Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1963, Blaðsíða 4
HðÐvtunm Sunnudagur 8. desember 1043 A BfÐA SKÚLI GUÐJÓNSSON: AÐ FERÐAST BLINDUR T Oft hefi ég verið að því spurður hvort það sé ekki erf- itt og óþægilegt fyrir blindan mann að ferðast með lang- ferðabílum. án sérstakrar fylgdar eða forsjársmanns. Ég hefi jafnan svarað þessu eitthvað á þá lund, að slíkt sé mjög auðvelt og tiltölulega þægilegt. Maður sezt bara inn i bílinn, þegir og hlustar á samræður farþeganna og það getur stundum verið dálítið gaman og gæti ég af því sagt margar sögur, en skal þó að- eins tilfæra eina: Einu sinni heyrði ég að maður var að gæða annars manns konu á hangikjöti. — Er konan hafði fengið nægju sína af kjötinu, upphófst eftirfarandi samtal: Maðurinn: — Nú borðar þú eina brauðsneið. Konan: — Ég hefi ekki gott af að borða meira. Maðurinn: — Heldur þú. að þú verðir ófrísk af því að borða eina brauðsneið? Kqn- an: — Það þarf áreiðanlega eitthvað kröftugra en eina brauðsneið til þess að gera mig ófríska! Þegar bíllinn stanzar hjá veitingastað, reynir maður að fylgjast með straumnum. Oft ber það þó við að einhver far- þeganna, eða jafnvel sjálfur bílstjórinn, sé hann vel af guði gerður, býður aðstoð sína, sem er þakksamlega þegin. Hitt er þó jafn algengt, eða jafnvel algengara, að sá blindi verði þess ekki var að hinir sjáandi sjái hann. Þá reynir hann að hlera eftir skóhljóði hinna sjáandi, og öðrum þeim hljóðum. er þeir kunna frá sér að gefa og þannig kemst hann venjulega klakklaust milli bíls og veitingahúss. Svo var það um daginn, þeg- ar ég var að fara heim frá Reykjavík með Norðurleið, að þessi aðferð mín brást mér að nokkru leyti. Við höfðum stanzað við veitingaskálann í Hvalfirði og ég hugðist ganga þar inn, á- samt öðrum farþegum og með sama hætti og ég hefi þegar lýst. En þar sem bílstjórinn hafði skilið bílinn eftir í gangi. drekkti dynurinn frá vélinni skóhljóði samferðafólksins svo gersamlega að það var allt horfið út 1 óendanleikann áður en mig varði og ég var einn eftir í veröldinni. Sem ég er að snúast þarna og reyna að átta mig á tilverunni, hnýt ég um eitthvað. Verður mér það á, Skúli Guðjónsson sem aldrei skyldi verið hafa, að ég kalla út í tómið og spyr hvort nokkur sé þar. — En í tóminu var enginn, er til mín heyrði. Fór ég nú að athuga nánar það sem ég hafði hnotið um og þekkti að það var hlemmur yfir olíugeymi. En með því að ég hafði oft komið þarna áður vissi ég hvaða stefnu ég átti að taka frá geyminum og að dyrum skál- ans. Hóf ég þá ferðina yfir hlaðið er tókst með slíkum á- gætum að ég hitti á skáladym- ar miðjar. Eftir að hafa lokið erindi mínu þar inni fór ég fyrstur manna þaðan út. Nú þakkaði ég forsjóninni fyrir að billinn var enn í gangi. Ég gekk beint á hljóðið. fann dymar, klifr- I aði upp í sætið mitt, þar sem ritvélin mín stóð, en hún var mér örugg sönnun þess, að ég hefði lent í réttum bíl og réttu sæti. Þetta litla ævintýri rifjaði upp fyrir mér sögu, er ég heyrði fyrir nokkrum árum. Það var einn vetur. fyrir alllöngu, að áætlunarbíllinn að norðan kom í Fomahvamm. Úti var hríðarjagandi af norðri og kalsaveður. Farþegamir hröðuðu sér inn og settust til borðs i veitingastofu. Konu sem bar inn veitingar til gest- anna, verður þá litið út um gluggann og sér, hvar maður er að þreifa sig áfram með- fram húshliðinni. Varpar hún þá orðum á gestina og spyr, hvort einhver farþeganna hafi orðið eftir úti. Einhver gestanna verður þá fyrir svörum og segir: — Hann hefur líklega orðið eftir úti blindi maðurinn. sem var með okkur í bílnum. Konan snaraðist út og sótti blinda manninn, sem skilinn hafði verið eftir úti í hríðinni og hún mun hafa látið sam- ferðafólk hans vita að það væri með næsta miklum ólíkindum, að gleyma blindum manni úti í hríðarveðri. Það er svo sem engin hætta á ferðum, þótt sjáandi fólk týni blindum félögum sinum milli bíls og veitingahúss. Hin- ir blindu skila sér einhvem veginn. með guðs hjálp, svo sem þessi dæmi sýna. SUNNUDA SSKROSSGÁ TA Vélskóflan UB80 AFKÖST EINN TENINGSMETRI Vélskófla þessi er framleidd i cinni af stærstu verksmiðjum Þýskalands fyrir vinnuvélar og byggist framleiisla hennar á 12 ára reynslu. Þessi gerð hefur þcgar verið seld til 24 landa og hcf- ur hvarvetna reynzt vel. — Með dragskóflu, aususkóflu og grip- skóflu. — Aflvél cr 135 hestafla loftkældur díselmótor. DEUTSCHERINNEH-UND AUSSENHANDEL ailfIMIllM»KXPORT BERtlN W S>WOHRENSTRASSE (t ALLAR UPPLÝSINGAR VEITIR VERZLUNARRÁÐ ÞÝZKA ALÞÝÐULÝÐVELDISIN5 Á ÍSLANDI LAUGAVEGI 18 — REYKJ AVÍK. LÁRÉTT: — 1 fríður 4 örþreytt 8 hlaðan 9 afl 10 ræna 11 glauminn 13 sá 15 yrki 17 í kirkju 19 lofa 21 ávítar 23 fuglinn 26 óps 27 sötraði 28 gallagripur. LÓÐRÉTT: — 1 langar til 2 gómaði 3 hrófatildur 4 skaga 5 aum 6 eymdina 7 stækkuð 12 ýtir 14 hreinsa 16 smraði 18 lagin 20 kró 22 kannski 24 traðk 25 hafna 26 3 eins. AUSTIN GIPSY Árgerö 1SS4 * Traustur fjalla og torfærubíll. * Það skiptir engu máli hvort farið er um vegi eða vegleysur • Afkastamikið vinnutæki til margra nota. • Samanburður er alltaf Austin Gipsy í hag. Vegalaerninfir tekur oft langan tíma, en Austin Gipsy faest afgreiddur með stuttum fyrirvara. GARÐAR GÍSLASON h/f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.