Þjóðviljinn - 03.03.1964, Síða 1

Þjóðviljinn - 03.03.1964, Síða 1
DIMIINN Þriðjudagur 3. marz. 1964 — 29. árgangur — 52. tölublað. Aðalfundur Dagsbrúnar í fyrradag Verkamannafélagið Dags- brún hélt aðalfund sinn í Iðnó s.l. sunnudag. Eðvarð Sigurðsson formaður Dags- brúnar flutti skýrslu um störf félagsins á s.l. ári. Skýrsla formanns var ít- arleg þar sem hann rakti gang kjara- og samninga- málanna, en s.I. ár var eitt mesta samningaár í allri sögu félagsins, en samning- ar voru gerðir þrisvar á árinu. Reikningar Dagsbrúnar voru lesnir og samþykktir. Stjórnin lagði til breyt- ingar á reglugerð fyrir Styrktarsjóð Dagsbrúnar- manna og félagsgjöldin og voru tillögur hennar ein- róma samþykktar. Nánar verður sagt frá aðalfundl Dagsbrúnar á morgun. Kjaramál opinberra starfsmanna: RÍKISSTJÓRNIN ANDVÍC AILRI KAUPHÆKKUN □ Krafa BSRB um 15% launahækkun til handa opinberum starfsmönnum liggur nú fyrir Kjara- dómi og á dómurinn að hafa fellt úrskurð um hann fyrir næstu mánaðamót. Stjórn BSRB lagði fram greinargerð í málinu 18. febrúar sl. en síð- degis í gær var lögð fyrir dóminn greinargerð frá ríkisstjóminni þar sem kröfu BSRB er mótmælt. Þjóðviljinn átti í gærkvöld tal við Harald Steinþórsson starfs- mann BSRB og spurði hann um efni greinargeröarinnar. Sagði hann að við fljótlega athugun á greinargerðinni virtist krafa rík- isstjómarinnar um syniun við kauphækkun td opinberra starfs- Gömul kona og 8 ára drengur stórslasast Laust eftir kl. 11 sl. laugardagskvöld varð alvarlegt um- ferðarslys á mótum Miklubrautar og Eskihlíðar. 78 ára gömul kona, Símonía Jónsdóttir, Hverfisgötu 91, varð þar fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Var hún flutt á Lands- spítalann. Er blaðið hafði fregnir af líðan hennar síðdegis í gær var hún þungt haldin. Annað umferðarslys var á sama stað um klukkan 9.30 LÍK AF SJÓMANNI FINNSTIHÖFNINNI Aðfaranótt sl. sunnudags fannst lík á floti í Reykjavíkur- höfn og reyndist það vera af Jóhannesi Einarssyni sjómanni til heimilis að Barónsstíg 25 hér í borg er hvarf að heiman frá sér 12. janúar sl. Jóhannes heit- inn var 33 ára að aldri. sama kvöld. Varð maður að nafni Guðmundur E. Guðmunds- son, Álftamýri 26, þar fyrir bíl og meiddist á fæti. Þriðja umferðarslysið varð í gær um klukkan 2.30 á mótum Laugavegar og Þverholts. Lenti 8 ára drengur á reiðhjóli utan í bíl og meiddist talsvert á höfði. Mun hann hafa höfuðkúpubrotn- að og skaddast í andliti. Dreng- urinn heitir Hörður Þórðarson og er til heimilis að Laugarnes- vegi 92. manna byggð á fjórum aðalatrið- um. 1 fyrsta lagi: launþegastéttimar í landinu hefðu ekki unað hag sfnum eftir uppkvaðningu Kjara- dóms í sumar og myndu fara af stað í vor með nýjar kaupkröfur ef opinberir starfsmenn fengju kauphækkun. 1 öðru lagi að afkoma þjóðar- búsins gefi ekkert tilefni til þess að hækka laun ríkisstarfsmanna. I þriðja lagi að nokkur kjara- atriði séu ríkisstarfsmönnum hagstæð við sambærilega vinnu á frjálsum vinnumarkaði. I fjórða lagi að með kærum fyrir Kjaranefnd sé stefnt að stórfeildu launaskriði ríkisstarfs- mönnum til hagsbóta. Þá sagði Haraldur að ríkis- stjórnin gerði þá varakröfu að vaktaálag verði lækkað úr 33% í 20% og reiknist fyrir tímann Framhald á 8. síðu. Géður netaafli í ÞorláksHöfn Þorlákshöfn, 2/3 — Um næst- síðustu helgi byrjuðu Þorláks- hafnarbátar netaveiðar og hef- ur afli verið góður yfirleitt. Til dæmis fékk Friðrik Sig- urðsson 42 tonn í róðri í gær og Þorbjöm var með 35 tonn Alls komu á land 187 tonn írá . 7 bátum. Bálarnir halda sig nú I aðallega á Selvogsbankanum. Davíð Stefánsson látinn Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi lézt á sunnudag, sextíu og níu ára að aldri. Davið hafði veikzt skyndilega fyrir rúmri viku og verið á sjúkrahúsi síðan, elnaði hon- um sóttin siðustu daga og lézt hann snemma á sunnu- dagsmorgun. Davíð Stefánsson var fædd- ur 21. janúar 1895 í Fagra- skógi við Eyjafjörð -og voru foreldrar hans Ragnheiður Davíðsdóttir og Stefán Stef- ánsson bóndi og alþingismað- ur. Með fyrstu Ijóðabókum sín- um (Svartar fjaðrir 1919, Kvæði 1922, Kveðjur 1924) sló Davíð á nýja strengi í