Þjóðviljinn - 04.03.1964, Side 8
£ SlÐA
AsvaUagötu 69
sími 33687, kvöldsími 33687.
TIL SÖLU:
3 herbergja íbúð við Há-
teigsveg. Selst tilbúin
undir tréverk, til af-
hendingar nú þegar. 1.
hæð.
3 herbergja kjallaraíbúð i
sambýlishúsi. Selst til-
búin undir tréverk til
afhendingar i næsta
mánuði. Sameign fuli-
gerð, hitaveita.
6 herbergja íbúð í tvíbýl-
ishúsi í Safamýri. Selst
nær fullgerð til afhend-
ingar í næsta mánu^i.
Húsið er tilbúið að utan.
Bílskúr fullgerður.
150 fermetra ný fullgerð
íbúð í Hvassaleiti í tví-
býlishúsi. til afhendingar
í þessum mánuði.
Raðhús í Álftamýri, Selst
tilbúið undir tréverk til
afhendingar 14. mai.
Hitaveita. Rúmgott hús.
4 herbergja skemmtileg í-
búð f Njörvasundi. Allt
sér.
3 herbergja jarðhæð á
Kvisthaga. Góður staður.
3 herbergja fbúð i nýlegu
húsi við Njálsgötu' 3.
hæð. Svalir. Stór stofa
með útsýni.
4 herbergja mjög skemmti-
leg íbúð f 6 íbúða sam-
býlishúsi f Laugamesi.
Vönduð sameign, sér
hitaveita.
5—6 herbcrgja nýtízkuleg
III. hæð í Grænuhlíð.
Arinn i stofu, tvö snyrti-
herbergi, tvennar svalir,
teppalagt. Bílskúr. Mjög
vönduð og falleg fbúð. 55
fermetra stofa.
3 herbergja kjallaraíbúð við
Plókagötu.
5 herbergja íbúð í sambýl-
ishúsi við Kleppsveg.
4 herbergja íbúð við Silf-
urteig.
íþróttir
Framhald af 5. síðu.
arssonar, og var að því góð
skemmtan.
Allar þessar sýningar tókust
vel og voru félaginu til sóma.
Heildarsvipurinn á hátíðinni
var góður, og víst er að eng-
inn hefur farið vonsvikinn frá
þessari sérstæðu íþróttahátíð.
Að dagskránni i Háskóla-
bíói lokinni bauð stjóm Ár-
manns gestum til veizlu í Sam-
komusal Hagaskólans.
B U 9 1 N
Klapparstíg 26.
----------ÞJÓÐVILJINN
MINNINGARORÐ
Miðvikudagur 4. marz 1964
V
arkitekt, byggingarfulltrúi í Reykjavík
I dag verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni Sigmundur Hall-
dórsson, 'arkitekt, byggingar-
fulltrúi í Reykjavik.
Sigmundur lézt aðfaramótt
fimmtudagsins 27. febrúar sl.
eftir þunga sjúkdómslegu, þá
liðlega 66 ára, en hann fæddist
í Gröf í Miklaholtshreppi í
Hnappadalssýslu á nýársdag
1898.
Hann var elztur í stórum
systkinahópi, sonur hjónanna
Þuríðar Jónsdóttur og Halldórs
Bjamasonar, hreppstjóra.
f föðurhúsum ólst Sigmundur
upp til tvítugsaldurs, er hann
fór til náms á búnaðarskólann
á Hvanneyri. Að því námi
loknu ' hóf hann trésmíðanám
hjá Steingrími Guðmundssyni
byggingarmeistara í Reykjavík
og lauk sveinsprófi í þeirri iðn.
Árið 1924 sigldi hann til
Kaupmannahafnar, settist i Det
tekniske selskabs skole og lauk
þar burtfararprófi með ágætri
einkunn vorið 1928.
----------------—.............
íbúBir ti/sölu
í fasfeignasölunni
Tjarnargötu 14.
2ja herb. íbúð á hæð við
Ljósheima.
2ja herb. íbúð á hæð við
Hjallaveg. Bílskúr fylgir.
2ja herb. íbúð i risi við
Mosgerði.
2ja herb. íbúð í kjallara
við Hörgshlíð.
3ja herb. ibúð á hæð við
Stóragerði, nýleg íbúð.
