Þjóðviljinn - 31.01.1964, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1964, Síða 6
V SÍÐA ÞIÚDVILISNN Föstudagur 31. janúar 1964 *- OAR ES SALAAM ■ >■ ii «0 Eyrfki rétt sunnan við miðbaug-, 40 km. austan við austurströnd Afríku. Zansibar nær yfir rúma 2600 ferkílómetra og íbúar eyjarinnar eru kringum 300.000. Þeirra á mcðal eru um 230.000 Afríkunegrar, um 50.080 Arabar og um 20.000 Indverjar. Landið öðlaðist sjálfstæði hinn 10. desember, 1963. Efnahags- líf eyjaskeggja byggist nær eingöngu á 4 til 5 millj- ónum kryddnellikutrjáa, sem vaxa villt á eynni og gefa aí sér 80% alls ltess nellikukrydds, sem notað er í heiminum. Líf- ið á eynni er litið frá- bmgðið því, sem það var fyrir nokkrum öldum. Meirihluti íbúanna Ilfir við sult og seyru, alls kyns sjúkdómar herja á fólkið. Meðaltckjur eru um 3200 islenzkar krónur á ári. Það, sem skeði á Zansibar fyrir hálfum mán- uði, á sér langa sögu að baki. Zansibar hefur verið nýlenda frá örófi alda og lengst af hafa það verið Arabar, sem drottnuðu í landinu. Þeir stunduðu þrælaveiðar á eynni mörghundruð ár- um áður en Vasco da Gama komst suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Og nú herja sjúkdómar og fá- fræði á eyjarskeggja, sem hafa ofan af fyrir sér með því að rækta kryddnellikutré. Grípið niður í sögu hinnar fornu nýlendu, Zansibar Zansibar. Sennilega vekur þessi eyja sömu minningamar hjá flestum hér á norðurhveli — minningar um æfintýrabækur, sem við lásum í bemsku. Nöfn eins og Salomon konungur og drottningin af Saba, Sindbað sæfari, eru tengd órjúfgnleg- um böndum við þessa eyju á austurströnd Afríku. Þær eru líka ófáar bækum- ar, sem ritaðar hafa verið um leyndardómsfulla leiðangra hraustra hvítra manna, sem könnuðu þessar slóðir og höfðu þá í fylgd með sér hala- rófu af vel hlöðnum negrum. 1 einu orði sagt — þetta er draumaeyjan bamanna, sem speglast í Indlandshafinu. En það er eins og hún fær- ist allt í einu nær og stlgi fram úr draumamistrinu. Fyr- ir lMs mánuði fékk hún sjálf- stæði og fyrir hálfum mánuði tók meirihluti íbúanna völd- in af minnihlutanum, Aröbun- um. F relsisbar átt an Frelsisbarátta Afríkubúa, nr farin að bera árangur, og það er fyrst og fremst þetta, sem færir okkur nær Afríku. Ó- sjálfrátt vekur hún áhuga okkar, þegar hvert landið á fætur öðru öðlast sjálfstæði. En í hvert skipti sem land fær sjálfstæði hefur verið háð sjálfstæðisbarátta, sem færð verður í letur fyrr eða síð- ar. Og þessi saga er hvergi eins, þótt okkur finnist hún renna saman í eitt — frelsis- baráttu Afríku gegn nýlendu- stefnunni. - Hversu smátt, sem landið kann að vera, á það sína sögu, sínar hetjur. Á un^sn Evrópu- búum Saga Zansibars er nátengd sögu Afríku. Og frelsisbarátta Afríku byrjar á Zansibar dag- ;nn, sem fyrsti fulltrúi ný- lendustefnunnar steig fæti sín- um á eyna, og svo virðist setn það sé fyrst nú, að hún e> að bera árangur. Síðan ár* 1885, er stórveldi Evrópu skiptv niður Afríku á Berlínarráð- stefnunni, hefur baráttu Afr íkubúa fyrir endurheimtu freb! ekki Iinnt einn einasta dag. Þótt okkur hætti til að mið- fund allra hluta heimsins við þann dag, er Evrópubúar stigu þar á land, var það samt ekki Evrópa, sem fyrst gerði Zansibar að nýlendu sinni, heldur Arabar Þegar Vasco da Gama sneri heim úr fyrstu ferð sinni fyrir Góðrarvonar- höfða og lagði allt meginland Afríku að fótum konungs síns um aldamótin 1500, höfðu Fönykíumenn, Egyptar, Arabar og Gyðingar lengi látið greip- ar sópa um auðæfi Afríku. Talið er mjög líklegt, að Arabar hafi siglt fram með austur- strönd Afríku og gert hana, ásamt Zansibar, að eins kon- ar nýlendu sinni, 4000 árum áður en fyrsti hvíti maðurinn kom þangað. Auðæfi Arabar voru í öruggri höfn á Zansibar. Þetta var ljómandi gott land fyrir þá, sem sótt- ust eftir fíiabeini, gulli og þrælum á afríkanska megin- landinu. Þama gátu þeir hvílt sig og birgt sig upp af vatni, Séð ýfir Zansibarborg. Höfnin er til vinstri os höll soldánsins fremst á myndinni. áður en þeir héldu lengra með feng sinn. Þeir voru í öruggri höfn þangað til Portúgalar komu til landsirfs á ‘leið sinni til Indlands. Portúgal var ríkt land, sem þá var á uppleið, og þeir settu sér það markmið að ná eins stóru landsvæði á sitt vald og þeir gátu. Arabar urðu að hypja sig burtu úr flestum nýlendum sínum á austur- strönd Afríku. Zansibar var undir yfirráðum Portúgala í rúmlega 200 ár. En Portúgal- Eyjarskeggjar lifa á því að rækta kryddnellikutréð, sem vex villt á eynni. Zansibar flytur út 80% af öllum kryddnellikum, sem notaðar cru í heiminum. Þeir gerðu byltinguna á dögunum. ar höfðu bitið stærri bita en þeir gátu rennt niður, og einn góðan veðurdag komu Arabar aftur til eyjarinnar og tóku völdin á ný. Nú byggðu þeir næstum allar tekjur sínar á þrælaverzlun. 