Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA HðÐVIUINH -------------------------------------------------------- ----*----- Þriðjudagur 8. október 1963 UPPSKERUTIMI I NAND Efnaiðjuver í Wilhelm-Pieck-Stadt-Guben, fæðingarborg fyrrverandi forseta DDR. Fyrir liremur ár- um var þetta iðjuver aðcins til úr pappa og tilvonandi byggingarsvæði þakið skógi. Eftir eitt ár BERLðNAR- BRÉF 1 gær, 7. október, voru lið- in 14 ár frá stofnun þýzka alþýðulýðveldisins (DDR). Á slíkum dögum er oft rifi- aður upp æviferiU afmæl- isbamsins. Að þessu sinni skal þó aðeins drepið á viss efnahagsleg viðfangs- efni þess sfðustu tvö árin. s,Eins og þér sáið, svo mun- uð þér og uppskera". og á það ekki sízt við um efnahagsmál. Síðastliðin tvö ár hafa verið ár mikilla sáninga í DDR. Undirstaða þjóðfélagsins, fram- leiðslugrundvöllurinn, hefur verið treystur og ávextirnir byrja brátt að ná þroska. ár sem þessi, þegar allt kapp er lagt á uppþyggingu þungaiðn- aðarins, kalla borgarablöðin gjaman „fómarár alþýðunnar í þvinguðu hagkerfi“ (sbr. Sov- étríkin á sínum tíma, Kína, Kúba og önnur ríki nú). Það mun eiga að tákna, að mönn- um sé ekki það frjálsræði gef- ið að láta uppbygginguna duttlungafúlilu og orkuvana auðvaldskerfi eftir. Og þar skilur vissulega miili tveggja heima: þess, sem hugsar að- eins um gróða dagsins — og þess, sem byggir fyrir nýjan tíma, framtíðina. Af ávöxtun- um munuð þér þekkja þá. 2 ár eru liðin frá því að farið var að hafa fullt eftir- lit með landamærum DDR, frá því múrinn frægi kom til sög- unnar. Tilkoma hans hafði og mun hafa sína stjómmálalegu og hemaðarlegu þýðingu og þá ekki síður efnahagslega. Ekki er að efa, að vanmetin höfðu verið þau lamandi áhrif, sem afturhaldsöfl V-Þýzkalands myndu geta haft við opin landamæri á uppbyggingu DDR. Lokun landamæranna og það sem hefur verið gert síð- astiiðin 2 ár í DDR hefur eytt þessum áhrifum að miklu leyti- Við lokunina hvarf vöru- smyglið; þúsundir manna, sem unnu í V-Berlín en neyttu síns daglega brauðs austan megin, hurfu til vinnu austan megin, þar sem þeir bjuggu, fótunum var kippt undan mannveiðakerfinu, skemmdar- verkum fækkaði o.fl. En hin- um lamandi áhrifum vestan frá og afleiðingum þeirra var enn ekki að fullu eytt. Að því hefur verið unnið sl. tvö ár. Skal að sinni greint nánar frá tveimur aðalorsakavöldum þessara lamandi áhrifa: þeirri spennu, sem V-Þýzkalandi tókst að koma á atvinnulífið í DDI? og þeirri samsetningu utanrík- isviðskipta beggja þýzku ríkj- anna, sem veittu V-Þýzkalandi góða möguleika til stöðugra efnahagstruflana. Eínahagsspennan Grundvöllur þess, að V- Þýzkalandi hafði tekizt að koma á mikilli spennu í efna- hagslíf DDR, fólst í því, að DDR hafði ekki tekizt að ná þeim efnahagslegu lífskjörum, sem ríktu í V-Þýzkalandi. Tvær hélztu orsakir fyrir því eru þær, að DDR varð að byrja með mun verri undir- stööu (nær öll þungaiðnaðar- framleiðslan var í V-Þýzka- landi, svo að í A-Þýzkalandi varð að byrja á algjörri upp- byggingu hans með nær ekk- ert í höndtmum) og V-Þýzka- land hefur haft einn allra framleiðsluvöxt auð- valdsríkjanna á þessum tíma. Á grundvelli þess, að V- Þýzkaland var á undan í efnahagsþróuninni, gat það boðið fag- og menntamönnum hærri laun. Vissum stofnun- um var komið á fót í V- Berlín, sem höfðu það verk- efni að veiða menn vestur yf- ir. (Nú má aftur sjá straum menntamanna, sem streyma frá Austurríki til V-Þýzka- lands — nær helmingur allra nýútskrifaðra). Þessi þáttur gat komið sér afar illa fyrir ríki, sem byggir á áætlunar- búskap. 