Þjóðviljinn - 04.03.1964, Síða 7
Miðvikudagur 4. marz 1964
ÞIÓÐVILJINN
siða q
ASalfundur Dagsbrúnar á sunnudaginn:
Ar mikilla átaka
& Aðalfundur Dagsbrúnar var haldinn í Iðnó
sl. sunnudag. Formaður Dagsbrúnar, Eðvarð Sig-
urðsson, flutti skýrslu um störfin á árinu, sem
var ekki aðeins eitt mesta samningaár félagsins
heldur og viðburðaríkt á margan hátt. Urðu á
árinu merk þáttaskil í sögu Dagsbrúnar en þá
var henni búið nýtt húsnæði í Dagsbrúnarhús-
inu á Lindargötu og flutti þangað í jan. sl.
■ Fundurinn samþykkti tillögur stjórnarinnar
um að tvöfalda bótatímabil þeirra sem njóta að-
stoðar Styrktarsjóðs, og ennfremur að hækka
árgjald félagsmanna í kr. 700.
Aðalfundur Dagsbrúnar var
haldinn í Iðnó s.l. sunnudag.
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar fluti skýrslu um
félagsstarfið.
Á starfsárinu gengu 199 nýir
félagsmenn í Dagsbrún, þar af
43 yfirfærðir úr öðrum félög-
um. Látizt höfðu á árinu 36
félagsmenn, og heiðruðu fund-
armenn minningu þeirra með
því að rísa úr sætum.
Góð afkoma
Dagsbrúnar
Heildartekjur félagsins þegar
frá er talinn styrktarsjóður
Dagsbrúnarmanna voru á ár-
inu 1963 kr. 1.572.191,32. Út-
gjöldin, reiknuð á sama hátt,
námu kr. 884.855,38 og nettó-
hagnaður því á árinu kr.
687.335,94.
Hér við bætist tekjuafgangur
Styrktarsjóðsins, sem nam kr.
2.071.670,48 og er þá heildar-
sjóðsaukningin kr. 2.759.006.42.
Skuldlaus eign annarra sjóða
en Styrktarsjóðs nam í árslok
1963 kr. 3.644.472,32.
Eign Styrktarsjóðs í árslok
var 3.245.897,77 svo bókfærðar
eignir félagsins í árslok 1963
námu því kr. 6.890.370,09.
Fjárhagsafkoma Dagsbrúnar
á sl. ári verður því að teljast
góð. Þrjár ástæður valda því,
sagði Eðvarð: 1. Hækkun árs-
gjaldanna í fyrra og betri inn-
heimta, 2. Styrktarsjóðurinn
greiddi nú fyrir skrifstofu- og
afgreiðslukostnað. Áður gengu
25% af gjöldum aukafélaga til
Styrktarsjóðsins, en með til-
komu hins nýja sjóðs féll það
niður. Hefði þetta þrennt ekki
komið til hefði félagssjóður
komið út með verulegan halla
á árinu. '
Verður breytt
Eðvarð sagði enníremur:
Fjárhag Dagsbrúnar hefur
lengst af verið sniðinn þröng-
ur stakkur, Félagsgjöldin hafa
verið svo lág að félagið hefur
aldrei átt nema til næsta máls,
ef svo mætti að orði kveða, Á
þessu verður að verða brej't-
ing og er raunar orðin nokkur
með tilkomu Styrktarsjóðsins.
enda veitir ekki af þar sem
félagið hefur nú, i fyrsta sinni
í nærri sextíu ára sögu sinni.
lagt í fjárfrekar framkvæmdir
sem stuðia eiga að stórbætt.rí
aðstöðu þess
Framkvæmdir þær sem Eð-
varð talaði þarna um eru kaup-
in á Lindargötu 9, en bað hú?
er sameign Dagsbrúnar og Sió-
mannafélags Reykjavikur.
Um s.l áramót stóð húsið '
tæpum 8.7 milij kr
Dapsbrúnarbúsið
í hinu nýja húsnæði hefur
skrifstofa félagsins fengið rúm-
gott og smekklegt pláss, sem
gerir alla vinnuaðstöðu miklu
betri en áður var og munu
margir fagna þeírri breytingu,
ekki sízt starfsmenn félagsins.
Á efri hæð og í kjallara húss-
ins verður aðstaða til margs-
konar félagslegrar starfsemi.
