Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.11.1963, Blaðsíða 4
g SlÐA ÞJðÐVILTINN Sunnudagur 24. nóvember 1963 Otgelandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línuri. Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Hvert verður stefnt? jTPkkí einungis Evrópa heldur allar álfur heims hrukku við á föstudaginn þegar skotið heyrð- íst vestan úr heimi sem varð John F. Kennedy 'Bandaríkjaforseta að bana. Um allan heim hafa naenn fyllzf reiði og harmi vegna þessa svívirði- legá morðs á þjóðhöfðingja og forystumanni hins bandaríska sfórveldis. Án alls tillits til skoðana- munar og þjóðemismunar hitfir 'fordæmingin ein- Huga og miskunnarlaus þá morðhugsun og morð- hönd, sem valdið hefur ódæðisverkinu. ÍPðH þjóðfélags breyfisf ekki þó skipf sé um for- sefa, en í hendur forseta Bandaríkjanna er !Utgf ægivald, sem miklu getur ráðið um heimsv'ið- burði, um þróun heimsmálá, um stríð og frið rá jörðunni. Þess vegna er það einnig mikilvæg't ftnír aðrar þjóðir en Bandaríkjamenn hver velst íil þess embættis, hverjum slíkt ofurvald er lagt f Hendur. Um það mun vart deilt að John F. Kennedy hefur um margt verið óvenjulegur OBandaríkjaforseti, yngri maður og opnari fyrir menningu og mennfun en margur annar, ótrauð- aii og djarfari að leggja á nýjar leiðir. Og enda þójf megnið af þeirri umbótalöggjöf sem hann boðaðí hafi’/strandað á skynlausri mótstöðu verstu íKaldsafla og auðvaldsafla landsins, he'fur liðsinni Eans við hina miklu frelsisbaráttu svertingjanna Sem blossað hefur upp í Bandaríkjunum haft yeruleg ’áHrif fil lyftingar þeirri baráttu, og mun þess lengi mjnnzt. rimælalausf h'efur Hinn myrfi forsefi átt hluf að því, einkum þó síðasta árið, að draga úr spennunní í heimsmálunum. Það var að vísu Bandaríkjastjóm undir hans forsæti sem fyrir árl leiddi allf mannkyn svo tæpt fram á brún kjamorkusfyrjaldar að eift ógætnisskre’f mófað- ilans Hefði nægf fil að sfeypa mannkyninu í bofn- lausan glötunarhyl. En sú lífsreynsla, reynslan af því hvemig þá tókst að a'fstýra stríði, virðist meira en nokkuð annað hafa mótað þróunina frá þeim 'tíma til friðsamlegra hor'fs, og át'ti Kenn- edy 'forseti áreiðanlega sinn þátt í því. Því er það að við dauða Hans nú ríkir meiri ó- vissa um viðhorf Bandaríkjanna í heimsmál- unum en um skeið, og ekki ólíklegt að hin aft- urhaldssömu öfl bandaríska auðvaldsins, þau sem enn halda að takast megi að yfirbuga heim sósíal- ismans með stríðshótunum og kjarnorkustyrjöld ef annað dugar ekki, hugsi sér til hreyfings að föllnum Kennedy forseta. Sú þróun gæti einnig snert íslenzku þjóðina djúpt til óheilla, vegna þess að ísland hefur verið reyrt í hemaðarbandalag við Bandaríkin. Af þeim sökum er eðlilegt að ís- lendingar fylgist vel með framvindu mala eftir morð hins bandaríska þjóðhöfðingja, og verði vel á verði gegn hugsanlegri stefnubreytingu í átf fil aukinnar stríðshættu. — s. SKAKÞATTUR Manndrápsskap og ,benónýska' beztu eíginleikarnir f tilefni af því, að Sveinn Kristinsson hefur nú látið af umsjón þessa þáttar, þá fannst mér vel til fallið að hafa smá- viðtal við hann, því að hann er maður fróður um skákmál. Ég tók mig því til og hélt á fund Sveins og hóf upp er- indi mitt. Sveinn tók mér ljúf- mannlega eins og hans var von og vísa. — Þú ert fseddur og uppal- inn í Skagafirði, Sveinn. Hvernig var skákiðkun háttað þar í þínu ungdæmi? — Áhugi fyrir