Þjóðviljinn - 12.02.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.02.1964, Qupperneq 4
4 SÍÐA ÞTðDVILIINN Miðvikudagur 12. febrúar 1964 Lárus Pálsson fímmfugur Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Eru 12 stundir of lítið? CJtytting vinnudagsins hefur hvarvetna um heim ^ verið gagnmerkur þáttur í baráttu verkalýðs- félaganna. Víða er það svo að enn hefur ekki náðst sómasamlegur árangur í því máli. í orði viður- kenna nú flestir réttmæti þess að vinnandi. fólk þur'fi ekki að strita lengri vinnudag ’fyrir lífsþörf- um sínum en svo, að heilsa þess bíði ekki fjón a'f, og nægur tími gefist ekki einungis til hvíldar held- ur til ríkulegra tómstunda, svó hver og einn geti unnið að margvíslegum hugðarmálum og átt hlu't að félagslífi og félagsstarfi að vild. En svo rnjög brestur á að sá skilningur sé látinn ráða löggjöf og framkvæmd, að enn í dag er virtnuþrælkun og óhóflega langur vinnudagur eitt erfiðasta vandamál vinnandi manna á íslandi. rn það hefur líka verið barizt gegn styttingu ^ vinnudagsins. Enn vun ekki fallin í gleymsku! andstaða íhaldsflokksins (og hins sama flokks með na’fninu Sjálfstæðisflokkur) gegn vökulögunum. Því máli hafði verkalýðshreyfingin komið inn á Alþingi, leitað með það á náðir lÖggjafans, eftir að sýnt var að togaraeigendurnir létu sig ekker't skipta nema gróðann og höfðu harðneitað öllum kröfum um skynsamlega styttingu vinnudagsins á togurunum. Og auðvitað hamaðist íhaldið á Al-^ þingi gegn þessu réttlætis- og menningarmáli og barðist fyrst gegn því að lögfest yrði 6 stunda! hvíld á togurunum, síðan gegn 8 sfunda hvíld- inni og loks gegn 12 stunda vökulögunum, þar til ekkí varð lengur móti þeim staðið. m Thaldið he'fur þó ekki enn sætt sig við þau lög. Áróðurinn fyrir því að lengja á ný vinnudag fogarahásetanna hefur haldið áfram. Stjórn Fé- lags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda. skipuð mátt- arstólpum Sjálfstæðis’flokksins, sendi fyrir fáum! árum þá úrslitakosti inn á Alþingi, að yrði ekki' fogaravökulögunum hrundið og vinnutíminn á togurunum lengdur úr 12 sfundum á sólarhring, skyldi togaraútgerð á íslandi lokið! Og enn er farið á stúfana með þetta „bjargráð“, krafizt lengri vinnutíma á togurunum en 12 stunda á sólarhring. Og Morgunblaðið fagnar því, að nú sé Emil Jóns- son og þá væntanlega Alþýðuflokkurinn ekki ^ framar í tölu þeirra sem verja vilji vökulögin 1 Hér mun Morgunblaðið þó hælast um of snemma , Enda þótt Emil Jónsson og ýmsir aðrir leiðtogar Alþýðuflokksins séu orðnir svo gegnsósa af íhalds- , mennsku að þeir viti ekki lengur hvers virði vöku- , lögin ha’fa verið og eru sjómönnum, mun fjarri, því að Alþýðu’flokksmenn almennt hafi sokkið svo , djúpt. Raunar er það furðulegf að menn skuli, láta sér til hugar koma aðra eins 'fjars’fæðu^ og þá að hægt sé að „bjarga“ Togaraúígerð á íslandi með því að lengja vínnu’dag Hásefanna’ svö Éanr verði meira en 12 s'tundir á sóIarKrmg. Endá mur íhaldið sjálft og Emil og aðrir faglKnýíingár þes finna, að sjómenn lá'ía ekki bjóðá sér skerðing yökulaganna, heldur sækja fram fil befii kjara c styttri vinnudags en 12 stunda á sólarHrlng. — s., Einn af mikilhæfustu og gáfudustu listamönnum á landi hér er fimmtugur í dag. Lár- us Pálsson leikari. Sumuni sem lifað hafa í hálfa öld þykir það ekki með öllu sársauka- laiist að stíga yfir þröskuídinn og þá kennd þekki ég mætavel: mörgum okkar finnst réttilega að við höfum allt of fáu ork- að, flotið sofandi að feigðar- ósi; en fáa sem enga þekki ég sem síður þurfa að bera kinnroða fyrir ferli sínum öll- um en Lárus Pálsson. Starf hans og stríð hefur borið ríku- legan og ómetanlegan ávöxt ■ á akri íslenzkra leikmennta, hann stefndi ungur að háu marki og vann skjótt mikla og- minnisverða sigra, stóð í fylkingarbrjósti á löngu og