Þjóðviljinn - 05.03.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.03.1964, Blaðsíða 6
6 slÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. marz 196: Genfarráðstefnan um verzlunarmál örlagarík fyrir króunarlöndin □ Hlutur þróunarlandanna og tekjur af heim^v . ^.uninni fer SÍU’: v,, •líXÍV a\ — seinustu fimmtíu árin hefur þeirra þáttur í heimsverzluninni minnkað úr 30% í 20%, og tekjurnar hafa lækkað um 9%. □ Þetta vandamál verður efst á baugi á ráð- stefnu SÞ um verzlunarmál, sem hefst í Genf eftir tæpar þrjár vikur. Þátttak- endur munu verða 1 300 frá 1 23 löndum heims. Bilíð milli ríku landanna ogr hinna fátæku breikkar stöðugt. YNGINGARL YFID LOKS FUNDIÐ? Brezkur Iæknir fullyrti fyr- ir nokkrum dögum, að hann hefði fundið upp hormónalyf, sem gæfi gömlum mönnum nýjan lífskraft og fullkomna kyngetu, svo að hæglátir menn á áttræðisaldri yrðu skyndilega sprækir eins og fjörugustu kynbótafolar. læknir heitir dr. Tib- erius Reiter og er meðlimur í konunglega læknafélaginu brezka. Hann segist vera sá fyrsti í veröldinni. sem tekizt hefur að framleiða lyf með svonefndum testosteronehorm- um karlmannsins. Læknavísindin uppgötvuðu testosteronehormóninn fyrir meir en 30 árum, segir dr. Reiter, og þá þegar varð mönn- um Ijóst mikilvægi þessara hormóna fyrir kyngetu manns- ins. En nú er okkur loksins að takast að færa okkur í nyt hinn leyndardómsfulla kraft, sem fólginn er í þessum hormónum. Gamlir verða ungir á ný Reiter segist hafa fundið ör- ugga og óbrigðula aðferð til að framleiða testerone með efna- blöndun, og í sex mánuði hef- ur hann gert tilraunir með lyfið, sem er framleitt í töflum, á rosknum mönnum og jafnvel gamalmennum. Gífurleg aukning í kyngetu og kynferðislegri orku hefur greinilega komið í Ijós, segir Reiter, en það sem er þó enn meira áberandi er, að þung- lyndi og veikindi í þvagrás og skjaldkyrtli, hverfa algjörlega. Eftir töfluát í 22 vikur hefur hormónamagnið í blóði gömlu mannanna, sem flestir voru yf- ir sjötugt, aukizt til jafns við það, sem algengast er hjá mönnum á þrítugsaldri. Munaði nokkrum metrum! Miklar og snöggar verðbreyt- ingar á ýmsum vörutegundum hafa haft ill áhrif á efnahagslíf þróunarlandanna. Á árunum 1950 til 1962 var til dæmis verð á gúmmí frá 1024 og niður í 432 dollara, á baðmull frá 1000 og niður í 447, á kaffi frá 1431 og niður í 657 og á kakó úr 1101 i 454 dollara. Útflutningur flestra landa Asíu (nema Japans), Afríku, Rómönsku Ameríku og Mið- jarðarhafsins er allt að 90% hráefni, og þess vegna hafa verðbreytingarnar mjög víðtæk áhrif á efnahagslífið. HVÍ MINNKA TEKJURNAR? Hvemig getur á því staðið, að útflutningstekjur þróunar- landanna aukast ekki hlutfalls- lega með auknum mannfjölda í heiminum og aukinni neyzlu? f skýrslu SÞ eru taldar upp þessar ástæður:. 1) Eftirspum iðnvæddu land- anna breytist um Ieið og tekj- urnar aukast. Með bættum kjörum fara menn til dæmis að Peter Smithers Nýr írum- kvæmdustjóri Evrópurúðsins Aðalstofnanir Evrópuráðsins eru tvær: ráðgjafarþing og ráð- herranefnd. Á ráðgjafarþinginu eiga sæti 144 fulltrúar löggjafar- þinga allra aðildarríkjanna, þar af þrír Islendingar. f ráðherra- nefndinni eru utanríkisráðherrar ríkjanna eða fulltrúar þeirra. Skrifstofa ráðsins vinnur í þágu þingsins og nefndarinnar. Að- setur Evrópuráðsins er í Strass- burg á landamærum Frakk- iands og Þýzkalands. Starfa um 450 manns að staðaldri í skrif- stofum ráðsins. Ýmsar stofnanir eru tengdar Evrópuráðinu, m. a. Mannréttindanefnd og Mannrétt- 'ndadómstóll Evrópu. Samvinnu- ráð Evrópu um menningarmál, 'veitarstjórnaþing Evrópu og ’íflreisnarsjóður Evrópu. Fyrir skömmu var kjörinn nýr 'imkvæmdastjóri fyrir Evrópu- ;5ið. Fyrir valinu varð einn af 's'oðarutanríkisráðherrum Bret- ->ds. Peter Smithers. Tekur -in við af fialanum loríovico •’enuti. sem verið hefur mkvæmdastjóri í rúm sjö ár. borða meira af kjöti og minna af brauði. 