Þjóðviljinn - 12.02.1964, Síða 10
IQ SlÐA
ÞTÚÐVILJINN
Miðvikudagur 12. febrúar 1964
ARTHUR C. CLARKE
í MÁNARYKI
Lawreace starði enn á mynztr-
ið á tjaldinu. reyndi að koma
því heim við það sem augu hans
sáu.
— Andartak, sagði hann. —
Ég held þú hafir hitt á það
Hann kallaði á ekilinn. — Hvað
er rykið djúpt héma?
— Það veit enginn; hafið hef-
ur aldrei verið almennilega
kannað. En það er mjög grunnl
héma — við emm við norður-
ströndina. Stundum brjótum við
skrúfublað á kletti.
— Svo grunnt? Jæja, þama
kemur svarið. Ef það er klöpp
fáeinum sentimetrum fyrir neð-
an okkur, þá getur hitajafnvæg-
ið farið úr skorðum. Ég þori að
veðja að myndin breytist aftur
þegar við erum komnir yfir
þessar grynningar. Þetta er bara
Staðbundið og stafar af óreglu-
legri klöpp fyrir neðan okkur.
— Kannski er þetta rétt hjá
þér, sagði Tom og lifnaði ögn
yfir honum. — Ef Selena hefur
sokkið, hlýtur hún að vera á
svæði þar sem rykið er alldjúpt.
Þú ert viss um að hér sé
grunnt?
— Við skulum ganga úr
skugga um það; það er tuttugu
metra sakka á sljíðunum mín-
‘um.
Ein tilraun nægði til að sanna
þetta. Þegar Lawrence rak staut-
inn niðw í rykið, rakst hann á
fyrirstöðu eftir minna en tvo
metra.
— Hvað höfum við mörg auka
skrúfublöð? spurði hann hugs-
andi.
— Fjögur — tvær heilar sam-
stæður, svaraði ökumaðurinn. —
En þegar við lendum á klöpp
tekur teinninn niðri og blöðin
6kemmast ekki. Enda eru þau úr
gúmmi; venjulega beygjast þau
aðeins til hliðar. Ég hef ekki
misst nema þrjú síðast liðið ár.
Selena eyðiiagði eitt um daginn
og Pat Harris varð að fara út
og skipta um. Farþeganum fannst
það mjög spennandi.
— Allt í lagi — við skulum
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofa STEINH og DÓDÖ
Langavegl 18 m. h. (lyfta)
SÍMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SfMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dömur! Hárgreiðsla "ið
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN.
Tjarnargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — SfMI 14662.
hArgreiðslcjstofa
ADSTDRBÆJAR.
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SlMI 14656.
— Nuddstofa á sama stað. —
koma af stað aftur. Stefndu í
áttina að gilinu; ég gr á því að
það haldi áfram undir hafinu,
svo að rykið ætti að vera dýpra
í stefnunni þangað. Ef svo er
ætti myndin þin fljótlega að
verða einfaldari.
Án þess að hafa mikla trú
á þessu, horfði Tom á mynztur
ljó=s og skugga- líða yfir tjaldið.
Skíðin fóru mjög hægt til þess
að hann fengi tíma til að átta
sig á myndinni. Þeir höfðu ekki
farið nema tvo kílómetra þegar
hann sá að Lawrence hafði hafl
alveg rétt fyrir sér.
Vitneskjan um það að út-
búnaður hans væri aftur orðinn
virkur. hefði átt að vekja á-
nægju Toms, en hún hafði næst-
um þveröfug áhrif. Hann gat
ekki hugsað um annað en hyl-
dýpið sem hann sigldi yfir á
mjög veigalitlum farkosti. Fyrir
neðan hann væri ef til •'ill gjá
T9
sem næði djúpt inn. í dularfull
iður tunglsins; á hverri stundu
gæti hún gleypt rykskíðin, rétt
eins og hún hafði áður gleypt
Selenu.
Honum fannst eins og hann
gengi á örmjórri línu yfir hyl-
dýpi eða þreifaði sig áfram eft-
ir mjóum stíg yfir iðandi kvik-
syndi. Alla ævi hafði hann
þjáðst af öryggisleysi og sjálfs-
traust hafði hann aðeins hlotið
fyrir vísindaiðkanir sínar og
tæknisnilli — aldrei af persónu-
legum ástæðum. Nú var þessi
innri ótti að koma upp á yfir-
borðið; hann þráði aðeins ein-
hvem fastan punkt — eitthvað
traust og öruggt sem hann gæti
haldið í dauðahaldi.
Þarna fyrir handan voru fjöll-
in, aðeins þrjá kíiómetra burtu
— þung, eilíf, rótföst á Tungl-
inu. Hann horfði á sóllýsta há-
tindana með ákafri löngun eins
og skipbrotsmaður á litlum fleka
á úthafinu hefði starað á eyju
sem hann gat ekki náð til.