ör- lagaríku skeiði og náði ó- venju snemma háum listræn- dýrmætum skóla reynslunnar; en hvarf heim árið 1940 góðu heilli og tók þegar til óspilltra málanna vökull og ótrauð- ur að miðla löndum sín- um af þekkingu sinni og marg- þættri snilli, flutti með sér ferskan blæ og svalandi hvar sem hann fór. Leikendumir íslenzku voru margir stórum kcstum og ærnum hæfileikum búnir og höfðu unnið mikið og merkilegt starf, en Leikfélag Reykjavíkur engu að síður oft- lega svipað nornakatli, sundr- ung og úlfúð daglegt brauð. Lárus var yfir þá flokkadrætti hafinn og vart mun það of- mælt að undir ljúfmannlegri en einbeittri forustu hans hafi íslenzk leiklist æmum fram- förum tekið í þá daga. Sá áratugur sem fór á undan vígslu Þjóðleikhússins er á- I hlutverki Jóns Grindvíkings — (íslandsklukkan) um þroska, fjölgá/aður og margsnjall lislamaður. Það má sjálfsagt deila um það enda- laust hver hafi unnið íslenzku leikhúsi mest gagn og um þá hluti er mér ógerlegt að dæma: hitt veit ég með vissu að þar er Lárus Pálsson í fremstu röðum — margvísleg afrek hans og farsæl barátta mun ekki í gleymsku falla, án hans væri leiksaga Islendinga stór- um svipminni og fáskrúðugri en raun er á. Ætlun mín er sú ein að árna afmælisbarninu hamingju á tímamótum, þakka honum langa vináttu og liðna daga. Það er annað en fátítt að greint sé rækilega frá ætt og uppruna merkra og þjóðkunnra manna á slíki»m stundum, upp- vexti þeirra og umhverfi, og störf þeirra, mannvirðingar og afrek talin fram af kost- gæfni, vegin og metin. Sú við- leitni er eðlileg og lofsverð á marga lund, en verður ekki sýnd af minni hálfu; hér verð- ur aðeins drepið á örfá atriði með sundurlausum og fátæk- 'egum orðum. Það var þroskasögu íslenzkra , leikmennta ólítið happ er Lár- 'js Pálsson ákvað komungur ið helga leiklistinni alla krafta :ína, auðugar gáfur og eld- egan áhuga, en í þá daga öfðu víst fáir íslendingar trú .i framtíð og sönnu gildi hinn- ■r göfugu listgreinar, töldu 'iað ofmetnað eða flónsku að etla sér að gerast leikari að ítvinnu. Lárus nam í ströng- um og frábærum skóla Kon- ■inglega leikhússins og starf- aði síðan á leiksviðinu í Höfn í þrjár og lærði þannig í reiðanlega eitt merkasta skeið (slenzkrar leiksögu: þrátt fyr- ir lítinn skilning stjórnarvalda var það tími sóknar, djarí- legra tilrauna, listræns verk- efnavals. háleitra markmiða, þótt tíðum væri við andbyr að stríða. Þannig var nýjum þroska náð, sviðsetning, bún- aður, samleikur og tækni komst á hærra stig og sú stund undirbúin er Þjóðleik- $■ húsið tók til starfa og allstór hluti leikaranna gerðust at- vinnumenn í fyrsta sinn. Þegar hin langþráða vígsla varð loks að veruleika var Lárus Páls- son hiklaust talinn í hópi „gömlu leikaranna“ svonefndu liðlega hálffertugur maðurinn enda búinn að geta sér ó- svikinn orðstír og ástsældir sem leikari og leikstjóri. Hann hafði líka allt frá upphafi manna bezt túlkað ýmsar ger- semar innlendra bókmennta í útvarpi og á mannfundum og haldið merkan leikskóla; ég þykist vita að harla margir af hinum yngri listamönnum sviðsins sem nú eru komnir til virðingar og vinsælda eigi heilladrjúgri leiðsögu og kennslu Lárusar ólítið að bakka. Og þegar minnzt er fyrstu göngu Þjóðleikhússins, því örðuga skeiði. eru það ekki sízt snjöll afrek Lárusar Páls- sonar sem bregða bjarma yf- ir liðna tíð: leikstjórn og svið- setning „lslandsklukkunnar“ og „Flekkaðra handa“: afburða- snjöll lýsing Jóns úr Grinda- vík. Karls konungs sjöunda og Argans ímyndunarveika. Nú væri óneitanlega freistandi að halda sögunni áfram, en ég ætla sízt af öllu að skrifaannál eða listsögu — það verður síð- ar gert og af færari mönn- um. Mér er það líka ofraun að skýra helztu einkenni Lárusar sem leiks.tjóra og leikara, og fæ þó ekki orða bundizt með öllu. Ég hef löngum