Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.12.1963, Blaðsíða 4
^ si*.>A ÞlðÐVILIINN Laugardagur 28. desember 1963 Dtcefandi: Sameiningarflokkur alþyðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.i. Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla auglýsingar. prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Simi 17-500 (5 llnurt. Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Breytinga þörf C|kipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar á íslandi ^ hafa verið í deiglunni og aðdraganda mikilla bréytinga um allmörg ár, enda má segja að skipu- lag Alþýðusambandsins sé orðinn sannnefndur ó- skapnaður. Þar er að mest'u leyti haldið enn hinu gamla skipulagi sem mátti heita eðlilegt fyrstu áratugi sambandsins, að einstök verkalýðsfélög, og þá eins hin fámennustu, væru beint aðilar að landssambandi verkalýðsfélaganna. Svo er hitt komið til, að auk þess eru nú aðilar að Alþýðu- sambandi íslands fjölmenn starfsgreinasambönd, eins og Sjómannasambandið og Landssamband ís- lenzkra verzlunarmanna (hið síðartalda að vísu samkvæmt fáránlegum dómi Félagsdóms). Af þessu verður slíkur hrærigrautur í skipulagsmál- um sambandsins að með öllu er óviðunandi, og er þess að vænta að komið verði skriði á fram- kvæmdir þeirra skipulagsbréytinga, sem fleiri en eitf Alþýðusambandsþing hafa lýst sig samþykk í mégindráttum. Framkvæmd róttækra skipulagsbrey’tinga eins og þar er fyrirhuguð hefur ’frá einstökum að- ilum innan verkalýðshreyfingarinnar mætt mót- spymu, og þess er ekki að dyljast að framkvæmd- ín er hið mesta vandaverk í einstökum atriðum, ekki sízt vegna íortryggni og deilna sem einkenna íslenzku verkalýðshreyfinguna. Nú virðist ljóst að næsta skipulagsbreytingin í verkalýðshreyfing- unni verður myndun nokkurra starfsgreinasam- banda, og er undirbúningi að sfo’fnun verka- mannasambands og landssambands málmiðnað- armanna og skipasmiða alllangt komið, en ’fleiri starfsgreinasambönd er líklegt að mynduð verði á næstunni. Mikill áhugi er innan verkalýðsfélag- anna fyrir myndun starfsgreinasambandanna. Og minna má á, að eftir desemberverkfallið sagði Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar að réynslan frá því verkfalli hefði enn sannað brýna nauðsyn þess að mynduð yrðu sem fyrst þau landssambönd starfsgreinafélaganna sem fyrir- huguð eru. En fleiri atriði koma til greina varðandi skipu- lagsmál verkalýðshreyfingarinnar. Það er t.d. reginhneyksli að Sjómannafélag Reykjavíkur skuli viðhalda algjörlega úreltum lagaákvæðum um félagaréttindi, með þeim afleiðingum að lík- lega allt að því helmingur félagsmanna sem full félagsréttindi hafa ættu í rauninni ekki að vera í félaginu, eða a.m.k. ekki hafa bar full félags- réitindi. En svo fjölmennt ,,landlið“ eins og sjó- m 'nn nefna bað. getur sett starfandi sjómönnum stólinn fyrir dyrnar í stjórnarkosningum og fleiri a+kv?r>ðaqreiðslum. Það virðist svo sjálfsagt mál r 1 síémenn ráði í stéttarfélagi sjómanna að ekki ætti að þurfa margra ára eða áratuga baráttu til að gerðar væru þær breytingar á félagslögunum, sem tryggðu það. — s. Samningurinn um takmarkai bann á tilraunum með kj arnorkusprengjur ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS □ Fyrir Alþingi liggur nú tillaga ríkisstjórnar- innar til þingsályktunar um heimild til að full- gilda alþjóðasamninginn um takmarkað bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn sem gerður var í Moskvu hinn 25. júlí sl. Tillagan er evohljóðandi: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Islands hönd samning um bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn i gufuhvolfinu, himingeimnuin og neðansjáv- ar, sem gerður var í Moskvu hinn 25. júlí 1963.