Lætur nærri, að stefna stjórnarvalda í þessum efnum hafi mótazt af þeirri reglu, að því hærri sem iaun voru fyrir, því meira skyldu þau hækka. en því Iægri sem þau voru fyrir, þeim mun minna skyldu þau hækka. Með þessum hætti er stefnt rakleitt að því, að rýra í sífellu þann hlut, sem frumskapendur þjóðarframleiðslunnar, verka- fólkið til lands og sjávar, ber frá borði og jafnframt að því. að skapa nýja stéttaskiptingu i þjóöfélaginu, þar :f;m djúp er staðfest milli hálauna og lág- launa — verkafólks og yfirstétt- ar. Ríkisvaldið stendur nú and- spænis því verkefni, að ráöa fram úr vandamálum, sem verð- bólgustefna þess á undanfömum árum hefur slcapað og þá alveg sérstaklega þcim vanda, sem hún hefur óhjákvæmilega leitt yfir útflutningsatvinnuvegina, sem ávalt hljóta að hafa lakari aðstöðu til þess að mæta aukn- um tilkostnaði. en aðrar greinar atvinnurekstrar. Augljóst er. að nota á þessa sérstöðu út- flutningsframleiðslunnar sem vopn gegn óhjákvæmilegum launakröfum verkalýðsstéttar- innar, og freista þess, að „leysa“ vandamál hennar á kostnað vinnustéttanna, annað tveggja með enn nýrri gcngisfellingu eða harðvítugri samdráttar- stefnu. takmörkun framkvæmda og nýjum skattaálögum á al- menna neyzlu. Þannig yrðu kjaraskerðingar siðustu ára festar í sessi og hin nýja stétta- skipting ráðin til frambúðar. Islenzk verkalýðshrcjjfing hlýtur sem einn maður að hafna öllum slíkum „lausnum“ efna- hagsmálanna og beita öllu því afli sem hún hefur yfir að ráða til að rétta hinn skerta hlut sinn, bæði raunvcrulega og jafnframt hlulfallslega við aðrar starfsstéttir. Reynist útflutnings- framleiðsluatvinnuvegirnir van- megna að standa undir þeim leiðréttingum, scm nú eru ó- hjákvæmilegir á kjörum þeirra, sem að framleiðslunni vinna, og teknatilfærsla i efnahagskerfiuu verði nauðsynleg af þelm sök- um, bcr að framkvæma hana með öörum hætti en þeim að seilast enn til lífskjara þeirra, sem verðbólgustefnan hefur Ieikið harðast nú um hrið, enda eru hin óhæfilega Iágu launa- kjör verkafólks við framleiðsl- una hættuleg ógnun við fram- tíðarhagsmuni hennar m.a, af samkeppnisástæðum um vinnu- aflið. Að framangreindum ástæðum telur 8. þing A.N. að óhjá- kvæmilegt sé, að verkalýðs- hreyfingín hefji án tafar aðgerð- ir og beiti öllu valdi sinu að réttum lögum til þess: 1) Að ná fram kauphækkun- um. sem svari til verðlagshækk- ana síðustu 4—5 ára, eðlilegrar hlutdeildar í aukinni þjóðar- framleiðslu og launahækkana betur iaunaðra starfsstétta. 2. Að knýja fram styttingu á hinum óhóflega Ianga vinnu- degi verkafólks, t.d. að samn- ingsbinda styttingu vinnutím- ans í áföngum næstu 2—3 árin. 3) Að knýja fram Iagalegan rétt verkalýðssamtakanna til þess að þeim sé frjálst að semja við atvinnurckendur um raun- veruleg Iaun en ekki aðeins krónuupphæðir launa eins og nú er. 8. þing A. N. telur að fram- tíðarheill og framtíðarhagsmun- ir íslenzkrar verkaiýðsstéttar séu nú háðir því, fremur en nokkru sinni áður. að hún beri gæfu til að standa sameinuð og sterk f baráttu sinni fyrir því, að ná þessum grundvallarmarkmiðum. Fyrir því heitir þingið á samtök verkalýðshreyfingarinnar um allt iand og hvem einn Iiðs- mann hennar að slá órjúfandi skjaldborg um óvéfengjanlcgar réttlætiskröfur hennar, vemd unninna réttinda og stöðu erfið- ismanna £ þjóðfélaginu. Eldur í húsi Framhald af 1. síðu. mestu tjóni og var innbú hans óvátryggt. Torfahúsið er hyggt fyrir aldamótin og kennt við Torfa kaupmann á sinni tíð. Halldórsson, útgerðarmann og Synir han urðu þekktir at- hafnamenn og má þar geta Ásgeirs Torfasonar. skipstjóra og framkvæmdastjóra sfldar- verksmiðju ríkisins á Sólbakka starirækti jámnámu í Eyrar- og Kristján Torfason, sem fjalli og reyndist jámgrýtið hafa 60 til 70 prósent jám. Kristján starirækti einnig surt- arbrandsnámu í Súgandafirði og var talinn stórhuga i þessum framkvæmdum sínum. Þetta jámklædda timburhús er þann- ig tengt merkilegri sögu stór- huga athafnamanna, sem þáitu á undan sinni samtíð framan af öldinni. H. G. Saumum eftir móli karlmannaföt og stakar buxur. Úrvals efni, hagstætt verð. Verzlunin SEL Klapparstíg 40. Svampfóðraðir nylon- frakkar á karlmenn, léttir, hlýir, regnheldir. Verzlunin SEL Klapparstíg 40. Karlmannaföt Nýkomin karlmannaföt úr enskum ullar- efnum og terylene. — Mikið úrval. Verzlunin SEL Klapparstíg 40. Faðir okkar JÓN Þ. BENEDIKTSSON, Reynistað v/Breiðholtsveg lézt að Vífilsstöðum 5. október. Hjalti Jónsson, Sigriður Jónsdóttir, Gyða Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu AGNESAR EGGERTSDÓTTDB, Skólavörðustíg 29. Kristinn Friðfinnsson, böm, tengdabörn og barnabörn. Útför sonar okkar SNORBA ÁSKELSSONAR, prentara, Ljósheimum 12 Reykjavík sem lézt 1 þ.m., verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. okt. kl. 10.30 árdegis. Atíhöfninni verður útvarpað. F. h. vandamanna Guðrún Kristjánsdótttr, Áskell Snorrason. Þegar þið eruð að lakkbera gólf eða vinna með eldfim lim þá gætið þess að hafa góða Ioftræst- ingu, því mikil uppgufun er frá þessum efnum. Aldrei má hafa opinn eld svo sem gasloga, raf- magnsofn eða sígarettu nálægt, þegar verið er að lakkbera gólf, því vegna mikillar uppgufun- ar frá lakkinu, má búast við að kvikni x loftteg undunum, einskonar sprenging verður og eldur- inn hleypur um allt herbergið á svipstundu. Nauðsynlegt er að kynna sér vel, hvaða ábending- ar framleiðandi gefur um meðferð á Iakki og lími. Umfram allt: Loftræsting á að vera góð. Samband brunatryggjenda á Islandi va KHRKI t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.