Þjóðviljinn - 12.02.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 12.02.1964, Side 3
Miðvikudagur 12. febrúar 1964 ■ Tækin í Ranger VI. biluðu strax WASHINGTON 11/2 — Eins og skýrt var frá, þegar Ranger VI. var skotið til tunglsins, var ætl- azt til að hann sendi mörg þús- und Ijósmynda af tunglinu til jarðar áður en hann rækist á tunglið. Þessi tilraun mistókst þó, og engin Ijósmynd kom til jarðarinnar frá Ranger VI. 1 dag var sagt frá því í Wash- ington, að allt benti til þess, að Ijósmyndatækin i eldflauginni hafi eyðilagzt tveimur mínútum eftir að eldflauginni var skotið frá Kennedyhöfða. Ranger VI er þriðja eldflaug- in, sem Bandaríkjamenn hafa skotið til tunglsins til þess að fá myndir af því. önnur hinna fyrri fór fram hjá tunglinu. en fyrir hinnj fór eins og Ranger VI., ljósyndatækin eyðilögðust á leiðinni. HðÐVIUINN KYPUR: SÍÐA 3 Eina lausnin sambandsríki Fellst Makaríos á málamiðlunartillögu Bretlands og USA? ANKARA 11/2 — Ekkert virðist miða í samkomulagsátt í Kýpurdeilunni. Ismet Inönu forsætisráðherra Tyrklands seigr, að augljóst sé, að tyrkneskir og grískir íbúar Kýpur geti ekki búið saman í friði og því sé eina lausnin á Kýp- urvandamálinu sú, að Kýpur verði sambandsríki. Talið er fullvíst að Makaríos forseti Kýpur fallist ekki á tillögu Breta og Bandaríkjamanna í þeirri mynd sem hún er nú eftir að henni var breytt. Það miðar hægt í samkomu- lagsátt í Kýpurdeilunni. Á með- an Bretar semja vestur í Amer- íku um hermenn. sem senda á til þess að stilla til friðar á eynni, er því haldið fram í Aþenu, að Makaríos forseti Kýp- ur fallist aldrei á nýjustu mála- miðlunartillögu Breta og Banda- ríkjanna viðvíkjandi herliði, sem senda á til Kýpur. Frumvarp Kennedys samþykkt í n. deild WASHINGTON 11/2 — Neðri deild bandaríska þingsins samþykkti í gær frumvarpið sem Johnson forseti bar fram um aukin réttindi handa blökkumönnum 1 Banda- ríkjunum. Upphaflega var frumvarpið róttækara, en þetta, sem nú var samþykkt. Breytingarnar voru gerðar með til- liti til harðrar andstöðu suðurríkjamanna. Efri deild tek- ur nú við frumvarpinu. Það var Kennedy, sem beitti sér mest fyrir þessu frumvarpi og má eflaust þakka honum, að það skuli hafa verið samþykkt í neðri deild þingsins. Ekki er þó bjöminn unninn enn, þvi að frumvarpið á eftir að fara i gegnum efri deild, þar sem tal- ið er að það sæti enn meiri mótspymu. 1 efri deild þingsins eru tiltölulega fleiri þingmenn frá suðurríkjunum en í neðri deild. Aðaltilgangur þessa frumvarps á að vera sá að veita blökku- mönnum aukna möguleika á at- vinnu- og húsnæðismarkaðinum. Bent hefur verið á, að í reynd séu blökkumenn betur settir einkum á einu sviði. Þeir geti nú á ferðarlögum valið úr fleiri stöðum en áður til þess að borða og sofa í þeim ríkjum, sem verja kynþáttamisréttið með lögum Einnig tryggir frumvarpið blökkumönnum kosningarétt. Skeyti Tyrkneskmælandi íbúar Kýp- ur birtu í gær innihald skeyt- isins, sem þeir sendu mörgum þjóðhöfðingjum víðsvegar i heiminum. 1 skeytinu er því haldið fram, að 150 tyrknesk- mælandi Kýpurbúar hafi horf- ið í ófriðinum, sem varð um jólin og ekkert hafi spurzt til þeirra síðan. Er því haldið fram, að grískumælandi menn hafi myrt þá. 1 dag urðu árekstrar milli grískumælandi og tyrkneskmæl- andi manna á suðurhluta eyjar- innar í bænum Limassol og tveim þorpum, Episkopi og Asomatos. Ekki er vitað um mannfall, en líklega hafa nokkr- ir særzt. þ.