1 miðjum klíðum hverfur allt í einu t.d. verk- fræðingur — og jafnval með teikningamar. Einfalt dæmi má setja upp til að sjá önn*r fjár- hagsleg vandræði: Fagmaður kemur og segir: Fái ég ekki launahækkun um svo og svo mikið, þá er ég farínn. Þannig skapast jafnvel launamisrétti milli verkamanna sjálfra og stéttarsamstaða þelrra veikist. Þessi þrýstingur frá V-Þýzka- landi hafði meðal annars þau áhrif að DDR „fór að taka út á framtíðina". Það fé, sem á- ætlað hafði verið til útvíkkun- ar framleiðslunnar kom ekki fram að fullu. 1 stað þess hækkuðu laun mikið. Þetta hafði ýmsar afleiðingar. Bygg- ingum sumra iðjuvera og verk- smiðja seinkaði, og neyzlu- vöruframleiðslan samsvaraði ekki fylliiega laimum manna, þó að ríkisstjóm DDR hafi neyðst að hverfa meir að neyzluvöruframleiðslunni en góðu hófi gegndi. (Þó væri hreinasta fjarstæða að segja að hér ríkti almennur vöruskort- ur). En hvortveggja er grund- völlur fyrir óánægju: töf á ráðgerðum framkvæmdum og ekki fyllilega nóg framboð á vissum iðnaðarvarningi miðað við laun)). Til ýmissa aðgerða var grip- ið af hálfu hins opinbera, til að hamla gegn afleiðingum þess- arar spennu. Einkum var það gert með því að örva þátttöku nlmennings sjálfs til sparifjár- söfnunar. Hún hefur verið afar mikil. ..Úttektin á framtíðina” hefur því í raun orðið sú, sem annars hefði átt sér stað. Eftir lokun landamæranna í ágúst 1961 lækkuðu laun ekki, en horfið var að því að treysta framleiðsluem'nUvöilinn með umfangsmiklnm l-.iey-1 gum á efnahagsskipulaginu, án þess þó að lífskjörin bötnuðu neittveru- lega. Það mætti spyrja: Hví ekki að hleypa smá verðbólgu af stað og hækka vörverðið al- mennt (í stað þessarar ,,stöðv- unarstefnu“)? í hvers þágu yrði það? Verkalýðsins? Áætlunar- búskaparins? Þeirra, sem sýndu verkamannastjóminni traust og lögðu fé sitt á sparisjóð? Stjóm- in hefur þau tæki í höndum, sem geta kornið í veg fyrir verðbólgu eins og auðvalds- stjóm hefur tæki í höndum til að koma á og auka verðbólgu. Og báðar beita þessu tæki samkvæmt stéttareðli sínu. En sparifjársöfnun og ann- að álíka eru aðeins bráðabirgða- ráðstafanir gegn afleiðingunum. Hin eina og sanna ráðstöfn var að tryggja efnahagsgrund- völlinn, aðeins þannig var hægt að vinna bug á orsökinni, því að það eitt að loka mörk- unum var ekki lausnin, heldur hafði sú aðgerð þau áhrif á þessi mál, að hægt var að taka á þeim með festu. Utanríkis- verzlunin Fyrst eftir stofnun beggja þýzku rikjanna (1949) lagði rikisstjórn DDR áherzlu á að auka öll verzlunartengsl við V-Þýzkaland. Eftir því sem ár- in liðu uxu kraftar auðhringa og hemaðarsinna í V-Þýzka- landi. Ríkisstjórn DDR hvarf þá frá tillögu sinni um sam- einingu landsins á grundvelli sameiginlegra kosninga. Eftir því, sem afturhaldsöflunum óx fiskur um hrygg í V-Þýzka- landi, fóru þau að setja fótinn fyrir viðskiptin við DDR. Auk þess fóru þau að trufla vöru- flutninga, t.d. að tefja ein- hverja vörusendingu um nokkrar vikur. (Dæmi er þann- ig um tilkomnar tafir á hlut- um í skipaáttavita, sem eru svo fullgerðir í DDR. Slíkt getur stöðvað smíði skips. Eigi skipið svo að seljaist til Sovétríkjanna, þá seinkar máske afgreiðslu þess fram yf- ir umsaminn tíma o.s.frv.) Sé þetta framkvæmt skipulega með