Þjóðviljinn - 09.01.1964, Blaðsíða 12
FÍB gagnrýnir vegalögin
Höfiu heppnina með sér
í fjrra tóku fjórir vinnufélag-
ar á Keflavíkurflugvelli sig til
og keyptu saman 50 miða í röð
í Happdrætti Háskóla lslands.
Þetta voru allt heilmiðar og mán-
aðarútgjöld þeirra vegna því
3000 krónur.
DREGIÐ EFTIR
ÁTTA DAGÁ
Þá eru aðeins 8 dagar
eftir þar til dregið verður
, í Happdrætti Þjóðv'.ljans
1963 en dráttur fer fram
fimmtudaginn 16. þ.m. Að
þessu sinni viljum við
leggja áherzlu á að hvetja
alla sem tekið hafa miða
til þess að hraða skilum
sem frekast þeir geta. Þeir
sem búa úti á landi snúi
sér annað hvort til um-
boðsmanna happdrættisins
á viðkomandi stöðum eða
póstleggi skilin. Utaná-
skriftm er: Happdrætti
Þjóðviljans. Týsgötu 3
Reykjavík.
Staðan í sölukeppninni
er nú þessi:
1. 9 deild 90%
2. 8a — 74%
3. 13 — 72%
4. 5 — 69%
5. 4a — 62%
6. 6 — 62%
7. 1 — 61%
8. 4b — 60%
9. 15 — 54%
10. Norðurland v. 49%
11. lOb deild 48%
12. 12 — 43%
13. Vestfirðir 43%
14. 2 deild 42%
15. 7 — 41%
16. 8b — 40%
17. 11 — 40%
18. Austfirðir 39%
19. Reykjanes 37%
20. Suðurland 35%
21. 3 deild 34%
22. Kópavogur 33%
23. lOa deild 31%
24. Norðurl. cystra 28%
25. Vesturland 24%
26. 14 deild 21%
Fyrstu mánuði ársins leit út
fyrir að þessi happdrættisútgerð
þeirra félaga ætlaði ekki að gefa
arð af sér, en í maí hljóp held-
ur betur á snærið hjá þeim, þá
hrepptu þeir hæsta vinninginn.
200 þús. krónur, og báða auka-
vinningana til viðbótar.
Síðan komu fram smærri
vinningar í hlut þeirra og í árs-
lok var fjárhæð vinninganna á
árinu komin upp í 247 þús.
krónur, þannig að hreinn gróði
á happdrættisútgerð fjórmenn-
inganna var 211 þúsund. Gróð-
anum skiptu þeir á milli sin, og
notaði einn þeirra sinn hlut i
húsbyggingu, annar í bílakaup
og svo framvegis eins og geng
ur. Nú í ársbyrjun ákváðu þeir
félagar að halda happdrættisút-
gerðinni áfram og auka hana.
því að þeir keyptu sér 50 miða
í röð til viðbótar þeim sem fyr-
ir voru.
Surtur brá á
kreik í qœr-
cfaq
Gosið í Surtsey færðist í
aukana í gærdag og lagði
dökkan strók frá eynni og
barst með suðvestan átt yfir
Heimaey' og varð lítilsháttar
öskufall I Eyjum. Þá lagði
megna brennisteinsfýlu yfir
kaupstaðinn. 1 fyrrakvöld
urðu Eyjamenn varir við eld-
glæringar.
Langt er þó á milli gos-
hviðanna.
Eldur í Tunnu-
verksmiðju Siglu
fjarðar
SXGLUFIRÐI 8/1 — Laust fyrir
ldukkan hálf tíu í kvöld kom
upp eldur í Tunnuverksmiðju
Siglufjarðar. Kviknaði í út frá
katli, sem notaður er til þess að
brenna fræsi og öðrum timbur-
úrgöngum.
Timburloft er beint fyrir ofan
ketilinn. og læsti eldurinn sig
upp í loftið og komst upp á
næstu hæð. Eldurinn varð fljótt
lega slökktur og urðu litlar
skemmdir.
Á myndinni sjást þessir bjart-
sýnu fjórmenningar. sem allir
eru starfandi málarameistarar.
