Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. desember 1963 ÞJÓÐVILIINN siða 3 Hallveigarstíg 10, Rvk. — Sími 2-29-61. Bifreiðaleigan HJÓL GÚMMlVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955. Réffarhöldín I Sofia: Mótmælaganga til banda- ríska sendiráðsins Lakónia-sl ysiS: 'nin SOFIA 27/12 — í dag söfnuðust um 300 Búlgarir framan við bandaríska sendiráðið í Sofia til þess að mótmæla bandarískri njósnastarfsemi, en þessa dagana fara fram réttarhöld yfir Búlgaranum Georgíeff, sem hefur játað á sig njósnir í þágu Bandaríkjanna. Maðurinn, sem ákærður er íyrir njósnir, heitir Ivan-Assen Hristoff Georgíeff og er fyrr- verandi starfsmaður hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hann var handtekinn í september í haust og játaði þegar í stað að hafa tekið við fé af Bandaríkja- mönnum fyrir að veita þeim ýmiskonar upplýsingar um land sitt. Kéttarhöld hófust í gær og munu sennilega standa yfir í 3 daga, og dómurinn falla á mánudaginn kemur. erbezti lxviltia,r- stollinxx á lieims- markaðnum; það nw. stilla hann i þá stoou,sem hveiijum hentarbezt,en auk þess nota seni venjulegan aru.g;g:ustól laugavegi 26 sizui 209 70 Um 350 manns voru við- staddir réttarhöldin og hlýddu á frásögn Georgíeffs. Hann sagð- ist hafa verið veikur á svell- inu, er hann var sendur til New York, sem ráðgjafi búlg- örsku sendinefndarinnar hjá Sí> árið 1956. Þetta var einmitt árið sem Krústjoff flutti ræðu sina á 20. flokksþingi sovézka kommúnistaflokksins og hafi hún komið miklu róti á hug sinn. Hann sagðist hafa tekið tilboðinu að gerast njósnari fyrir bandarísku leyniþjónust- una skömmu eftir að hann kom til New-York, en hætt því árið 1958 vegna þess hve smá verk- efnin voru, sem leyniþjónustan trúði honum fyrir. Georgíeff er ákærður fyrir að hafa þegið 200.000 dollara borg- un hjá bandarísku leyniþjón. ustunni (tæpar 9 milljóir ísl. króna) fyrir störf sín. Hann sagðist hins vegar ekki hafa notað þetta fé sjálfur nema að litlu leyti heldur hafi hann aus- ið fé í ástmeyjar sínar, og einn- ig oft sent móður sinni, gam- alli og sjúkri, peninga. Ást- meyjar Georgíeffs bjuggu hver í sinni heimsálfunni, ein í fsra- el, önur í Paris, sú þriðja í Búlgaríu o.s.frv. Georgíeff sagðist ennfremur hafa orðið afar hissa á því, hve vel var farið með hann eftir handtökuna. Sagðist hann hafa verið settur inn í bjartan klefa þar sém sér sé leyft að tefla og ræða vandamál marxismans. Einnig sagðist hann hafa átt skemmtilegar samræður við þá sem höfðu mál hans til með- ferðar — þetta væru gáfaðir og vakandi náungar, sem skildu vel mannlegan breyskleika. Georgíeff kvaðst engan veg- inn geta skilið hvernig hann gat svikið föðurlad sitt svo í tryggðum og eina leiðin fyrir sig væri að viðurkenna sekt sína oig afplána refsinguna, sem sér þætti aldrei of þung. Áh sýndi stillingu MADRID 27/1 — Mateos Zarbis skipstjóri á gríska far- þegaskipinu Lakónía, sem brann í vikunni, kom til Mad- rid í dag. Blaðamenn létu spurningunum rigna yfir skip- stjórann, þangað til hann þoldi ekki lengur við, grúfði andlitið í höndum sér og baðst vægðar. var að dansa og varð gripið ofsahræðslu, þegar Ijóst var hvað var á seyði. Zorba sagði að ekkert væri hægt að setja út á framkomu áhafnarinnar, sumir hefðu kann- ske orðið hræddir, en flestir hefðu staðið sig vel. Skipstjór- inn yfirgaf síðastur skipið. Regnklæði Sjóstakkar og önnur regn- klæði. Mikill afslátur gefinn. Vopni Aðalstræti 16, við hliðina á bílasölunni. Sovézk