“ Athugasemdir við þingsálykt- unartillöguna eru þessar: Samningurinn um takmark- að bann gegn tilraunum með kjamorkuvopn var undirritað- ur fyrir íslands hönd í Lon- don, Moskvu og Washington hinn 12. ágúst 1963. Samning- urinn hefur nú verið fullgiltur af frumaðilum hans og gekk hann í gildi hinn 10. október 1963. Flest lönd heims hafa auk þess undirritað samning- inn. Gildistaka samningsins fyrir Islands hönd er háð fullgild- ingu og er hér farið fram á heimild Alþingis til þess að fullgilda samninginn. Ekki er ástæða til þess að fjölyrða um efni samningsins eða gildi hans hér, en hann er prentaður sem fylgiskjal, á- samt íslenzkri þýðingu, með þingsályktunartillögu þessari. Fylgiskjal. Samningur um bann gegn til- raunum mcð kjarnorkuvopn i gufuhvolfinu, himingeimnum og neðansjávar. FORMÁLI Ríkisstjófnir Bandaríkja Ameríku, Hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður-írlands og Sovét- ríkjanna, sem hér eftir í samningi þessum eru nefndir frumaðilar samningsins, Lýsa yfir því, að höfuð- markmið þeirra sé að koma á eins fljótt og hægt er samn- ingi um almenna og algera af- vopnun, sem sé háður ströngu alþjóðlegu eftirliti í samræmi við tilgang Sameinuðu þjóð- anna, og muni binda enda á vígbúnaðarkapphlaupið og koma í veg fyrir áhuga á framleiðslu og tilraunir með alls konar vopn, þar á meðal kjarnorkuvopn. Með það fyrir augum að hætt verði við allar tilrauna- sprengingar með kjarnorku- vopn um alla eilifð og ákveðn- ir í að halda áfram samning- um til þess að ná því mark- miði, og til þess að koma í veg fyrir, að umhverfi mann- anna verði eitrað með geisl- unarvirkum efnum, Hafa þeir komið sór saman um eftirfarandi: I. grein 1. Sérhver aðili skuldbindur sig til að banna, koma í veg fyrir og framkvæma hvorki tilraunir roeð kjarnorkuvopn né aðrar kjarnorkusprenging- ar á sérhverju því svæði, sem er undir lögsögu hans eða yfirráðum: A. 1 gufuhvolfinu, þar fyrir ofan og það á meðal í himin- geimnum, neðansjávar, þar með talið landhelgin og út- hafið; eða B. Alls staðar annars stað- ar, ef slíkar sprengingar hafa í för með sér, að geislunar- virkt efni komist út fyrir landhelgismörk þess ríkis, sem lögsögu hefur á og yfir- ráð yfir því svæði, sem sprengingin var gerð á. 1 þessu Sfimbandi eru samnings- aðilar ásáttir um. að orðalag þessarar málsgreinar hefur engin áhrif á samningsgerð um að banna um alla tið allar tilraunir með kjarnorkuvopn, þar á meðal allar slikar neð- anjarðarsprengingar, og eru samningsaðilar, eins og kom fram í formála, ásáttir um að vinna að gerð slíks samnings. 2. Hver aðili skuldbindur sig ennfremur til þess að valda hvoiki né hafa áhrif á eða taka að nokkru þátt í tilraunasprengingum með kjarnorkuvopn, eða hverskon- ar kjarnorkusprengingu, hvar sem hún kann að verða fram- kvæmd á svæðum þeim, sem um er getið, eða hafa þau á- lirif, sem getið er í 1. máls- grein þessarar greinar. II. grein. 1. Sérhver aðili getur borið fram tillögur til hreytingar á samningi þessum. Orðalag sér- hverrar breytingartillögu ber að tilkynna vörzluríkjum samningsins, sem munu láta alla aðra aðila vita um það. Síðan ber vörzluríkjum samn- ingsins, ef að minnsta kosti einn þriðji hluti aðila óskar þess, að kalla saman ráð- stefnu, og bjóða til hennar öll- um samningsaðilum, til þess að athuga breytingartillöguna. 2. Meiri hluti atkvæða aðila, þar á meðal abkvæði allra frumaðila samningsins þarf til þess að samþykkja nokkra breytingu á samningi þessum. Breytingin gengur í gildi fyrir alla samningsaðla vð afhend- ingu fullgildingarskjala meiri hluta aðila, þar með talin fullgildingarskjöl allra frum- aðila samningsins. m. grein. 