Þjóðviljinn - 08.01.1964, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.01.1964, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. janúar 1964 ÞIÖÐVILIINN ■- SlÐA 7 UM ÞÝZKALANDSVANDAMÁLIÐ Eftir Guðmund Ágústsson Bandarískar Nike-eldflaugar, seatn hlaða má kjarnorkusprengjum furt l Mannheim í V estur-Þýzkalandí. FYRRI HLUTI I f stríðslok lá þýzka hemað- ar- og ríkisvélin í rústum. Sú spurning var þá áleitin, hvert mundi verða það ríki, sem risi upp af þessum rústum — friðsamlegt eða árásargjarnt •— þ.e. hvaða þjóðfélagsöfl myndu ríkja þar. Stórveldin höfðu kveðið á um það í Potsdamsáttmálan- um: — að sá efnahagslegi grundvöllup, sem staðið hafði undir nazismanum, auðhring- ar og aðall, skyldi brotinn á ba’k aftur, — að öll samtök hinna fasistísku afla skyldu leyst upp og bönnuð, — að uppfræðslukerfinu skyldi breytt o.m.fl. í þessa átt. Þetta var í samræmi við kröfur þeirra þjóða, sem liðið höfðu undir oki nazismans. Hafizt var handa um þjóð- nýtingu auðhringanna, upp- skiptingu jarða o.s.frv. Þessar aðgerðir, sem stefndu í borg- aralega lýðræðisátt, voru ein- dregið studdar af Sovétríkjun- um. Verkalýðsflokkarnir tveir, sem bannaðir höfðu verið naz- istaárin, kommúnistaflokkur- inn og sósíaldemókrataflokkur- inn (KPD og SPD), tóku að skipuleggja starfsemi sína og hófu umræður um sameiningu í einn flokk. Hefði þessum flokkum auðnazt að sameinast fyrir valdatöku nazista, hefðu þeir sameinaðir orðið sterkasta þjóðfélagsaflið og þar með getað komið, í veg fyrir upp- gang nazismans. Verkalýðs- hreyfingin hóf að skipuieggja sig á ný í heildarsamtökum. Hafið var uppgjör á þjóðfé- lagslegum orsökum nazismans Og stríðsins. Þegar hér var komið sögu gripu Bandaríkin inn í þróun- ina, bönnuðu sameiningu KPD og SPD í sínu hernámssvæði, komu ásamt Bretlandi og Frakklandi í veg fyrir að eitt verkalýðssamband fyrir allt Þýzkaland yrði myndað, gefið var eftir í framkvæmd á á- kvæðunum um þjóðnýtingu auðhringa á vestursvæðinu, réttarhöldunum í Niirnberg yf- ir stríðsglæpamönnum var hætt, stefnt var að klofningu Þýzka/lands, V-Þýzkaland skyldi myndað sem „framvörð- ur vestræns frelsis". Á grundvelli hins háa stigs samþjöppunar iðnaðarins í V- Þýzkalandi, einkum þungaiðn- aðarins, fóru auðhringarnir að koma undir sig fótunum i sínu gamla eða breyttu formi. Þeir urðu brátt sterkasta efna- hagslega valdið i V-Þýzkalandi. Fulltrúar þeirra sátu í valda- stólum ríkisins, samfléttun fjármálaveldisins, auðhripg- anna og ríkisvaldsins jókst stórum. Þar skipa forystu: Deutsche Bank, Siemens, AEG, hringar myndaðir upp úr IG- Farben, Fliek-, Krupp- og Thyssenhringarnir o.fl. Sömu öflin, sem höfðu undirtökin áð- ur, hafa náð þeim á ný og drottna yfir ríkisvaldinu. Um 50% ríkisútgjaldanna renna til helztu auðhringanna. Hervæð- ins eykst stöðugt að kröfu þeirra og veitir þeim óhemju- gróða á kostnað skattþegna, og auk þess veitir hún pólitísk- um fulltrúum auðhringanna aukinn hernaðarmátt. í þessu er hættan fólgin. Þetta er or- sök Þýzkalandsvandamálsinj, þess að í V-Þýzkalandi skuli hervæðing og árásarstefna standa í fyrirrúmi. Ideológískur áróður þessara afturhaldsafla miðast við að búa jarðveginn fyrir hervæð- ingu og stríð. Og ekki er hægt að segja annað en að jarðveg- urinn liggi laus fyrir. Fas- ískar hugmyndir lifa enn góðu lífi meðal margra og mynda slíkir jafnvel með sér sérstök sambönd. Hitler og Göbbels skýrðu vandræði Þýzkalands upp úr heimskreppunni miklu m.a. með því, að óæðri kyn- stofnar stæðu fyrir þróun ari- anna. Þessu þyrfti að kippa í lag, sem og vernda kynstofn- inn gegn bolsévismanum og veita So vétþj ó ðunum „sjálfs- ákvörðunarrétt". Þeir héldu með heri sína allt til Afríku til að verja hann og föður- landið. V-þýzkar kennslubæk- ur nefna varla fangabúðir naz- ista á nafn. Skýringar á ógn- un og