Herbergi fylgir í kjallara.
3ja herb. fbúð á hæð f stein-
húsi við Hverfisgötu. Tvö
herhergi fylgja f risi.
3ja herb. fbúð í kjallara i
nýlegu húsi við Bræðra-
borgarstfg. Sér hiti. Dyra-
sími. — 96 ferm. fbúð
4ra herb. íbúð á hæð f
steinhúsi við Lokastíg.
Laus til íbúðar strax.
4ra herb. 'búðír á hæðum
við Silfurteig og Kirkju-
teig. Bílskúr fylgir báðum
fbúðunum.
5 bcrb. efr! hæð f Hlíðun-
um. Bflskúr fylgir.
5 herb. ný og glæsileg fbúð
á hæð við Asgarð Sér
hitaveita og sér þvotta-
herb.
5 herb íbúð á 2. hæð við
Rauðalæk. Sér hiti.
5 herb. fbúð á 2. hæð við
Kleppsveg.
6 herb. íbiíð á 1. hæð I
enda i sambyggingu við
Háaleitisbraut. tbúðin selst
t'Ibúin undir tréverk, Allt
sameiginlegt verður full-
ge: t. Hagstætt verð.
Einbýlishús f smfðum við
Bröttubrekku. Ægisgrund
O' Lindarflöt. Sérstaklega
skemmtilegt hús. Sann-
gjarnt verð.
Fasteignasalan
Tjarnargötu 14
Simar: 20625 og 23987.
Kveðjuathöfn á vegum bæjarstjómar Akureyrar um
DAVÍÐ STEFÁNSSON skáld frá Fagraskógi,
sem andaðist hinn 1. þ. m., fer fram í Akureyrarkirkju
laugardaginn 7. þ. m. kl. 3 síðdegis.
Jarðsett verður að Möðruvöflum f Hörgárdal mánudaginn
9. þ. m. og hefst útförin með húskveðju í Fagraskógi
kl. 2 síðdegis.
Fjölskyldan
Eftirlifandi konu sinni Cörlu
Fredriksen kvæntist Sigmund-
ur 12. júlí 1930, og hurfu þau
þá þegar heim til Islands og
hafa búið hér í Reykjavík síð-
an Þau hjónin eignuðust tvö
mannvænleg böm, Halldór og
önnu, sem bæði eru búsett í
Reykjavík.
Þegar heim var komið tók
Sigmundur að teikna og byggja
hús og fór svo brátt að teikni-
störfin fengu yfirhöndina og
setti hann þá á stofn teikni-
stofu ásamt Einari Svinssyni,
arkitekt, núverandi húsameist-
ara Reykjavíkurborgar. Síðar
skildu leiðir þeirra og starf-
rækti þá Sigmundur sjálfstæða
teiknistofu um árabil, en greip
þá stundum í smíðar. enda var
hann listhagur i iðn sinni.
Þetta var á kreppuárunum,
sem að sjálfsögðu settu svip
sinn á viðhorf Sigmundar til
byggingarmálanna. Á þeim
vettvangi urðu íbúðarhúsin
megin viðfangsefni hans og
er mikill fjöldi íbúðarhúsa hér
í bæ frá árunum fyrir og um
síðari heimsstyrjöldina reist
eftir teikningum Sigmundar.
Má hér nefna nokkum hluta
þeirra húsa, sem byggingarfé-
lagið Félagsgarður byggði við
Túngötu m.a., en þau eru frá
samstarfi þeirra Einars. Einnig
má nefna húsið Túngötu 4 og
ýms hinna látlausu húsa á
Melunum og í Norðurmýrinni
og frá síðari ámm fjölþýlis-
hús við Eskihlíð og Stigahlíð
svo nokkuð sé talið. Einkenni
þessara húsa er hógværð í út-
liti þeirra og góð nýting rým-
isins.
I lok stríðsins vann hann um
tveggja ára skeið við embætti
byggingarfulltrúans í Reykja-
vik og eftir það að einhverju
leyti þar til hann var ráðin til
að gegna embættinu árið 1957.
Þar áður hafði hann gegnt
starfi forstjóra ÁhaJdahúss
Reykjavíkur frá 1950.
