Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.10.1963, Blaðsíða 12
23 félög með4200 félaga Alþýðusamb. Norðurlands Þing Alþýðusambands Norðurlands sem háð var á Akureyri um helgina varð fjöl- mennasta þing sem norðlenzka verkalýðs- hreyfingin hefur haldið, en í samhandinu eru nú 23 verkalýðsfélög með rúmlega 4200 fé- lagsmönnum. Hafa tvö félög bætzt í sam- bandið, Verkamannafélagið Farsæll, Hofs- ósi, og Verkalýðsfélag Þórshafnar. 'Áttunda Alþýðusam- bands Norðurlands var haldið á Akureyri á iaugardag og sunnu- dag, 5 og 6. október. Forseti Alþýðusambands Norð- urlands, Tryggvi Helgason, for- maður Sjómannafélags Akur- eyrar setti þingið kl. 4 síðdeg- is á laugardag, en þingi var slit- ið laust eftir kl. 20 á sunnudags- kvöld. Til þingsins mættu 36 full- trúar og auk þeirra sat forseti Alþýðusambands íslands, Hanni- bal Valdimarsson, þingið sem gestur. Þingforseti var kjörin Jón Ingimarsson, formaður Iðju, fé- la-gs verksmiðjufólks á Akur- eyri og varafonseti Óskar Gari- baldason formaður Verka- mannafélagsins Þróttar á Siglu- Afengi stolið í Vestmannaeyjum Innbrot var framið í af- greiðslu Herjólfs í Vestmanna- eyjum aðfaranótt laugardags og 6tolið þaðan einum kassa af Vodka og tveim kartonum af vindlingum. Tveir ungir menn hafa játað á sig verknaðinn. Komst upp um piltana þegar þeir voru að selja áfengið eft- ir dansleik um helgina. Piltamir höfðu farið upp á þak hússins og losuðu af því þakplötur. Síðan söguðu þeir klæðninguna í sundur og sigu niður. Oddfell- ovar í Eyjum áttu þama geymd- ar vínbirgðir á afgreiðslunni. Lögreglan í Vestmannaeyjum tók málið þegar til afgreiðslu. Þjóðviljann vantar unglinga eða roskið fólk til útburðar í eftirtalin hverfi: VESTURBÆ: Seltjarnarnes II Skjól Grímsstaðaholt Hringbraut Tjamargötu I HLlÐAR: Mikiubraut Drápuhlíð I LAUGARNES OG KLEPPSHOLT: Laugarás Voga. I SMAÍBÚÐAHVERFI: Gerðin Heiðargerði. firði. Ritarar þingsins voru kjörnir Þórir Daníelsson, Akur- eyri og Kolbeinn Friðbjarnar- son, Siglufirði. Þingið gerði ályktanir í kaup- gjaldsmálum og atvinnumálum á sambandssvæðinu. Einnig voru gerðar nokkrar lagabreytingar og allmikið rætt um skipulags- mál verkalýðshreyfingarinnar og fleira. Stjórnarkosning I stjórn Alþýðusambands Norðurlands næstu tvö ár voru kosnir þessir: Forseti sambandsins var end- urkjörinn Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélags Akur- eyrar. Varaforseti: Björn Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsinis Einingar, Akureyri. Gjaldkeri: Jón Ingimarsson. Ritari: Þórir Daníelsson. Meðstjómandi: Freyja Eiríks- dóttir. Varamenn í sambandsstjórn voru kosnir: Hreinn Ófeigsson, Þorsteinn Jónatansson, Arnfinnur Arn- finnsson. í fjórðungsstjórn auk sam- bandsstjórnar voru kosnir: Óskar Garibaldason, Sigluf. Guðrún Albertsdóttir, Sigluf. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauð- árkróki. Ásgrímur Gunnarsson, Ólafsf. Kristján Larsen, Akureyri Þorgerður Þórðardóttir, Húsav. Páll Ólafsson, Akureyri Páll Árnason, Raufarhöfn Valdimar Sigtryggsson, Dalv. Björgvin Jónsson, Skagastr. Varamenn: Sveinn Júlíusson, Húsavík Kolbeinn Friðbjarnarson, Siglufirði Líney Ólafsdóttir, Ólafsf. Jón Ásgeirsson, Hrísey Margrét Þorgrímsdóttir, Hofs- ósi Sigríður Guðmundsdóttir, Raufarhöfn. Endurskoðendur voru kosnir: Sigurður Rósmundsson og Hall- dór Þorvaldsson og til vara Sig- urður Karlsson. Þriðjudagur 8. október 1963 — 28. árgangur 216. tölublað. Minnzt fjörutíu uru ufmælis Hellisgerðis Á Iaugardag var afhjúpuð í Hellisgerði, lágmynd af Guð- mundi Einarssyni, þeim er á sínum tíma átti frumkvæði að vernd og ræktun gerðisins. Rík- harður Jónsson gerði myndina fyrir félag Guðmundar, mál- fundafélagið Magna, og er þetta önnur myndin sem Ríkharður gerir fyrir Magna; á öSrum stað í gerðinu stendur mynd hans af Bjarna riddara Sívertsen, er reist var fyrir fimmtán árum. Myndinni af Guðmundi Ein- arssyni er komið fyrir í hraun- þili við munna hellis þess er Hér má sjá konur síldarskipstjóra í hófi