eðli nazismans eru látn- ar liggja í láginni, farið er falsandi höndum um frásagn- ir af hinum byltingarsinnuðu öflum Þýzkalands, hrun þýzku hernaðar- og ríkisvélarinnar er skýrt með skapgerðarbrestum foringjans eða með svikum vestursins í baráttunni gegn bolsévismanum. Kennaraliðið er eftir því, enda hefur breyt- ing á því skv. Potsdamsáttmál- anum lítt átt sér stað. Boðorðið er: gleymdu Þjóð- verji hörmungum þinnar þjóð- ar, snúðu þér að framtíðinni og hafðu þig og þína þjóð upp á ný. Ekkert skal lært af sögunni — og varla finnst sá maður sem viðurkennir að hann hafi verið nazisti. Hann hafi allt- af verið á móti nazistum, jafn- vel þótt hann hafi verið í naz- ist.aflokknum. Alltaf verið á móti — en ekki getað neitt. Það virðist því helzt sem naz- isminn hafi verið náttúru- en ekki þjóðfélagsíyrirbæri. Hin hraða efnaihagsþróun V-Þýzka- lands síðustu ár hefur líka aukið frjósemi „gleymdu, en rís upp á ný“ áróðursins. Auk alls þessa kemur ákall- ið um krossferðina gegn guð- leysingjunum fyrir austan, sem nú er einkum borin uppi af öldungum kaþólsku kirkj- unnar í V-Þýzkalandi, en hún hefur mikil áhrif þar. Ekki má gleyma áróðursjarð- veginum, þar sem sá hópur er — skipulagður í „átthagafélög- um“ — sem hvarf úr þeim hér- uðum Þriðja ríkisins, sem nú teljast til Sovétríkjanna, Pól- lands og Tékkóslóvakíu. Um 1,5 millj. manna eru skipu- lagðar í þessum átthagafélög- um, sem heimta „frelsun“ sinna átthaga (þess má geta að verðbréf í þjóðnýttum verk- smiðjum á þeirra svæði sem og í Austur-Þýzka- landi ganga enn kaupum og sölum í kauphöllum V-Þýzka- lands). Stærst þessara átt- hagafélaga er það sem kennir sig við „Sudetenland“ með 350.000 meðlimum. Stjóm þess er þéttskipuð þeim herrum, sem voru í hinni fasistísku héraðsstjóm þessa héraðs á Hitlerstímanum. Formaður þess er Seebohijn, samgöngu- málaráðherra V-Þýzkalands, sem hefur ekki látið sig muna um að krefjast, auk þeirra svæða sem töldust til Þýzka- lands 1937, svæða sem vom jafnvel utan þessaara marka. Ekki er hægt að segja ann- að en að samband þessara átt- hagafélaga við Bonnstjórnina sé náið, hvort sem þau halda fundi sína — þar sem margir ráðherranna mæta *— eða hvað snertir fjárhagsstuðning, en þau fengu á árinu 1952 188 millj. marka stuðning (við að hella hatursáróðri yfir þjóð- ina) en það var 6 sinnum hærri upphæð en þau fengu 1955. Um 350 blöð og tímarit í V-Þýzkalandi (og V-Berlín) með um 2 millj. eintaka leggja höfuðáherzlu á útbreiðslu á- róðurs, sem inniheldur hatur og hefndarhug gagnvart sósí- alisku ríkjunum. 12 heftaserí- ur fyrir unglinga með 20 millj. eintaka á ári flytja stöðugt stríðssögur um hetjudáðir og valdbeitingar. V-þýzka stjórnin er eina rík- isstjórnin í heiminum, sem hef- ur tvö ráðuneyti á sínum snærum, sem hafa það verk- efni að hlutast tii um innan- ríkismálefni annarra ríkja og hefja landakröfur á hendur þeim. Þessi ráðuneyti eru: Ráðuneyti fyrir samþýzk mál- efni (Ministerium fúr gesamt- dautshe Fragen) og Ráðueyti fyrir landrekna af sambands- svæðinu (Bundesvertriebenen- ministerium). Erihard kanzlari lét það vera eitt sitt fyrsta verk að skipa mann nokkum að nafni dr. Kröger sem ráð- herra fyrir síðarnefnda ráðu- neytinu. Þekktir eru menn eins og Oberlander og Globke, en ekki er hægt að segja annað en að þeim verðugur hafi setzt í ráðherrastól, þar sem dr. Kruger er. Hann tók þátt í valdbyltingartilraun Hitlers í nóv. 1923, þegar Hitler reyndi að kollvarpa Weimarlýðveld- inu. Hann var meðlimur naz- istaflokksins og ýmissa skipu- lagshreyfinga hans. Hann var fyrir fimmtu herdeildinni ,.Bund deutrtcher Osten” sem starfaði í Póllandi. Hann var formaður nazistaflokksdeildar- innar í Shojnice (á þýziku Konitz) í hinu nernumda Pól- landi. Hann var einn hinna „fullkomlega treystandi" dóm- ara, sem þekktir voru fyr- ir