1. Öllum ríkjum skal heim- ilt að undirrita samning þenn- an. Sérhvert ,riki, sem undir- ritar ekki samninginn fyrir gildistöku hans í samræmi við 3. málsgrein þessarar greinar, getur hvenær sem er gerzt að- ili að honum. 2. Samningur þessi er háður fullgildingu þeirra ríkja. sem undirrita hann. Fullgildingar- og aðildarskjöl ber að afhenda ríkisstjórnum frumaðila — Bandaríkjum Ameriku, Hins sameinaða konungsríkis Stóra-Bretlands og Norður- Irlands og Sovétríkjanna, sem hér með eru tilnefnd til þess að vera vörzluríki samnings- ins. 3. Samningur þessi gengur í gildi, þegar frumaðilar samningsins hafa fullgilt hann og afhent fullgildingar- ■ skjöl sín. 4. Samningurinn gengur í gildi, að því er varðar ríki, sem afhenda fullgildingar- eða aðildarskjöl eftir gildistöku hans, á þeim degi, er fullgild- ingar- eða aðildarskjalið var afhent. 5. Vörzluríkjunum ber að tafar að tilkynna öllum ríkj- um, sem undirritað hafa eða gerzt aðilar að samningnum, um dagsetningu hverrar und- irskriftar, og á hvaða degi sérhver afhending fullgilding- ar eða aðildarsbjals fer fram. Einnig um dagsetningu sér- hverrar gildistöku og hvenær sérhver beiðni um að halda skuli ráðstefnu berst, og hve- nær aðrar tilkynningar berast. 6. Vörzluríkjunum her að skrásetja samning þennan í samræmi við 102. grein Sátt- mála Sameinnftu þjóðanna. IV. grcin. Samningur þessi gildir um ótakmarkaðan tíma. Sérhver aðili hefur sam- kvæmt sjálfsákvörðunarrétt.i heimild til þess að segja sig Þ. 23. þ.m., Þorláksdag, varð Steinn Emilsson, fyrrverandi skólastjóri í Bolungarvík sjö- tugur. Steinn er fæddur að Kvía- bekki í Ölafsfirði, sonur hjón- anna Jónu Maríu Margrétar Steinsdóttur og séra Emils Guð- mundssonar. Hann tók gagn- fræðapróf á Akureyri 1915 og settist síðan í Menntaskólann í Reykjavík en hætti þar námi. Hvarf hann síðan til Noregs og lauk stúdentsprófi þar og stundaði síðan um skeið há- skólanám í Jena í Þýzkalandi og lagði aðallega stund á jarð- fræði. úr samningnum, ef hann álít- ur, að sérstakir atburðir, sem varða samning þennan. hafi ógnað æðstu hagsmunum rik- is hans. Ber honum að, til- kynna slíka úrsögn öðrum að- ilum með þriggja mánaða fyr- irvara. V. grein. Samningur þessi er gerður á ensku og rússnesku óg skulu báðir textar jafngildir. Samninginn ber að geyma í skjalasafni vörzluríkja. Vörzluríkjunum ber að senda staðfest eftirrit samningsins til ríkisstjórna þeirra landa, sem undirrita hann eða ger- ast aðilar að honum. Þessu til staðfestingar hafa nndirritaðir, sem til þess hafa fullgilda heimild, undirritað samning þennan. Gjört í þremur eintökum í Moskvu hinn 25. júlí áríð nitján hundruð sextíu og þrjú. sjötugur Eftir að Steinn kom hingað heim lagði hann nokkra stund á jarðfræðirannsóknir og á hann merkilegt náttúrugripa- safn. Einnig var hann um skeið bóndi, sjómaður og ritstjóri. fyrst við Stefnuna og síðan við Vesturland. Steinn hefur átt heima á Bolungarvík í 35 ár og var þar. lengi kennari og skólastjóri. Þá var hann og um nokkurra ára skeið forstöðumaður spari- sjóðsins. Kvæntur er Steinn Guðrúnu Hjálmarsdóttur frá Meirihlíð í Hólshreppi. Skrífstofustörf Flugfélag íslands h.f, óskar að ráða þilt ög stúlkur til ýmissa starfa á skrifstofum félagsins í Reykja- vík. Eiginhandar umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist Starfsmanna- haldi Flugfélags íslands fyrir 4. janúar 1964. LAUS STAÐA Akraneskaupslaður óskar eftir að ráða bæjarritara, helzt viðskiptafræðing eða Iögfræðing. Laun samkvæmt 24. launaflokki. Umsóknarfrestur til 15. janúar 1964. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn. BJÖRGVIN SÆMUNDSSON. VÖNDUÐ FALLEG ODYR Sýurþórjónsson &co Jíafnaœtrœfi >t <s> Steinn Emilsson / Bol- ungurvík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.