Af öllu hjarta óskaði hann
bess að Lawrence færi burt af
þessu svikula hættulega rykhafi
og héldi upp á land. — Til fjall-
anna! hvíslaði hann ósjálfrátt. —
Til fjallanna!
Það er enginn útaf fyrir sig
i geimbúningi — þegar talstöð-
in er í sambandi. I fimmtíu
metra fjarlægð heyrði Lawrence
þetta hvísl og vissi hvað það
táknaði.
Það verður enginn yfirverk-
fræðingur fyrir hálfan heim án
þess að kynnast mönnum eins
mikið og vélum. Ég tók áhættu,
hugsaði Lawrence, og nú virðist
það vera að hefna sín. En ég
gefst ekki upp baráttulaust;
kannski get ég enn gert þessa
sálfræðilegu tímasprengju ó-
virka áður en hún springur.......
Tom Lawson varð ekki var
við að hin skíðin nálguðust;
hann var á kafi í sinni eigin
martröð. En allt í einu var far-
ið að hrista hann ofsalega — svo
ofsalega að ennið á honum skall
í hjálmbrúnina. Sem snöggvast
blindaðist hann af sársaukatár-
um; síðan fylltist hann reiði —
og um leið fann hann til óum-
ræðilegs léttis þegar hann horfði
beint í festuleg augu Lawrence
yfirverkfræðipgs og heyrði rödd
hans enduróma í hátalaranum.
— Nú er nóg komið af þessari
vitleysu. sagði yfirverkfræðing-
urinn. — Og mér væri þökk á
því að þú kastaðir ekki upp í
geimbúninginn. 1 hvert skipti
sem það kemur fyrir. kostaði það
okkur fimm hundruð dollara að
fá hann gerðan upp — og samt
verður hann aldrei jafngóður.
— Ég ætlaði ekki að kasta
upp — tókst Lawson að tauta.
Svo gerði hann sér Ijóst að
rrnnleikurinn var miklu verri
og hann fann til þakklætis í
garð Lawrence fyrir háttvísina.
Áður en hann gæti sagt meira,
hélt hann áfram og talaði í
heldur mildar/ rómi: Það heyr-
ir enginn annars til okkar, Tom
— við erum á búningslínunni.
Og hlustaðu nú á mig og stökktu
ekki upp á nef þér. Ég veit mik-
ið um þig og ég veit að lífið
hefur ekki alltaf leikið við
þig. En þú hefur heila
— fjandans ári góðan heila
— og sóaðu honum ekki
með því að haga þér eins og
hræddur krakki. Auðvitað erum
við allir einhvem tfma ekki
annað en hræddir krakkar — en
þetta er ekki rétti tíminn til
þess. Tuttugu og tvær mann-
eskjur eiga líf sitt undir þér. Á
fimm mínútum getum við gert
út um þetta mál á þennan hátt-
inn eða hinn. Og horfðu því á
tialdið og lokaðu huganum fyrir
öllu öðru. Ég skal koma þér burt
héðan heilum á húfi — Jjafðu
engar áhyggjur af því.
Lawrence danglaði í búninginn
— vingjamlega í þetta skipti —
án þess að líta af sárþjáðu and-
liti unga vísindamannsins. En
svo sá hann sér til mikils léttis
að Lawson slakaði á hægt og
hægt.
Stundarkom sat stjömufræð-
ingurinn alveg grafkyrr. virtist
hafa fulla stjóm á sér en vera
að hlusta á einhverja innri rödd.
Hvað skyldi hún vera að segja
honum? hugsaði Lawrence með
sér. Kannski það, að hann væri
hluti af mannkyninu, endaþótt
það hefði holað honum í þetta
skelfilega munaðarleysingjahæli
þegar hann var barn. Ef til vill
það, að einhvers staðar í heim-
inum kynni að vera mannvera
sem gæti þótt vænt um hann
og myndi þíða ísinn sem hlaðizt
hefði að hjarta hans.......
Þetta var kynleg leiksýning á
þessari rennisléttu auðn milli
Ókleifu fjalla og hækkandi sól-
ar. Eins og skip sem höfðu sam-
flot á dauðu og kyrrstæðu hafi,
runnu Rykskíði eitt og tvö hlið
við hlið og ökumenn þeirra tóku
engan þátt í þeim andlegu átök-
um sem höfðu rétt í þessu átt
sér stað, enda þótt þeir hefðu
óljóst hugboð um þau. Engum,
sem horft hefði á úr fjarlægð,
hefði dottið í hug að þama hefði
mikið verið í húfi, mannlíf og
örlög hefðu hangið á þræði; og
mennimir tveir sem hlut áttu
að máli myndu aldrei framar
minnast á þetta.
