Þjóðviljinn - 07.02.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.02.1964, Blaðsíða 7
F'östudagur 7. febrúar 1964 ÞlðÐVILIINN SlÐA J Thor. Hér mtm verða vikið ofur- lítið nánar að fræðimennsku stefnanda. Á þeim tíma sem grein mín kom í Birtingi var Kristmann Guðmundsson í hæsta flokki listamannalaung ásamt Lax- ness Gunnari Gunnarssyni og Jóhannesi Kjarval svo að nokkrir séu nefndir. Það ætti að virðast óþarft að fjölyrða um hversu fáránlegt það er enda hefur hið háa Alþingi komizt að sömu niðurstöðu og stigið stórt spor í rétta átt sem er væntanlega aðeins upp- hafið á aðgerðum þess í rétt- lætisátt á þessum vettvangi. Grein minni var beint gegn þeim öflum sem báru ábyrgð á svo ranglátri upphafningu stefnanda. Hlýt ég að líta svo á að þeirra hefði verið að stefna mér ef þess hefði ver- ið ástæða. Til þeirra beindi ég máli mfnu, og reyndar til al- mennings líka, en alls ekki til stefnanda. Ég hef aldrei óskað eftir að eiga orðastað við hann og mælist undan því áfram. Ég var knúinn af sann- færingu um að ég væri að vinna þarft verk til aukins þrifnaðar í samfálaginu, en óraði þá ekki fyrir því að mér kynni að verða ætlað hlutverk Herkúlesar að moka fjósið einn. Vösk sveit rit- dómara Þar sem ég er önnum kaf- inn, og tíminn líður hraðar en á dögum Herkúlesar án þess að ég geri nokkurn sam- anburð á afli kappanna, — þá hef ég kosið að tefla fram vaskri sveit ritdómara sbr. dskj. nr. 12, nr. 13, nr. 14, nr. 15, nr. 16, nr. 17, nr. 18, nr, 19, nr. 20 og nr. 21. (Hér er vitnað til ritdóma eftir Bjama Bene- diktsson um fyrsta bindi ,.Heimsbókmenntasögu“, rit- dóms eftir Magnús Torfa Ól- afsson um annað bindið, rit- dóms eftir Þorstein Thoraren- sen um sama verk, ritdóma eftir Ólaf Jónsson og Sverri Kristjánsson um sjálfsævisögu Kristmanns; greinar eftir Hannes Pétursson um ljóða- þýðingu eftir Kristmann, ritdóms eftir Stein Steinarr um „Félaga konu” og um- sagnar Sigurðar A. Magnús- sonar um þann dóm.) Stefnd- ur hefur einsog aðrir rithöf- undar enga oftrú á ritdómum sem geta að sjálfsögðu ekki verið algild sönnunargögn um hvort maður sé gott eða lélegt skáld. Slíkt verður aldrei fyllilega júridiskt sannað; list- rænt mat er einstaklingsbund- ið. Tii stuðnings mínu eigin áliti á stefnanda sem rithöf- undi hef ég lagt fram dóma eftir ýmsa helztu gagnrýnend- ur hérna og er augljóst að stefnandi getur ekki skotið sér á bak við það sem hann tiðk- ar svo mjög: að kalla alla sem gagnrýna hann kommúnista eða komma. Ég vil varpa því fram til athugunar sem mér þykir sjálfum fróðlegt að sjá: að enda þótt stefnandi hafi ver- ið sakaður um argasta rit- þjófnað sbr. dskj. nr. 12 og nr. 13, hefur hann ekki séð ástæðu til að fara í meiðyrða- mál út af því. Hinsvegar er svar stefnanda eftirminnilegt sem sýnt verður bráðum þeg- ar hann ætlaði, að gjalda Bjarna Benediktssyni frá Hof- teigi grikkinn. Bjarni hafði sannað mál sitt með tvímæla- lausum dæmum og óvéfengd- um að því er ég veit bezt (sbr. dskj. nr. 12 og nr. 13) og hafði þó aðeins birt lítið eitt af þeim dæmum sem hann átti í fór'um sínum því til SÍÐARI HLUTI sönnunar að um ritþjófnað væri að ræða hjá stefnanda sem vafalaust væri alvarlegt mál í öðrum löndum ef upp- víst hefði orðið svo sem hér varð, og