Þjóðviljinn - 07.02.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA ——------------------------------------ DVIUINN Ctgetandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar; Ivar H. Jónsson, Magniis Kjartansson (áb.), Siggrður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnuflags; Jón Bjamason, Fréttaritstjóri; Sigurður V, Friðþjófsson, Ritstjóm, afgrejðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskríftarverð kr. 80 á mápuði. Glæfraspil J^íkisstjornin hefur um langt skeið aíhugað þann möguleika að veita erlendum auðhringum ley'fi til alúmíníumbræðslu á íslandi í sambandi við stórvirkjanir íslenzkra fallvatna. Margvíslegar ráðstafanir til rannsókna og allmiklar viðræður við hina erlendu aðíla hafa þegar farið fram og skýrði Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra frá aðallínum þessara mála í svari við fyrirspurn, er Einar Olgeirsson bar fram á Alþingi. Einar hefur sem kunnugt er undanfarna áratugi mjög látið til sín íaka hugmyndirnar um stóriðju á íslandi og rit- 'að ýtarlega um sögu þeirra mála, einkum í sam- bandi við tilraunir erlendra auðhringa að ná tang- arhaldi á 'fallvöfnum íslands til orkuvinnslu og stóriðjureksturs í tengslum við notkun rafork- unnar. Eíkisstjómin virðist teija að hér sé um vaenlegt framtíðarmál að ræða fyrir þjóðina, sam- anber þau ummæli ráðherrans að þetta mál. geti haft stórkostlega þýðingu fyrir íslendinga. Alþingi og í blöðum Sósíalistaflokksins he'fur margoft verið að þessu máli vikið, enda getur það orðið hið mesta örlagamál íslenzku þjóðarinn- ar. Sýnf hefur verið fram á, að hinar fyrirhuguðu s’tóriðju'framkvæmdir alúmíníumhringanna yrðu svo fyrirferðarmiklar í íslenzku efnahagslífi að hvergi mun í sjálfstæðu landi 'fást til samanburð- ar fjárfesting erlendra auðhringa sem þar kæmist i hálfkvisti við, þegar ne'fnd hefur verið erlend íjárfesting í Noregi í sama orðinu er hún hlut- fallslega svo miklu minni að enginn samanburð- ur getur þar á orðið. Með slíkum risafyrirtækjum á íslenzkan mælikvarða færi ekki hjá því að hin- ir erlendu auðhringir yrðu býsna umsvifamiklir í íslenzku e'fnahagslífi, svo gæti farið að þeir vildu þar fles'fu ráða. j^Jargf bendir til að óhenfugf og óhepp'ilegf væri að hefja stóriðju á íslandi einmift með alúmín- íumbræðslu. Flytja þarf hráefni um langan veg og afurð á markaði. Staðsetning slíks risafyrirtæk- is á íslandi hlyti einungis að byggjast á ódýrri 'orku, og óvarleg ráðstöfun væri það að binda til langs 'tím.a við litlu verði orku íslenzkra fallvatna. Raforkuþör'f afvinnuvega íslendinga sjálfra eykst m'jög ört og þjóðinni fjölgar einnig ört. Með skyn- samlegri skipulagningu þjóðarbúskapar íslendinga og markvissum áætlunarbúskap yrði áreiðanlega fært að virkja orku íslenzkra fallyatna og hefja íslenzka sfóriðju þó síðar yrði, án þess að kaupa það því verði að ofurselja íslenzkt efnahagslíf brasksjónarmiðum og gróðahyggju erlendra auð- hringa. Það eitt er víst að þeir aðilar gera ekkert af góðsemi við íslendinga, heldur vegna þess eins að þeir sjá opnast ný gróðafæri, Og íslendingar eiga ærið verk að vinna á sviðum sem lægju nær, svo sem að færa sér í nyt hina miklu ónotuðu möguleika að fullvinna fiskafla landsmanna. Mun flestum finnast það nærtækara verkefni en leggja í það glæfraspil að hleypa risafyrirtækjum