Frá vinstri: Þórður E. Halldórs-
son umboðsmaður Happdrættis
Háskóla Islands á Keflavíkur-
flugvelli. Olgeir Magnús Bárð-
arson, Högni Gunnlaugsson, Jó-
hann R. Benediktsson og Kristj-
án Sigmundsson.
□ Hvöss gagnrýni
kom fram á fundi í gær-
dag með blaðamönnum
frá stjórn Félags ís-
lenzkra bifreiðaeigenda
um hin nýju vegalög og
verðhækkun á benzíni,
sem samþykkt voru frá
Alþingi í ofanverðum
desembermán. og hafði
Arinbjörn Kolbeinsson,
formaður samtakanna
framsögu fyrir greinar-
gerð um þetta nýja laga-
frumvarp.
Þótti þeim félögum þessi nýju
lög flausturslega úr garði gerð,
en þau voru gerð með
samiþykki allra stjórnmála-
flokka og virðist milliþinga-
nefndin lítið hafa leitað út fyrir
þröngan hring ráðgefandi manna
um jafn mikilsvert málefni og
tiltóku þeir þar starfsfólk Vega-
gerðarinnar og Samgöngumála-
ráðuneytisins fyrir utan einn
verkfræðinema út í bæ og Hest-
eigendafélag Reykjavíkur. Vita-
skuld voru mennimir móðgaðir,
að ekki var leitaö til þeirra sem
bílaeigenda i landinu. en hesta-
menn hafðir í fyrirrúmi. Þá var
komin til landsins verkfræði-
doktor í vegaundirstöðum um
það leyti, sem lögin voru í und-
irbúningi og hafði hann verið
hundsaður.
Þá töldu þeir félagar, að ís-
lendingar væru nú orðnir fjórða
Framhald á 2. síðu.
UNNU HAPPDRÆTTISBÍL
KRABBAMEINSFÉL.
Ung stúlka, Arina Jóna Guðmundsdóttir frá Suðureyri vlð Súg-
andafjörð, kom síðastliðinn föstudag í skrifstofu Krabbameins-
félagsins og lagði fram happdrættismiða nr. 15095 og hafði þar
með unnið Volkswagenbíl 1500, sem var vinningur í seinasta
happdrætti Krabbameinsfélags Reykjavíkur. — Á myndinni sést
Arina við happdrættisblinn, ásamt unnusta sinum, Ralph H.
Chadwick, sem er vefari í Gefjun á Akureyri. Arina er nemandi
í húsmæðraskólanum að Laugalandi og munu þau heppnu hefja
búskap í vor. — Til hamingju!
Fimmtudagur 9. janúar 1964 — 29. árgangur
6. tölublað.
Frétteesyrpa úr
Vestmannaeyjum
VEGLEG ÁRAMÓTAVEIZLA
★ Eitt af því helzta sem setti svip á áramótin í Eyjum var
veizla sú sem Einar ríki hélt starfsliði Utvegsbankans á
gamlársdag. Að þessu sinni hafði vélbátur verið sendur til
Vestmannaeyja með drykkjarföng í veizluna og var þetta
hinn mesti fagnaður enda veitingar í samræmi við ríkidæmi
vcitandans.
FÆKKUN í EYJAFLOTANUM
★ A undanförnum tveimur árum hefur fækkað um 20 báta
i Eyjaflotanum og eru Iíkur til þess að áframhald verði á
þeirri þróun á þessu ári að fjöldi báta verði seldur burt frá
Eyjum, m.a. var einn af beztu bátum flotans, Gjafar, seldur
Guðmundi á Rafnkelsstöðum.
VANTAR FÓLK Á VERTÍÐINA
★ Tveir Eyjabátar eru byrjaðir á línu og nokkrir Aust-
fjarðabátar sem haldið verður út frá Eyjum eru að koma að
austan. Ekki er búizt við að það fáist skipshafnir á nema
um hálfan flotann, 10-20 báta á Iínuveiðar og álíka fjölda á
síldveiðar, fram að netavertið. Nokkrir bátar búast til tog-
veiða en á fjölda báta er þannig ástatt að formaðurinn er
skipshafnarlaus. Fólksfæðin í fiskvinnslustöðvunum er svo
mikil að nýlega var sagt að ein af þeim væri aðeins búin
að ráða tvo menn.
