Þjóðviljinn - 07.02.1964, Blaðsíða 12
Farþegar FÍ
s/. ár yfír
100 þúsund
Flugvélar Flugfélags íslands
fluttu árið 1963 fleiri farþega
á áætlunarflugleiðum en nokkru
sinni fyrr, bæði á flugleiðum
innanlands og milli landa. Vöru- * 1
flutningar og póstflutningar juk- I
ust milli landa en minkuðu í
innanlands, er tvisvar á ár'.nu j
lamaðist starfsemin vegna verk-
faUa.
Millilandaflug
Á flugleiðum félagsins milli
landa flugu 28.937 arðbærir far-
þegar, á móti 25.750 ár'ð áð-
ur. Aukning 12,3%. Arðbærir
vörufluflutningar milli landa
námu 332.5 lestum á móti 286.5
lestum árið á undan og varð
aukning 16%. Þá jukust póst-
flutningar einnig, námu 90,6
lestum á móti 72 lestum árið
á undan. Aukning 25,7%
Innanlandsflug
Innanlands voru arðbærir far-
þegar á áætlunarferðum félags-
ins 62.056 á móti 61.554 árið
áður. Aukning 0.8%. Vöruflutn-
ingar og póstflutningar urðu
hinsvegar minni en árið á und-
an; fluttar voru 973.7 lestir af
vörum á móti 1109.6; rýmun
12,2% og 117.4 lestir af pósti
á móti 126.9 lestum árið áður,
sem er 7.5% minna.
Leiguflug og aftrir farþegar
Farþegar í leiguflugi voru á
Framhald á 2. síðu.
FRÁ REYKJAVÍKURMEISTARAMÓTINU í BRIDGE. — Eggert og Þórir spila hér við Laufeyju
Þorgeirsdóttur, sem snýr baki í Ijósmyndarann, og Ásu Jóhannsdóttur. Svo skemmtilega vill til
að bæði þessi pör munu spila á Norðurlandameistaramótinu í bridge, sem haldið verður í Osló
í sumar.
Island viðurkenni Kín-
verska alþýðulýðveldið
f gær var lögð fram á Alþingi svohljóðandi þingsálykt-
unartillaga frá Einari Olgeirssyni:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skiptast á
diplomatískum fulltrúum við Kínverska Alþýðulýðveldið“.
Tillögu sinni lætur Einar I nú 15 ára gamalt. Fjórðungur
fylgja svohljóðandi greinar- mannkyns býr þar. Sæti þess-
gerð: arar fjölmennustu og einnar
„Kínverska alþýðulýðveldið er I helzbu menningarþjóðar heims
186.525 IBUAR HER A
LANDI 1. DESEMBER SL.
hjá Sameinuðu bjóðunum er enn
ranglega skipað.
Island hefur haft eðlileg sam-
skipti við þetta ríki og stjóm
þess í Peking, án þess hins veg-
ar að skipzt væri á diplomat-
ískum fulltrúum. Hins vegar
hefur Island ekki haft neitt
samþand við stjórn Tsjang-Kai-
Sheks á Formósu.
Það er því rétt, að Island
komi samskiptum sínum við
Kína í eðlilegt lag, með því
að skiptast á við það diplo-
matískum fulltrúum, svo sem
þegar hefur verið gert við ríki
eins og Japan, þótt það sé
landfræðilega jafnfjarri oss.
Leggur því Alþingi fyrir rík-
isstjóm, að svo sé gert“.
Sí gær barst Þjóðviljanum bráðabirgðayfirlit Hagstofu
ands um mannfjölda hér á landi 1. desember sl. Sam-
kvæmt því var mannfjöldinn 1. des. 1963 186.525 en var
1. des 1962 183.478 og nemur fjölgunin því 3.047 manns.
íbúar Reykjavíkur 1. des. 1963 voru 76.057, íbúar annarra
kaupstaða 50.080, íbúar í sýslum 60.273 og óstaðsettir
voru 115. Eftir kvnjum var skiptingin svo að karlar voru
94.292 en konur 92.233.
Ibúafjöldinn í kaupstöðunum
var 1. des. sl. sem hér segir:
Reykjavík 76.057
Akureyri 9,390
Kópavogur 7.652
Hafnarfjörðiu: 7.615
Keflavík 4.911
Vestmannaeyjar 4.80*i
Akrancs 4.081
ísafjörður 2.722
Siglufjöröur 2.574
Húsavík 1.754
Neskaupstaður 1.441
Sauðárkrókur 1.317
Ölafsf jörður \030
Seyftisf jörftur 785
Fjölgun hefur orðið í öllum
kaupstöðunum nema þrem. Á
Siglufirði hefur fækkað um 51,
í Neskaupstað um 16 og í Vest-
mannaeyjum um 12. Mest hef-
ur fjölgunin orðið í Kópavogi,
að undanskildri Reykjavík, eða
189 og er hann nú orðinn þriðji
stærsti kaupstaður landsins.