Sigmundur var félagslyndur
og áhugasamur um félags- og
skólamál starfsstétta sinna. Var
hann mjög virkur í skólamál-
um iðnaðarmanna. Kenndi
hann um árabil við Iðnskólann
. í Hafnarfirði og í forföllum við
Iðnskólann i Reykjavík og
hefur hann verið formaður
skólanefndar þess siðarnefndá
síðan í okt. 1955.
Hann var um skeið formaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur og
lét sér þá með öðru annt um
fræðslustarfsemi í félaginu.
í Arkitektafélagi íslands
reyndist Sigmundur hinn
traustasti félagi og gegndi þar
ýmsum trúnaðarstörfum í
stjóm og nefndum og naut fé-
lagið hollustu hans hvar sem
hann gat lagt málefnum þess
lið.
Eins félagsvanur maður sem
Sigmundur var hlaut svo að
sótt var eftir að nota starfs-
krafta hans víða. T.d. gegndi
hann stöyfum i Frímúrara-
reglunni um langt skeið. Einn-
ig átti hann sæti í stjóm Spari-
sjóðs Reykjavíkur um nokkur
ár og var þar stjórnarformaður
er hann féll frá.
Hér verður ekki reynt að
rekja öllu lengur öll þau fjöl-
mörgu störf sem Sigmundi
vom falin vegna þess trausts
er hann ávann sér með prúð-
mennsku, áreitnislausri um-
gengnislipurð og vilja til að
leysa flestra vanda.
Nánustu aðstandendum verð-
ur ekki bættur sár missir en
nokkur huggun má þeim verða
minning um ljúfan og glað-
væran dreng, sem skildi eftir
sig ærið ævistarf sér til sóma
og öðrum til gagns og ánægju.
Sigmundur mun lifa í verk-
um sínum.
Skúli Norðdahl, arkitekt.
Dagur Evrópu há-
haidinn
tíðiega
I dag, 4. m'arz, er hinn svo-
nefndi Evrópudagur hátíðlegur
haldinn í mörgum löndum. Er
það gert fyrir frumkvæði Sveita-
stjórnaþings Evrópu, sem er
stofnun tengd Evrópuráðinu í
Strassburg. Dagsins er minnzt f
þeim tilgangi að kynna starfsemi
Evrópuráðsins og annað starf,
sem miðar að nánari samvinnu
milli ríkja í álfunni.
Evrópuráðið var stofnað 1949,
og eru aðildarríki þess nú 17
að tölu. Island gerðist aðili ráðs-
ins á árinu 1950. Tilgangur ráðs-
ins er samkvæmt stofnskrá þess
sá að ,,koma á meiri einingu
meðal aðildarríkjanna í þeim
tilgangi að tryggja og hrinda
í framkvæmd þeim hugsjónum
og meginmarkmiðum, sem eru
sameiginleg arfleifð þeirra, og
auðvelda efnahagslegar og fé-
lagslegar framfarir þeirra". Læt-
ur ráðið sig varða hvers konar
málefni, sem hafa þýðingu fyrir
samvinnu Evrópuríkja, önnur en
hervamarmál.
í dag, vegna jarðarfarar.
ByggiesgarfékgiB BRÚh.f.
Verkfræðingastöður eru lausar til umsóknar á Vita- og
hafnarmálaskrifstofunni.
Laun samkvæmt kjarakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir sendist mér sem gef nánari upplýsingar um
stöðumar, hið fyrsta.
Vita- og hafnarmálastjórinn,
AÐALSTEINN JÚLlUSSON.
■ ' r • '« ‘ ■., >f' * - . ‘. : ■
ALLTAF FiÖLGAR VOLKSWAGEN
Akið mót hækkandi sól í nýjum
V0LKSWAGEN
VORIÐ ER í NÁND
Pantið tímanlega til þess að tryggja
yður VOLKSWAGEN fyrir vorið.
VOLKSWAGEN er 5 manna bíll.
Verð kr.: 129.970,00.
Sími
21240
[HElLDVERZL'JNiN
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði virmur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvSTs mánaðar.
Kventöfflur frá Ítalíu
Seljum í dag og næstu daga nokkurt magn af ítölskum
kventöfflum. Vandaðar gerðir. — Verð frá kr. 172,00.
Ennfremur enska kvenskó fyrir kr. 398,00 parið.
SKÓVAL
Austurstræti 1S
Eymundssonarkjallara.