hinar og þessar tilteknar vörur, þannig að ekki er hægt að vita íyrirfram, hverjar þær eru í þetta og þetta sinn, get- ur það verkað afar illa á þró- unarhraða alls áætlunarbú- skaparins. Fyrir tæpum tveimur árum sagði svq V-Þýzkaland óvið- búið upp viðskiptasamningi við DDR, sem nam um 10% af utanríkisverzlun DDR. (Sem dæmi um samhjálp sósí- ölsku ríkjanna mætti skjóta hér inn í, að einmitt þegar rifting viðskiptasamningsins átti sér stað, sat sovézk verzl- unarsendinefnd á samninga- fundum við v-þýzka. Samning- unum var nærri lokið. Sovézk- ir drógu þá þó á langinn og sögðu að varasamt væri að gera verzlunarsamning við ríki, sem hikaði ekki við að rjúfa hann snögglega. Stuttu síðar lögðu þeir þó fram óskavörukaupalista. V-þýzkir sóu strax að hér voru flestar þær vörur komnar á nýja list- ann, sem DDR hafði keypt frá V-Þýzkalandi — og neituðu. Varð ekkert af samningum að sinni — og ekki fyrr en samningurinn við DDR hafði verið tekinn í gildi aftur. Það tiðkast mjög að sósíölsku löndin kaupi þannig hvert fyr- ir annað vörur að vestan og framleiðsluleyfi -á grundvelli þess framleiðir það land svo vöruna fyrir hin, þannig að gjaldeyrisútlát þeirra í heild verða minni). Eftir riftingu samningsins hóf DDR að gera sig óháð V-Þýzkalandi af kappi með því að hefja sjálft framleiðslu á ýmsum vörum sem áður voru keyptar frá V-Þýzka- landi og íæra sum viðskipt- in yfir á önnur lönd. Að vera viðskiptalega óháð, þýðir ekki að verzlunarvið- skiptin skuli minnkuð, heldur að samsetning (strúktús) vöru- viðskiptanna sé breytt þannig, að eitt landið geti ekki sett öðru efnahagslega kosti án þess að lenda sjálft í sömu klemmunni. Að þessu hefur verið unnið, jafnframt því að auka magn vöruviðskipta við V-þýzkaland. Því að fyrir utan efnahagslega nauðsyn og ágóða fyrir bæði ríkin af vöruviðskiptunum, er þessi þáttur þungur á metun- um beggja rikjanna í eðlilegra og friðsamlegra horf. Uppskerutíminn nálgast Síðastliðin tvö ár, frá þvi múrinn kom til sögunnar, hafa farið i að eyða þeim mis- brestum, som opnu landamær- in ollu. Þeim hefur verið var- ið til að gera DDR efnahags- lega óháð V-Þýzkalandi, til áframhaldandi verkaskiptingar við sósíölsku löndin, til þeís að hin sósiölsku efnahagslög- mál fengju nú i fyrsta sinn að virka fyllilega, ótrufluð af skaðvænum áhrifum vestan frá. í þeim tilgangi hefur ver- ið unnið að endurverðlagningu framleiðslutækja, innfærslu nýs efnaihagsskipulags, sem miðast að betri virkjun sósí- alskra efnahagslögmála og samræmis launa við afköst manna. Þessari endurverðlagn- ingu og innfærslu er enn eigi að fullu lokið og áhrif þeirra enn eigi komin fram. Gert er ráð íyrir að þessum aðgerðum verði lokið fyrir árslok þessa árs, en þá mun ný 7 óra á- ætlun (1964—1970) hefja göngu sína. Undinstaða snöggra framfara hefur verið lögð. Eins og þér sáið, svo mun- uð þér uppskera: Uppskeru- tíminn er í nánd. Fyrstu á- vextirnir munu brátt birtast á borðum manna: — Frá 1. október hækkaði næturvinnukaup og hvíldar- tími barnshafandi kvenna úr 11 vikum í 14 vikur. — Frá 1. janúar lengist orlofstími um 4 daga hjá þeim, sem vinna í mikilvægum iðngreinum (efina-, raftækja- vélaiðnaði o.fl. og ellilaun (og farlama) hækka frá 50 til 250 kr. á mánuði. SENDLAR Sendlar óskast hálfan daginn í ve'tur. OLlUFÉLAGIÐ h.f Sími 24380. Bifreiðaleigan HJÓL I l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.