Enda voru þeir þegar komnir
með hugann við allt annað.
Samtímis höfðu þeir báðir upp-
götvað neyðarlega staðreynd.
Allan tímann sem þeir höfðu
staðið þarna svo niðursokknir í
einkamálefni að þeir höfðu ekki
svo mikið sem litið á tjaldið
með infrarauðu myndinni, hafði
það með þolinmæði sýnt mynd-
ina sem þeir leituðu að.
Þegar Pat og Sússa höfðu lok-
ið könnun sinni og komu inn
úr litla eldhúsinu. voru farþeg-
arnir enn á kafi í gamla Eng-
landi. Á eftir stuttum eðlisfræði-
fyrirlestri Sir Xsacs hafði komið
mun ítarlegri kennsla í líffæra-
fræði hjá Nell Gwnn. Áheyr-
endur skemmtu sér konunglega,
ekki sízt vegna þess að enskur
máihreimur herra Barretts naut
sín nú til fulls.
— Kæri Sir Xsacs, vissulega
ertu maður mjög vitur. Samt
held ég, að það sé margt sem
kona gæti kennt þér.
— Og hvað er það, fagra
stúlka?
Ungfrú Nell roðnaði feimnis-
lega.
— Ég óttast, andvarpaði hún,
— að þú hafir vígt líf þitt vís-
indum hugans. Þú hefur gleymt
því, Sir Isacs, að líkaminn á
einnig sín furðulegu vísindi.
— Kallaðu mig Ike, sagði
spekingurinn hásri röddu um
leið og hann greip með klunna-
legum fingrum í hálsmálið á
blússunni hennar.
— Ekki héma — í höllinni!
andmælti Nell og gerði enga til-
raun til að halda aftur af hon-
um. — Kóngurinn kemur bráð-
um!
— Hafðu engar áhyggjur. min
fagra. Karl er að gantast með
leirskáldinu Pepys. Við munum
ekki sjá hann í kvöld —
Ef við komumst nokkum tíma
héðan út, hugsaði Pat, verðum
við að senda þakkarbréf til
sautján ára gömlu skólastelp-
unnar á Mars, sem talin er hafa
samið þennan þvætting. Hún
skemmtir okkur öllum og það
er það sem máli skiptir.
Nei; öllum var ekki skemmt,
það var alveg víst. Hann varð
ónotalega var við að ungfrú
Morley var að reyna að mæta
augnaráði hans. Hann minntist
skyldu sinnar sem skipstjóri og
sneri sér að henni og brosti
örvandi en dálítið vandræða-
legu brosi.
Hún endurgalt ekki brosið;
svipur hennar varð jafnvel enn
ógnþrungnari. Hægt og illkvitn-
islega leit hún á Sússu Wilkins
og síðan á hann aftur.
Orð voru óþörf. Hún hafði
sagt eins greinilega og hún hefði
hrópað fullum hálsi: — Ég veit
hvað þið voruð að gera þama
í eldaklefanum.
Pat fann að hann roðnaði af
vandlætingu — heilagri vand-
lætingu manns sem hafði orðið
fyrir óréttlátri ásökun. Sem
snöggvast sat hann eins og lam-
aður í sæti sínu meðan blóðið
þaut um vanga hans. Svo taut-
aði hann fyrir munni sér: — Ég
skal svei mér sýna kerlingar-
herfunni!
sem ég átti að skrifa?
Heyrðu góði maður, sérðu
ekki hvað stendur héma á
spjaldinu?
REYKINGAR BANNAÐAR.
SKOTTA
Duglegur PLÖTUSMIÐUR
óskust
Vélasjóður sími 41487
Rafmagnstalíur
400 kg.
800 kg.
1500 kg.
Tagstætt verð:
S HÉÐINN =
Vélaverzlun
Seljavcgi 2, atmi 2 42 GO
Byggingafélag verkamanna í Reykjavík
Til sölu
3ja herb. íbúð í 2. byggingaflokki.
Félagsmenn sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins
Stórholti 16, fyrir kl. 12 þann 17. þ.m.
STJÓRNIN.
SIMCA-bílur
við allru hæfí
SIMCA ARIANE, stöðvarbíllinn vinsæli.
SIMCA 1000 Grand Luxe, mjög fallegur heimilisbíll.
SIMCA 1000, þekktur og vinsæll heimilisbíll.
SIMCA 1000 B, ódýrastur allra SIMCA bíla.
SIMCA 1300, glæsilegur 5-manna bíll.
Leitið nánari upplýsinga í síma 17379.
BERGUR LÁRUSSON h.f.
Brautarholti 22.