Ibúafjöldinn í sýslunum var
sem hér segir 1. des. 1963:
Gullbringusýsla 6.038
Kjósarsýsla 2.814
Borgarf jarðarsý«la 1.465
Mýrasýsla 1.969
Snæfellssýsla 3.870
Dalasýsla 1.167
A-Barðastrandasýsla 523
V-Barðastrandsýsla 2.037
V-Isafjarðarsýsla 1.844
N-Isafjarðarsýíla 1.931
Strandasýsla 1.526
V-Húnavatnssýsla 1.406
A-Húnavatnssýsla 2.374
Skagafjarðarsýsla 2.622
Eyjafjarðarsýsla 3.848
S-Þingeyjarsýsla 2.758
N-Þingeyiarsýsla 1.946
N-Múlasýsla 2.453
S-Múla*ýsla 4.604
A-Skaftafellssýsla 1.458
V-Skaftafellssýsla 1.348
Rangárvallasýsla 2.984
Ámessýsla 7.288
Mannfjöldinn í sýslunum er
‘yfirleitt svipaður o.g árið áð-
ur, örlítil fækkun í sumum
en lítilháttar fjölgun i öðrum.
Fjölmennustu hreppamir eru
Árshófíð
Sósíalistafél.
Kópavogs
Árshátið Sósíalistafélags Kópa-
vogs verður haldinn í Félags-
heimili Kópavogs laugardaginn
15. febrúar.
Dagskrá hefst með borðhaldi
kl. 7.30.
Karl Guðmundsson verður
með skemmtiþátt.
Dans stiginn fram eftir nóttu.
Selfoss 1.959, Seltjamamess-
hreppur 1.525, Njarðvíkurhrepp-
ur 1.415 og Garðahreppur 1.332.
Fámennustu hreppamir eru hins
vegar Grunnavíkurhreppur,
N-ls., 7 manns og Doðmundar-
fjarðarhreppur, N-Múl., 11
manns.
Fáein orð með mynd Ragnars
örfáar línur langar mig til að skrifa
í vínarkveðju skyni um leið og Þjóð-
viljinn birtir þessa eftirmynd af ágætu
málverki Nínu Tryggvadóttur. Maður-
inn sem sat fyrir hjá listakonunni,
Ragnar Jónsson bókaútgefandi, er
nefnilega sextugur í dag.
Það mun ýmsum koma á óvænt,
að þessi síungi og starfsglaði maður
skuli nú þegar eiga sex áratugi að
baki. öðrum mun alveg eins þykja
það gegna furðu, með tilliti til þess
sem maðurinn hefur komið í verk um
dagana, að hann skuli ekki vera orð-
inn sextugur fyrir löngu, sjötugur, átt-
ræður eða jafnvel enn eldri, svo lengi
og vel hefur hans notið viö í íslenzku
lista- og menningarlífi. Og svo kunnur
er hann alþjóð af þeim sökum, að
óþarfi er að skrifa um hann langt mál
í eftirmælatón eða bera við að semja
á honum einhverja lýslngu.
Það væri sömuleiðls alrangt að
minni hyggju að reyna að draga Ragn-
ar í einhverskonar dilk, og þá sízt af
öllu pólitískan. Ég veit ekki hvort
hann gerir það sjálfur, en ég held að
íslenzkir listamenn geri það ekki. Það
sem Ragnar hefur bezt gert í þágu
menningar okkar en tvímælalaust yfir
alla pólitík hafið, rétt eins og afstaða
hans sjálfs til manna og málefna —
og lista.
I mínum augum er Ragnar Jónsson
öðru fremur garðyrkjumaður. Honum
lætur vel að hlúa að ungviði, enda-
þótt hann hafi einatt orðið að sætta
sig við misjafna uppskeru og úr mis-
jöfnum jarðvcgi, rétt eins og allir aftrir
jarðyrkjumcnn fyrr og síðar.
Það er árciðanlega von allra góðra
manna, að hans megi sem lengst njóta
við á þcim vettvangi sem cr íslenzkur
menningarakur. Ekki veitir okkur af.
Landið er lítt numið og illa ræktað —
og þjóðin býr við misvindasama tíð.
Elías Mar.
Eggert og Þórir
Rvíkurmeistarar
Um slðast liðna helgi var
Reykjavíkurmeistaramótið í tví-
menningskeppni spilað í Skáta-
heimilinu við Snorrabraut. Spil-
að var í tveimur flokkum,
meistaraflokki og 1. flokki, og
kepptu 28 pör í hvorum flokki
eftir Barometerformi. Baromet-
erkeppnir hafa það fram yfir
önnur keppnisform, að hægt er
að reikna út árangur keppenda,
svo að segja jafnóðum og spil-
in eru spiluð. Sigurvegarar í
meistaraflokki og þar með
Reykjavíkurmeistarar í tví-
menning 1963—’64 urðu Eggert
Benónýsson og Þórir Sigurðsson
frá Bridgefélagi Reykjavíkur.