haldið því fram að leikstjóm hans sé búin nærri óbrigðulli smekk- vísi, glöggskyggni á stórt og smátt, ótvíræðum skilningi á dramatískum bókmenntum og sérkennum og dýpstu hugsun- um skálda; og oft hefur hann reynzt hugkvæmur, djarf- mannlegur og úrræðagóður í hverri raun. Hann er hug- myndaríkur og skapandi leik- stjóri, hann vísar leikendum sínum veginn, styrkir þá með ráðum og dáð; en beUir þá engu ofríki, heldur leyfir þeim að skapa og lifa fólk sitt í friði. — Lárus hefur færri hlutverk túlkað en ætla mætti og tíðum höfum við saknað þess að hann kyldi ekki birt- ast á sviðinu, ástæðurnar eru margar og ein þeirra sú að hann hefur löngum og öll hin síðari ár forðast að leika í verkum þeim sem hann hefur sett á svið og með því gefið hinum yngri leikstjórum hollt eftirdæmi. Þó að líkamsvöxt- ur og útlit hins snjalla leik- ara hafi sett honum nokkrar skorður og hann sé ekki einn þeirra sárfáu sem geta breytt sér í allra kvikinda líki er Lárus Pálsson fjölhæfur í bezta lagi og jafnvígur á gróskumikið skop og djúpa al- vöru: hann hefur túlkað harm- ræn hlutverk með kyngi sann- færingar og sálar, gæddur ó- sviknu sálarlegu innsæi. Og þó er okkur flestum tamast að líta á hann sem gamanleikara og skops af guðs náð. en mergjuð skopskyggni hans og blæbrigðarík kímni er óvenju- leg og raunar sérstæð á landi hér, hárfín, meitluð og Ijós- lifandi og sízt af öllu ýkt í neinu, heldur jafnyel of hóg- vær og hljóðlát þegar svo ber undir, en engu að síður mátt- ug og heilsteypt frá grunni, einlæg, hlý og sönn. Enginn fær eins og hann sameinað skop og alvöru, hann skilur hjákátlega, breyskt og lítt gefna náunga sína djúpum mannlegum skilningi, þeir eru flestir hlægilegir og sorglegir í senn, við hljótum að aumka þá og finna til með þeim þrátt fyrir alla annmarka og kjánaskap, og má þar greina þá sönnu samúð og hlýju sem er aðal lista. Lárus er einn af fremstu skapgerðarleikur- um sem við höfum eignazt og hnitmiðuð og fáguð framsögn hans til fyrirmyndar og svo snjallmæltur að ekkert orð fer framhjá neinum. Lárus Pálsson Að lokum hlýt ég að minn- ast á ríka mannkosti hans, alkunna ljúfmennsku og hæ- versku, mikið víðsýni og hnittnj í svörum. Hann er vel- flestum glaðværari og hressari, jafnvel þó syrti í álinn. og jafnan hrókur alls fagnaðar. honum mun ógerningur að troða nokkrum um tær og ég fæ ekki skilið að hann geti eignazt óvild nokkurs mann. Lárus Pálsson hefur því mið- ur átt við þráláta vanheilsu að strjða í' mörg ár, oft leg- ið á sjúkrahúsum og stund- um mjög þungt haldinn; en jafnan tekið t.il starfa á ný og fátt látið sér fyrir brjósti brenna. Veikindin láta síst að sér hæða, og hefur þó Lárus aldrei kvikað frá listrænni hugsjón sinni og baráttu; at- orku hans og óbilandi lífs- fjöri virðast fáar skorður sett- ar þrátt fyrir allt. Túlkun stór- brotinna hlutverka á sviði heimtar það að leikarinn sé vel fyrir kallaður og búi yfir óskertum líkamskröftum; það vekur stóra furðu mína að nokkur leikari skuli geta skap- að heilsteyptar, hugtækar og lifandi mannlýsingar, þó hvergi nærri gangi heill til skógar, eða stjómað stórbrotn- um og torveldum leiksýning- um, en það hefur Lárusi tek- izt á árum þessum og oft með ágætum. Ég þakka Lárusi háa list, og árna honum og nánum ástvujt- um hjartanlegra heilla. Hann mun hiklaust halda fram giftu- samlegu starfi sfnu í þágu ís- lenzkrar leiklistar og komast til æ meiri þroska; mér kem- ur ekki til hugar að hann bregðist nokkru sinni mark- miðum sínum og listrænni köllun. Á.Hj. Ain Á SAMA STAB Vér erum umboðsmenn fyrir hina heimsþekktu GABRÍEL höggdeyfa vatnslása miðstöðvar og Ioftnetsstengur. k- Það er yður og bifreiðinni í hag að verzla hjá Agli. Egill Vilh/ólmsson h.L Laugavegi 118 — Sími 2-22-40. f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.