eðlilegt verkefni dóm- stóla þar sem réttindi rithöf- unda eru virt, að hyggju minni. Ekki urðu dómstólarn- ir hér fyrir ónæði af stefn- anda né krafðist hann þess að ritdómarinn yrði að greiða skemmtanaskatt einsog aðrir sem skemmta þjóðinni en svo er að sjá af viðtali stefnanda við Alþýðublaðið nýlega að hann ætli mér það. Ég íæ ekki séð hvemig mín skemmtun er svo miklu betri en hins. Jafnframt því að óska eftir að rétturinn kynni sér dskj. nr. 13 sem sönnunargagn vil ég vekja sérstaka athygli á vamaðarorðum prófessors Sig- urðar Nordal sem þar eru greind, þess visindamanns sem nýtur mestrar virðingar fyrir bókmenntastörf hérlendis. . Siðferðisþroski Nú vil ég sérstaklega leyfa mér að óska eftir athygli rétt- arins í sambandi við dskj. nr. 10 (bls. 158 í ísold hinni gullnu) þar sem stefnandi sýn- ir siðferðisþroska sinn ljóst og skilmerkilega með því að brigzla ritdómaranum BB um geðveiki. Ég fæ vart séð hvem- ig hægt er að leggjast iægra, og er þó af ýmsu að taka í sambandi við stefnanda einsog ég mun sýna fleiri dæmi til, og minni aftur á ofannefnt dæmi úr ritdóminum um Geir Kristj- ánsson þar sem rætt er um „lortens mystik". f bráðskemmtilegum ritdómi sem er skrifaður af undra- verðri vinsemd og í vamar- tón kemst ritdómarinn Þor- steinn Thorarensen ( sbr. dskj. nr. 15) að þeirri niðurstöðu þar sem hann ræðir um annað bindi Heimsbpkmenntasögu stefnanda í málgagni ungra sjálfstæðismanna: „. . . mér finnst sem heimsbókmennta- saga 20. aldarinnar sé enn ó- skrifuð.“ Ritdómur Ólafs Jónssonar um sjálfsævisögu stefnanda er með því skilmerkilegasta sem skrifað hefur verið um stefn- anda enda er ritdómarinn einn snjallastur þeirra bókmennta- gagnrýnenda sem hér hafa komið fram á seinni árum, viðmenntaður og gáfaður ung- ur maður. Og hefur einmitt menntazt á. Norðurlöndum þar sem stefnandi álítur að bók- menntir standi svo mildu of- ar en annarsstaðar i heirþin- um ef ráða má af Heimsbók- menntasögu hans, þar sem hann helgar Norðurlöndum 215 af 340 bls. í bindi II en aðeins 30 bls. er þar varið til þess að fjalla um „Evrópubókmenntir á öndverðri 20. öld”, þ.e.a.s. önnur Evrópuíönd en Rúss- land og Norðurlönd; á þeim 30 bls. segir frá bókmenntum landa sem eftir þessu að dæma mara í formyrkvun, svo sem Bretlands, Frakklands, Þýzka- lands, ftalíu, Spánar, írlands Og áfram. Mjög ofmetinn Dómur Ólafs sbr. dskj. nr. 16 er vissulega verður gaum- gæfilegs lestrar þvi hann er skrifaður af sanngirni, skarp- skyggni og réttsýni. Þar er m.a. hrakinn sá hugarburður stefnanda að hann hafi verið vanmetinn hérlendis enda mun það sannast við athugun að hann hefur verið þvert á móti ofmetinn, einsog kemur fram í grein minni í Birtingi sem er tilefni stefnunnar. Hér hef- ur það lika verið sýnt og verð- ur enn haldið áfram. Meðal annars víkur Ólafur að því hve tíðrætt stefnanda verður um samsæri kommúnista gegn sér og segir: „Hér skal ekki rætt um menningarstefnu kommúnista né baráttuaðferð- ir, en varla eru klókindi þeirra ýkja háskaleg ef þeir telja Kristmann Guðmundsson sér slíkan höfuðóvin sem hann vill vera iáta......