Keppnin um fyrsta sætið var
afar hörð og þegar úrslitalotan
hófst skildu aðeins 14 stig milli
fyrsta og annars sætis. En nú
tóku taugamar að segja til sín
og margra ára keppnisreynsla
Eggerts og Þóris reið bagga-
muninn.
Röð og stig átta efstu par-
anna var eftirfarandi, en þau
munu skipa meistaraflokk
Reykjavíkur í tvímenning 1963
til 12,64:
1. Eggert Benónýsson — Þórir
Sigurðsson BR 1587 stig.
2. Aðalsteinn Snæbjömsson —
Böðvar Guðmundsson BDB 1554
stig.
3. Ásmundur Pálsson — Hjalti
Elíasson BR 1530 stig.
4. Jóhann Jónsson — Stefán
Guðjohnsen BR 1503 stig.
5. Jón Magnússon — Gunnar
Vagnsson TBK 1498 stig.
6. Jón Arason — Sigurður
Helgason BR 1497 stig.
7. Einar Þorfinnsson — Gunn-
ar Guðmundsson BR 1483 stig.
8. Halla Bergþórsdóttir —
Kristjana Steingrímsdóttir BK
1464 stig.
Meistaramir frá því í fyrra,
Gunnar og Einar, urðu að láta
sér nægja sjöunda sætið.
1 fyrsta flokki urðu h’lutskarp-
astir Öli M. Guðmundsson og
Páll Bergson frá Tafl- og
bridgeklúbb Revkjavíkur. Sigur
þeirra var þó í hættu allan
tímann, því að. mestan hluta
keppninnar leiddu þeir félagar
Sovézkur sigur í skautahlaupi
ANT ANTSS0N
VANN 1500 M.
Evrópumeistarinn í
skautahlaupi, Ant Ant-
son frá Sovétríkjunum,
sigrraði í 1500 m skauta-
hlaupi á olympíuleikj-
unum í gær.
Ant Antson er frá Eistlandi
og sigraði óvænt á Evrópu-
meistaramótinu í Osló í fyrra
mánuði. Hann er 25 ára gam-
all og býr í Tallin. Sigur
hans nú kom því ekki á óvart.
Úrslitin í 1500 m. í Inn-
bruck urðu þessi:
1) Ant Antson, Sovét, 2.10,3
mín.
2) Cees Verkerk, Hollandi,
2.10,6 mín.
3) Willy Haugen, Noregi,
2.11.2 mín.
4) Launonen, Finnl., 2.11,9
mín.
5) Lev Zaitsev, Sovét., 2.12,1
mín.
6) E. Matusevitsj, Sovét.,
2.12.2 mín.
7) Ivar Eriksen, Noregi,
2.12,2 mín.
8) Jarvinen, Finnlandi, 2.12,4
min.
9) M. Thimassen, Noregi,
2.12,5 mín.
10) Rudi Liebrechts, Hol-
landi, 2.12,8 mín.
Hollendingurinn Verkerk og
Norðmaðurinn Haugen komu
mjög á óvænt, og hafði eng-
inn búizt við því að þeir
myndu ná í silfur- og gull-
verðiaunin. Verkerk hefur allt-
af verið í skugga landa síns,
Rudi Leibrecht, sem nú varð
að láta sér nægja 10. sætið.
Norðmenn gerðu sér engar
vonir um að Haugen kæm-
ist framarlega, og var hann
valinn sem þriðji keppandi
þeirra á eftir Ivar Eruksen
og Nils Aness, en Haugen, sem
er aðeins 19 ára gamall, skák-
aði þeim báðum.
Veður var slæmt til keppni
meðan á hlaupinu stóð. Snarp-
ar vindhviður trufluðu ýmsa
keppendur, en Antson lét sér
hvergi bregða rann skeiðið af
miklu öryggi.
Sigurvcgarinn
Ant Antson hefur æft und-
ir handleiðslu hins gamal-
kunna sovézka heimsmeistara,
Boris Sjilkov, sem byggt hef-
ur upp nýtt þjálfunarkerfi
fyrir skautahlaupara. Það er
m.a. fólgið í miklum æfingum
á hjólaskautum. Antson er hár
vexti, mjög -rólegur og tauga-
sterkur íþróttamaður og hefur
því gott keppniöryggi.
Fundinum sem verða átti i
kvöld er frestað, þar til í byrj-
un næstu viku. Stefnt er að
þvt ">ð ályktunin verði þá full-
gerð.
I Ragnar Arnalds,