fangelsis- og dauðadóma vegna hinna minnstu afbrota. Þetta er maðurinn, sem Er- had valdi persónulega til að vera ráðherra fyrir Ráðuneyti fyrir landrekna af sambands- svæðinu. Þau öfl, sem hafa undirtökin í efnahags- og stjómmálalífi V-Þýzkalands berjast fyrir endurhervæðingu V-Þýzka- lands og gegn öllum tilraun- um, sem miðast að því að lækka spennu í alþjóðamál- Hermálaráðherra Vestur-Þýzka- lands, von Hassel, sá sem hef- ur uppi fána átthagafélagsins Pommern í skrifstofu sinni. um eða skilning milli beggja þýzku ríkjanna. V-Þjóðverjar eru nú orðnir mesta landher- veldi V-Evrópu með 11 her- deildir. Um fortíð margra her- foringja V-Þýzkalands er víst bezt að segja sem fæst. Þó sakar ekki að geta þess, að hermálaráðherrann heitir von Hassel, og hefur sá fána átt- hagafélagsins „Pommern" á vegg í vinnuherbergi sínu og fer ekkert leynt með það, enda viðstaddur flestar meiriháttar samkomur átthagafélaganna. V-þýzka stjórnin berst fyrir að koma upp rannsóknar- og tilraunastöðvum erlendis. Hún berst nú af öllu afli fyrir að komast yfir atómvopn á veg- um NATÓ. Hún stendur þvert gegn samningum milli Nató og meðlimaríkja Varsjárbanda- lagsins um að skuldbinda sig til að hefja eigi árás hvort gegn öðru. Hún boðar „Vor- wartsstrategic", sem kveður á um að hersveitunum skuli m. a. haldið sem allra næst landa- mærum sósíölsku ríkjanna, og ekkert kemur ver við hana en stefna friðsamlegrar sambúð- ar. Ionanlands er neyðarlög- um komið á. Sú stofnun, sem • gæta á stjórnarskrárinnar við bílabrautina Frank- brýtur hana æ ofan í æ, enda má innanríkisráðherrann hafa haft rétt fyrir sér, að starfs- menn hennar hafi annað að gera en að vera alltaf að rog- ast með stjórnarskrána undir hendinni. Ekki er dómskerfið heldur upp á sitt bezta. Þar sitja nokkur hundruð fyrrverandi dómara úr blóðdómstólum Hitl- ers. Það er ekki aðeins. að sósíalskt sinnuð öfl séu bönnuð og dæmd, heldur er jafnvel reynt að dæma samtök eins og VVN, samtök þeirra sem naz- istastjómin lagði í einelti, og koma þeim fyrir kattarnef. Um 1.000 manns sem hafa barizt gegn hervæðingu eða fyrir samningum beggja þýzku rikj- anna, eru í fangelsum í V- Þýzkalandi. Tvö nýjustu dæm- in: Konur sem voru í nefnd er stuðlaði að því að v-þýzk börn kæmust á sumardvalar- heimili í A-Þýzkalandi voru dæmdar í fangelsisvist fyrir svo glæpsamlegt athæfi. Tveir verkalýðsfulltrúar, sem sendir voru af 6. þingi a-þýz'ka verka- lýðssambandsins FDGB með bréf til þings þess v-þýzka DGB nýlega, voru handteknir af pólitísku lögreglunni í V- Þýzkalandi og annar þeirra dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Þannig er jafnvel reynt að koma í veg fyrir að verkalýðs- samböndin hafi samband sín á milli og svo mætti lengi telja. Adenauer er persónugerving- ur þessara afla — pólitík hins sterka. 1949 komu vesturveld- in v-þýzka ríkinu á fót, sem Adenauer var svo kosinn kanzlari fyrir með eins at- kvæðis meirihluta (hans sjálfs). Stjóm hans stóð gegn tillög- um a-þýzku stjórnarinnar um sameiningu beggja þýzku ríkj- anna á grundvellí sameigin- legra kosninga allt til 1952. Það var mat hennar að sósí- ■ölsk stefna myndi þá að vísu ekki verðaofan á teningn- um, en möguleikinn á að koma i veg fyrir valdatöku auðhring- anna og hefndarsinna í sa«w einuðu Þýzkalandi að minnsta kosti næstu árin var mikilvæg- ari en skipting Þýzkalands í fjandsamleg ríki. Þegar séð var hvert stefndi í V-Þýzkalandi (og með tilliti til þjóðfélags- legs þróunarstigs í A-Þýzka- landi) var horfið að því að byggja upp sósíalíska fram- leiðsluhætti. Þegar afturhalds- öflin voru orðin drottnandi í V-Þýzkalandi, hvarf a-þýzka- stjómin frá boði sínu um sam- Seztir í dómarasæti á ný. Hér sjást meðlimir átthagaíélagsins þeyta Iúðra og boða hatur og stríð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.