er- lendra auðhringa inn í landið. — s. ÞJÖÐVILIINN — Föstudagur 7. febrúar 1964 a a g n m b m g r ! Kviknar í húsi Jakob Jakobsson stuá odont - Neskaupstað Fyrir rúmri yiku spurðust þau hörmulegu tíðindi hing- að til Akureyrar, að Jakob Jakobsson stud. odont., Skipa- gptu 1, hefði íarizt af siysför- um í Þýzkalandi. Snart sú helfregn næman streng í mörgu þrjósti, því að Jakob átti vel- vilji og vinarhug allra þeirra, er honum kynntust. Jakob Jakobsson fæddist á Grenivík 20. apríl 1937, sonur hjónanna Matthildar Stefáns- dóttur Stefánssonar útvegs- bónda þar, og Jakobs skipa- smiðs Gíslasonar frá Ólafsfirði Jóhannessonar sjómanns þar og barnakennara, 4 fyrsta árj fluttist Jakob með foreldrum sfnum til Akureyrar og átti þar heima síðan. Um ferming- araldur innritaðist hgnn í Menntaskólann á Akureyri pg lauk þaðan stúdentsprófi úr stærðfræðideild 1957. Síðan lagði hann stund á tannlækn- ingar í Erlangen f Þýzkajandi og var kominn fast að loka- prófi, er hann lézt. Jakob var- ágætiega fþrótt- um búinn, enda landskunnur^ fyrir afburði sína í kpatt- spyrnu. Mátti og segja, að það væri ættaríþrótt, er faðir hans, bræður og frændur eru kunn- ir afreksmenn á því sviði. Hann tók mjög ungur að iðka þá iþrótt í Knattspymufélagi Akureyrar, og aðeins 17 ára gamall hóf hann að keppa í meistaraflokki. Bar öllum sam- an um, að hann væri í hópi okkar allra beztu knattspyrnu- manna, enda jafpan í úrvajs- liði Akureyringa, þegar hann gat þvf við komið vegna náms síns. Árið 1957 var hann val- inn í landslið gegn Frökkum og Belgum, en gat þá ekki háð þá keppni vegna stúdents- prófs. Þá var hann síðan vara- maður í landsliði, og 1961 lék hann í liði íslendinga í lands- keppni við Englendinga, Þá varð hann á sjtömmum tíma mjög snjall golfleikari. Hafði hann óvenjulega næmt skyn á öllum knattleikjum, og var umfram all’t virtur knatt- spyrnumaður og prúður á leik- velli. Ég minnist þess ekki að hafa séð hér á iþróttaveliinum öllu laglegri tijþrif en hans, þegar honum tókst bezt upp. Með þessum kveðjuoroum rnijum við vinir hans og fé- lagar í K.A. vctta minningu Umræðufundur um ásiandfö í landbúnaðinum Næstkomandi laugardag gengst Stúdentafélag Reykjavíkur íyr- ir almennurn umræðufundi í Lidó. Umræöuefni fundarins verður: Ástandið í íslenzkum landbúnaði. Framsögum. verða Gunpar Bjarnason kennari á Hvanneyri og Stefán Aðalsteins- son sauðfjárræktarráðunautur. Fundurinn hefst kl. 2 e.h. og er öllum heimill aðgangur. KVEÐJA FRÁ K.A. hans virðingu okkar og þakka , honum af alhug þar.n vegs- auka, sem hann ávann féiagi sínu. bæ sínum og föðurlandi. Veit ég og, að ég mæJi þau orð fyrir munn allra þeitra, er meta kunna afrekslupd, drengskap og prúðrnennsku. Þá viljum yið votta aðstana- endum hans ölium, og þá eink-'^ um móður, föður og systkin- um, sem þyngstum harmi eru slegin við fráfall hans, dvpstu samúö okkar. Sem fyrr er okkur öllum ólovsc.nlrg fáð- gáta. þegar vaskir menn eru burt kvaddir i blóma lifsins, „en á bjartan orðstír aldrei fellur umgjörðin er góðra drengja hjörtu“. Góðan dreng, sem svo svipie^a er horfinn, kunnum við ekki betur að kveðja en með þessum línum úr harmljóði Tómasar Guð- mundssonar: Og skín ej Ijúfast ævi beirri yfir, sem ung á morgni lffsins stað- ar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, i æsku sinnar tignu