Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 28. desembac 1963 — 28. árgangui: — 268. tölublað. N/osnamálið íBúlgaríu Rannsókn á Lakónía-slysinu Sjá 3ju síðu M.S. HUGRÚN HÆTT KOMIN D Yélskipið Hugrún írá Hafnarfirði var hætt komið á heimleið frá Þýzkalandi er leki kom að skipinn og hafði skipið þegar samband við Vest- mannaeyjaradíó. Flugvél Landhelgisgæzlunnar og Goðafoss fóru þegar á vettvang. Vélbáturinn Hugrún var á heimleið frá Cuxhaven eftir góða söluferð, þegar leki kom að skipinu og var það þá statt 150 sjómílur frá Vestmannaeyjum. Þetta var á annan jóladags- morgun. Goðafoss var næsta skip og hélt þegar á vettvang og líka SIF, flugvél Landhelgisgæzlunn- ar og fann hún bátinn kl. 18 um daginn. Skömmu síðar kom Goðafoss á vettvang og fylgdi skipinu til Reyðarfjarðar. Dælur skipsins höfðu undan og fór þetta allt betur en á horfðist um skeið. Hugrún er gerð út frá Hafnar- firði og er eigandi skipsins Sig- urður Sigurjónsson í Hafnar- firði og var hann skipstjóri á skipinu í þessari ferð. Hugrún var áður gerð út frá Bolungar- vik. Háskólinn fær rafheila að gjöf Framkvæmdabankinn varð tíu ára þann tíunda febrúar síðastliðinn og í tilefni þess ákvað bankaráð að gefa Há- skóla íslands fé til kaupa á rafheila. Má þetta hiklaust telja eina skynsamlegustu samþykkt þessa bankaráðs og mikið happ fyrir Háskóla íslands og reyndar alla vísinda- starfsemi í landinu. Rafheilinn mun væntanlega verða tilbúinn í september eða október á ári komanda og bíða hans þá fjölmörg verkefni auk þess sem tilkoma hans hlýtur að örfa mjög ýmsa vísindastarfsemi þannig að menn ráðist nú í margs konar útreikninga er setið hafa á hakanum til þessa. Nýja skipið, Friðrik Sigurðsson, yiO bryggju í Þorlákshöfn. — (Ljósm. II. Ií.). Fyrsti nýsmsSaði báturinn í ÞorláksSiaf narf !otanum Þessi tíðindi voru kunngerð á blaðamannafundi í Fram- kvæmdabankanum í gser en þar voru saman komnir auk banka- ráðsmanna, þeir Ármann Snæ- var rektor og Trausti Einars- son prófessor. Jóhann Hafstein formaður bankaráðs gat tildraga í stuttri ræðu og afhenti há- Nýr bátur til Sandgerðis Á Þorláksmessu kom nýr bát- ur til Sandgerðis og ber hann nafnið Guðbjörg GK 220. Hann er eign Arnar h.f. Guðbjörg er 205 tonn að stærð, og er smíð- uð i Marstrand í Svíþjóð og er hið fallegasta skip, búin öll- um nýtízku tækjum. Þegar er búið að ráða 11 manna áhöfn á skipið og eru flestir mennirnir frá Sandgerði. Óli S. Jónsson verður skip- stjóri og fer skipið út á vetrar- síldveiðar á næstunni. Björn Bjamason frá Keflavík sigldi skipinu heim og reyndist það hið bezta ;pyi|rtliölíí! Hringborðsráðstefna ÆFR í Tjamargótu 20 í dag, laugardag, kl. 3.30. Rætt verður um fé- lagsmál og næstu verkefni hreyfingarinnar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og leggja drög að öfl'ugu starfi á nýja érinu. skólarektor þvínæst gjafabréf uppá kaupverð rafheilans: 2,8 milljónir króna. Raunverulegt kaupverð slíkrar vélar mun vera um sjö milljónir króna en fram- leiðandinn, IBM, hefur fram að þessu veitt hreinvísindastofn- unum 60% afslátt af verði. Um- boðsmaður IBM á íslandi er Otto Michelsen og mun hann annast uppsetningu en hann gekkst fyrr á árinu fyrir nám- skeiði í meðferð rafheila sem margir vísindamenn sóttu. Þorlákshöfn 27/12— Aðfara- aótt jóladags kom nýtt £isk:iskip hingað til Þorláks- hafnar, vb. Friðrik Sigurðs- son ÁS 17, fyrsti nýsmíðaði báturinn sem bætist í flota Þorlákshafnar, Vb. Friðrik Sigurðsson er tæp- lega 80 lestir að staerð. smíðað- ur úr eik í Danmörku. Báturinn er búinn öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum. Eigandi bátsins er hlutafélagið Hafnarnes í Þorlákshöfn. Skip- stjóri verður Guðmundur Frið- riksson, einn