rannsókna og vísindatæki Nákvæm og örugg vísinda- tæki, fyrir allar tegund- ir rannsókna* til iðn- aðar og hverskonar rannsóknars'tarf- starfsemi, eru nú gerð í Sovét- ríkjunum og flutt út í stór- um stíl. Leitið upplýsinga hjá okkur. ÍST0RG h.f. ísland öðlist aðild að UNESCO Fyrir nokkru leitaði ríkis- stjórnin heimildar Alþingis til að gerast fyrir íslands hönd aðili að Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna '(United Nations Educational, Schientific and Cultural Organization)’. — Þessi ályktunartillaga mun vænt- anlega hljóta afgreiðslu á næsta ári. f athugasemdum við tillög- una segir, að fsland og Portú- gal séu nú einu aðildarríki SÞ, sem ekki hafa gerzt aðilar að UNESCO og svo Suður-Afríka, sem sagt hefur sig úr Menning- armálastofnuninni. Stofnskrá stofnunarinnar er prentuð sem fylgiskjal með til- lögunni á íslenzku og ensku. Þar segir um markmið og störf; Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að friði og öryggi með því að efla samstarf þjóða milli með fræðslu-, vísinda- og menningarstarfsemi til þess að auka almenna virðingu fyrir réttlæti, lögum og mannréttind- um og mannfrelsi sem staðfest er í stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna fyrir þjóðir heimsins, án tillits til kynþáttar, kynferðis, tungu eða trúarbragða. MOSKVA 27/12 Læknastúdent- arnir tveir, sem viðstaddir voru krufningu stúdentsins frá Ghana sem lézt í Moskvu fyrir skömmu og olli sem mestum óróa, hafa gefið út opinbera yfirlýsingu þess efnis að þeir hafi ekki tek- ið þátt í krufningunni. heldur aðeins verið áhorfendur. Ekki kváðust þeir heldur hafa skrifað undir skýrsluna, sem gefin var út. Hann var spurður að því, hvort björgunarstörfin hefðu verið leyst vel af hendi og sagði hann að af skipsins hálfu hefði allt verið í lagi, en hins vegar hefðu björgunarbátarnir aldrei komið upp að skipinu, og þess vegna hefði farið sem fór. Sagði hann, að bátarnir hefðu veitt fólkið upp úr sjónum, en lík- lega ekki vitað að fleira fólk var eftir um borð í skipinu. Skipstjórinn sagði, að vitað væri hvar eldsupptökin hefðu verið, en ekki af hvaða völd- um. Eldurinn kom upp í rak- arastofu skipsins og breiddist mjög ört út, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir áhafnarinnar til Sterkara en mannshjartað SYRACUSE NEW YORK 27/12 Bandarískur læknir, sérfræðing- ur í hjartasjúkdómum, sagði frá því í dag. að hann væri að smíða gervihjarta, sem yrði enn sterkara en venjulegt manns- hjarta og næstum óslítanlegt. Maður þessi heitir Harold Klet- schka og vinnur við dýrasjúkra- húsið í Syracuse. Sagði hann frá þessu í sambandi við umsókn, sem hann lagði fram til ríkisins um fjárhagslega aðstoð til á- framhaldandi rannsókna. Hann sagðist hafa byrjað að vinna að slíku hjarta fyrir sex árum síð- an er faðir hans dó úr hjarta- þess að slökkva eldinn. Fólkið slagi. ekkert heimili án húsbúnaðar liti& á______ hú sbúnaðinn hjá húsbúnaði laugavegi 26 simi 209 70 SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA OL 6 OZ |m|S 9 z iSeA'eSn'ei ÍJTSQUupqspqu^ ixiuiiaq jaaqqa! epueQiaiiuejj euSeSspq pueqiues | jnqqo ^fq uuxqeupqspq ^ Qiqi| <§nlinenial Hinir heimsþekktu þýzku hjólbarðar STÉRKIR — ENDINGARGÖÐIR CONTINENTAL — hjólbarði hinna vandlátu CONTINENTAL á allar bílategundir CONTINENTAL snjóhjólbarðar Reynið CONTINENTAL og sann’færiz't um gæðin. SENDUM UM ALLT LAND Önnumst allar biöiHax'Qayiggergir með fullkomnum tækjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.