“ Varla verður Ólafi þrengt inn i skuggalegar samsærissveitir kommúnista sem eru að laumu- pokast í kringum stefnanda samkv. skrifum hans: Ólafur Kristmann. er ritstjóri Félagsbréfa ÁB og gagnrýnandi Alþýðubl. Ólafur segir: „Sjálfsskilningur Krist- manns Guðmundssonar virðist nefnilega af ævisögunni að dæma vera einhver hinn sér- kennilegasti misskilningur höfundar á sjálfum sér og verki sínu sem um getur . . . .“ „Reyfaraleg sögubrögð í sum- um fyrri verka hans eru lít- il lýti samanborið við væmn- ina sem síðar sækir í penna hans og þá ekki síður yfir- borðsleet heimspekíhjalið sem mjög spillir seinni bókum hans; er þetta hvorttveggja með öðru stórlýti á ævisögunni.........“ Freistandi væri að vikja að þessum dómi frekar en óþarft þar sem dskj. nr. 16 liggur fyr- ir réttinum með hinni ágætu grein í heild. Ekki hefur stefn- andi treyst sér til að panta löggæzluna til að hafa hendur i hári þessa ritdómara sem kemst að þeirri niðurstöðu að Saga skálds eftir stefnanda Framhald á 8. siðu. I ! \ \ * i * Nýtt leikrit eftir Arthur Miller — Opinská lýsing á einkalífi hans og Monroe — óánægðir gagnrýnendur Leikritaskáldið Arhur Mill- er hefur verið mjög þög- ull um langan tíma. Þessi frægi höfundur ádeiluverka eins og I .deiglunni og Allir synir mínir, hefur ekki látið leikrit frá sér fara síðan Horft af brúnni var frumsýnt 1955. Ári síðar kvæntist hann Marelyn Monroe sem frægt er orðið. Nú hefur orðið mikið fjaðrafok í Bandarikjunum og víðar vegna nýs leikrits sem Miller hefur sent frá sér eftir átta ára þögn og var frumsýnt fyrir skömmu í New York. Og stafar þessi háreysti fyrst og fremst af þvi hve ríkan þátt einkamál Millers eiga í þessu leikriti; hinsvegar er svo að sjá, af skrifum um verkið að það sé flestum gagnrýnendum von- brigði frá listrænu sjónar- miði. Miller og Marilyn: Hún leit á hann sem velgjörðamann sinn. Aðalpersóna leiksins er málafærslumaður, Quent- in að nafni. Hann er á svið- inu allan tímann og segir í- mynduðum vini einhversstað- ar fremst í áhorfendasal frá ævi sinni, heldur en ekki dapurlegri og jafnhraðan lifna liðin atvik á sviðinu. Foreldrar hans birtast á svið- inu: móðirin eys af brunni móðursjúkrar fyrirlitningar á föðumum, sem hefur gengið illa í viðskiptalífinu. Síðar frétta áhorfendur af skærum ungs lögfræðings við fyrstu konu sína sem finnst hann kaldur og afskiptalaus. Þá kemur allmikill pólitískur þáttur. Quentin hefur verið hlynntur kommúnistum og er kallaður fyrir óamerísku nefndina. Hann slítur tengsl- in við vin sinn sem hyggst gefa nefndinni upplýsingar og býðst sjálfur til að verja einn þeirra sem ákærður hefur verið. En sá maður fremur sjálfsmorð áður en til kastanna kemur og Quentin glímir við bitra sektartilfinn- ingu: hann verður að játa það fyrir sjálfum sér að hon- um létti við dauða mannsins — þar með var hann laus við margar áhyggjur. Eftir þessa persónulegu og pólitíska ósigra hefst þáttur konunnar sem endan- lega steypir lögfræðingnum á barm glötunar. Hún er kölluð Maggie í leiknum ljóshærð dægurlagasöngkona, hæfileik- um sneydd, en verðmætt kynferðistákn í heimi dollar- ans. Quentin fellur fyrir ó- brotnum kynþokka hennar — hann hefur lifað í heimi hugtaka og Maggie virðist heimboð til lífsins nú og hér. Hann þykist finna i henni dýpt og virðuleika, og Maggie — sem finnst hún vera grín- fígúra. dáist að honum sem velgerðarmanni sínum. Hún