ís- lenzkri Ijóðlist, hin ferska og þróttmikla túlkun hans á til- finningum kynslóðarinnar sem í þeim birtist skipaði honum í sess með þjóðskáldum. Da- víð var mikilvirkur rithöf- undur og samdi allmargar Ijóðabækur, hann er og höf- undur skáldsögunnar Sólon Islandus sem út kom í stríðs- byrjun og nokkurra leikrita og hefur GuIIna hliðið (1941) notið mestra vinsælda af þcim. Síðastliðinn vetur kom út safn ritgerða eftir skáldið. DAVÍÐ STEFÁNSSON Fánar blöktu i hálfa stöng Akureyri á sunnudag og var skemmtunum og funda- höldum frestað. Brezkir togaraeigendur hofa í hótunum um LÖNDUNARBANN LONDON 2/3 — Fiskveiðaráðstefnunni í Lond- on lauk á hádegi í dag og hafði þá náðst sam- komulag um landhelgissáttmála milli fulltrúa allra sextán ríkjanna nema íslands, Noregs og Sviss. Jafnframt eru brezkir togaraeigendur komn- ir á stúfana með kröfur um að takmarkaðar verði landanir á fiski úr íslenzkum og færeyskum tog- urum, þegar tólf mílna landhelgin tekur endan- lega gildi við ísland og Færeyjar á fimmtudaginn í næstu viku. Samtök brezkra togaraeigenda,' svo og fulltrúar sjómanna og yfirmanna á brezkum togurum, hafa setið á fundum að und- anförnu og hafa einróma farið þess á leit við Soames sjávarút- vegsmálaráðherra að landanir úr íslenzkum og færeyskum togur- um verði takmarkaðar, eftir því sein blaðið „Fishing News“ skýr- ir frá. I.agt fast að Dönum Fréttaritari NTB á ráðstefn- unni i London segir að mjög Hallgrímskirkjufundurinn var mjög fjölsóttur og fjörugur fast hafi verið lagt að Dönum að fallast á að veita brezkum togurum áfram undanþágur til veiða inn að sex mílna mörkun- um við Færsyjar og segir að Danir muni sjálfir hafa viljað fallast á það og hafi reynt að fá Færeyinga til þess, en ekki tekizt. Kvótakerfi Ástæða sé til að óttast að brezkir togaraeigendur sem ráði einnig yfir fiskiðnaðinum og fiskdreifingunni í Bretlandi muni láta hart mæta hörðu þegar tólf mílna lögsagan geng- ur í gíldi 12. marz og setja þá takmarkanir á innflutning á færeyskum fiski. Hann hefur eftir dönskum heimildum i Lond- on að það muni ekki koma þeim á óvart að danski sendiherrann í London fengi þá einhvern næstu daga boðskap frá brezku stjórninni um að innflutningur á færeyskum fiski til Bretiands hefði verið takmarkaður með kvótakerfi. Ilarðar deilur Landhelgissáttmálinn verður fyrst birtur á morgun og hann mun liggja frammi til undirrit- unar í London frá 9. marz til 10. apríl. Fréttaritari NTB seg- ir að svo mikið sé þó vitað, að telja megi nokkurn veginn víst að sáttmálinn feli ekki í sér endanlega skipan langhelgis- mála í Vestur-Evrópu. Bæði sé það að þrjú lönd ráðstefnunnar hafi ekki fengizt til að fallast á hann og auk þess megi búast við að miklar deilur eigi eftir að rísa út af ýmsum ákvæðum hans, svo sem um sex plús sex mílna regluna, hin ýmsu ákvæði um sérréttindi í ytra sex mílna beltinu og ýmsar undanþágur, eins og við Grænland og Fær- eýjar. Ekkert Norðurlandanna hefur algerlega fallizt á sátt- málann, því að Svíar slá einnig þann varnagla að reglur hans gildi aðeins fyrir vesturströud Svíþjóðar. Framhald á 3. síðu. Síðastliðinn sunnudag v dyrum. Á sjöundu síðu ar fundur haldinn blaðsins í dag er i SiBtúni um Hallgr ímskirkju, sótti hann fjöldi manns, og var húsið yfirfulit út úr ítarleg frásögn af fun dinum. Á myndinni sjáum við nokkurn hiuta fundarmanna — Grunaðir um leyaivínsölH Snemma á iaugardagskvöld gerði lögreglan í Keflavík skyndi- leit að áfengi í leigubifreið- um í Keflavík og fannst ekkert áfengi við þessa leit. Seinna um kvöldið var hinsvegar einn leigubílstjóri- tekinn við sölu á , áfengi og gat hann ekki gert í grein fyrir víninu. er (Ljósm. Þjóðv. A.K.). | ennþá í rannsókn. Fyrri tónleikar Knor eru i kvöld Stanislav Knor I kvöld og annað kvöld heldur tékkneski píanósnill- ingurinn Stanislav Knor tón- teika í Austurbæjarbíói fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ns. Á efmsskrá eru sónata í f-moll opus 2 nr. 1 eftir Beet- hoven. fimm prelúdíur eftir Debussy. tveir tékkneskir dansar eftir Martinu og Mynd- ir á sýningu eftir Mússorgský.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.