fcgurð lifir? Sém sjálfur Droftinn mildum lófum lyki »im lífsin.s psriu í gullnu augnabliki. Gísli Jónsson. j NESKACPSTAB 5/2 — Kiukkan 8 í morg-.m var slökkvilið Norð- fjarðar kvatt út vegpa elds í í- búðarhúsinu Sjónarhóli sem er garnaít timburhús. ffafði eldur- inn komiö ijpp í kjaljara húss- ins og hafði iæst sig í loftið yf- ir honum. Fijótlega tókst. að siökkva eldinn ep mikill reyltur var korr.inn í liúsið og urðu talsverðar skemmdir af vöidum hans en Iitlar af eidinum sjálí- um. Hæstu vinningar í happdrættis SÍBS 1 gær var dregið í 2. flolcki Vöruhappdrættis SlBS, um 1100 vinninga að fjárhæð krónur 1.610.000.00. Þessi númer hlutu hæstu vinn- inga: 200 þúsund krónur nr. 53650 umboð Grjndavík, 100 þús. kr. 46798 Vesturver. 10 búsund krónur hlutu: 3427 10318 16573 18098 31573 39127 61518 44606 50409 54216 55779 3053 3866 4368 9135 17295 21906 22573 27377 29597 37347 44822 62311 48515 57584 57587 59048 CBirt án ábyrgðar). KaláríB mik/a á Héraði Egilsstöðum 3/3 — Á bænda- fundinum á Egilsstöðnm komu meðal annars frara þær npp- lýsingar, að kalskemmdir í tún- um urðu mildar árið 1962 og þöfðu afdrifaríkar afleiðingar fyrir heyöflun bæði það ár og síðastliðið ár. Bóndi nokkur í Eiðaþinghá átti til dæmis ræktun. eem gaf af sér þúsund hesta af toðu, Síðaatiiðið sumar fékk Jæssi bóndi tvö hundruð hesta af töðu af þessarj túnræktun. Aðalkaíárið varð tíu prósept rýrnun á fjárstofni hjá bænd- um á Héraði og var það lang hæsta rýrnunartala á landinu. Múrarameistarar — Húsasmíðameistarar Látið okkur yýirfara íjteypuhrærivélar mína í snjónum og frostinu. Geturr. einnig bætt við okk- ur annarri nýsmíði, t.d. handriðum o.fl. Vélsmiðjan Járn h.f. Síðumúla 15 — Sírnar 34200-- 35555. ABvörun til þeirra, sem flytja inn vörur til eigin neyzlu eða nota. Hér með er þeim, sem flytja inn vörur til eigin neyzlu eða nota, bent á ákvæði 3. mgr. 5 gr. laga nr. 1 frá 1964, en þar segir svo: Við tollafgreiðslu vöru til eiginneyzlu eða nr.to innflytj- anda, sbr. j-lið 4 gr laga nr. 10/1960, skal innheimta 5%% söluskatt frá og með 1. febrúar 1964. Þó skal innheimta 3% söluskatt við tollafgreiðslu slíkrar vöru, ef innflytjandi hefur fyrir 1. febrúar 1964 afhent til toUipeðferðar skjöl, seng eru að öllu leyti fullnæ^jgtjdi til þess að unnt sé að tollafgreiða vöruna, sbr. 14. gr. tollskrárlaga, nr. 1/1963. Þetta gildir þó þvi aðeins, að toflafgreiðsla eigi sér stað fyrir 8. febrúar 1964. Fjármálaráðunéytið, 6. febr. 1964. ViSbœfirinn v/ð orSabók Sigfúsar Blöndals fœst nú aftur Fjölmörg ár eru liðin síðan íslensk-dönsk orðabök Sigfúsar Blön- dals (frumútgáfan) seldist upp. Önnur útgáfa þessarar eftirsóttu orðabókar hefur einnig verið uppseld um árabil, en örfá eintök eru nú fáanleg. Fyrir jólin kom út Viðbætir við þessa miklu og eftirsóttu orða- bók og seldíst hann þá strax upp. Viðbætirinn fæst nú aftur og kostar kr. 700,00 auk söluskatts, í Viðbætinum eru 40.000 ný orð í íslenzku, sem ekki hafa komið áður í íslenzkar orðabækur, m.a. er þar að finna 6000 nýyrði, sem nýyrðanefnd hefur búið til. Allir þeir, sem eiga frumútgáfu Orðabókar Sifgúsar ’^ndals (ætíu sem fyrst að tryggja sér eintak af Viðbætinum áður en hann selst upp. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18 — Sími 13135.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.