segir honum frá dap- urlegri æsku sinni og lífi, — kynferði sitt hefur hún gert að nokkurskonar góð- gerðarfyrirtæki, gefizt þeim sem á þurftu að halda án þess að taka borgun fyrir. Eftir að þau eru gift tekur fljótt að síga á ógæfuhlið — hún dembir yfir hann móðursjúkum ásökunum um að hann sé ófær til ásta, tef- ur hann frá störfum, slær slöku við eigin vinnu og ligg- ur í deyfilyfjum og brenni- víni. Drukkin tekur hún upp hóruhúsatalsmáta. Hún pynd- ar mann sinn margvíslega sem fyrr segir — ein aðferð hennar er sjálfsmorðstilraun. Quentin lætur að lokum und- an móðursýkinni sjálfur — í grimmasta atriði leiksins reynir hann að kyrkja hana i rúminu. Quentin tekur eftir því í tíma á hvaða leið hann er, en nú veit hann að þrátt fyrir hið flekklausa menntamanns- yfirbragð sitt getur hann drepið. Þetta eru skilaboð hans til áhorfenda um það leyti sem hann kynnist, rétt áður en leiknum lýkur, Holgu, evrópskri stúlku, sem mun að líkindum verða þriðja kona hans. Quentin segist hafa horfzt í augu við lífið, og komizt aö því að ef þú getur mætt Ijótleika þess án þess að blikna eða blána, þá getur þú einnig haft hug- — Marilyn verður þar helztur fulltrúi myrkursins .... Leikritið á að sýna göngu mannsins úr myrkri til Ijóss rekki til að vakna vongóður morguninn eftir syndafallið. Þetta er það sem Miller vill , segja, en- margir gagn- rýnendur vilja bæta ýmsu við. Einkum telja þeir margt athyglisvert við það hve Mill- er kryfur sitt einkalif af mikilli nákvæmni á senunni. r Foreldrar hans, fyrsta hjóna- band hans — reynsla hans af k óamerísku nefndinni — allt B þetta kemur fram í leiknum k á mjög svipaðan hátt og það B gerðist í lífi hans. Svo spaugi- lega vill jafnvel til að Elia Kazan, sem setur leikinn á svið, var einmitt góðvinur ? Millers um það leyti sem B hann var yfirheyrður og það k kom til vinslita með þeim Q þegar Kazan gerðist ákær- k andi vitni hjá nefndinni. Þó || þykir mönnum fyrst taka k steininn úr þegar kemur að ™ Maggie — og ekki bætir það k úr skák að leikkonan sem J fer með hlutverk hennar, Barbara Loden, líkir óhugn- JJ anlega mikið eftir fyrirmynd- B inni, Marilyn Monroe. í fasi, k gerfi, klæðnaði. Eftir frum- B sýninguna heyrðust þær k raddir alloft að svo skammt B væri liðið frá sjálfsmorði k Marilyn að það væri næsta B ósæmilegt að sýna hana á R sviði á þennan hátt. ^ Miller segir sjálfur: Þessi k maður á sviðinu er ekki ég | sjálfur. Leikskáld setur ekki k sjálfan sig á svið, heldur fær- | ir ákveðin öfl í sjálfum sér k í listrænan búning. En menn B trúa honum ekki. Gagnrýn- ffi andi New York Herald Tri- J bune segir: Leikritið líkist skriftastól og herra Miller stígur í hann sem iðrandi B en yfirgefur hann sem prest- k ur og eru þetta hvorki sérlega | aðlaðandi né sérlega sannfær- k andi atburðir. Miller hefur unnið tvö ár að þessu leikriti og með texta J þess var farið eins og rikis- ■ leyndarmál áður en frumsýn- ing færi fram. Það var sýnt af leikflokki hins verðandi J þjóðleikhúss í Lineoln Center B í New York, en leikhúsbygg- ing þess er að vísu enn ekki “ fullgerð. Það hefur spurzt að Þjóð- I leikhúsjð x’slenzka hafi þegar B tryggt sér sýningarrétt að JJ þessu verki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.