Hvorttveggja ætti að vera full-
búið næsta haust, og kemur þá
til kasta félagsmanna að skipu-
leggja ýmsa starfsemi, sem við
höfum ekki haft aðstöðu til að
rækja í félagslífi okkar, sagði
Eðvarð.
Þá skýrði Eðvarð frá þvi að
þau 3 sumarhús í landi oriofs-
heimilis verkalýðsfélaganna í
Ölvusi, sem Dagsbrún festi
kaup á, myndu verða tilbúin
í sumar. Áætlað verð hvers
sumarhúss er kr. 250 þús.
Oí.lQfshei.milismálið er eitt
riiesta menningarmál sem
verkalýðshreyfingin hefur ráð-
izt í, og þar má Dagsbrún ekki
láta sinn hlut eftir liggja,
sagði Eðvarð.
Bótatímabil
tvöfaldast
Þá vék Eðvarð að hinum
nýja Styrktarsjóði Dagsbrúnar-
manna, en hann tók til starfa
1. jan. 1963. Fram til síðustu
áramóta námu bótagreiðslur úr
sjóðnum kr. 534 þús. 210,00 til
um 170 félagsmanna. Á árinu
fengu 24 Dagsbrúnarmenn styrk
úr Stórasjóði samtals kr.
18.900,00, vegna verkfallsins
voru veittir styrkir úr Vinnu-
deilusjóði samtals kr. 126.350,00
og nema þá samanlagðar styrk-
veitingar til félagsmanna á
sl. ári um 680 þús. kr.
Eftir vcrkfallið siðasta ráða
Dagsbrúnarmenn nú hinum
nýja Styrktarsjóði sinum cin-
ir, án afskipta atvinnurekcnda.
Samkvæmt reglugerð sjóðs-
ins, eins og hún var sl. ár,
greiddi sjóðurinn dagpeninga
samanlagt í 84 daga á hverjum
12 mánuðum. Fullnaðarreynsla
er ekki fengin fjrrir því hver
muni verða árleg upphæð bóta-
greiðslna úr sjóðnum, mun
sjóðurinn geta aukið bóta-
greiðslur verulega og lagði
stjóm Dagsbrúnar til þá breyt-
ingu, að dagpeningar verði nú
greiddir samanlagt i 84 daga
á sex mánuðum. þ.e. að bóta-
timabilin tvöfaldist.
Lindarbær. Hús Verkamannaféiagsins Dagsbrúnar og Sjómannal’clags Rcykjavíkur.
á rcikning þcirrar ráðstöfunar
stjórnarvaldanna að banna
visitölugrciðslur á kaup, jafn-
hliða því sem hverri dýrtíðar-
flóðbylgjunni af annarri hefur
verið hleypt yfir landsfólkið.
Vera má að stjórnarvöldin hafi
Verðum áð veru
við öllu búnir"
Fyrr verður ekkí
friður á vinnu-
markaðnum
Ég hef nú rætt nokkur mál,
sagði Eðvarð, sem hvert um
sig eru stórmál, en á sl. ári
var hugur okkar og starfstími
löngum bundinn kaupgjalds- og
kjaramálunum. Árið 1963 verð-
ur að telja eitt mesta, ef ekki
langmesta samningaár í sögu
Dagsbrúnar. Kaup hækkaði al-
mennt þrisvar á árinu með
samningum við atvinnurekend-
ur, þó voru samningar bundn-
ir aðeins í fjóra mánuði árs-
ins.
Þessa miklu ókyrrð á vinnu-
markaðnum verður að skrifa
trúað því að verkamenn sættu
sig við að bera bótalaust hinar
miklu verðhækkanir, en hafi
það verið von þeirra, þá ættu
þeir nú að vera sannfærðir um
hið gagnstæða, þó ekki hafi
tekizt nægilega að láta kaupið
fylgja verðhækkunum eftir.
Vcrkamenn ncita alger-
iega að fallast á þá kenn-
ingu, að þeir liafi tekið til
sín of stóran hlut þjóðar-
teknanna, og það sé orsök
vandamálanna í cfnahags-
lífinu. Nei, það eru aðrir
cn vcrkamenn sem hafa
hrifsað til sín meira cn þeir
áttu og tneðan það er ekki
viðurkennt í vcrki verður
ekki friður á vinnumarkaðn-
Samningamálin
Næst vék Eðvarð að samn-
ingamálunum og rakti gang
þeirra, og yrði of langt að rekja
þá sögu nákvæmlega. Um
samninga þá sem gerðir voru
21. júní sl. sagði Eðvarð með-
al annars:
Gildistími og uppsagnar-
ákvæði allra samninganna, sem
gerðir voru á sl. sumri var
með þeim hætti að þeir skyidu
gilda til 15. okt. og falla úr
gildi án uppsagnar, enda þvi
yfirlýst af hálfu verkalýðsfé-
Iaganna að aðeins væri um
bráðabirgða samkomulag að
ræða og til þess lágu aðal-
lega tvær ástæður: búizt var
við verulegum 'verðhækkunum,
einkum á landbúnaðarvörum.
og kjaradómur var í nánd.