1 gömlu skjali frá árinu 1859 stendur, að þetta ár hafi gangverð þræls verið 45—135 skildingar, hvort sem um var að ræða karl eða konu. Verðið fór eingöngu eftir gasðum. Bam var ódýrara; kostaði frá 25—50 skildinga, en það varð maður líka að fóðra sjálfur. Slæmur markaður Smám saman fer markaður- inn fyrir þræla versnandi. Hver viðskiptavinurinn á fæt- ur öðmrn bregzt og arabíska valdastéttin á Zansibar er í miklum vanda stödd. Nú eru góð ráð dýr, tekjulindin upp- þomuð. Soldánninn lætur planta nellíkutrjám þar sem hægt er að koma því við. Þetta lappar svolítið upp á efnahaginn, en kemst þó ekki í hálfkvisti við þrælana. Og einn góðan veðurdag leit- ar soldánninn ráða hjá enska konsúlnum á eynni. Og sem sagt, góð ráð eru alltaf dýr undir slíkum kringumstæðum. Það byrjar með nokkrum lán- um og endar með því, árið 1894, að Bretland slær eign sinni á eyna eins og hún legg- ur sig. Sjúkdómar Nýlendustefnan hefur alls stað- ar hið sama í för með sér. Nýlendumar framleiða eina, eða örfáar, tegundir vöru og byggja alla afkomu sína á þeim. Svo var og á Zansibar. íbúarnir byggðu alla afkomu sína á einni vörutegund, krydd- nellikunum, sem þeir héldu á- fram að rækta. Og Zansibar var ekki frá- brugðin öðrum nýlendum Breta. Ástandið var vægast sagt hörmulegt og er það enn í dag, Daglegir förunautar innfæddra voru sjúkdómar, fá- tækt og fáfræði. I skýrslu, sem Sameinuðu þjóðimar gerðu yfir ástandið í heimin- um árið 1957, var sagt, að minna en 20% af börnum á aldrinum 5—14 ára hefðu að- stöðu til þess að ganga í skóla á Zansibar og af þessum 20% gat yfirgnæfandi meirihluti bamanna ekki gengið í skóla nema' 2 til 4 ár o<? n0tið lág- márksmenntn.riar Hoimjngur eyjarskeggja. tvjóíct Pf augn- tjúkdómum. Og svona væri hægt að telja í allan dag ýms- ar afleiðingar nýlendustefn- unnar, sem hvergi sjást í kennslubókum hér í hinum „frjálsa“ heimi. Síðasta verk Bretanna óður en þeir hrökkluðust burt í lok síðasta árs var að reyna að tryggja sér serp bezt efna- hagsleg yfirráð yfir eynni. Þeir áttu ýmsa trygga bandamenn úr hópi arabísku yfirstéttarinn- ar, sem alltaf hafði haldið tryggð við Breta. Það átti að hafa það eins og annars staðar í Afríku, breyta aðferðunum við arðrán- ið en engan veginn að hætta því. Það átti að innleiða svo- kallaðan ,,neokóloníalisma“. En á Zansbar var sterk rót- tæk hreyfing fyrir hendi, sem þegar á fyrstu dögum sjálf- stæðisins var bannfærð. Arab- íska valdastéttin bannaði ummaflokkinn sem henni stóð stuggur af. Ef til vill var þetta dropinn, sem fyllti mælinn, svo útaf flóði. En nú þýðir lítið að súta það — byltingin er hafin og nú á að reyna að skapa íbúum æfintýraeyjar- innar mannsæmandi lífskjör, mannsæmandi þjóðfélag, CLausl. þýtt úr „Land og Folk“). ’ >----------------------------- Sjú Enlæ á leið til Somalíu MOGADISHU 29/1 — Sjú Enlæ forsætisráðherra Kína, lauk í dag fimm daga heimsckn sinni í Gíneu, en er væntanlegur í op- inbera heimsókn til Mogadishu, höfuöborg Sómalí, á laugardag- inn. Þar mun hann dveljast í þrjá daga. Frestað hefur verið heimsókn Sjús til Kenya og er jafnvel ó- víst að nokkuð verði úr henni að þessu sinni. Engin skýring er gefin á þessu. 1 fyrradag var til- kjmnt í Dar-es-Salaam að frest- að hefði verið heimsókn Sjús til Tangaíka. Sú ákvörðun var heldur ekki skýrð nánar, en tal- ið er að frestunin kunni að stafa af þeim uppþotum sem orðið hafa í Austur-Afríku undanfarið. Gjafir til Blóðbankans Blóðbankanum hafa borizt peningagjafir til minningar um frú Soffíu Sch. Thcrsteinsson: Kr. 1.000.00 frá Dverg h/f, Hafnarfirði. Kr. 10000.00 frá T.ionsklúbbnum Nirði, Reykja- vík. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.