SÍLDARMJÖLSVERKSMIÐJA
★ Haldið er áfram byggingu sílarmjölsverksmiðju Einars
Sigurðssonar og standa vonir til hún geti tekið til starfa með
yorinu.
AU STFJ ARÐ ABÁTUR
★ Unnið er að byggingu Austfjarðabátsins Gullbergs og er
gert ráð fyrir að hann geti komið í not á áliðnum vetri.
BÁTA- OG HLUTABRÉFAKAUP
★ 1 Vestmannaeyjum eru nú staddir tveir af helztu fésýslu-
mönnum landsins, þeir Einar Sigurðsson og Friðrik Jörgen-
sen. Einar er á eftirlitsferð og undirbýr komu báta þeirra
sem hann er að láta byggja í Noregi en þeir munu vera fimm
sem þegar er búið að semja um og ráðgerð er bygging fleiri.
Friðrik Jörgensen er hins vegar að ganga frá kaupum á þriðj-
ungi af hlutafc Fiskiðjuversins sem er 100 þúsund krónur og
er talið að kaupverð þessara 100 þúsunda verði 12 mUlj. kr.
HUNDRAÐFALT VERÐ
★ Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum kaupir nú hlutabréf sín
þreföldu verði en upphaflegir stofnendur fyrirtækisins hafa
fengið upp í hundraðfalt verð fyrir hlutabréf sín.
MIKLAR BYGGINGAFRAMKVÆMDIR
★ Miklar byggingaframkvæmdir eru á vegum fiskvinnslu-
stöðvanna i Eyjum og verið er að Ijúka stækkun síldarverk-
smiðju þeirra. Vestmannaeyjabær er að byggja fjölbýlishús,
sjúkrahús, sundlaug, áhaldahús og allt sem nöfnum tjáir að
nefna.
INNLÖGIN 12 MILLJ. KR.
★ Innlög í Sparisjóð Vestmannaeyja voru um 12 milljónir
króna á síðasta ári.
BROTTFLUTNINGUR FÓLKS
★ Milli 30 og 40 fjölskyldur fluttust burt frá Vestmanna-
eyjum á árinu sem leið.
Fjárdráttur hjá Sparisjóði Reykjav.
□ Upp er komið stórt fjárdráttarmál hjá Spari-
sjóði Reykjavíkur. Hefur það komið í ljós við
áramótauppgjör hjá sparisjóðnum að einn starfs-
maður hjá honum sem nú er nýlátinn hefur á
undanförnum 3—4 árum dregið sér eina milljón
þrjú hundruð og sjötíu þúsund krónur.
Fjárdráttur þessi mun hafa
verið framkvæmdur þannig að
maðurinn mun hafa falsað út-
tektir úr sparisjóðsbókum en til
þess að koma í veg fyrir það að
upp kæmist um fjárdráttinn við
áramótauppgjör sparisjóðsins
hafði maðurinn einnig útbúið
sérstök spjöld í bókhaldsvélar
stofnunarinnar þar sem stimpl-
aðar voru úttektir þær sem mað-
urinn hafði falsað. Setti hann
fölsuðu spjöldin í spjaldskrána
við hvert áramótauppgjör en
skipti síðan um aftur að þeim
loknum og setti réttu spjöldin
inn 1 spjaldskrána aftur.
Maður þessi starfaði hjá spari-
sjóðnum nokkur ár m.a. gegndi
hann gjaldkerastörfum um skeið.
Seint á síðasta ári veiktist hann
hins vegar og dó og voru því
réttu spjöldin inni í spjald-
skránni nú við áramótauppgjör-
ið og komst þá fjárdrátturinn
strax upp.
Mál þetta er nú f rannsókn
hjá sakadómi Reykjavíkur. Hef-
ur það m.a. komið í Ijós að f
desember sl. fékk maðurinn tvo
menn aðra til þess að framvísa
er
út
fölsuðum sparisjóðsbókum
hann hafði útbúið og taka
samtals 120 þús. kr. Hafa menn-
imir tveir þegar viðurkennt
þetta. Er nú verið að kanna
hvort fleiri kunni að vera við
mál þetta riðnir.
Laus útburðarhverfi
Vesturbær:
Grímsstaðaholt.
Melar
Framnesvegur.
ÞJÓÐVILJINN
Austurbær:
Laufásvegur.
Meðalholt
Langahlíð.
síwl 17-500.