Þjóðviljinn - 05.03.1964, Blaðsíða 1
/
Fimmtudagur 5. marz 1964 — 29. árgangur — 54. tölublað.
Sendir alþingi nefnJ í vin-
áttuheimsókn tíl Grænlands
SJÁ SÍÐU O
Borgarráðsf réttir:
Fjórir sækja um
slökkviliös-
stjórrastarfið
1. þ.m. var útrunninn
umsóknarfrestur um stöðu
slökkviliðsstjóra í Reykja-
vík. Fjórar umsóknir bár-
ust og eru þær frá eftir-
töldum mönnum: Bjarna
Kristjánssyni vélaverk-
fræðingi, Gunnari H. Er-
lendssyni vélaverkfræð-
ingi, Haraldi J. Bjarnasyni
verkfræðingi og Valgarð
Thoroddsen yfirverkfræð-
ingi Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Væntanlega verður
tekin ákvörðun um veitingu
stöðunnar á borgarráðs-
fundi á morgun.
Tilboð í lögn
hitaveitu í
Skjólin
Á fundi borgarráðs í
fyrradag var lögð fram til-
laga stjórnar Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborg-
ar um að taka tilboði frá
h.f. Verk í lagningu hita-
veitu í Skjólin.
Þrjú tilboð bárust í
verkið á réttum tíma og
eitt tiiboð barst eftir að
fresturinn var útrunninn
en áður en tilboðin voru
opriuð.
Verk h.f. bauð kr. 5.071.-
820, Loftorka, sameignar-
félag, bauð kr. 6.279.050
og Almenna byggingarfé-
lagið kr. 6.725.100. Tilboð-
ið sem barst of seint var
frá Snæfelli h.f. á Eski-
firði og hljóðaði það upp á
kr. 6.056.070.
Lægsta tilboðið er um
16% hærra en áætlað
kostnaðarverð við útreikn-
ing tilboðsins, en það var
kr. 4.358.280.
Uppdrættir að
fjölbýlishúsum
við Kleppsveg
Á borgarráðsfundinum 3.
marz voru lagðir fram og
samþykktir uppdrættir
Kjartans Sigurðss. arki-
tekts og Sigurjóns Sveins-
sonar arkitekts að þriggja
hæða fjölbýlishúsum sem
borgin ætlar að byggja við
Kleppsveg. Samþykkt var
að fela byggingardeild
borgarverkfræðings og Inn-
kaupastofnuninni að láta
bjóða út byggingu húsanna
þannig að boðið yrði í
byggingu tveggja, þriggja
eða fimm húsa.
Stórfelld hækkun á verzlun-
arálagningunni og verðlagi
VerShœkkun allf oð 14%
□ Ríkisstjórnin hefur nú sþellt yfir þjóðina enn
einni gífurlegri öldu verðhækkana og afhent verzl-
uninni stórfúlgur á kostnað almennings. Þessar
ráðstafanir, sem eru einn þátturinn í verðbólgu-
æði „viðreisnarinnar“, gera stjórnarflokkarnir með
fullum stuðningi Framsóknarflokksins.
□ Á fundi Verðlagsráðs í fyrrad. voru samþykkt-
ar nýjar álagningarreglur í heildsölu og smásölu og
komu þær til framkvæmda í gær. Hækkar álagn-
ingin að meðaltali um 30% og veldur það mikl-
um verðhækkunum á fjölmörgum vöruflokkum
eða allt upp í 14% verðhækkun á einstökum
vöruflokkum.
□ Verðlagsstjóri skýrði Þjóðviljanum svo frá í
gær að samkvæmt athugun sem hann hefði gert
myndu eins'takir vöruflokkar hækka í verði af
þessum sökum sem hér segir:
Matvörur og nýlenduvörur 4-7%. Hreinlætis-
vörur 7-8%. Skófatnaður 8-9%. Búsáhöld og járn-
vörur 7-9%. Vefnaðarvörur og fatnaður 10-11%.
Rafmagnsvörur 6-10%. Málningarvörur rúm 7%.
Bílavarahlutir 5%. Aðrir varahlutir 13-14%.
□ Þá sagði verðlagsstjóri að hækkun á bygging-
arvörum og fleiri vöruflokkum myndi hliðstæð.
Q Samhliða þessu voru afnumin verðlagsákvæði
á allmörgum vörutegundum sem til þessa hafa
verið háðar verðlagsákvæðum. — Frh. á 8. síðu.
rFram á regin
fjallaslóð..."
I fyrrakvöld var lialdin árshátíð Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
og meðal skemmtiatriða var sýning á nokkrum þáttum úr 'Úti-
Iegumönnunum eftir Matthías Jochumsson sem nemendur fluttu.
