Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 2
2 StÐA’ HtœmnNN Laugardaífur 28. desember 1963 RÚSSNESKIR RIFFLAR 1 skota og 6 skota magasín, eínhleyptar og tvíhleyptar haglabyssur. Bélka haglabyssur og rifflar combinerað, fyrirliggjandi. mm BÚI PETERSEN s PORTVÖRUVERZLUN Auglysið í Þjóðviljanum ÚTBOÐ Tilboð óskast í solu á 185 tonnum af steypustyrktarjárni til hitaveituframkvæmda í Reykjavík. Útboðsskilmála má vHja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR 5. alþjóðlega sjó- stangaveiðimótið haldið næsta vor Aðalfundur Sjóstangaveiðifé' lags Reykjavíkur fyrir árið 1963 var haldinn í Þjóðleikhús- kjallaranum, laugardaginn 16. nóvember kl. 2 e.h. Formaður félagsins flutti þá skýrslu stjómarinnar um störf hermar á starfsárinu. Hann skýrði frá 4. alþjóðlega sjóstangaveiðimótinu, sem hald- ið var hér á landi, dagana 22.—25. maí í Vestmannaeyjum. Sjóstangaveiðifélag Reykjavík- ur sá um mótið ásamt Ferða- skrifstofunni SÖGU. Þátttak- endur voru liðlega 40. Boðið var til veiðimóts i Keflavíb af Sjóstangaveiðifélagi vamarliðsmanna á Keflavíkur- ílugvelli dagana 29. og 30. júni. Félagið tób þátt í þvi móti. Þátttakendur voru einnig lið- lega 40. Boð um að senda sveit á Bv- rópumeistaramótið í sjóstanga- veiði, sem haldið var i Little- hampton á Suður-Englandi, var þegið, og send þangað ein sveit. en hana skipuðu Magnús Valde. marsson. Birgir J. Jóhannsson, Hákon Jóhannsson og Lúðvík Eggertsson. 15 þjóðir tóku þátt í þessu móti. 1 sambandi við mót þetta var haldið ársþing European Fed- eration of Sea Anglers, en á því mættu tveir fulltrúar frá Sjóstangaveiðifélagi Reykjavík- ur, þeir Magnús Vafldemarsson og Birgir J. Jóhannsson. A þessu þingi voru samþykkt ný lög fyrir sjóstangaveiði- menn, sem félögunum verða send innan skamms. Þar var einnig ákveðið að næsta Ev- rópumeistaramót í ejóstanga- veiði yrði í Danmörku á sumri komanda. Sjóstangaveiðifélag Reykja- vítour sá félagsmönnum fyrir stuttum ódýrum veiðferðum frá Reykjavík og víðar. Famar voru milli 15 og 20 veiðiferðir og þátttakendur urðu liðlega 100. Formaður gat þess í skýrslu stjómarinnar, að aðalverkefni félagsins á næsta ári yrði und- irbúningur að 5. alþjóðlega sjóstangaveiðimótinu, fyrir- greiðslu 1 sambandi við veiöi- ferðir á vegum féJagsins og öfl- un fjár til eflingar starfsemi þess. Að skýrslu formanns lokinni las Magnús Valdemarss. gjald- keri félagsins upp reikninga þess og voru þeir samþykktir mótatkvæðalaust. Síðan fór fram stjómarkjör og hlutu þessir kosningu: Aðalstjóm: Birgir J. Jó- hannsson. Magnús VaJdemarss., Halldór Snorrason. EgiJI Snorr ason og Hákon Jóhannsson. Varastjóm: Ragnar Ingólfs- son og Einar A. Jónsson. Endurskoðendur: Agnar Gúst- afsson og Lúðvík Eggertsson. Síðan var rætt um 5. al- þjóðlega sjóstangaveiðimótið, er halda á hér á landi næsta sum- ar. Formaður féJagsins mælti fyrir tillögu stjómarinnar um að halda næsta alþjóðamót í Reykjavík, þar eð hér væru ölil skilyrði hin ákjósanlegustu, sízt lakari fiskimið en annars staðar. Tillagan var rædd mikið, og síðan borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Á fyrsta stjórnarfundi, sem haldinn var 22. nóvember skipti stjómin með sér verkum sem hér segir: Birgir J. Jóhannsson. for- maður. Halldór Snorrason, varaformaður. Egill Snorrason, ritari. Magnús Valdemarsson, gjaldkeri og Hákon Jóhannsson, meðstjómandi. A þessum fundi var rætt um 5. aJþjóðlega sjóstangaveiði- mótið. Var þar ákveðið, að mótið skyldi fara fram dagana 29.. 