þeirra síðastliðið sunnudagskvöld að Hótel Sögu. (Ljósm. Þjóðv. G. M.). Sildarskipstjórar í hausthófí sínu Nú er stund á milli stríða hjá síldarsjómönnum og síldarskip- stjórum eftir fremur harða úti- vist í sumar og áður en haust- vertíð hefst með Suðurlandssíld. Síldarskipstjórar notuðu tæki- færið núna um helgina og héldu mikið hóf á Hótel Sögu. Þar var glatt á hjalla og reisn yfir sam- kvæminu. Við htttum Guðmund Oddsson. skipstjóra og formann Öldunnar glaðan og reifan en Aldan á raunar sjötíu ára af- mæli um þessar mundir. Guð- mundi fórust svo orð: Þetta höf okkar síldarskipstjóra er eigin- lega tvíþætt að tilgangi. Síldar- skipstjórar hafa mikið saman að sælda á öldum ijósvakans og ræða oft saman og það skapast kynni á milli þeirra. Síldarskip- stjórum þykir rétt að koma sam- an einu sinni á ári með konum sínum og kynnast Iíka augliti til auglitis og er þetta annað haust- ið sem slík samkoma er haldin. I bæði skiptin höfum við boðið Jakobl Jakobssyni, fiskifræð- ingi, sem heiðursgesti okkar, en hann cr eins og kunnugt er í miklum dáleikum hjá okkur sem ráðhollur vísindamaður og góður skipuleggjandi í sildarleit. Annars er formaður skemmti- nefndar á þessu hausti Sigurður Magnússon, skipstjóri á Víöi SU og sópar að þessari öldnu hetju okkar hér í kvöld. Mikill rausnarskapur er hér á öllum sviðum. gerðið dregur nafn af, og á hana er letrað: Guðmundur Ein- arsson, frumkvöðull um vernd og ræktun Hellisgerðis 1923. Guðmundur Einarssoji er fædd- ur 16. júní 1883 ' að Auðnum á Vatnsleysuströnd og ólst þar upp, en kom ungur til Hafnar- fjarðar og nam trésmíðar. Guð- mundur var giftur Jónu Kristj- ánsdóttur ættaðri af Álftanesi og áttu þau einn son; Sigurgeir, skólastjóra Iðnskóla Hafnar- fjarðar. Jóna er látin fyrir tveimur árum. Við afhjúpunina á laugardag- inn, lét formaður Magna, Bjöm Ingvarsson lögreglustjóri, þess getið í ræðu, að félaginu hefði þótt vel fara á því á fjörutíu ára afmæli gerðisins, að heiðra frumkvöðulinn á þennan hátt, þar eð hann varð einnig áttræð- ur á þessu sama ári. f ræðu Björns kom fram m.a. að Hellisgerði var afihent mál- fundafélaginu 24. júní 1923 og var svæðið þá fjögur þúsund fermetrar en er nú orðið fjórt- án þúsund fermetrar. Elztu tré í gerðinu eru 39 ára gömul en bæjarsjóður Hafnarfjarðar hef- ur allt frá árinu 1936 veitt reglulega fé til ræktunar gerðis- iiis; auk þess hafa ýmsir ein- staklingar og félög látið fé af hendi rakna til gerðisins. Hell- isgerði er rni, eins og menn vita, orðið með fegurri skrúð- görðum á landinu og tvímæla- laust sérkennilcgra en nokkur annar. Munið styrktar- mannakerfið! Skriður virðist nú vera að koma á söfnunina í styrktar- mannakerfi Þjóðviljans. 10% eru komin inn af því fé sem Sósíalistafélag Reykjavíkur ætl- ar sér að vera búið að safna fyrir 25 ára afmæli Sósíalista- flokksins, þ.e.a.s. 500 þús. kr. En betur má ef duga skal. Eftir eru 16 dagar og 90% — þ.e. rúm 5% á dag. Við birtum hér fyrstu tölur úr samkeppni deild- Hér eru svo síldarskipstjóramir ásanit heiðursgesti sinum Jak obi Jakobssyni, fiskifræðingí F.r inörg aflaklóin á þessari mynd. (Ljósm. Þjóðv. G.M.). anna í Reykjavík. Allar deildir nema 4 eru komnar á blað. Röðin er þessi: 1. Deild 8B 60% 2 — 15 50% 3. — 8A 38% 4. — 1 21% 5. — 14 16% 6. — 10B 14% 7. — 16 9% 8. — 6 7% 9. — 4A 5%. 10. — 3 4% 11. — 2 3% 12. — 4B 3% 13. — 10A 3% 14. — 9 2% 15. — 7 1% 5 i., 11., 12. og 13. deildir eru ekki enn ko^mnar á blað, en vonandi verða þær á blaði fyrir helgina. Utan af landi hafa ekki bor- izt framlög nema frá þrem stöð- um: Hveragerði, Kópavogi og Vestmannaeyjum. Við vonum að aðrir staðir sendi okkur fé á næstunni, þannig að við get- um birt samkeppnislista þar einnig. Öll sósíalistafélög hafa nú sett sér ákveðið mark og þau þurfa að ná a.m.k. 50% af heildar- markinu fyrir afmæli flokksins. Tökum nú hraustlega á. Skrifstofurnar í Tjarnargötu 20 og á Þórsgötu 1 eru opnar daglega kl. 10—12 og 1—6.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.