Fréttamaður og ljósmyndari frá Þjóðviljanum brugðu sér á loka-
æfinguna er haldin var í Sigtúni í fyrradag og er frásögn og
myndir þaðan á 12. síðu blaðsins i dag. Hér sjáum við hins veg-
ar Ketil skræk: Steindór Guðmundsson, 4. bekk B og sjálfan
Skuggasvein: Helga Ivarsson, 3. bekk A og er Skuggi ærið víga-
legur. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
EFTIR ÞRIGGJA ÁRA BARÁTTU:
ALLIR SJÓMENN SÖMU BÆTUR
Tillaga Alþýðubandalagsins um örorku- og
dánarbætur sjómanna loks samþykkt
■ Þingsályktunartillaga
þeirra Geirs Gunnarssonar
og Hannibals Valdimarsson-
ar um sérstakar örorku- og
dánarbætur sjómanna var
samþykkt í sameinuðu Al-
þingi í gær með breytingu,
Norðurlandsborínn 4
mánuði enn í íyjum
★ 1 dagskrá sameinaðs Alþingis í gær var m.a. fyrirspurn til
Ingólfs Jónssonar um Norðurlandsborinn, hversvcgna hann var
fluttur að norðan, hve lengi hann verður í Vestmannaeyjum og
hvert eigi aö flytja hann næst.
★ Svaraði ráðherrann því til, að borinn yrði í þrjá til fjóra
mánuði enn í Vcstmannaeyjum en yrði síðan fluttur aftur norð-
ur en þaöan var hann eins og kunnugt er burtfluttur öllum —
og þó einkum Ilúsvíkingum — að óvörura þrdtt fyrir næg verk-
efni þar nyrðra og skýr ákvæði í löguni um að liann yrði keyptur
tii notkunnar á Noröurlandi.
sem allsherjarnefnd lagði til
að gerð yrði á henni. Þetta
er í þriðja sinn í röð sem
þeir Geir og Hannibal hafa
borið þetta réttlsetismál
fram, en þingsályktunartil-
laga um það ekki fengizt
samþykkt fyrr en nú.
O Þingsályktunartillaga
þeirra var upphaflega svo-
hljóðandi: Alþingi ályktar að
skora á ríkisstjórnina að láta
undirbúa og leggja fyrir
betta þing frumvarp til laga,
er tryggi, að allir sjómenn
á íslenzkum skipum njóti
^érstakrar slysatryggingar,
eigi lægri en 200 þús. kr.,
miðað við fulla örorku eða
dauða, vegna allra slysa, er
verða um borð í skipi eða á
’andi.
Ragnar Arnalds haíði fram-
sögu fyrir áliti allsherjarnefndar
Framhald á 8. síðu.
Ef ríkisstjórnin fer að vilja Alþingis og lætur framkvæma það
sem fcllst í þingsályktunartillögu þeirra Geirs Gunnarssonar og
Hannibals Valdimarssonar cr samþykkt var á Alþingi í gær, hef-
ur mikilsvert réttlætismál sjómanna náð fram að ganga. Fyrst og
frcmst er þó hér um að ræða Ieiðréttingu fyrir sjómenn á bátum
undir tólf tonnum að stærð; að þeir verði bættir til jafns við aðra
sjómcnn. — Myndin: smábátar í Reykjavíkurhöfn (Ljósm. Þjóðvilj-
inn — A. K.).
Bótar fjurf-
andi aðstoðar
Þorlákshöfn. — Einn Þorláks-
hafnabáfánna, Þorlákur ÁR 5,
fékk færi í skrúfuna í róðri á
þriðjudag. Kom bátur á vett-
vang, Friðrik Sigurðsson, sem
gat haldið bátnum við svo hann
ræki ekki þar til varðskipið Þór
kom þar að og dró hann til
Framhald á 8. síðu.
BANASL YS
í SILFURTÚNI
Maður beið bana af slysi við
vinnu sína í Silfurtúni á þriðju-
dag. Var það Vermundur Eiríks-
son húsasmiður til heimilis að
Litlagerði 1 í Reykjavík.
Var hann að vinna í nýbygg-
ingu við Smáraflöt 22. Sporð-
reistist borð er hann stóð á og
féll Vermundur í steinsteypt
gólfið, en hann var að klæða
neðan á loft ásamt öðrum
manni.
Missti hann meðvitund en
kom til sjálfs sín og kvartaði um
verk í höfði. Var hann þá flutt-
ur á Landakotsspítala og lézt þar
sxðdegis á þriðjudag.
Vermundur var 39 ára og læt-
ur eftir sig konu og fjögur börn.
4,
I