á.m. ung stúlka og kona. Kambodsja mót- mælir árásum USA SIEMRAP, Kambodsja 11/2 — Norodom Shianuk prins í Kambodsja átti í dag fund með blaðamönnum. Á fundin- um réðst hann harkalega á stjórn Bandaríkjanna, sem hann kvað bera ábyrgð á loftárásum, sem dunið hefðu yfir íbúa lands síns undanfarið. Ibúar landamærahéraðanna I ina á þessu athæfi. Því það eru næst Suður-Víetnam hafa oft- lega orðið fyrir árásum banda- rískra sprengjuflugvéla, sem eru í láni í Suður-Víeítnam, sagði prinsinn. Sagðist hann hafa mót- mælt þessu fyrr, m.a. skrifað Bandaríkjaforseta, Lyndon B. Johnson harðort mótmælabréf, þar sem hann krefst þess, að Bandaríkin taki á sig ábyrgð- bandarískar flugvélar og banda- rískar sprengjur sem drepa landa okkar, þótt þeir sem sprengjunum varpa séu kannski frá Suður-Víetnam.“ Kvæðakver Maós metsölubók í Kína Lítill bíll með stóra framtíð, fallegur 4. manna bíll með rúmgóða farangursgeymslu. Kostar kr. 65.000. Kominn á götu. Aðalumboð: INGVAR HELGASON. Söluumboð: B í L A V A L Laugavegi 90 Sími 19092 — 18966 — 19168. 92 Helstu dagblöð í Kína fóm- uðu forsíðum sínum þann fjórða janúar til að prenta ný kvæði eftir Maó Tse-Tung og varð þá uppi fótur og fit um land allt. Kvæðin tíu hafa nú einnig verið gefin út í bókarformi á- samt þeim tuttugu og sjö kvæð- um sem þessi þekkti stjómmála- maður hefur árum saman. Á 'fyrstu 4 dögunum seldust 80 þús. eintök og miklar biðraðir hafa myndast fyrir utan bókabúðir marga daga síðan ef spurzt hef- ur að von væri á sendingu. Nú eru 300 þús. eintök í prentun til viðbótar þeirri hálfri milljón sem þegar er seld. Maó hefur hlotið lof ýmissa ólíkra skálda víða um heim fyrir kvæði sín áður birt; á íslenzku hafa einhver þeirra birzt í tíma- ritinu Birtingi. Þessi nýju kvæði, eru að sögn Peking Rewiew ort í klassískum stíl eins og hin fyrri og nefnast: Þjóðherinn tekur Nanking, Endurkoma til Sjaosj- an, Gengið á Lúsjanfjall. Á- letrun á mynd lögreglukonu. Um 1 Ijósmynd af æfintýrahellinum í Lúsjanfjalli, Öður til plómunn-,1 ar, Vetrarský og tvö ljóðin eru svör við kvæðum eftir Kun Mo- dsjo. 1 ' '; ' ::: Frá Ayos Sozomenos KÝPUR: Svipmynd frá bardaganum í Ayos Sozomcnos. Þetta þorp byggja aðallega tyrkneskumælandi menn og misstu þeir marga í bardaganum. — Fremst á myndinni miða grískir Kýpur- búar byssum sínum til verndar særðum félaga, sem verið er að flytja á brott. a eva I; Jöefjjíen.! ,ON YAHN evu nylonsokkar eru framleiddir úr ítöiskum DELFION nylonþræði í fullkomnustu vélum, sem til eru á heimsmarkaðinum. Eriendir sérfræðingar munu annast eftirlit með framleiðslunni.sem he- fur staöist gæðamat INTERNA- TIONAL COMITÉ D ELEGANCE DU BAS sem FIRST QUALITY. evu sokkar eru m. a. með sóla úr Helanca crepþræði, sem gerir þá sterkari, mýkri og hlýrri. Þeir eru framleiddir í nýjustu tízkulitum og snið þeirra, sérstaklega lagað eftir fætinum. eyu5„kk„ eru netofnir og fylgir þeim ábyrgðarseðill. Reynið eitt par og þér munuð sannfærast um gæöi þeirra. evu nylonsokkar koma í verzlanir eftir miðjan febrúar. '4 SOKKAVERKSMIÐJANeVa r. Akrancsi , h f 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.