skák var all- mikill. Töfl voru til á flestum bæjum bæði í sveitinni og á Sauðárkróki, þar sem ég ólst upp. Skákklukkur þekktust hinsvegar ekki. Menn tóku sér því umhugsunartíma eftir hentisemi, og tóku skákir yf- irleitt eina eða tvær klukku- stundir. Um skákreglur er það að segja, að þær voru ekki fast- mótaðar og höfðu menn engin kynni af skákreglum FIDE, sem nú eru komnar til sögunn- ar. Svo að ég nefni dæmi, þá voru reglur um hrókun mjög á reiki, sérstakjega þeg- ar um langa hrókun var að ræða. Framhjáhlaup þekktist ekki nema meðal sigldra manna. Taflmennska var þannlg, að menn lögðu mesta áherzlu á örygglð, og leikfléttur voru ekki tíðkaðar. Það þótti t.d. mikið glæfrafyrirtæki að leika drottningu ofaní lepp. Mikil uppskipti voru taiin ódrengi- leg, og var slíkt atíerli kall- að „taflmorð'‘. Eitt sinn vgr ég að tefla við mann og hafði tekizt að krækja í peð. Skipti ég nú upp mönnunum, til þess að gera vinninginn léttari og vann síðan skákina. Veitti þá andstæðingur minn mér þung- ar átölur og sagði, að ég heíði gerzt sekur um „taflmorð‘% en slíkt hefði aldrei þótt til fyr- irmyndar. Tapi tóku menn yfirleitt vel, en sumir hinir skapmeiri menn áttu það þð til að rusla öllu um og fleygja taflinu út á gólf. — Telur þú að styrkleiki skákmanna hérlendis og er- lendis hafi aukizt að mun síð- ustu ár eða áratugi og ef svo er, á hvaða sviðum er um mesta framför að ræða? — Tæknin hefur aukizt, einkanlega í byrjunum og endatafli. Fyrir um það bil þrjátíu árum voru ýmis tækni- leg vandamál í endatafli við að glíma, sem nú hafa verið leyst. Þetta hefur auðvitað í för með sér, að styrkleikinn hefur vaxið, því að ékki er um afturfðr að ræða ,á neinu sviði. — Hverja telur þú 10 beztu skákmeistara heims nú? — Það er ákaflega erfitt að segja um það, og vil ég ekki láta hafa neitt eftir mér í því efni, en ég get þó sagt, að eftirtaldir sex menn hafi yfir þeim styrklelka að ráða, að enginn verði örugglega sagður þeim fremri: Petrosjan, Keres, Botvinnik, Tal, Kortsjnoj og Fischer. — Hvað um framtíðarhorfur i skákheiminum? Halda Rússar forystunni? — Ég tel að vinsældir skák- arinnar fari vaxandi og eigi eftir að aukast enn meir. Skák- in á ónumið land víða, eins og t.d. í Afriku og að mestu ieyti í Asíu, þótt hún sé upp- runnin þar. Um einveldi Rússa í skák- listinni vil ég segja það, að það fer algjörlega eftir þvi, hve aðrar þjóðir veita miklu fjármagni til skákarinnar. Eng- in af hinum svokölluðu menn- ingarþjóðum hefur meiri hæfi- leika til skákar en önnur. Það gæti hins vegar tekið nokkuð langan tíma að ná Rússum, þótt nægu fé yrði til kostað, því að yfirburðir þeirra eru svo grunnmúraðir. — Hvaða eiginleika telur þú að menn þurfi helzt að hafa, til þess að ná langt í skák? — Enginn getur náð langt í skák, nema hann hafi skap til þess að drepa mann, ef á slíkan úrkost reynir. Til þess að tefla skák þarf mikla hörku, ekki ósvipað og I hernaði. Einnig þurfa til að koma margir aðrir eiginleikar, svo sem hugmyndaflug, þolinmæði, athyglisgáfa, benónýska — — — Ha, hvað, sagðirðu Ben- ónýska? Hvað er það? — Já, en það er nokkuð erf- itt að skýrgreina það hugtak. Það finnst ekki í nokkurri orðabók, ekki einu sinni þess- ari nýju 65 þúsund orða. Þó skal ég leitast við að skýra þetta margslungna hugtak með nokkrum orðum. Það er meðal annars það, að fara ekki bein- ustu leiðina að marki, heldur þræða