af eigendunum. Á heimleið frá Danmörku hreppti vb. Friðrik Sigurðsson slæmt veður, en skipshöfninni ber saman um að báturinn hafi reynzt í alla staði hið bezta. Skipstjóri á heimsiglingunni var Jens Sigurðsson í Þorlákshöfn. HB. meiri Engin háttar slys um hátíðina ENGIN rneiriháttar íslys urðu f umferðinni hér í Reykjavik um jólin en nokkur smáslys áttu sér stað. Aðfaranótt annars í jólum varð það slys á mótum Nesvegar og Kaplaskjólsvegar að ölvaður ökumaður missti stjórn á Fólksvagni á hálku á gatnamótunum og valt bifreig- in am.k. eina velru en stað- næmdist að lokum á hjólunum. ökumaðurinn féll út úr bif- reiðinni og rotaðist en mun að öðru leyti hafa sloppið við veruleg meiðsli. A AÐFANGADAG varð sjö ára drengur fyrir bifreið á móts við hús nr. 74 við Heiðargerði og hlaut hann minni háttar meiðsli. RÓLEGT var hjá götulðgregl- unni um jólin en þó var tals- verð ölvun í bænum að kvöldi asnars jóladags. ENGIN alvarlegur bruni varð hér í borginni um jólin en slökkviliðið var kvatt út nokkr- um sinnum vegna simáíkvifcn- ana. 1 GÆRMORGUN laust fyrir kl. 11 var slókkviliðið kvatt að Fálkagötu 27. Var þar talsverð- ur eldur í forstofu og herbergi þar sem geymdar voru bækur. Maður að nafni Ásgeir Magn- ússon brenndist nokkuð í and- liti og skarst á fótum og var hann fluttur í slysavarðstofuna þar sem gert var aö sárum hans. Fólksvagninn kom á miða nr. 15095 1 gær var dregið hjá borgardóm- ara í happdrætti Krabbameins- félags Reykjavíkur. Vinningur- inn í happdrættinu, Volkswagen 1500, kom á nr. 15095. Getur eig- andi miðans vitjað vinningsins á skrifstofu félagsins í Suður- götu 22. „Eflir alla dá»" Armann Snævar þakkaði þessa | frábæru gjöf fyrir hönd há- i skólans og sagði að auk þess sem fjölmörg verkefni biðu úr- lausnar slíks tækis væri hitt ekki minna vert hve mjög það yrði vísindamönnum til örvun- Jk ar til að takast á hendur ný 1 eða vanrækt og vandasöm verk- efni. Sagði Snævar að þetta væri stærsta gjöf sem Háskóla fslands hefði nokkru sinni bor- . . izt Myndin er tekm við komu skipsins til Þorlakshafnar. Verkfall trésmiia heldur áfram (Lm. H.B.). ? Trésmiðafélag Reykjavíkur er erm í verkfalli og höfðu engir sátta- fundir verið haldnir eða boðaðir þeg- ar Þjóðviljinn hafði samband við skrifstofu félagsins í gær. ? Formaður Trésmiðafélagsins, Jón Snorri Þorleifsson, kvað ekkert markvert hafa • gerzt í verkfallinu þessa daga. Bað hann blaðið að minna félagsmenn á að hafa sam- band við skrifstofu félagsins, Lauf- ásvegi 8, en hún er nú opin allan daginn. Alhvít jól og snjó' koma um land allt Hér á landi voru alhvít jól. Hófust þau með norðaustanátt og mikilli fannkomu á Vest- fjörðum og Norðurlandi á að- fangadagsmorgun. Þegar leið á daginn hafði þessi rammfslenzka veðurátt heltekið Austfirði, Vesturland og Suðurland. Landsþekktir veðurspámenn spáðu þó rauðum jólum til hins síðasta enda var tíu stiga hiti á Norðausturlandi um sólstöð- ur. A jóladag geisaði svo stór- hríð víða um land og svo var fannfergi mikið í Ólafsfirði, að snjór náði mönnum í mitti úti á víðavangi. Nokkrar truflanir urðu á mjólkurflutningum á' Norður- landi. Annan ióladag datt norðaust- anáttin niður. Víða var þá mik- ið frost og náði hæst 14 gráð- um á Celsíus á Sauðárkróki. 1 gærdag var svo komin rign- ing á Suðurlandi og hvarf snjór- inn og aftur komin auð jörð eða augnaði víða í gaddinn. Hljóðfæraleik- araverkfall á ný/arsnótt? í Vísi í gær er frá því skýrt að Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara hafi boðað verkfall frá og með miðnætti á gamlárskvöld hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma við Samband veit- inga- og gistihúsaeigcnda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.