Og kjaradómur kom og
markaði nýtt launamisræmi í
landinu, hinir hæst launuðu
hækkuðu langmest. Meðaltals-
hækkun var sögð um 45%. Og
verðhækkanirnar urðu meiri
en þeir svartsýnustu reiknuðu
með. Landbúnaðarvörur hækk-
uðu um nálega 40%.
Með þessari þróun var all-
ur grundvöllur samninga verka-
lýðsfélaganna horfinn.
Ráðstefna A.S.Í.
Alþýðusambandið boðaði til
ráðstefnu um launamálin og
var hún haldin hér í Reykja-
vik dagana 12. og 13. okt.
Nokkrir forvígismenn úr verka-
lýðsfélögum hér í bænum. sem
fylgja st j órnarflokkunum að
málum, reyndu að kljúfa sig
útúr og boðuðu aðra ráðstefnu.
Ráðstefna Alþýðusambandsins
var sótt af öllum sem boðaðir
voru nema npkkrum félögum
úr Reykjavík. Ráðstefnan sam-
þykkti einróma kröfur sem
fram skyldi bera, en þær voru:
1) Almennt kaup verka-
manna hækki.
2) Verðtr.ygging komi á
kaupið, svo hið umsamda kaup
verði raunverulegt.
3) Að vinnutíminn verði
styttur án skerðingar á kaupi.
Dagsbrún, Hlíf og Einingin
á Akureyri höfðu forustu um
myndun landsnefndar verka-
lýðsfélaganna og samstöðu i
málinu F.vrsti samningafund-
urinn var 25. okt. og þverneit-
uðu atvinnurekendur þá að
fallast á nokkra kauphækk-
un.
Auðstéttin beygð
Næst gerðist það, að ríkis-
stjórnin lagði fram hið al-
ræmda frumvarp sitt um að
banna kauphækkanir og verk-
föll. Dagsbrúnarfundur 3. nóv.
samþykkti að hefja verkfall
frá og með 11. nóv. Mörg önn-
ur félög boðuðu einnig verk-
föll.
Sjaldan eða aldrei hefur is-
lenzk verkalýðshreyfing risið
jafn einhuga gegn nokkru máli
eins og fyrrnefndu frumvarpi
ríkisstjórnarinnar. Mótmæli
dundu yfir hvaðanæfa. Á
fyrstu dögum frumvarpsins
lögðu Dagsbrúnarmenn við
höfnina niður vinnu og fjöl-
menntun að þingh. Alþýðu-
sambandið boðaði til útifundar
4. nóv. á Lækjartorgi. Daginn
áður hafði Dagsbrún samþykkt
að taka þátt í útifundinum og
að félagsmenn legðu niður
vinnu eftir hádegi þann dag.
Vinnustöðvunin varð mjög al-
menn og útifundurinn einn sá
fjölmennasti sem hér hefur
verið haldinn. En ekki var að
sjá að stjórnarliðið á Alþingi
ætlaði að láta sig og ekki ann-
að sýnna en til stórstyrjaldar
myndi draga.
Verkfall —
Samningar
Dagsbrúnarstjórnin. Frá vinstri
Hanne- Stephensen, Tryggvi Emilsson, Kriatján Jóhannsson. Eðvarð Sigurðsson, Tóma- Sigurþórs-
son, Guðmundur .1. G«ðmundsson og Ilaildór Björnssoa.
Betur fór þó en áhorfðis
Að kvöldi 8. nóv. ræddust v
tveir fulltrúar verkalýðssan
takanna og fulltrúar ríki
stjórnarinnar og varð að san
komulagi að rikisstjórnin dræ
frumvarp sitt tii baka og i
verkföllunum yrði frestað 1
10 des Hófust síðan sami
ingaviðræður, og verður gan
ur þeirra ekki rakinn hér, «
samningar höfðu ekki teki
þegar fresturinn var útrun:
Framhald á 10. síði