30. og 31. mai næstkom- andi. Einnig var samþykkt að sami háttur yrði hafður á og síðastliðið vor, þ.e.a.s. að samið yrði við Ferðaskrifstofuna Sögu um framkvæmd þess ásamt fé- laginu. Jólaboðslcapur kirkjumálaráðherra i Æðsti embættismaður guðs kristni á IsJandi, Jóhann Haf- stein kirkjumálaráðherra sendi frá sér jólaboðskap fyrir réttri viku. Ekki var honum þó efst í huga lof- söngur englanna um frið á jörðu, heldur sveif helrykið honum fyrir hugskotssjónum. Ráðherrann ætlar semsé að fara að láta skoða al'la kjall- ara í Reykjavík, þannig að hægt sé að leggja á ráðin um það hvar fólk eigi að liggja á gólfinu í nokkra sól- arhringa, meðan það er að deyja ef hemámsstefnan nær rökréttum tilgangi sínum. Jafnframt lætur hann eflaust hefjast handa um neðanjarð- arbyrgið mikla, þar sem ríkis- stjómin og forsetinn og bisk- upinn eiga að dveljast í ör- yggi meðan helrykið fellur og banvæn geislun smýgur inni kjallarana. Eftir að kjallaramir hafa verið skoðaðir. verður eflaust gerð áætlun um margvíslegar endurbætur á þeim, sérstök BKslunarbyrgi i skúmaskotum, almannavamaföt og matar- skammt og drykkjarföng í geislunarheldum umbúðum. Munu heildsalar geta fest kaup á þvílíkum tilfæringum vestur í Bandaríkjunum fyrir lítið fé, því þar geisaði al- mannavamaæði fyrir nokkr- um árum en er nú gersamlega komið úr tízku, þannig að útbúnaðurinn mun liggja i offramleiðsluhaugum til frjáJsra afnota fyrir vanþró- aðar þjóðir. En einnig væri Jiægt að hefja íslenzkan iðn- að á þessu sviði. fela Einari í Sindra að smíða geislunar- byrgi, með innbyggðum sjón- varpstækjum, láta Svein Val- fells framleiða smekkleg kjallaraföt. og ekki myndi Þorbjöm í Borg telja eftir sér að selja mönnum góðan skrínukost. Er þess þannig að vænta að frumkvæði kirkju- málaráðherrans beri bless- unarríkan árangur á sem flestum sviðum þjóðlífsins, þvi um helrykið gildir að sjálfsögðu sama regla og allt annað í okkar viðreisnarþjóð- félagi: ,,Það skiptir mestu máli að maður græði á því". AustrL Jólafundur verður haldinn að Tjarnargötu 20 sunnudaginn 29. desember kl. 20.30. D A G S K R Á : 1. Jólasaga, Guðrún Stephensen les. 2. Jólasiðir í Tékkóslóvakíu, Jarmila Ólafsson. — Leikin tékknesk þjóðlög. 3. Ljóðalestur, Jóhannes úr Kötlum. 4. Samleikur á fiðlu og píanó, Jakob Hallgríms- son og Hallgrímur Jakobsson leika. 5. Sameiginleg kaffidrykkja. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Karlar jafnt sem konur velkomin. Kvenfélag sósíalista. Strætisvugnur Reykju- vikur tilkynnu: Frá og með laugardeginum 28. desember, 1963, verða fargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur sem hér segir: Fargjöld fullorðinna: 1. Einstök fargjöld .............. kr. 4,00 2. Farmiðaspjöld með 34 miðum .... — 100,00 3. Farmiðaspjöld með 7 miðum .... — 25,00 Fargjöld bama r(innan 12 ára): 1. Einstök farg'jöld .............. kr. 1,75 2. Farmiðaspjöld með 20 miðum .... — 25,00 Fargjöld á Lögbergsleið ofan Seláss verða óbreytt. Tvöfalt gjald greiðist eftir kl. 24.00 og á öðrum tímum, sem almennur akstur á sér ekki stað. AUTOMOTIVE PRODUCT8 Viábriel HOGGDEYFAR í EVRÓPSKA BÍLA Einnig í flesta ameríska bíla. NOTIÐ GABRIEL HÖGGDEYFA. H.l. Egill Vilhjálmsson jgfng Laugavcg 118 • Sími 2-22-40 Stúð Vélstjóru og Mótor- vélstjóruféíug ís/unds halda jólatrésskemmtun í Klúbbnum sunnudag- inn 29. des. kl. 2 e.h. Miðasala á skrifstofunni Bárugötu 11. Skemmtinefndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.