krókaleiðir og refil- stigu, ennfremur að játa aldrei ósigur og missa aldrei vonina, hversu erfitt sem taflið er. Ég tel t.d. að Ohurchill hafi sýnt vissa tegund af „benónýsku“, þegar hann vildi ekki gefast Sveinn Kristinsson upp fyrir Þjóðverjum 1940. Einnig nær þetta hugtak yfir vissan þráa eða tortryggni í garð hefðbundinna kennisetn- inga og teoríufróðleiks. Annars er erfitt að skýra þetta hugtak til hlítar eða kanna inntak þess að fullu, nema með því að kynnast þeim manni sjálf- um og hans taflmennsku, sem það er kennt við. Ég hef sem sagt enga trú á því, að skák- snilli sé meðfæddur eiginleiki, nema að því leyti, sem vissir skapgerðareiginleikar eru með- fæddir, en um það atriði væri nærtækara að leita til sál- fræðinga en mín, sagði Sveinn að lokum. — Þ.S. Hér birtist svo skák, þar sem Sveinn leggur að velli frægasta skákmann íslands fyrr og síðar. Hún er tefld á fslandsþinginu 1953. Hv.: Friðrik Óiafsson. Sv.: Sveinn Kristinsson. Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 3. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0—0 6. Be2 í5 7. 0—0. Þvingar hvítan tii pess að taka mikilvæga á- kvörðun um hernaðarrekstur- inn á miðvígstöðvunum. f fljótu bragði kynni manni nú að sýnast, að hvítur geti unn- ið peð, en svo er eigi: 8. dxe5 dxe5 9. Dxd8 Hxd8 10. Rxe5 Rxe4 11. Rxf7 Rxc3 og svartur vinnur. Leiki hvítur 8. Dc2, nær svartur auðveldlega jöfnu tafli með 8. — Rc6! Að þessu athuguðu telur hvítur því væn- legast að loka miðborðinu. 8. d5 Hf8. Eftir að hvítur hefur lokað miðborðinu, er stefnuskrá svarts ákaflega aug- Ijós og skýr. Hann undirbýr og leikur f5 til þess annað tveggja að veikja miðborð hvíts (exf5) eða fá „brúar- sporð“ á f4 til undirbúnings kóngssókn. 9. Rel Rbd7 10. Rd3 De7 11. Ba3 Re8 12. a3. Nú kom bæði 12. b4 og Hcl til greina. 12. — f5 13. f3 f4 14. Bf2 Rdf6 15. c5 g5 16. Hcl Df7 17. c5xd6 c7xd6 18. Bb5. Eftir þennan leik tekur að síga á ó- gæfuhliðina fyrir hvítum. Hvað átti hann til bragðs að taka? Svartur hótaði h5, Dg6 og því næst g4, og hvítur fær ekki hindrað þetta áform með því að leika h3. Segjum 18. g4 Rxg4 19. fxg4 f3 20. Bxf3 Dxf3 21. Dxf3 Hxf3 22. Rel Hf7 23. Be3 Bf6 24. h3 h5 og svartur hefur betur. Eða 20. Rel fxe2 21. Dxe2 Df4 o.s.frv. 18. g3 er ef til vill bezti leikurinn, en eftir 18. — fxg3 19. hxg3 (eða 19. Bxg3 Rh5)' h5 20. Dg6 o.s.frv., er frumkvæðið í svarts höndum. Maður fær því varla sneitt hjá þeirri skoð- un, að staða svarts sé þegar betri fyrir 18. leik hvíts. 18. g4! Það var mikilvægt fyrir svartan að geta leikið þennan leik án frekari undxr- búnings. Riddaraleikur hvíts gerði þetta mögulegt, með því að nú væri peðið á e4 óvald- að eftir 19. fxg4. 19. Db3 19. Rxa7, Bd7 19. — Dg6 20. Rxa7 gxf3 21. Bxfl3 Bg4 22. Rel Rxe4 23. Dxb7 Re8f6. Auðsætt er, að svartur hefur haft betur í sviptingum undanfarinna leikja. Lið hans er mun samstilltara og hefur náð framvarðstöðvum hvíts Framhald á 5. síðu. SUNNUDA GSKROSSGÁTA LÁEÉTT: 1 brennivínsteg. 6 ánægð 8 fjarskiptastaður 9 á lit 10 grimmur 12 dáðimar 14 ofar 16 afturgöngur 18 flík 21 stútur 23 undirstöður 25 reyna 28 sál- að 29 afar slæmt 30 málmur 31 verstur. LÓÐRÉTT: 1 undrandi 2 vorkenna 3 hlý 4 skemmist 5 dregur 6 skass;'7 dáinna 11 ás 13 neglt 15 ílát 16 áreiðan!ev+ 17 önug 19 bænahús 20 bið 22 hlýjaði 24 blæs 26 óliðugt 27 á ný.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.