2) Framleiðsla gervlefna fer vaxandi á kostnað hráefna úr náttúrunni . Árið 1962 var í fyrsta sinn framleitt meira af gervigúmmí en hrágúmmí. 3) Framfarir í tækni hafa leitt til þess, að ná má sama árangri í framleiðslu með minna hráefnismagni. 4) Samkeppnl við háþróuð Iönd. Ýmis iðnvædd iönd juku útflutning sinn á hráefnum meir en þróunarlöndin á sein- asta áratug. 5) Tollar, skattar og ýmis- legt annað er þróunarlöndun- um sérstakur fjötur um fót i útflutningi iðnaðarvara. ÖRLAGARÍK RÁÐSTEFNA 75 þróunarlönd hafa nýlega sent frá sér sameiginlega yf- irlýsingu, þar sem lýst er yfir, að viðskiptaráðstefnan í Genf, sem hefst 23. marz og stendur til 15. júnf, muni hafa mjög örlagarík áhrif á framtíð þess- ara landa og efnahagsmál mannkynsins í heild. Á það hefur verið bent, hve miklu minna er rætt hér á Vesturlöndum um þessa miklu ráðstefnu en um „Kennedy- lausnina", sem eingöngu mun Hlutur þróunarlandanna og tekjur af heimsverzluninni fer stöf- ugt minnkandi — seinustu 50 árin hcfur þeirra þáttur í heinr verzluninni minnkað úr 30% í 20% og tekjurnar hafa lækk; / um 9 prósent. verða mikilvæg fyrir verzlun- ina milli ríku þjóðanna, Banda- ríkjanna og landa Efnahags- bandalagsins og Fríverzlunar- bandalagsins. Ef ríku þjóðirnar fallast á að auka innflutning sinn frá fá- tæku þjóðunum, þó ekki væri nema sem næmi einum til tveimur hundraðshlutum af ár- legri neyzluaukningu þessava þjóða, myndi það hafa hin víð- tækustu áhrif á efnahagsþróun þróunarlandanna. Mörgurn virðist það skylda NorðurlanH ■> að styðja svo sjálfsagt hae munamál fátæku þjóðanna heiminum. Bilið miiii ríkra og fátækra verður stöðugt lengra Aldrei fyrr í veraldarsög- unni hefur framleiðslan auk- izt jafn hratt og með þessarí kynslóð — meir en þrefald- azt á 23 árum. Heildarverðmæti fram- leiðslu og þjónustu jókst um 225 af hundraði á tímabilinu frá 193R til 1961. Austrið (Fyrir utan Kína) hefur aukið framleiðsluna meir en Vestrið, fátæku þjóð- imar meir en þær ríku. Á- stæðan til þess, að bilið held- ur áfram að lengjast, er sú, að með fátækum þjóðum er fólksfjölgunin hlutfallslega miklu meiri. Iðnaðarframleiðslan í Aust- ur Evrópu jókst árlega um 11.7% frá 1950 til 1961, og var það meira en á nokkru öðru iðnaðarsvæði. Aukningin er ekki jafn mikil seinustu árin. Að Austurblökkinni undan skiiinni varð mestur vöxtur i iðnaðarframleiðslu í löndum Efnahagsbandaiagsins eða um 9.4% á árunum 1948 til 1961. Minnst var aukningin í iðnaðarframleiðslu í Norður- Amerfku og löndum Fríverzl- unarbandalagsins eða tæplega 4%. Heildarframleiðslan í þró- ■'narlöndunum jókst á tíma- bilinu 1948—1961 um 71% en í iðnvæddum löndum um 68%. Hliðstæðar tölur um fólksfjölgun eru 30% á móti 18%. Af þessu leiðir, að með- alárstekjur á íbúa jukust úr 3000 ísl. krónum í 4000 krón- ur í þróunarlöndunum, en i háþróuðum iðnaðarlöndum úr 31200 í 45000 ísl. krónur. Meðalárstekjur á íbúa árið 1961: Asía 2400 ísl. krónur, Rómanska Ameríku 8400, lítt- iðnvæddar þjóðir í Suður Evrópu 10200, Japan 15600, evrópsk iðnaðarlönd 39000, Norður Ameríka 75000 fsl. krónur. Tölumar eru úr skýrslu frá SÞ. „Vöxtur iðnaðar 1933— 1961“. Sá fyrirvári er gerð- ur, að reikniaðferðir Sovét- manna. séu að sumu leyti frá- brugðnar aðferðum starfs- manna SÞ.) Súlan lengst til vinstri sýn- ír ársmeðaltekjur á íbúa í þróunarlöndunum. Næsta súla sýnir ársmeð- altekjur á íbúa i iðnvæddum löndum. Svarti hluti súlunnar gildir fyrir árið 1948, en hvíti hlutinn sýnir tekjuaukning- una fram til ársins 1961. Með- W""fi BH n ^ u altckjur cinstaklings i iðr væddum Iöndum hafa auk' margfalt meir á þessu 1 ára tímabili. Súlurnar tvær til hær sýna ársmeðaltekjur á íb — annars vegar í Asíu < hins vegar í Norður-Ameríl Lárcttu strikin á teiknir unni tákna hvcrt um sig 6r ísicnzkar krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.